Tíminn - 26.07.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.07.1972, Blaðsíða 7
Miövikudagur. 26. júli 1972^ TÍMINN 7 Wnwww Útgefandi: Fra'msóknarflokkurinn x Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:|:: : : arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,;::: :: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans)J|:: Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni. • Ritstjórnarskrif-,:;: stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306.:;: Skrifstofur I Bankastræti 7 — afgreiöslusími 12323 — auglýs-x. :;:ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald;;; x 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-S iá takið. Blaðaprent h.f. & ÍÍÍiiiÍ Skattaálagningin Þegar rikisstjórnin kom til valda ákvað hún að bæta hag láglaunafólks og koma trygginga- kerfinu i það horf, að öllum væru tryggðar framfærslutekjur, en á þvi hafði verið mikill misbrestur og svo mikil skekkja komin i trygginga- og lifeyriskerfið, að hagur lifeyris- þegna var orðinn ótrúlega misjafn eftir þvi i hvaða stéttum menn höfðu starfað. Þær miklu hækkanir á tryggingabótum, sem ákveðnar voru.hefðu haft i för með sér að per- sónuskattarnir, sem lögðust á menn án tillits til tekna, hefðu hækkað um helming. Til þess að verja hina tekjulágu og tekjulausu svo og skólaunglingana og þá, sem þá hafa á framfæri, varð þvi að fella persónuskattana niður og innheimta tekjur til trygginganna með öðrum sköttum, sem leggjast á menn eftir efnum og ástæðum. Þessar skattalagabreytingar voru við það miðaðar, að hlutfallsleg skattbyrði launafólks með lágar og miðlungstekjur lækkaði. Tekju- aukning varð hins vegar mjög mikil hjá þorra launþega á s.l. ári og þess vegna hlutu skattar að hækka í krónutölu hjá þeim gjaldendum, sem mikla tekjuaukningu höfðu á siðasta ári, þótt hlutfallsleg skattbyrði væri óbreytt eða lækkaði. Skattálagningin nú varð i samræmi við þetta og allur þorri gjaldenda i lágum og miðlungs- tekjum getur vel við unað, þótt sú tið komi sennilega aldrei að allir séu ánægðir með skattana sina. Hagur ellilifeyrisþega i landinu er mjög mis- jafn. Þeir sem minnst höfðu fyrir sig áður að leggja hafa nú fengið verulegar bætur með þeirri tekjutryggingu, sem rikisstjórnin beitti sér fyrir. En skattalagabreytingin hefur haft i för með sér hækkanir hjá ýmsum öðrum. Þessi rikisstjórn vill jafna kjör gamla fólksins og tekjutryggingin var við það miðuð að enginn þyrfti að liða skort, en hún telur ekki að hátekjufólk og stóreigna, sem i þessum aldurs- flokki er, eigi að verða skattlaust. En þeir agnúar, sem orðið hafa i skattabreytingunum varðandi ellilifeyrisþega og nú kunna að koma i ljós, muni verða sniðin við þá framhalds- endurskoðun skattalaganna, sem nú er i gangi. Engin rikisstjórn hefur leikið gamla fólkið verr en „viðreisnarstjórnin”. Mbl. er því varla heppilegasti málsvari þessa fólks. t nýju skattalögunum eru heimildir fyrir sveitar stjórnir til að létta vissum álögum af ellilif- eyrisþegum. Ihaldið i Reykjavík hefur ekki framkvæmt þessa heimild. Því var einnig innan handar að undanþyggja þetta fólk 50% álagi á fasteignaskatt og 10% álagi á útsvör. Það gerði hvorugt. Gagnrýni Mbl. á álagningu á vissan hóp lifeyrisþega hittir þvi ekki sizt meirihluta Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik. - -TK | Hella Pick: Framboð McGoverns veidur kvíða í Vestur-Evrópu Forustumenn þar vantreysta honum í varnarmálum McGovcrn HVAÐA GEORGE? Fjarri fer, að alþýðumanni i Evrópu sé nafn George McGoverns jafn kunnugt og það er orðið i Bandarikjunum. i húsakynnum valdhafanna i Evrópu er jafnvel litið á manninn sjálfan sem viðSjdr- verðan, og viss kviði bundinn við frama hans. Út i frá er fátt kunnugt um afstöðu McGoverns til megin- mála, einkum þó viðhorf hans til utanrikismála almennt. Tvennt er þó vitað með nokk- urri vissu, eða, að hann vill binda endi á styrjöldina i Viet- nam eins fljótt og kostur er, og eins, að hann virðist telja nauðsynlegt að fækka i her Bandarikjamanna i Evrópu. VIÐHORF McGoverns til lausnar Vietnam-málsins hafa sýnilega nokkur áhrif á áætl- anir valdamanna i Hanoi, Peking og Moskvu. En afstaða hans til varnamála yfirleitt veldur Evrópumönnum áhyggjum. Allmargir, sem fúsir vildu fagna aukinni rót- tækni hans i almennum stjórn- málum, óttast eigi að siður, að sem forseti Bandarikjanna láti hann sér ef til vill ekki nægja að láta Evrópu sigla sinn sjó, heldur dragi svo úr kjarnorkubúnaði hins vest- ræna bandalags, að hann hætti að veita örugga vörn gegn ásækni kommúnista. En i raun og veru mun McGovern þykja meira um það vert, að reyna að efna til nýrrar og heillavænlegri sam- vinnu en áður, en hitt, að láta Bandarikjamenn hopa frá skuldbindingunum við banda- menn sina. SENNILEGA eru viðhorf Evrópumanna yfirleitt endur- speglun á afstöðu bandariskra stjórnmálaspekinga. Liklega telja rikisstjórnir i Vestur- Evrópu yfirleitt óliklegt, að McGovern beri sigurorð af Nixon forseta i kosningunum i nóvember i haust. Valdamönnum i höfuð- borgum Evrópu er þó ljóst, að ekki verður hjá þvi komizt að veita viðhorfum McGoverns alvarlega athygli úr þvi að honum tókst að leika á atvinnumennina við flokksvél Demokrataflokksins og ná út- nefningu. Honum yrði innilega fagnað, ef hann færi að ráðum PierreSallingers og fleiri vina sinna og samherja, sem eru i mjög nánu sambandi við Evrópumenn, og leggja að honum að skreppa stutta ferð til Evrópu fljótlega eftir út- nefninguna og áður en megin- hrið kosningabaráttunnar hefst. MCGOVERN verður sem forsetaefni að skýra stefnu sina i utanrikismálum og varnamálum miklu betur en hann hefir gert til þessa, engu siður en stefnu sina i innan- rikismálunum yfirleitt. Hann verður einnig knúinn til að draga nokkuð úr sumu af þvi, sem vakti mesta hrifni hinna róttæku i upphafi forkosninga- baráttunnar, en var öllum al- menningi aftur á móti afar ógeðfellt. Samt sem áður er mjög svo liklegt, að meginstefna hans haldist hin sama i grund- vallaratriðum. Hann hefir haldið statt og stöðugt fram, að Bandarikjamenn leggöu mestan og beztan skerf að auknu öryggi i heiminum með þvi að sinna innanlandsmál- unum af miklu meiri kost- gæfni en þeir hafa gert að undanförnu. ÞEIM er báðum jafn ljóst Nixon forseta og McGovern, að barátta Bandarikjaþings fyrir fækkun i her Bandarikja- manna i Evrópu hlýtur að harðna verulega þegar for- setakosningarnar eru um garð gengnar. Munurinn á afstöðu þeirra keppinautanna er i höfuðatriðum sá, að McGovern hefir haldið fram, að fækkun i her Bandarikja- manna verði að lúta sam- komulagi við samherja þeirra i Evrópu, en Nixon reynir að verjast kröfunum heima fyrir um heimflutning bandariskra hermanna með tilvisun til samninga við Varsjárbanda- lagsrikin um gagnkvæma minnkun herafla i Evrópu yfirleitt. Andstæðingar McGoverns munu halda fram, að með til- lögum hans um einhliða fækkun i her Bandarikja- manna sé hann að hamla gegn þvi, að Rússar sjái sér hag i að semja um gagnkvæma fækkun i eigin herjum. En sennilega gera Rússar sér glögga grein fyrir stjórn- málaástandinu i Bandarikj- unum. Þeir telja efalaust öruggt, að þeir þurfi ekki annað, — jafnvel þó að Nixon verði við völd áfram, — en að þreyja þorrann og góuna,þar til Bandarikjaþing samþykkir lækkun á framlagi til banda- risks hers i Evrópu. HÉR kemur einnig til álita sú staðreynd, sem Frakkar hafa fyrstir manna lagt áherzlu á að gagnkvæm og jafnvæg minnkun herafla er i raun og veru ekki til. Hvarf bandariskra hersveita vestur um haf og heim, án þess að i þess stað komi hersveitir Vestur-Evrópurikja, er Rúss- um augljóst hagræði, þar sem þeir eru miklum mun nær vettvangi en Bandarikja- menn, jafnvel þó að þeir yrðu að draga nokkuð úr núverandi herafla sinum i Austur-Þýzka- landi og Póllandi. McGovern stakk upp á þvi, meðan á forsetakosningunum stóð, að fækkað yrði i her Bandarikjamanna i Evrópu úr 300 þúsund i 130 þúsund manns. Hann kvað hins vegar aldrei á um, hvenær þetta ætti að gerast, en lagði þess i stað höfuðáherzlu á, að fækkunina ætti að samræma viðleitni Evrópumanr.a til að efla eigin hervarnir. I þessu efni taldi hann heppilegt, að Atlants- hafsbandalagið kæmi á stofn sérstakri ráðherranefnd, sem kæmi sér saman um nýja stefnu i varnamálunum og gæti endurskoðun Atlants- hafssáttmálans ef til vill komið til álita. t STEFN USKRA Demo- krataflokksins eru engin ákvæði um stærð Bandarikja- hers i Evrópu eða að henni vikið beinlinis. Hins vegar er þar ótvirætt skorað á Evrópu- menn að koma til liðs við Bandarikjamenn við mótun skynsamlegra varnahlutverks en áður. t skjalinu stendur berum orðum: ,,Skýr ákvæði um her- mannatölu skipta ekki mestu máli i samskiptum okkar við önnur Atlantshafsbandalags- riki. Meginatriðið er áfram- haldandi skuldbindingar til samræmdra og sameiginlegra varna”. ENN sem komið er virðist lækkun á hernaðarútgjöldum Bandarikjanna einkum hafa vakað fyrir McGovern , þegar hann hefir verið að hugsa og ræða um her Bandarikja- manna i Evrópu. Akveðnar og jákvæðar hugmyndir hans um eðli og framtið samskipta Bandarikjanna og Efnahags- bandalags Evrópu virðast ekki hafa mótað afstöðu hans i þessu efni. Hitt ber þó að hafa i huga, að Gordon Weil, einn af helztu samstarfsmönnum McGoverns, starfaði um sk^ið sem einn af talsmönnum Efnahagsbandalagsins, en rit- aði siðar i bandarisk blöð greinar um bandalagið og hafði þá aðsetur i Briissel. Weil er þvi nákunnugur málefnum Efnahagsbanda- lagsins og þar á ofan mjög ákafur áhugamaður um ein- ingu Evrópu. McGovern kemst þvi ekki upp meö að gleyma Efnahagsbandalaginu meðan hans nýtur við. En McGovern hefir ef til vill meiri áhuga á öðru en Efna- hagsbandalaginu og framtið þess eins og nú er komið málum, en bandalagið kann eigi að siður að komast að raun um, að honum sé ljós þörfin á að láta evrópska bandamenn Bandarikjanna vita, að hann vilji stuðla að eflingu og einingu Evrópu engu siður en Kennedy á sin- um tima.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.