Tíminn - 26.07.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.07.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miövikudagur. 26. júli 1972 herbergið mitt. Hún fyllti vit min, höfug og megn, er ég snart þau með erminni um leið og ég hallaði mér fram á skrifborðið og leit i spegilinn i siðasta sinn áður en ég fór niður i garðinn, þar sem gestirnir voru saman komnir til þess að óska mér til hamingju á afmælisdegi minum og fagna þeim miklu tiðindum, sem gerzt höfðu i lifi minu. Kjóllinn hafði verið sendur frá Boston um morguninn, og ég vonaði, að hann færi mér eins vel og bezt var á kosið. Skyldi nú Harrý getast vel að honum? Skyldi hann verða hreykinn af mér i mjúkgráum, felldum kjólnum og taka eftir þvi, að kóralhnapparnir og skraut- lindarnir urpu skærum blæ á kinnar minar? Ef ég gat ekki undir eins lesið ánægjuna úr augum hans, var mér hrós allra annarra einskis vert. Aður en ég fór niður, snart ég hringinn á baugfingri vinstri handar til frekari fullvissu. Harrý hafði keypt hann handa mér daginn áður og fært mér hann og afsakað með mörgum orðum, hve steinninn væri litill. Ég vissi vel, að hann gat alls ekki keypt dýrari hring, og i marga mánuði mundi meginhlutinn af launum hans fara i það að borga þennan. örlitill gimsteinn kostar miklu meira en ungur maður, sem er að hefja starfsferil sinn, er fær um að greiða. Ég ætlaði að atyrða hann fyrir eyðslusemina, en öll andmæli min misstu þó marks vegna gleði minnar yfir gjöfinni. Allir gestirnir myndu sjá hann á hönd minni. Þeir myndu komast að raun um, að Harrý Collins hefði gefið mér hann og heyra, að við vorum heitbundin. Ast okkar yrði ekki lengur leyndarmál. Umhugsunin um þetta gerði mig feimna og alvarlega. En ég vildi, að allir vissu það. Ég þráði að heyra hamingjuóskirnar og sjá fólkið horfa á okkur forvitnis- og rannsóknaraugum. Ég vissi þegar, hvernig þau augnaráð var. Mér var i minni augnaráð Emmu frænku og Möngu og jafnvel Wallace frænda. Sjálf hafði ég horft svona á unga elskendur. í þessu sérkenni- lega augnaraði blandaðist saman forvitni og öfund. Gamla fólkið var vitaskuld hæglátt og nærfærið, en eigi að siður bjó það yfir vissri öfund og þrá, eins og það fýsti að verða ungt i annað sinn og eiga sér ástir á ný. Hinir yngri voru feimnari og lotningarfyllri og vonuðu þó, að þeim yrði ekki synjað þessa undurs á lffsleiðinni. Þannig urðum við Harrý táknmynd leyndra drauma vina okkar og nágrannna, sem voru saman komnir i garðinum þetta kvöld og reikuðu þar um grasflatir og stiga undir krónum eplatrjánna og beykitrjánna. Ég fann þetta þegar, og vitundin um þetta jók aðeins á hamingju mina. Ég veit ekki, hvort Harrý varð þessa lika var. En hönd hans var heit og augu hans ljómuðu af gleði, er við leiddumst frá einum hópnum til annars. Emma frænka var sannarlega i essinu sinu þarna i gestahópnum. „Nei, ekki beinlinis undrandi”, heyrði ég, að hún sagði við einhvern á bekknum undir kopar-beykitrénu, „ekki nema á þvi, að Emilia litla skyldi vera komin á þennan aldur án þess að við veittum þvi eiginlega athygli. Mér finnst það hefði getað verið i gær, sem við héldum upp á sjö ára afmæli hennar hérna i garðinum og hún og Harrý og Hanna og Parkerssyturnar voru i feluleik og hámuðu i sig is og kökur.” Siðan hélt hún áfram til næsta hóps, og ég heyrði þaðan óminn af kemiliku tilsvari: „Jú, sannarlega erum við glöð, og allra vænst þykir okkur um það, að hún skuli ekki fara héðan. Við Wallace þurfum ekki að óttast það, að Friðarpipuverksmiðjurnar fari úr eigu ættarinnar, ef Harrý nýtur við. Það vill lika svo heppilega til, að Harrý er frændi Parkers. — Nei, ekki spillir það til”. Af einhverjum ástæðum var alltaf tönnlazt á þvi, hve „heppilegt” það væri, að við Harrý skyldum trúlofast. Ég hafði sem sé einmitt gert það, sem var vænzt af mér, eins og faðir minn ráðlagði mér forðum daga. Ég hafði fyrir löngu gleymt orðum hans, en nú rifjuðust þau upp fyrir mér. Faðir minn hafði játað, að áér hefði aldrei auðnazt það sjálfum. Hefði hann gert það, myndi hann ef til vill hafa setið i hópi okkar þetta kvöld. Skyndilega datt mér móðir min i hug, og ég spurði sjálfa mig, hvort nokkrum vina okkar og nábúa, sem þarna voru til þess að óska mér hamingju og farsældar, myndi einnig verða hugsað til hennar. Eða hafði hún aldrei eignazt svo mikil itök hérna megin árinnar? HVELL „Ó-já,” heyrði ég konu segja við sessunaut sinn, er ég gekk framhjá litlu siðar, „þetta hlýtur að gleðja Emmu. Hér er ekkert, sem skyggir á. Og þó að Elliot kvæntist verksmiðjustúlku, þá varð hún góð eigin- kona og móðir”. „Emma saknar nú hinnar bróðurdotturinnar, þegar hún giftist”, svaraði sessunauturinn. „Og ég sagði það nú líka i gær, að ekki hefði hún Emilia notið sin að hálfu ef systir hennar hefði verið að þyrlast i kringum hana i sumar. Hún hefur alltaf verið meiri fyrir sér, og Emmu er það sjálfsagt ekki á móti skapi aðgifta nöfnu sina fyrr.” Ég get ekki neitað þvi, að ég var þvi fegin sjálf, að Hanna var ekki heima þessar vikur. Það stafaði ekki af þvi, að ég öfundaði hana af þeirri almennu hylli, sem hún naut, heldur þótti mér gott að geta látið mig dreyma um framtiðina, án þess að þurfa að skeyta um fyrirgang hennar. 1 þessum svifum sá ég Harrý i hópi gesta og svaraði óðar brosi hans. „Hvort ég er hamingjusamur! ” heyrði ég hann segja við einhvern. „Það liggur við að ég fari að trúa á forlög, þegar mér verður hugsað um það, að ég var kominn á fremsta hlunn með að ráða mig til starfs i Boston i marz i vetur i staðinn fyrir aðkoma hingað”. Svo viss sem ég þó var um einlæga ást hans, hlustaði ég fegins- amlega á þessu lik ummæli. „Æ, hvað þetta var fallgega sagt af þér. — Já, var það ekki dásam- legt, að hann skyldi heldur koma hingað”? Hvað eftir annað endurtók ég sömu setningarnar, innantóm kurt- eisisorð, sem ég fann þó ekki, hve fáfengileg voru. „Ó, þakka þér fyrir. Það gleður mig svo innilega, hvernig þið sam- fagnið mér. — Nei, við höfum engar ráðagerðir uppi um framtiðina ennþá. Það er nógur timi til þess. Harrý er önnum kafinn við að temja sér skrifstofustörfin. — Kannske gerum við það næsta sumar”. Fólk, sem ég þekkti næsta litið, kom til min og kyssti mig og óskaði mér hamingju af óvæntum innileik, og giftar konur vottuðu mér vináttu sina og virðingu. Ég lagði mig sérstaklega i framkróka um að þakka þeim vinsemd þeirra. En það voru öldruðu, ógiftu konurnar, sem ég vorkenndi þennan dag, en þó var sú vokrunnsemi blandin nokkurri gleði yfir þvi, að ég hafði sjálf sneitt hjá örlögum þeirra. Mér fannst jafnvel, að þessi umbreyting hefði hafið mig á hærri stig en sjálfa Emmu frænku, svo falleg og tiguleg sem hún þó var i bláum knipplingakjólnum. Það rann snögglega upp fyrir mér, hversu margs og mikils hún hefði farið á mis i ifinu. Ég fylltist innilegri samúð með hanni og nam staðar til þess að taka i höndina á henni „Ertu orðin þreytt, Emilia?” spurði hún og brosti svo að áköfum andmælum minum. „Ó, þarna kemur hún frú Norwood gamla upp stiginn. Farðu nú á móti henni og opnaðu hliðið fyrir hana.” 1164 Lárétt 1) Sálm.- 6) Lánar.- 7) Hrökk við.- 9) Efni,- 11) Ekki,- 12) Ónefndur - 13) Röð.- 15) Fugl,- 16) Hár,- 18) Ásjónu.- Lóðrétt 1) Land,- 2) Hallandi.- 3) Lit.- 4) ott:-5) Sulli.- 3) Þak - 10) Elska.- 14) Tölu,- 15) Miði.- 17) Eins. Ráðning á gátu No. 1163 Lárétt 1) Kengura.- 6) ögn.- 7) Eff.- 9) DDD,- 11) Pá,-12) ÓO,- 13) Pre,- 15) TSR,- 16) Móa,- 18) Romsuna.- Lóðrétt 1) Kleppur - 2) Nöf,- 3) GG.- 4) Und.- 5) Andorra.- 8) Fár.- 10) Dós.-14) Emrn.-15) Tau.- 17) Ós,- / j 7 n // n a rs \/y /} ■ i \ ' . iBllBilil MIÐVIKUDAGUR 26. júli 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00,8.15, og 10.10. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustugr. dagbl) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50.^ Morgunstund barnanna k. 8:45 Einar L. Einarss les sögu sina „Strákarnir við Straumá” (3) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Maureen Forrester syngur með Sinfóniuhljómsveit útvarpsins i Vin Kantötu nr. 35 eftir Bach; Hermann Scherchen stj. Fréttir kl. 11.00 Tónleikar: Eugenia Umieka og Sinfóniuhljómsveit pólska þt- varpsins flytja Konsert nr. 1 op 35 fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Szymanovsky, Grzegorz Fitelberg stj. / Filharmóniu- sveitin i Vinarborg leikur Sinfóniu nr. 5 i e-moll „Frá nýja heiminum” eftir Dvorák; Rafael Kubelik stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir„Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Ey rarva tns-A nna ” eftir Sigurð Helgason. Ingólfur Kristjánsson les (24) 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 islenzk tónlist. a. „Fimm Stykki fyrir pianó” eftir Hafliða H a 1 lg r i m sson . Halldór Haraldsson leikur. b. Lög eftir Skúla Halldórsson. Sigurveig Hjaltested syngur. c. „Canto elegiaco” eftir Jón Nordal. Einar Vigfússon og Sinfóniu- hljómsveit islands leika, Bohdan Wodiczko stjórnar. d. „Unglingurinn i skóginum” eftir Ragnar Björnsson. Eygló Viktorsdóttir og Erlingur Vig- fússon syngja ásamt Karla- kórnum Fóstbræðrum. Gunnar Egilson, Averil Williams og Carl Billich leika með, höfundurinn stjórnar. e. „Ymur” eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Sinfóniuhljóm- sveit islands flytur, Páll P. Pálsson stjórnar. 16.15 Veðurfregnir. „Hreyfing er lif, kyrrstaða dauði” Bjarni Tómasson málarameistari flytur erindi. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Nýþýtt efni: „Heimför til stjarnanna” eftir Erich von D'ániken. Loftur Guðmundsson rithöfundur les bókarkafla i eigin þýðingu (3) 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Páll Bjarna- son menntask&lakennari flytur þáttinn. 19.35 Álitamál Stefán Jónsson stjórnar umræðuþætti. 20.00 Einsöngur i útvarpssal, Inga Maria Eyjólfsdóttir syngur lög eftir Schubert, Schumann, Wolf, Strauss og Grieg. Agnes Löve leikur á pianó. 20.20 Sumarvaka a. Fornar ástir og þjóðlegt klám. Fyrri hluti frásöguþáttar eftir Skúla Guðjónsson á Ljótunnar- stöðum. Pétur Sumarliðason flytur. b. Lausavisur eftir Andrés H. Valbcrg. Höfundur kveður. c. Sæluhús. Þorsteinn frá Hamri og Guðrún Svava Svavarsdóttir flytja. d. Kórsöngur. Karlakórinn Visir syngur nokkur lög, Þormóður Eyjólfsson stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Dalalif” eftir Guörúnu frá Lundi Valdimar Lárusson les (3) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Framhalds- leikritið „Nóttin langa” eftir Alistair McLean. Endurflutningur þriðja þáttar. Leikstjóri: Jónas Jónasson. 23.10 Létt músik á siðkvöldi 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. UR OG SKARTGRiPIR KCRNELÍUS JONSSON SKÖLAVÖRÐUSTIG8 BANKASTRÆ Tl 6 *"» 18588-18600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.