Tíminn - 28.07.1972, Side 1

Tíminn - 28.07.1972, Side 1
IGNIS UPPÞVOTTAVÉLAR RAFIÐJAN RAFTORG SIMI: 19294 SÍMI: 26660 X>/xn «a/ivc6t^- A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 ENGIN NORÐURSJflVARSÍLD í BILI Nýir kaupstaðir í burðarliðnum? Hvað gera þau Þóra og Asgeir ekki fyrir Tátu sína? Táta fagnaöi Ijós- myndara Tímans inni- lega, þefaði vandlega af honum og lét hann klóra sér á bringunni. Eftir stutta kynningu reyndist hún hin lipr- asta fyrirsæta, þótt komin sé af æskuskeiði og raunar ellimóð orð- in. Hún leit til hægri og vinstri og horfði beint fram, og hún reisti eyr- un og lagði þau niður, ýmist með munninn opinn eða lokaðari — allt eftir þvi sem þau Þóra og Ásgeir túlkuðu óskir Ijósmyndarans. Og myndirvoru tekn- ar bæði úti og inni. Hér situr maddaman á hlaði úti og kveður gestina. Sjá frásögn á 20. siðu. Þó—Reykjavik. í gær fengu islenzku sildveiði- bátarnir i Norðursjó tilkynningu þess efnis að ekkert þýddi að koma með Norðursjávarsíld til tslands. Hún yröi ekki keypt a.m.k. ekki i bili.” Vegna þessa höfðum við sam- band við Kristján Ragnarsson formann L.I.Ú., og báðum hann að skýra okkur frá orsök þessarar • tilkynningar. Kristján sagði, að eins og kunn- ugt væri, hefðu nokkrir bátar komið með Hjaltlandssild til fs- lands undanfarið. Nú væri verið að athuga,hvort þessi sild reynd- ist hæf til beitu, og vonandi liggja niðurstöður þar að lútandi fyrir i næstu viku. Ef sildin reynist til beitu, þá má búast við, að farið verði að heim- ila bátunum að koma heim með Hjaltlandssild. Ef sildin aftur á móti reynist ekki eins og til er vonast, þá má búast við að litið sjáistaf sild i islenzkum höfnum á næstunni. Meðal þeirra skipa, sem komið hafa með Hjaltlandssfld, var Eld- borgin, sem landaði rúmum þrjú þúsund kössum af Hjaltlandssild i Reykjavik i fyrradag. Sú sild var talin sæmileg og fór öll i fryst- ingu. Gunnar Hermannsson skip- stjóri á Eldborgu, tjáði blaðinu, að þeir hefðu fengið sildina i tveimur köstum vestur af Hjalt- landseyjum. Nokkuð magn virð- ist vera þar nú, en sildin erfið við- ureignar. Sagði Gunnar að sildin sem bát- arnir hefðu fengið i Skagerak i sumar, hefði yfirleitt verið mjög blönduð, en þó hefði einn og einn bátur fengið kast með fallegri sild i. Það var þó sérstaklega fyrst eftir að bátarnir byrjuðu veiðar þar, að falleg sild fékkst. Upp á siðkastið hefur verið meira um það, að mjög blönduð sild hefur fengizt á þeim slóðum. Sildarverðið i Danmörku hefur Þó — Reykjavik Að undanförnu hafa forráða- inenn nokkurra kauptúna látið kanna, bvort heppilcgt væri, að þau fengju kaupstaðarréttindi. Þessi kauptún eru fyrst og frcmst Selfoss og Eskifjörður, en einnig hefur þetta boriö i tal um Höfn i llornafirði. Dalvik og Bolunga- vík. Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands islenzkra sveitarfélaga, tjáði blaðinu, að þetta hefði lengi verið á döfinni á Eskifirði, en þó væri málið ekki komið á lokastig. öðru máli gegndi um Selfoss. Þar á að fara fram skoðanakönnun meðal ibúanna við næstu sveitar- stjórnarkosningar og fá um það álit þeirra, hvort sækja skuli um kaupstaðarréttindi. Eiga sveitirnar að fylgja Dalvik? A Dalvik hefur talsvert verið um þetta rætt, og hafa þar komið fram ýmsar hugmyndir, sagði Magnús. Ein er sú, að Dalvik, Svarfaðardalur og Árskógsströnd sameinist i eitt sveitarfélag, sem fái kaupstaðarréttindi. Mun þessari hugmynd hafa verið • allvel tekið i Svarfaðardal að minnsta kosti, hvað sem ofan á verður, þegar þar að kemur. En eins og jafnan er i slikum málum, er hætt við, að hér muni sitt sýnast hverjum. Vangaveltur um Bolungavík Þegar Hnifsdalur rofnaði úr tengslum við Norður-ísafjarðar- sýslu og sameinaðist Isafjarðar- kaupstað, var eitthvað farið að vekja máls á þvi að gera Bolungavik að kaupstað. Norður- Isafjarðarsýsla er orðin fámenn, verið mjög lágt fram til þessa, og ástæðan er sú, að mikið framboð hefur verið af blandaðri sild, og svo hinir miklu hitar, sem hafa verið i Danmörku i sumar, hafa lika sett strik i reikninginn. Gunnar sagði, að þeir á Eld- borginni myndu fara út á laugar- daginn, og yrðu þeir i Norður- sjónum allan næsta mánuð. Eftir það er hugmyndin að Eldborg reyni loðnu- og kolmunnatroll, en Gunnar á eitt slikt troll i pöntun i Vestmannaeyjum. A heimleiðinni fundu þeir á Eldborgu margar stórar kolmunnatorfur i hafinu milli Færeyja og Islands. AA—Höfn, Hornafirði. Miklar skemmdir urðu á vél- bátnum Þerney KE-33, er kvikn- aði i hásetaklefanum, sem er framm: ibátnum, um hádegisbil i gær. Áðui en slökkviliðinu tókst að kæfa eldinn, brann allt innan úr klefanum og læsti eldurinn sig inn i byrðing. Enginn maður var i bátnum, og fækkaði þar enn, er Hnifsdalur sameinaðist öðru lögsagnar- umdæmi. Verða Bolvikingar nú að inna af höndum hlutfallslega meiri gjöld til sýslunnar en áður. Aftur á móti væri Norður-- lsafjarðarsýsla orðin æðiliðfá, ef Bolungavik gengi úr skaftinu eins og Hnifsdalur. Samþykki alþingis for- senda Eigi þessir staðir eða aðrir að fá kaupstaðarréttindi, kemur til kasta alþingis að leggja blessun sina yfir slikar ákvarðanir. Ekki er vist, að rfkisvaldið sé þvi hlynnt að fjölga kaupstöðum til muna i bráð, þar sem þvi fylgir nokkur kostnaðarauki fyrir rikið, meðal annars stofnun bæjarfógetaembætta. Aftur á móti er ekki talið, að neinn kostnaðarauki fylgi þessari formbreytingu fyrir sveitar- félögim Karfinn flakaður og frystur með tapi OÓ—Reykjavik. Kigendur þeirra frysti- liúsa, sem taka á móti karfa, segja, að framleiðsla frystra karfaflaka sc rekin með stórtapi og lelja sig ekki geta haldið þeirri framleiðslu áfram. Karfaflakaframleiðendur héldu sanjeiginlegan fund i gær og taldi fundurinn, að ekki sé hægt að halda fram- leiðslunni áfram við óbreytt- ar aðstæður. Hafa þeir haft samband við sjávarútvegs- ráðuneytið og farið fram á, að vandkvæði þeirra verði leyst. Jón Arnalds ráðuneytis- stjóri sagði, að verið sé að vinna aö lausn málsins og að ekki þurfi að óttast stöðvun þessarar framleiðslu á með- an. En vonandi leysist vandamálið, svo að allir geti vel við unað, en margar hlið- ar eru á málinu og vildi ráðuneytisstjórinn ekkert segja um, hvaða leiðir verða farnar til úrbóta. þegar eldurinn kom upp, og er ekki vitað um eldsupptök. Rann- sókn á brunanum og skemmdun- um stendur yfir. Reynist svo, að byrðingurinn sé mikið skemmd- ur, er hér um mikið tjón að ræða. Þerney var keypt til Hafnar s.l. vor og hefur verið á humarveið- um i sumar. Báturinn er smiðað- ur úr eik árið 1955, 78 lestir að stærð. Eldborgin i Reykjavíkurhöfn I fyrradag. Ljósmynd: Isak Jónsson. Brunatjón á humarbáti

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.