Tíminn - 28.07.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.07.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur. 28. júli 1!)72 TÍMINN 5 . „NÚ VITA ALLIR, HVAR REYKJAVÍK ER" Rætt við Sidney Bernstein, umboðsmann The Beatles í Bandaríkjunum, sem nú ræðir við Fischer um kynningu á skáksnillingnum þar vestra Klukkan er rúmlega átta i fyrrakvöld. Ég er staddur i and- dyri Loftleiðahótelsins og innan skamtns birtist sá, sem ég bið eft- ir: Sidney Bernstein, auglýsinga- frömuður frá New York. Við komum okkur fyrir i kaffi- teriunni og ég lær spurningar dynja á þessum þéttvaxna, en góðlega manni. — Ég kom hingað i gær (þriðju- dag) og fer aftur snemma i fyrra- málið á (fimmtudagsmorgun). Eiginlega á félagi minn, Jerry Weintraub, allan heiðurinn af þessari Islandsferð. Hann hringdi i mig til Hawaii, þar sem ég dvaldi ásamt fjölskyldu minni i sumarleyfi. „Sid", sagði hann, „ég er með stórkostlega fyrirætl- un á prjónunum. Við bregðum okkur til Islands og ræðum við Robert Fischer.” Meira þurfti ekki til, ég sneri á augabragði heim til New York og siðan flug- um við Jerry rakleitt hingað til Reykjavikur. Það er Paul Marshall, lög- fræðingur Fischers, sem kostar för okkar hingað. Hann vildi endi- lega, að við kæmum, til þess að kynnast andrúmsloftinu i kring- um heimsmeistaraeinvigið. — Hvernig fannst þér svo and- rúmsloftið i Laugardalshöllinni? — Það var stórkostlegt. Mann- fjöldinn — ég er yfirleitt hrifinn af aragrúa fólks, þaðer mitt lif að skipuleggja hópsamkomur — all- ur þessi fjöldi fylgdist með tveim- ur snillingum leika listir sinar á sviðinu. Þetta er svipað hljóm- leikum, aðeins tveir skáksnilling- ar i stað, eigum við að segja, eins fiðlusnillings. — Aður en ég spyr þig um áætl- anir þinar varðandi Fischer, þá langar mig til að vita meira um starf þitt. — Fyrirtækið heitir MANAGE- MENT THREE Ltd. og er um- boðsfyrirtæki ýmissa skemmti- krafta. Það rekur tvær skrifstof- ur, i New York og Hollywood, og er mjög þekkt fyrirtæki um gjörvöll Bandarikin og viðar. Á okkar snærum er fjöldi heimsþekktra listamanna. T.d. sáum við um að auglýsa The Beatlesi Bandarikjunum á sinum tima. 1 dag höfum við umboð fyrir The Rolling Stones, The Grand Funks, The Rascals, svo ein- hverjar hljómsveitir séu nefndar. Þá eru fjölmargir einstakir lista- menn á okkar snærum. Þú kann- ast við Mary Travers úr Peter, Paul and Mary. Ég er einmitt á leiðinni til London, til að semja um sex sjónvarpsþætti fyrir Mary i BBC. Þú hefur kannski ekki heyrt um söngvarann John Denv- er, en biddu bara, hann verður orðinn heimsfrægur eftir skamm- an tima. — Hvernig var að starfa með Beatles? — I einu orði sagt: Stórkost- legt! Vinnan var spennandi — alltaf var eitthvað nýtt á döfinni. Fjórmenningarnir eru snillingar — eins og Fischer. Hver og einn hefur sin sérstæðu persónuein- kenni — þeir eru einstæðir — frumlegir, greindir, hnyttnir. Ég sá strax, að þeir væru sér- stæðir. Og þvi gerði ég samning við þá, áður en þeir urðu almennt þekktir. Samningurinn er dag- settur þ. 12. febrúar 1964. Þessi ár voru einstök. Nú eru þeir þvi miður hættir að spila saman og ég hef ekki haft neina samvinnu við þá eftir það. — En Rolling Stones? — Þeir eru öðru visi. Aðdáend- ur þeirra eru, hvað á eg að segja, framtakssamari — og lika nokkru Ljósmæörafélag Reykjavikur var stofnað að Hringbraut 48. (nú Fæðingarheimili Reykjavikur- borgar) 19. júni 1942 og er þvi 30 ára. Stofnendur voru: Rakel P. Þorleifsson, Helga M. Nielsdóttir, Guörún Halldórsdóttir, Vilborg S. Jónsdóttirog Ragnhildur Jóns- dóttir. Heiöursfélagi var kjörin Þuriður Báröardóttir. Lokastofnfundur var haldinn 9. sept. 1942 að Blátúni. Lög félagsins voru samin og sam- þykkt á fyrsta fundi félagsins. Árstillag var ákveðið fimmtán krónur. Félagið sér um að ekki sé gengið á heiður ljósmæðra hvorki af þvi opinbera né einstaklingum. Ákveðinn taxti um fæðingarhjálp og hjúkrun i tiu daga var eitt hundrað og fimmtiu krónur og fyrir útkall aö nóttu til voru þrjátiu krónur, fyrir eftirlit með konum fyrir og eftir fæðingu 3-5 krónur. Fyrir milligöngu félagsins skulu þær greiða veg einstæðra mæðra, sem eftir þvi leita. Tillögur voru samþykktar og skipað i stjórn: Formaður Rakel P. Þorleifsson, gjaldkeri Helga M. Nielsdóttir, ritari Guðrún Halldórsdo'ttir. Á fundi i Blátúni, 12. des. 1942 bar Helga M. Nielsdottir, fram tillögu um, að stofnað yrði mæöra- heimili fyrir Reykjavik óg nágreinni. Bréf var sent til bæjar- stjórnar Reykjavikur ásamt meðmælaskjali undirrituðu af Vilhjálmi Þ. Gislasyui skóla- stjóra,, Vilmundi Jónssyni land- lækni, Magnúsi Péturssyni héraðslækni, Sigurbirni Einar- syni biskup og Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti. Árið 1949 sendi stjórnin áskorun til bæjarstjórnar að kosta hjálparstúlkur til aðstoðar sængurkonum og öörum sjúklingum og var þvi vel tekið, og þar með var kominn fyrsti visir að Heimilishjálp Reykja- vikurborgar. t gegnum K venfélagasam- band íslands var einni stúlku boöið á Yrkeskole i Noregi og var Steinunn ólafsdóttir send á skólann. Árið 1952 kom fram tillaga frá Sigriði Claessen að halda merkja- sölu og hefur það verið árleg tekjuöflun fyrir félagið. Árið 1958 gafst félaginu kostur áaðkaupa sumarbústað i Hvera- gerði. Kaupverð var 75 þúsund, útborgun 20 þúsund og við afhendingu 15þúsund 24. okt. s.á. Eftirstöðvar urðu 5 þúsund með gjalddaga 24. júni ár hvert. Félagskonur lánuðu það sem vantaði á útborgun. eldri. Rolling Stones eru ekki framúrskarandi, eins og Beatles voru áður, en þeir eru samt sem áður góðir. — Snúum okkur þá að samn- ingaumleitunum ykkar við Fisch- er. — Ég vil i upphafi taka fram, að enn hefur ekki náðst endanlegt samkomulag milli okkar og um- boðsmanna Fischers eða hans sjálfs, en ég vona, að það takist. Það, sem ég segi þér núna, er þvi enn með öllu óákveðið. Við höfum hugsað okkur, að skipuleggja fyrirlestrarferðir til stærstu bandarisku háskólanna, þar sem Fischer ræddi við stú- denta um skák. Þá eru og hugsan- legar sjónvarpsútsendingar með snillingnum. Jafnvel hefur okkur komið til hugar, að gefa út hljóm- plötur með leiöbeiningum hans um skák. — Að lokum, Sidney. Hverng kanntu við tsland? Á umliðnum árum hafa þessir la-knar haldið fræðsluerindi á vegum félagsins: Prof. Pétur Jakobsson, próf. Kristbjörn Tryggvason, Eirikur Björnsson, læknir og Jón G. Nikulásson læknir. Fyrsta gjöf, sem félagið gaf voru 10 þúsund kr. til Hallveigar staða, 5 þúsund kr. til Biafra og 10 þúsund kr. til Málleysingja- skólans. Árið 1964 gaf félagið 10 þúsund kr. til barnaspitala Hringsins, 5 þúsund i utanfarar- sjóö hjartveikra barna. Liknar- og menningarsjóður var stofnaður 1949 og nú hafa bæði Ljósmæðrafélögin sameinast um hann, jafnframt kom fram áskorun frá formanni Ljós- mæðrafélags Reykjavikur, að hafin yrði landssöfnun til styrktar kvensjúkdómadeildar Landspitalans. F’yrsta fram lagið til deildarinnar kom frá Ljósmæðrafélagi Reykjavikur, 35 þúsund kr. Árið 1970 minntust Ijósmæðurnar frú Vilborgar' Jónsdóttir, sem látist hafði á árinu, með stofnun sjóðs, sem bera skyldi nafn hennar og varið skvldi til tækjakaupa fvrir kvensjúkdómadeildina. Stofnfé var 25 þúsund kr. Fleiri gjafir hala horist i Vilborgarsjóð, frá Helgu M. Niélsdóttur 10 þúsund kr. til minningar um foreldra hennar, Sigurlinu Rósu Að marggefnu tilefni óskar nefnd, sem vinnur á vegum Læknafélags Reykjavikur að til- lögum til endurbóta á nætur- og helgarþjónustu lækna á höfuð- borgarsvæðinu. að taka fram eft- irfarandi: Umrædd þjónusta er veitt sam- kvæmt samningi milli Lækna- félags Reykjavikur og sjúkra- samlaganna i Reykjavik, Sel- tjarnarnesi og Kópavogi, sem reka nætur- og helgarvörzluna sameiginlega. Læknafélag Reykjavikur útvegar lækna, einn eða fleiri eftir atvikum á vörðinn, en samlögin húsnæöi, bil, sima- vörzlu og bilstjóra. Það er skoðun nefndarinnar, að núverandi skipulag sé ófulínægj- andi, m.a. vegna fólksfjölgunar og útþenslu byggðarinnar. Nefndin hefur gert tillögur, sem — Þú nefnir Island. Ég skal segja þér, að fyrir einvigið vissu sárafáir Bandarikjamenn nokkuð um landið. Ef þú hefðir spurt, hvar Reykjavik væri, fyrir svo sem tveim mánuðum, þá hefðu flestir hrist höfuðið, þ.á.m. ég sjálfur. — Nú vita hins vegar allir, hvar Reykjavik er, þvi að fréttir frá skákeinviginu birtast á forsiðum allra blaða vestra. Ég er viss um, að ferðamannastraumur hingað frá Bandarikjunum stóreykst vegna einvigisins. Ég kann vel við mig hér — svo vel, að ég er að hugsa um að koma hingað með fjölskyldu mina i sumarfri næsta vor. Það er að- eins einn staður, sem ég legg að jöfnu við Island: Hawaii. Loftið er dásamlegt — og drykkjarvatn- ið ekki siðra — hvort tveggja áreiðanlega það bezta i heimin- um! — ET Sigtryggsdóttur og Niels Sigurðsson. frá Æsustöðum i Eyjafirði, l'rá ónefndri konu 1 þúsund að meðtöldum áheitum. Á almælisdegi Vilborgar 24. okt. 1971 afhenli Ljósmæðrafélagið 40 þúsund. kr. i sjóðinn og nú á 30 ára afmæli félagsins verða afhenlar 50 þús. i sjóðinn, sömu- leiðis 10 þúsund kr. til Málleysingjaskólans og 5 þús. kr. til barnaheimilis Hveragerðis. Félagið vill þakka alla vinsemd og hjálp á liðnum árum og að endingu vill stjórnin fyrir hiind lélagsins þakka forstjóra cllihcim ilisins Grund, Gísla Sigurbjiirnssyni hiifðinglega peningjagjiil i tilefni afmælisins og siimuleiðis að hann hefir haft margar ljósmæður i vinnu og goldið þeim meira kaup en lög mæla íyrir. Að ógleymdu heim boði til að skoða elliheimilið Ás og gróðurhús hans i Hveragerði, og mætti þjóðin iill þakka honum frábær stiirf i þágu eldra fólksins. I stað veizluhalda styrkir Ljósmæðrafélagið 2 ljósma’ður til að kynna sér erlendis aðhlynningu á elliheimilum og 2 að kynnasl nyjungum i fæðingar- hjálp. Að endingu vill félagið þakka áheil og gjafir, sem þvi hala borizt. Virðingarfyllst, f.h. stjórnarinnar Helga M. Nielsdóttir. miða að nokkrum breytingum á verksviði íramangreindrar þjón- ustu. Einnig er gert ráö fyrir fjölgun starfsliðs, m.a. lækna, fjölgun bila, rýmra og hentugra húsnæði fyrir þjónustuna og þátttöku fleiri samlaga. Tlllögur þessar sendi nefndin stjórnum sjúkra- samlaga Reykjavikur, Seítjarn- arness, Kópavogs, Garðahrepps, Bessastaöahrepps og Hafnar- fjarðar i mai 1972. Læknafélag Reykjavikur hefur alltaf talið húsnæði það, sem þjónustan býr við á jaröhæð Heilsuverndarstöðvar Reykja- vikur ófullnægjandi. Heilsu- verndarstöðin mun raunar ætla það til eigin nota og sagði upp leigumála i september 1971. (Frá nefnd á vegum Læknafélags Reykjavikur) Blaðamaður Timans rakst á þennan dreng á Laugaveginum i góða veðrinu i gær og sannar myndin, aö islendingar standa sem einn maður að stefnu okkar i landhelgismálinu. Þessir bolir hafa að undanförnu fengist i verzluninni Ó.L. á Laugaveginum og selzt eins og heitar lumm ur. Pilturinn heitir Dagur Björn Ekonsson. Hraunbæ 172 og er 8 ára gamall. (Timamynd: Ómar) Ljósmæðrafélagið 30 ára Athugasemd frá nætur- og helgar- þjónustunefnd Læknafélags Rvíkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.