Tíminn - 25.07.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.07.1972, Blaðsíða 15
Þriftjudagur. 25. júli 1972 TÍMINN 15 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Stórskotahríð í Vestmannaeyjum! Leik ÍBV og Fram lauk með jafntefli, 4:4. - Fram skoraði fjögur mörk í röð á örstuttum tíma eftir að Eyjamenn höfðu náð 2:0forustu Það er ekki of sterkt til orða tekið, að leikur Vestmannaeyinga og Fram, sem háður var i Eyjum s.l. laugardag, hafi verið æsispennandi. Áhorfendur, sem voru fjölmargir, fengu að sjá flest af j)ví, sem góður knattspyrnuleikur hefur upp á að bjóða, nefni- lega spennu, hraða, ógætan samleik á köílum— og siðast en ekki sizt mörk, en þau urðu 8 talsins, en leiknum lauk með jafn- tefli, 4:4. Miðað við gang leiksins voru þetta sanngjörn úrslit. Til að byrja með leit út fyrir öruggan sigur Eyjamanna, sem skoruðu tvöfyrstu mörkin, en i siðari hálf- leik tóku Framarar heldur betur við sér og skoruðu fjögur mörk i röð. Sennilega hefur flest 1. deildar lið,önnur en IBV, brotnað eftir slika stórskotahrið, en heimamenn létu engan bilbug á sér finna og tókst að jafna stöð- una fyrir leikslok. Leikurinn á laugardaginn var háður við hin beztu skilyrði, sólarlausu veðri og logni. Fljót- lega kom i ljós, að Eyjamenn ætluðu að selja sig dýrt i leiknum á móti toppliði 1. deildar. Þeir gáfu ekkert eftir og gerðu harða hrið að marki Fram. Fremstur j flokki var Ásgeir Sigurvinsson, sem lék stórkostlega vel og var áberandi bezti leikmaður vallar- ins. Hann gerði hvort tveggja i senn — lék samherja sina upp — og ógnaði markinu. Og það var einmitt hann, sem skoraði fyrsta mark tBV á 20. minútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Tómasi Páls- syni. Þetta var eina markið, sem skorað var i fyrri hálfleik, en fljótlega i siðari hálfleik skoraði Sævar Tryggvason — sem kom inn á fyrir Harald Júliusson — laglegt mark með skalla. Eftir þetta mark var eins og Fram-liðið vaknaði af vondum draumi. Erlendur Magnússon var tvivegis á ferðinni við mark Vest- mannaeyja með stuttu millibili og skoraði i bæði skiptin. Og skömmu siðar skorar Marleinn Geirsson eitt af sinum frægu skallamörkum. Þannig var staðan orðin 3:2 Fram i vil. Og Framarar höfðu ekki sagt sitt siðasta orð, þvi að.Kristni Jörundssyni tókstað skora fjórða mark Fram rétt á eftir. öll þessi fjögur mörk Fram komu á tiltölu- lega skömmum tima, 15-20 minútum. En það verður að segja liði IBV til hróss;að leikmenn þess gefast yfirleitt ekki upp, þótt á móti blási. Á þeim 15 minútum, sem eftir voru, tókst þeim að jafna stöðuna og tryggja sér þar með annað stigið. Tómas Pálsson skoraði á 30. minútu — og þremur minútum siðar skorar Asgeir Sigurvinsson með föstu skoti jöfnunarmarkið, 4:4, við mikinn fögnuð áhorfenda. Sem fyrr segir, var leikurinn hinn skemmtilegasti, eins og oftast, er, þegar mörg mörk eru skoruð. Af einstökum leik- mönnum IBV bar Asgeir Sigur- vinsson af, en Tómas, Sævar og Ólafur áttu einnig ágætan dag. 1 liði Fram bar einna mest á Erlendi Magnússyni. Marteinn Geirsson er alltaf traustur varnarleikmaður og fékk hann ágætan stuðning frá Ómar. Arasyni, staðgengli Sigurbergs. Hins vegar veikti það vörn Fram talsvert, hve glannalega Agúst Guðmundsson, bakvörður lék, og Þorbergur Atlason hefur oftast verið öruggari i markinu. Leikinn dæmdi Kagnar Magnús- son ágætlega. —bs. Nú er það fyrst spennandi! Spennan í i. deildar keppninni er i hámarki eftir sigur Akraness gegn KR og jafnteflisleik Fram i Vest- mannaeyjum, þvi að nú skilur aðeins 1 stig á milli Fram og Akraness, en þessi lið mætast á Akranesi 12. ágúst n.k. En næsti leikur i deildinni verður háður i kvöld á Laugardals- vellinum milli Vikings og Keflavikur og hefst kl. 20. Staðan i deildinni er nú þessi: Fram 8 5 3 0 19:10 13 Akranes 8 6 0 2 18:10 12 Keflav. 7 2 4 1 14:11 8 Breiðabl. 8 3 2 3 8:13 8 Valur 7 2 14 11:12 5 Vestm. 6 12 3 13:15 4 Vik. 7016 0:13 1 Markaregn á Akureyri Lið Akureyrar átti ekki i nein- um erfiðleikum með tsfirðinga i 2. deildar keppninni, þegar þessi lið mættust i leik á Akureyri um helgina, en leiknum lauk svo, að Akureyringar skoruðu 7 mörk gegn engu. Enn færir Eyleifur Skagamönnum tvö dyrmæt stig í 1. deildar baráttunni - skoraði sigurmarkið gegn KR þegar fimm mín. voru til leiksloka Það var Eyleifur Hafstcinsson, sem bjargaði tveimur stigum fyrir Skagamenn, þegar þeir mættu KIÍ upp á Skaga s.l. laugardag. Eins og menn muna þá skoraði Eyleifur sigurmark Akurnesinga i Eyjum á siðustu sek. Ilaiin skoraði einnig sigur- mark Skagamanna gegn KR þegar 5 min voru til leiksloka og dugði markið Skagamönnuni til sigurs 3:2, sama markatalan og var i Eyjum. Leikur Akurnesinga og KR var nijög skemmtilegur og oft á köflum vel leikinn, liðin áttu mikið af marktækifærum sem nvttust ekki. KR-ingar sóttu stift fyrstu minúturnar i fyrri hálfleik og markið ,,lá i loftinu”, en það kom ekki fyrr en á 13. minútu. Hörður Markan lék upp hægri kantinn, gaf á Björn Pétursson, sem sendi knöttinn fyrir mark Skagamanna — Hörður Helgason, markvörður stökk út og ætlaði að handsama knöttinn.en hann náði honum ekki — knötturinn barst til Atla Héðinssonar, sem átti auð- velt með að skalla i mannnlaust markið. Eftir markið ná Skaga- menn smátt og smátt tökum á leiknum og þeim tekst að jafna 1:1 á 23. min. Var það Karl „litli” Þórðarson, sem skoraði markið, með góðu skoti af 20 metra færi, knötturinn lenti undir þverslá al- gjörlega óverjandi fyrir Magnús Guðmundsson, markvörð KR. Skagamenn ná svo forustunni á 35. min. Teitur Þórðarson, leikur á Sigmund Sigurðsson, bakvörð, þræðir svo á milli þriggja varnar- manna og gefur laglega sendingu út i vitateiginn til Jóns Alfreðs- sonar, sem þrumar knettinum efst i markhornið. Mjög laglega unnið að markinu hjá Teiti og Jóni. Siðustu min fyrri hálf- leiksins jafnaðist leikurinn og skiptust liðin á að sækja. Á 16. min siðari hálfleiks tekst KR-ingum að jafna 2:2. Hinn efni- legi og sivaxandi leikmaður Björn Pétursson tekur eitt af sinum nákvæmu og hættulegu hornspyrnum, knötturinn svifur fyrir markið og beint i hausinn á Atla Héðinssyni, sem þurfti ekki annað en að breyta stefnunni á knettinum og i netið. Eftir að hafa skorað þetta mark, sækja KR- ingar i sig veðrið og þeir fara að sækja. Atli Héðinsson,komst einn inn fyrir vörn Skagamanna á 21. min en Hörður markvörður bjargaði á siðustu stundu. Þarna var Atli of seinn að skjóta á markið. Stuttu siðar fá KR-ingar aftur gullið tækifæri til að ná forustunni í leiknum. Sigurður Indriðason spyrnti himin hátt yfir i dauðafæri. Skagamenn áttu lika sin marktækifæri, á 26. min skallar Jón Alfreðsson fram hjá eftir hornspyrnu og tveimur min siðar. veður Eyleifur upp kantinn, alveg upp að enda- mörkum, gaf fyrir.Teitur skaut þrumuskoti, sem Magnúsi mark- verði tekst að slá frá, knötturinn hrekkur tii Andrésar Ólafssonar, sem spyrnti viðstöðulausu skoti, en knötturinn rétt strauk stöng. Á 30. min kemur fyrir atvik, sem heiliaði svo ungan Akurnes- ing, að honum varö að orði við félaga sinn: „Hann er bezti leik- maður í heimi”, átti strákurinn þá við Hörð Helgason, sem bjargaði meistaral. þrumuskoti Björns Péturssonar i. horn. Að- dragandinn var þannig, að Atli kemst einn inn fyrir vörn Skaga- manna, lék upp að endamörkum og gaf þaðan knöttinn út til Björns, sem kom á fleygiferð og skaut eitt af sinum hnitmiðuðu skotum, knötturinn stefndi upp undir þverslá, en þá var það sem „Akraneskötturinn” Hörður Helgason tók undir sig stökk, og sló knöttinn yfir markið á siðustu stundu. KR-ingar sækia stift eftir þetta, en i miðri sókn þeirra ná Skagamenn knettinum, Teitur brunar upp kantinn, að enda- mörkum og sendir góða sendingu til Eyleifs, sem skaut, en knötturinn fór rétt fram hjá. Tveimur minútum siðar (40. min) ná Skagamenn aftur upp skyndi- upphlaupi. Teitur nær knettinum, leikur fram völlinn og sendir stungubolta til Eyleifs, sem brunar fram og spyrnir föstu skoti frá vitateigslinu, Magnús markvörður KR, kastar sér niður og reynir að handsama knöttinn, sem lenti i handleggnum a honum og inn i markið. Sigur Skaga- manna var staðreynd, og lið þeirra var vel að sigrinum komið, þó má segja að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit. KR-liðið tapaði leiknum, fyrir það hvað liöíð sótti stift siðustu minúturnar. Beztu menn Skagamanna voru Teitur Þórðarson, Eyleifur Haf- steinsson, Karl Þórðarson og Hörður Helgason. Þá voru Þröstur Stefánsson og Jón Al- freðsson einnig friskir. Samvinna þeirra Teits og Eyleifs vakti oft aðdáun áhorfenda þeir léku oft stórglæsilega sin á milli gegnum KR-vörnina og það skapaðist alltaf hætta, þegar þeir voru með knöttinn. Þá var Karl oft skemmtilegur i leiknum, fyrir- gjafir hans skapa mikinn usla og fáti vörn andstæðingsins. Ekki er hægt aö tala um Akranesliðið án þess að minnast á Hörð mark- vörð. Eftir að hann byrjaði að leika með liöinu, hefur það breytzt til batnaðar. Hörður er að verða okkar bezti markvörður og má landsliðseinvaldurinn fara að gefa honum auga. Þröstur og Jón standa alltaf fyrir sinu, en það má kannski segja að þeir hafi leikið full fast i leiknum. KR-liðið var liflegt i leiknum og Ieikmenn liðsins gáfust aldrei upp, þótt að mótherjarnir væru erfiðir heim að sækja. Beztu menn liösins voru: Björn Péturs- son, sem fer vaxandi meö hverjum leik, Sigurður Indriðason, sem er mikill baráttumaður, Atli Héðinsson en hann vinnur rnikið og er alltaf á ferðinni, enda einn „mark- gráðugasti” leikmaður 1. deildar, það er eins og hann þefi upp góð tækifæri. Þá var Baldvin Elias- son nokkuð friskur i vörninni, en hann er kannski allt of rólegur og kaldur, að „dútla” með knöttinn inn i vitateig. „Gullskallinn” fór holu f höggi Haraldur „gullskalii” Júliusson, hinn þekkti knattspyrnumað- ur tBV, fór holu i höggi á hinum skemmtilega golfvelli Vest- mannaeyinga um siðustu helgi. Þetta gerði hann á 4. braut, sem er par 3 hola 150 metra löng og notaði Haraldur 6. járn i þetta högg. Er hann annar Vestmanna eyingurinn, sem fer holu i hoggi á pessu ari. Hinn var Hermann Magnússon, sem það gerði i móti Hafnarfirði i fyrr i sumar. Leikinn dæmdi Hinrik Lárusson ágætlega, en hann hefði þó mátt vera ákveðnari og oft á tiðum strangari i dómum. SOS. Æfingabúðir FRI að Laugarvatni Frjálsiþróttasambandið hefur Iþróttamiðstöðina á Laugarvatni til umráða frá 30. júli til 4. ágúst n.k. Þeir,er hug hefðu á þátttöku, snúi sér til skrifstofu FRI simi 83377, sem allra fyrst. (Fréttatilkynning frá FRI)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.