Tíminn - 25.07.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.07.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur. 25. júli 1972 3 Islandsmet á Ml í frjálsum íþróttum: Lára stökk tvívegis yfir Olympíulágmarkið! Hörð og spennandi barátta f mörgum greinum ÖE-Reykjavík. Lára Sveinsdóttir, Armanni vakti mesta athygli á Meistara- móti islands i frjálsum íþróttum, sem háð var á Laugardalsleik- vanginum um helgina. Hún stukk 1 ,(>H m. f hástökki, sem er 2 senti- metrum betra en Olympiulág- markið. Lára hafði raunar áður stokkið 1,66 metra, þannig að hún stökk tvivegis yfir lágmarkshæð- ina. Auk þess var ein af tilraunum liennar við 1,70 m. mjög góö. Af- reksfcrill Láru í sumar hefur ver- ið einstæður, hún hefur marg- sinnis bætt islandsmetið eöa alis um 12 sentimetra, ug keppnis- timabilinu er ekki lokið enn. Þá hefur hún sett mct i 100 m. grindahlaupi, 200 m. hlaupi og fiinmtarþraut, auk innanhúss- mela i vetur. Þó að hástökksafrek þessarar ungu afrekskonu sé mikið, má ekki gleyma þvi, að hún sigraði einnig i 100 m. grindahlaupi og langstökki með yfirburðum. Tvö onnur Islandsmet vor sett á mótinu, einnig i kvennagreinum. Fyrst skal nefna 800 m. hlaupið, sem var skemmtilegasta grein meistaramótsins. Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK hefur verið ósigrandi i þessari grein i sumar og allir hafa sjálfsagt búizt við sigri hennar að þessu sinni enda tók hún fljótt forystu i hlaupinu. Fyrri hringur var hlaupinn á 67 sek., en skömmu eftir að honum lauk fór Lilja Guðmundsdóttir, IR fram úr Ragnhildi og fór mjög geyst. Þegar tæpir 200 m. voru i mark, og siðasta beygjan var að hefjast, hljóp Ragnhildur upp að hlið Lilju, en það var „taktis kt” rangt hjá Ragnhildi. Hún hljóp utan á Lilju mestalla beygjuna og fór fram úr henni þegar upp- hlaupið hófst. En Lilja átti svar við þvi og geystist fram úr Ragn hildi skömmu áður en hlaupinu lauk og það sama gerði Unnur Stefánsdóttir, HSK, þannig aö Ragnhildur hafnaði i þriðja sæti i hlaupinu. Mjög óvenjulegt hjá þessari bráðefnilegu og kornungu stúlku. Timi Lilju var 2:20,2 min., nýtt Islandsmet, 1,8 sek. betra en gamla metið, sem Ragnhildur átti. Unnur hljóp einnig á betri tima en gamla metið, eða á 2:21,2 min. Ragnhildur náði sinum næstbezta tima 2:22,6 min. A sunnudaginn þekktum við Ragnhildi aftur, hún sigraði með yfirburðum i 1500 m. hlaupinu og timi hennar 4:57,9 min., aðeins 2/10 úr sek. lakara en metið, sem hún á sjálf. Spjótkastið var bezt af kast- greinum kvenfólksins, Arndis Björnsdóttir, UMSK skorti aöeins 20 sm. i met sitt, kastaði 39,40 m. Sif Haraldsdóttir, HSH náði sin- um bezta árangri, kastaði 35,64 m. Guðrún Ingólfsdóttir, USU vann öruggan sigur i kúluvarpi, 10,98 m. en Gunnþórunn Geirs- dóttir, UMSK, sem er i stöðugri framför og náði sinu bezta kasti 10,85 m. Kringlukastiö var lélag- ast af kvennagreinunum, ölöf Ölafsdóttir, A, sigraði, en kastaði aðeins 30,60 m. Sigrún Sveinsdóttir, A, var bezti spretthlaupari kvenna á mótinu, hún sigraði i 100 m. á 13,1 sek. en þar munaði mjóu, Ingunn Einars- dóttir, IR var nokkrum senti- metrum á eftir og fékk sama tima. Nokkur mótvindur var. Timi Sigrúnar i 200 m. var 26,3 sek., en i þvi hlaupi var nokkur meðvindur. Siðasta grein kvenfólksins á sunnudag var 400 m. hlaupið og Lára Svcinsdóttir yfir OL-lágmarkinu. (Tlmamynd Gunnar) þá kom eina met dagsins, Ingunn Einarsdóttir, 1R hafði yfirburði og hljóp á 60,1 sek., sem er 2/10 úr sek. betra en gamla metið, sem hún setti fyrr i sumar. Nú er að- eins timaspursmál, þangað til fyrsta islenzka konan hleypur á betri tima en 1 min. i 400 m. Keppni var skemmtileg i 4x100 m. boðhlaupi milli UMSK og Ar- manns, en UMSK stúlkurnar voru jafnari og skiptu betur og sigur- inn varð þeirra, timinn 51,6 sek. aðein 7/10 úr sek. frá Islands- metinu. KARLAGREINAR. Engin met voru sett i karla- greinum, en ljósir punktar voru i ýmsum þeirra og nokkrir náöu sinum bezta árangri. Skemmtilegasta greinin var 1500 m. hlaup en þátttakendur voru 12. Agúst Asgeirsson, 1R tók forystu i upphafi og hélt henni þar til á siðasta hring, að Sigfús Jóns- son, félagi hans fór fram úr og það hressilega. Þegar á beinu brautina kom var Sigfús alllangt á undan og flestir voru farnir að hallast að þvi, að hann myndi sigra, en ekki Agúst, sem tók mikinn endasprett og sigraði naumlega. Sigfús náði sinum bezta tima, 4:05,4, min. Timi Ágústar var 4:05,3 min. Erlendur Valdimarsson, 1R var nú aftur með eftir meiðslin, sem hann varð fyrir á þjóðhátiðar- mótinu. Hann sigraði með yfir- burðum i kringlukastinu, en augljóst er, að hann hefur „dottið út úr stil” eins og sagt er. En það stendur til bóta. Hreinn Halldórs- son, HSH, vakti mesta athygli i kringlukastinu, náði sinum lang- bezta árangri, kastaði 49,28 m. og er greinilegt að hann verður okkar næsti 50 metra kastari. Erlendur sigraði og i sleggju- kastinu og náði 56,06 m. kasti, sem er góður árangur á okkar mælikvarða. Met hans frá þvi i hitteðfyrra er 58,64 m. Óskar Sigurpálsson, A, lyftingar- maðurinn kastaði einnig yfir 50 m. eða 50,18. Hástökkið var skemmtileg grein og jöfn, en árangurinn slakur. Fjórir stukku 1,85 m„ en Hafsteinn Jóhannesson, UMSK var öruggastur og sigraði. Þá var spjótkastið ekki siður Frá hinu glfurlega spennandi 800 tn hlaupi kvenna. Lilja Guðmundsdóttir hefur tekiö forustu. spennandi. Elfas Sveinsson, IR kastaði 58,10 m. i fyrsta kasti og það nægði til sigurs, fyrsta kast Stefáns Jóhannssonar, A, var aðeins 2 sentimetrum styttra og hann varð annar. Barátta Guðmundar Hermannssonar, KR og Hreins Halldórssonar, HSH i kúluvarpi var hörð. Guðmundur tók forystu i fyrstu umferð og kastaði 17,16 m. gegn 17.08 m. hjá Hreini 1 annarri umferð fór Hreinn fram úr, kastaði 17,24 m. Þriðja tilraun Guðmundar var 16,85 m„ en i þeirri fjórðu náði hann bezta kasti keppninnar 17,32 m. og tryggði sér tslandsmeistaratitilinn i 10. sinn i röð. 1 6. umferð kastaði Guðmundur 17,30 m. og sýndi með þvi öryggi. Valbjörn Þorláksson, A, varð íslandsmeistari i stangarstökki i 18. sinn um helgina og það er afrek, sem erfitt verður að bæta. Hann stökk 4,20 m„ en helzti keppinautur hans, Guðmundur Jóhannesson, 1R stökk 4 metra. Valbjörn átti góða tilraun við 4,35 m. Gaman var sö sjá Karl Stefáns- son, UMSK aftur i keppni, hann sigraði i þristökki stökk 14,29, m. og tryggði sér landsliðssæti. Friðrik Þór Óskarsson, 1R keppti ekki i mótinu sökum meiðsla i baki. Ólafur Guðmundsson, KR sýndi hið rétta keppnisskap, er hann sigraði i langstökki og kom niður réttu megin við 7 metrana. Meðvindur var að visu of mikill. Þorsteinn Þorsteinsson, KR hafði forystu i 800 m. hlaupinu frá upphafi til loka og hljóp á 1:55,7 min. Fyrri hringur var alltof hægt hlaupinn, til að hægt væri að búast við betri tima, eða á 59 sek. Agúst Asgeirsson, 1R var skammt á eftir, hljóp á 1:56,5 min. Högni Óskarsson, KR, sem varð fjórði i hlaupinu hljóp á» sinum bezta tima 2:05,3 min. Bjarni Stefánsson, KR sigraði i 100 og 400 m. hlaupum og timarnir voru 10,9 sek. og 49,0 sek. Hann hefur verið i einhverri lægð undanfarið, en ekki er að efa, að Bjarni kemst i hið rétta form á næstunni og vonandi i utanförinni til Noregs i næstu viku. Jón H. Sigurðsson, HSK , hafði yfirburði i 5000 m. hlaupinu og náði bezta tima sumarsins, 15:47,2 min. Valbjörn Þorláksson, A sigraði i 110 m. m. grinda- hlaupi eftir hörkukeppni við Borgþór Magnússon, KR, en Borgþór vann öruggan sigur i 400 m. grindahlaupi. CRSLIT: Karlar: 800. m. hlaup: Þorsteinn Þorsteinss. KR, 1:55,7 Agúst Asgeirss. 1R, 1:56,5 Július Hjörleifss. UMSB, 2:01,5 Högni Óskarss. KR, 2:05,3 Böðvar Sigurjónss. UMSK, 2:06,0 Markús Einarss, UMSK, 2:08,8 400 m. grindahlaup: Borgþór Magnúss. KR, 56,2 Vilm. Vilhjálmss. KR, 57,3 Sleggjukast: Erl. Valdimarss. 1R 56,06 m. ÓskarSigurpálss. A, 50,18m. Jón H. Magnúss, IR 47,54 m. Björn Jóhannss. IBK, 41,64 m. Guðm. Jóhanness. 1R, 36,60 m. ISOOm.hlaup: mfn. Ágúst Asgeirss. IR 4:05,3 Sigfús Jónss. 1R 4:05,4 Einar Óskarss. UMSK 4:13,5 Þórólf. Jóhannss. IBA 4:16,6 Ragnar Sigurjónss UMSK Ragnar Sigurjóns UMSK 4:17,0 Högni Óskarss. KR 4:17,7 Helgi Haukss. UMSK, 6,21 m. Stangarstökk: Valbjörn Þórlákss, Á 4,20 m. Guðm. Jóhanness, 1R 4,00 m. Siguröur Kristjánss, 1R 3,00 m. 110. m. grindahlaup: Valb. Þorlákss. A, 15,2sek. Borgþór Magnúss. KR, 15,3sek. Stefán Hallgrimss. KR, 15,7 sek Hafst. Jóhanness. UMSK, 16,4 sek Þristökk: Karl Stefánss. UMSK 14,29 m. Helgi Haukss. UMSK, 13,68 m. Asgeir Arngrimss. KR ll,94m. Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.