Tíminn - 25.07.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.07.1972, Blaðsíða 20
Velheppnuð sumarferð framsókn- arfélaganna Hátt á fjórfta hundrað manns tók þátt i ferð Framsóknarfélag- anna á sunnudaginn var. Varft feröin i alla staði ánægjuleg, enda veöur gott. Eysteinn Jónsson var fararstjóri og i Hvitárnesi kom Einar Agústsson, utanrikisráð- herra til móts vift hópinn, nýkom- inn heiiii frá undirskrift EBE- samninganna og fiutti hann ávarp á Hveravöllum. Verður meira sagt fr'á feröinni siðar i vikunni. Myndina tók Ijósmyndari Tim- ans, Guftjón Einarsson af ferða- fólkinu á Hveravöilum. Skagaströnd: Veiddi 15 minka á 5 dögum ÓV—Reykjavik .Itin Jónsson, fréttaritari Timaiis á Skagaströnd, sagöi i viðtali i gær, að á undanförn- um 5 dögum hefðu verið unnir 15 minkar á Skagaströnd, þar af 7 i þorpinu sjálfu, tveir aör- ir rétt fyrir utan þorpið en hin- ir K ekki langt frá. Þaö var Birgir Arnason, járnsmiður hjá Skipusmiða- stöð Guðmundar Lárussonar, sem i sumarleyfi sinu rölti meö heimilishundinn um og þefaði uppi minkana á svæð- inu frá þorpinu og inn að Sölvabakka. — Það var bara meöfram sjónum hér, sem Birgir leit- aði, sagði Jón, — svo ekki ber á öðru, en að þörf sé á, að kanna þessi svæði betur en gert hefur verið. Jón sagði Skagstrendinga ekki hafa orðið vara við minka að undanförnu, en enginn vafi væri á, aö töluvert væri um þá þar nyrða. Birgir hefði haft fullan hug áaðleita meira, en tvennt aðallega kom til, sumarleyfi hans var á enda og heimilishundurinn orðinn heldur sárfættur. Verður þvi að telja mjög vel af sér vikið hjá Birgi, að hafa unnið 15 minka á 5 dögum ¦ — og ekki á hundurinn siður skil- ið hrós fyrir frammistöðu sina og þefvisi. Jón sagði ennfremur, að góður þurrkur hefði verið þar nyrðra i gær og þvi hefði verið hægt að koma töluverðu heyi i hlöður og hefði þvi vissulega lézt brúnin á bændum. Einnig hafa Skagstrending- ar nú hug á, að gera út til rækjuveiða á flóanum og jafn- vel að koma upp vélum til rækjuplokkunar. C Þriðjudagur. 25. júlí 1972 ) Ný og góð hörpudisksmið fundin við Vestfirði Þó—Reykjavik. iindanfarnar fjórar vikur hefur leiðangur frá Hafrannsóknastofn- uninni leitað að nýjum hörpu- disksmiðum við Vestfirði, og að sögn Hrafnkels Eirikssonar fiski- fræðings, sem var leiðangurs- stjóri I þessari ferð, fundust nokk- ur mjög góð'mið. Beztu miðin eru I Patreksfiröi, Tálknafirði og i Arnarfirði. Hrafnkell Eiriksson — sagði i viðtali við blaðið, að i febrúar 1971 hefðu þeir fundiö ný hörpudisk- svæði, sem fiskað hefði verið á siðan, og núna hefði það verið ætl- unin að fara yfir það, sem ekki varð komizt yfir þá. 1 sunnan- og vestanverðum Patreksfirði fengust upp i 250 kiló i 10 minútna togi af meðalstórri skel, en i Tálknafirði fengust allt að 330 kiló i togi. Er það svæði fram af Tálkna, og er frekar litið um sig. Svæðið i Patreksfirði er aftur á móti mjög stórt. Nær það allt frá Kvigindisdal og út að Hænuvik, 6.5 sjómilur. A þessu svæði var mest togað á 15-24 faðma dýpi. Sagði Hrafnkell, að á þessum slóðum mætti veiða mikið af hörpudiski og væri svæðið góð viðbót við það, sem áður hefði fundizt — Við Langanes i Arnar firöi fannst einnig gott svæði á fjögurra milna kafla, og þar feng- ust rúmlega 200 kiló eftir 10 min- útna tog. Hrafnkell sagði, að um þessar mundir væru 10-12 bátar á hörpu- disksveiðum i Djúpinu og Jökul- fjörðum, og mættu þeir koma með mest 2.5 lestir úr veiðiferð. — Það er mjög mikið atriði, sagði Hrafnkell, að bátarnir hafi mörg svæði til að veiða á, svo að hægt sé að friða svæðin öðru hverju. En til þess, að hægt verði að stunda. þessar veiðar i stórum stil, þá verða að vera mörg veiðisvæði. Ef t.d. um eitt svæði væri að ræða, þá þurrkaðist þau upp ótrúlega fljótt. — Allt bendir til þess, að mið- stöð hörpudisksveiðanna verði á Vestfjörðum, i Húnaflóa og á Breiðafirði. Annars staðar við landið hafa ekki fundizt góð hörpudisksmið svo nokkru nemi Chi Chi er dauð -verður stoppuð upp SB—Reykjavik Chi Chi, pandabirnan stóra i dýragarði Lundúnaborgar, er dauð. Hún lagði sig á laugardags- morguninn og vaknaði ekki aftur. Talið er að banameinið liaii verið hjartaslag. Chi Chi verður nú stoppuð upp cg sett á safn. Eins og menn muna væntan- lega, olli Chi Chi öllum hinum vestræna heimi sárum vonbrigð- um árið 1966 og aftur 1969, þegar hún harðneitaði að lita við biöli sinum, hinum rússneska An An, sem þá var eini panda-karlinn á Vesturlöndum. Siðan hefur Nixon forseti eignast eitt par, sem frægt er orðið. Af An An er það að frétta,að hann eldist lika og liður ekki sem bezt þessa dagana i Moskvu, þvi að þar er nú hitabylgja. Meðalaldur Panda-bjarna er 15- 17 ár. Chi Chi varð 15 ára. Frumleg popphljómsveitarnöfn: Táningahljómsveitin 72 kjörin í Húsafelli Miklar skemmdir unnar í Breiðholtsskóla OO—Reykjavik. Miklar skemmdir voru unnar i Kreiðholtsskóla aðfaranótt sunnudags s.l. Þar var bortizt inn og vaðið um allt hús og hurðir brotnar upp með járni, sennilega litlu kúbeini. Fyrst var rifinn upp opnanlegur gluggi með járninu, siðan sprengdar upp þrjár tvibreiöar vængjahurðir og voru hurðirnar og karmarnir i tætlum eftir aö- ganginn. Einnig var reynt að brjóta upp margar hurðir til við- bótar og viðurinn spændur upp og eyðilagður. Nemur tjónið tugum eða jafnvel hundruðum þúsunda króna. Ekki er að sjá að neinu hafi verið stolið úr skólanum. Reiknað er með, að innbrots- menn hafi verið að minnsta kosti tveir og vel að manni. þvi tals- verð átök þurfti til aö sprengja upp hurðirnar og valda öllum þessum skemmdum. Brotizt var inn i sumarbústað við Hómsá og unnar skemmdir. Sennilegast hafa krakkar verið þar á ferð. Aður hefur verið brot- izt inn i sama bústað og haldin þar samkvæmi, án þess að eigandinn vissi, fyrr en hann kom siðar og sá vegsummerki. Sprengdar voru upp hurðir i verzluninni Álafossi i Banda- stræti, en engu var stolið þar. ÓV—Reykjavik A sumarhátiðinni i Húsafelli, sem haldin verður um verzlunar- mannahelgina, verður eins og áð- ur keppni á milli hljómsveita um titilinn „Táningahljómsveitin '72". Hafa margar góðar og vin- sælar hljómsveitir hafiö sinn feril með þessari keppni og má nefna þar á meðal Gaddavir, Tatara, Fi-fi og Fó-fó, Trix, Nafnið og fleiri. 1 ár hafa fimm hljómsveitir til- kynnt þátttöku og eru nöfnin með frumlegra móti: ,,Satan", ,,Nýrækt" og „Skóhljóð" úr Reykjavik, ,.Goðgá" frá Grims- stöðum á Fjöllum og loks hið magnaðasta, ,,Námfúsa Fjóla", en þeir heiðursmenn eru úr Reykjavik. Vafalaust bætast fleiri hljóm- sveitir i hópinn en verðlaun eru 25.000 krónur. Fyrirkomulag keppninnar verður með dálitið öðrum hætti i ár en verið hefur. Hljómsveitirnar leika á laugar- dagskvöldinu á dansleik hjá Trú- brot i Lambhúslind og ætti þannig að verða minna um tafir en verið hefur áður. Nota hljómsveitirnar þannig hljóðfæri þau, sem fyrir verða á pallinum að mestu leyti og fer þvi ekki hálftimi i að „stilla upp græjunum", eins og það heit- ir á fagmálinu. Stjórnandi og kynnir táninga- hljómsveitarkeppninnar verður Alli Rúts. „Táningahljómsveitin '72" kemur siðan fram á hljómleikum á sunnudeginum með mörgum hljómsveitum, rótgrónum og vin- sælum. Beituvélin komin í gott lag ÞÓ—Reykjavik. Nú er langt komið með að ganga frá beituvélinni i Ásþór RE, en menn hafa átt við ýmis vandamál að striða i sambandi við niðursetningu hennar. Nú um helgina var vélin reynd úti á Faxaflóa, og kom i ljós, að kulda- stigið var ekki allskostar rétt á sildinni og þar af leiðandi gekk vélinni ekki vel að beita. — 1 — 5 gráður á celcius og minnst 2 fyrstu var sagt, að það væri gráður á celcius. hraðamæli bátsins (logginu) að kenna að vélin beitti ekki sem skyldi, en annað kom i ljós eftir frekari athugun. Nú verða smiðaðir nýir frysti- skápar i Asþór og er þvi verður lokið heldur skipið til grálúðu- veiða. Kuldastigið á sildinni þarf að vera frekar nákvæmt eða mest TUNDURSKEYTIÐ REYND- „ t . , ..A IST VERA SLÆÐIFISKUR Mannabem fund- m eftir 86 ár SB—Reykjavik Rannsókn á flaki El Grillo i Seyðisfirði gengur nú fremur hægt. Kafararnir fara aðeins tvær ferðir niður daglega og eru stutt niðri i einu. Þeir hafa komið upp meö eina djúpsprengju og annan hlutinn, sem haldið var aö væri tundurskeyti. Þaö reyndist hins vegar við athugun vera svo- kallaður slæðifiskur, en hann er notaður til að slæða tundurdufl. Djúpsprengjan var sprengd með dýnamiti fyrir utan kaup- staðinn og varð af mikill hávaði. Um 10 slikar sprengjur munu vera um borð i flakinu og eru um 100 kg af sprengjefni i hverri þeirra. Það mun þó vera eitthvað farið að dofna. Fréttaritari Timans á Seyðis- firði, Ingimundur Hjálmarsson, sagbi i simtali, að bæjarbúum hefði orðið hverft við spreng- inguna, sem gerð var klukkan hálf-tólf að kvöldi, enda minnt sumt á þá daga, er Þjóðverjar gerðu loftárásir sinar á striðs- árunum. Fólki hefði ekki verið gert viðvart, þar eð hætt þótti við, að það myndi vekja forvitni sumra, en varúðarráðstafanir hefðu verið miklar. sprengian sprengd úti á Vestdalseyri, þrjá kilómetra frá kaupstaðnum og lögregluvörður hafður á báða vegu, um 1600 metra frá sprengi- staðnum. Jafnframt þvi að sækja sprengjur niður i flakið hafa kaf- ararnir athugað, hvort göt eru á oliugeymum skipsins. Er nú talið vafasamt, að olia vætli úr skipinu, þvi að fersk sjávarlykt og þörungalykt var af köðlum, sem þeir komu með upp. Kann þvi orsakanna til oliubrákar- innar, sem vart varð á firðinum, að vera annars staðar að leita. Búizt er við, að kafararnir ljúki störfum i dag, þriðjudag, og kemur þá til kasta stjórnarráðs- ins að ákvarða, hvað næst verður aðhafzt. Fyrir skömmu fundust á Fella- heiði bein stúlku, sem þar varð úti skömmu fyrir jólin árið 1886. Hún hét Guðrún Magnúsdóttir, vinnu- kona til heimilis að Fjallaseli i Fellum, og var á leið að Hnefils- dal til fundar við unnusta sinn, er þar var. Hermdu sagnir, að hún hefði haft brennivinskút meðferð- is. Árið 1916 gekk bóndinn á Teiga- seli á Jökuldal fram á mannabein á heiðinni. En þá var niðaþoka og tókst honum ekki að finna staðinn aftur. Það var ekki fyrr en nú á dög- unum, að Eirikur bóndi Sigfússon á Giljum gekk fram á beinin á ný. Sannaðist þá, að sagnir þær, sem um hagi stúlkunnar og ferð henn- ar hafa gengið, voru sannar: Gullhringur var á fingurkjúku og gjörð af kút hjá beinunum. Þar fundust einnig leifar af litlum broddstaf og utanyfirhöfn mjög heilleg, svört hempa og vaðmáls- pils.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.