Tíminn - 26.07.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.07.1972, Blaðsíða 1
IGNIS UPPÞVOTTAVÍLAR RAFIflJAN RAFTORG SIMI: 19294 SÍMI: 26660 166. tölublað — Miðvikudagur 26. júli 1972 — 56árgangur Hæii- skapar XÍtnjSubUuwéJUun, A.£ RAFTÆKJADEILD Hafnarstraeti 23 Símar 18395 & 86500 Trausti Sigurösson, sem beið i 15 1/2 klukkustund I lokaöri lyftu. Fjaer sitja foreldrar hans Berþóra Skúladóttir og Sigurður Guðmundsson og tvær systur, Erla og Stefanía Hrönn. Timamynd Gunnar. Leitarflokkar á fjörum - drengurinn fastur í lyftu OÓ—Reykjavik — Drengurinn var furðanlega hress eftir að hafa dúsað i lyft- unni i alla nótt, sagði Sigurður Guðmundsson húsgagnasmiður faðir 10 ára gamals drengs, Trausta, sem sat fastur i lyftunni á 5. hæð Dómus Medica frá kl. 5 á mánudag fram til kl. 8,30 i gær- morgun. En það var erfið vöku- nótt hjá þeim hjónunum, Sigurði og Bergþóru Skúladóttur, sem ekki höfðu hugmynd um, hvað orðið var af drengnum er fór að heiman upp úr hádeginu á mánu- dag til að selja Visi. Kl. 9 um kvöldið voru þau farin að óttast alvarlega um son sinn og höfðu samband við lögregluna, og var lýst eftir Trausta i útvarpi. Nokkru siðar var hafin skipulögð leit, og tóku þátt i henni, auk lög- reglumanna, björgunarsveitin Ingólfur og hjálparsveit skáta. Sporhundur var einnig hafður með i leitinni. Var leitað að piltin- um i alla nóttína i Reykjavik og nágrenni og gengið á fjörur. Það var ekki fyrr en kl. 9 i gærmorg- un, að leitarflokkunum var til- kynnt, að Trausti væri kominn fram. Lyftan i Dómus Dedica stóð á sér um morguninn, og þegar við- gerðarmaður var kominn á stað- inn, opnuðust dyrnar á lyftunni á 5. hæð og út skautzt drengur, sem hljóp orðalaust niður stigana og út. Var stutt fyrir Trausta að fara heim, þvi að hann býr að Grettis- götu 66. Traustivar glaðvakandi, þegar Lokiðogþað.sem honum fylgdi. —Tímamynd: Þó. blaðamaður Timans talaði við hann upp úr hádeginu. Sagðist hann hafa sofið svolitið i lyftunni, en vissi ekki hve lengi. — Ég var að selja Visi og ætlaði upp á 6. hæð, sagði Trausti, en lyftan stanzaði á 5. hæðinni. Það var enginn gluggi i lyftunni. Ég varð svolitið hræddur, þegar lyftan stanzaði og fór ekki af stað aftur. Eg hringdi neyðarbjöllunni mörgum sinnum. Ég held að ein hver kona hafi heyrt i bjöllunni, og hún kom að dyrunum, en hún reyndi ekki að gera neitt. Ég heyrði þegarhún kom að lyftunni og fór svo aftur. Ég vissi að klukkan var um fimm, þegar ég fór i lyftuna, en ég hafði ekkert úr á mér og vissi ekkert, hvað timanum leið. Stundum heyrði ég i einhverjum, sem var að ganga um, og þá hringdi ég neyðarbjöllunni, en enginn kom. Ég hélt alltaf, að ein- hver mundi koma og opna og bara beið. Ég heyrði engan umgang, þegar ég var búinn að vera lengi inni i lyftunni, og þá hélt ég, að það væri komin nótt og Iagði mig á gólfið, og sofnaði, en veit ekki hvað ég svaf lengi. Eg vissi, að það væri farið að leita að mér og beið alltaf eftir að einhver mundi opna, og þegar dyrnar opnuðust loksins, hljóp ég út Húsvörðurinn i Dómus Medika er i leyfi, en kona sér um störf hans á meðan. Hún segist aldrei Börn bíöa viðdyrnar aðlyftunni í Domus Medica. hafa heyrt i neyðarbjöllunni i lyftunni né nokkur annar i húsinu. En þess varð vart að lyftan stanz- • aði og var fyrirtækinu Bræðurnir Ormsson, sem sér um viðhald og viðgerðir lyftunnar, gert viðvart, en engan grunaði að nokkur væri lokaður inni i lyftunni. Þar sem komið var fram á lokunartima hússins þótti nægjanlegt, að við- gerðarmaður kæmi snemma að morgni til að gera við lyft- una. Tæknideild fyrirtækisins gaf Tímanum þær upplýsingar, að engin bilun hafi fundizt i lyftuút- búnaðinum. Ljós voru i lyftunni i alla nótt og neyðarfjallan var i góðu lagi, enda segist Trausti hafa heyrt i henni, þegar hann studdi á hnappinn, þótt aðrir i húsinu hafi ekki veitt hringingun- um athygli. Þegar viðgerðarmaðurinn kom, voru dyrnar læstar, en þær lokast og opnast sjálfkrafa með sérstökum rafmagnsútbúnaði, og handafl er ekki notað til að hreyfa þær. Dyrnar voru i iæsistöðu, en af einhverjum orsökum fór lyftan ekki af stað. En viðgerðarmaður- inn gat ekki séð i morgun hvaö orsakaöi stöðvunina. Tók hann rafstrauminn af lyftunni órstutta stund, og þegar hann setti hana á aftur, opnuðust dyrnar á eðlileg- an hátt. Er þvi ekki vitað, hvað olli þvi að lyftan stöðvaðist, en vera má að drengurinn hafi verið of hæverskur og ekki stutt nægi- lega fast á hnappinn. En eitthvað hefur hlaupið i baklás þvi að lyft- an hreyfðist ekki, þegar ýtt var á hnappana utan frá og ástæða þótti þá til að kalla viðgerðarmann á staðinn. Neyðarbjallan er inni i lyftu- gögnunum og heyrist i henni á öll- um hæðum. Þótt bilun verði i lyftu sem þessari er hægt að opna dyrnar með sérstökum lykli. Er læsingunni lyft frá og hurðin opn- uð með handafli. En i þessu tilfelli virðist ekkert hafa reynt á það. Viðgerðarmaðurinn var uppi i vélarhúsinu þegar dyrnar opnuð- ust, er hann setti strauminn á aft- ur. Þegar hann kom niður, sá Frh. á bls. 15 Brak úr flugvél í vörpu við Eldey ÞO—Reykjavik. Vélbáturinn Dis RE-95 fékk hluti úr flugvél i vörpuna að morgni 18. júli, þar sem báturinn var að togveiðum 3-6 milur N- ¦NNV af Eldey. Báturinn fór með brakið til Akraness og tók lög- reglan þar það til varðveizlu. Að sögn Stefáns Bjarnasonar, yfirlögregluþjóhs á Akranesi, fékk báturinn slitur af hreyfli, brot úr flugvélarvænaog litið lok með einhvers konar bjöllu innan i vörpuna. Hið síðasttalda var sent loftferðaeftirlitinu i gær til skoð- unar. Ekki var hægt að bera kennsl á þessa hluti, enda fátt til leiðbeiningar nema hvað gul máln ing virtist vera á vængnum. Skúli Jón Sigurðsson hjá Loft- ferðaeftirlitinu sagði Timanum, að hann bæri ekki kennsl á þá hluti, sem hann fékk senda til Reykjavikur, og vissi hann ekki um flugvél, sem týnzt hefði á þessum slóðum nú nýverið. En hlutirnir bera það með sér, að þeir hafa ekki legið mjög langan tima i sjó. Skúli sagði, að það kæmi oft fyrir að bátar fengju i vörpurnar úr flugvélaflökum. Siðan tilkynna sjómennirnir Ioftferöaeftirlitinu fundinn og senda þeim það, sem um er að ræða. Stundum hafa þessir hlutir verið úr flugvélum, og i nokkur skiptihafaafdrif flug- véla.,sem höfðu farizt fyrir löngu. komið í ijós. T.d. var það fyrir nokkrum árum, að bátur fyrir Noröurlandi fékk stóran hluta af Norseman-vél, sem fórst i loft- ferðabardaga viö Þjóðverja á striðsárunum. Af þessari vél var hirt vélbyssan, sem Bretar fengu siðan. Að sögn Skúla þarf að rannsaka hlutina, sem Dís fékk, áður en nokkuð verður hægt að segja um, úr hvaða flugvél þeir geta verið. Allir eigendur Hamranessins í gæzluvarðhaldi Oó—Reykjavik. Sakadómsrannsókn stendur nú yfir á Hamranessmálinu i Hafnarfirði, og voru þrir menn úrskurðaöir i langt gæ/.luvarðhald i gær. Allir eigendur togarans, skipstjór- inn og maður sá, sem úrskurð- aður var I 7 daga gæzluvarð- hald, er sjópróf stóðu yfir, voru í gær úrskurðaðir I 40 daga gæzlu, og þriðji eigand- inn i 30 daga gæzlu. Að sjóprófum loknum var málið sent saksóknara tll frekari ákvörðunar. Hann sendi málið aftur til bæjarfó- getaembættisins f Hafnarfirði og fór fram á sakadómsrann- sókn á orsökum skiptapans, en á sinum tíma varð sprenging þess valdandi, að togarinn sökk, og leikur grunur á, að skipinu hafi verið sökkt með vitiind og vilja eigenda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.