Tíminn - 28.07.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.07.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur. 28. júli 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Fra'msóknarflokkurinn : Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson.j Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans).; Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason,. Ritstjórnarskrif-i stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306,: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusfmi 12323 — auglýs- ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krénur ein-: takið. Blaðaprent h.f. Markmiðið Með breytingunum á trygginga- og skatta- íöggjöfinni hugðist rikisstjórnin ná fram tveimur megin breytingum, sem áttu að verða til hagsbóta fyrir þá, sem minnst hafa haft að bita og brenna og erfiðast áttu með að bera þær byrðar, sem áður höfðu verið á lagðar. 1. Stórhækka tryggingabætur almanna- trygginganna og lögfesta það rifleg lág- markslaun, að enginn þyrfti beinan skort að liða. 2. Fella niður persónuskattana til al- mannatrygginga og sjúkrasamlagskerfis og fl. Persónuskattarnir lögðust á hvert nef án tillits til tekna eða afkomu og lögð- ust því hlutfallslega með margföldum þung á þá, sem i lægstu tekjuflokkum voru við þá, sem i hærri tekjum voru. Með hækkun tryggingabótanna hefðu persónuskattarnir orðið a.m.k. 22 þúsund krónur á hjón að óbreyttu kerfi og 13-16 þúsund krónur á einstakling. Með niður- fellingu persónuskattana var þvi létt óbærilegum byrðum af tekjulágu og tekju- lausu fólki, skólaunglingum og foreldrum, sem höfðu slika unglinga á framfæri. Fyr- ir foreldra með t.d. 3 slíka unglinga á framfæri, þýddi þetta að óbreyttu kerfi, að þeir hefðu þurft að borga 60-70 þúsund krónur í persónuskatta. Af þessu dæmi einu er ljóst, að lifsnauðsyn var að gera breytingar á skattakerfinu. Hins vegar virðist nú komið i ljós, að ekki hafi verið nægjanlega langt gengið i þvi að lækka tekjuskattinn á þeim, sem eru 67 ára og eldri til að skapa þeim óbreytt hlutfall við aðra gjaldendur miðað við það, sem áður var, af þeirri ástæðu, að ellilifeyrisþegar voru þeir gjaldendur, sem einskis nutu við niðurfellingu persónuskattanna, þar sem þeir greiddu ekki persónuskatta. Ákveðið var að fella niður tekjuskatt ellilifeyrisþega sem nam 5-10 þús- und krónum. Þetta atriði hlýtur nú að verða tekið til sérstakrar athugunar hjá rikisstjórn- inni. Að gefnu tilefni Að gefnu tilefni vill Timinn taka það fram, að eins og allir stjórnarflokkarnir stóðu einhuga að stórhækkun tryggingabótanna og öðrum út- gjöldum til félagsmála, eins stóðu þeir saman að þeirri tekjuöflun, sem nauðsynleg var, og voru sammála um þá skattalagabreytingu, sem gerð var. Þar á meðal stóðu þeir allir og bera allir jafna ábyrgð á einstökum atriðum i skattalögunum eins og t.d. persónufrádrætti ellilifeyrisþega. Að kenna einum öðrum frem- ur er óréttmætt og farsælla að standa saman að þeim lagfæringum, sem nauðsynlegar eru. —TK Selig Harrison: Kínverjar krefjast yfir- ráða á eyjunni Formósu Þeir óttast að hugmyndin um sjálfstætt ríki á eynni ryðji sér til rúms KÍNVERSKIR valdhafar voru hægir Og .hljóðir nokkra hrið eftir komu Nixons forseta þangað austur. Nú hafa þeir rofið þögnina og segja blátt áfram, að Bandarikjamenn verði að snúa baki við stjórn þjóðernissinna á Formósu, ef þeir vilji i raun og veru bæta sambúðina við Kina. 1 yfirlýsingunni, sem þeir Nixon forseti og Chou En-lai forsætisráðherra undirrituðu 28. febrúar i Shanghai hét Nix- on þvi einu, að minnka smátt og smátt herafla og herstöðv- ar á Formósu og stefna að brotthvarfi hersins. Forsetinn setti þetta i samband við væntanlegt samkomulag vald- hafanna i Peking og Taipsi Hann viðurkenndi þá skoðun „allra Kinverja” beggja meg- in Formósusunds, að ekki sé „til nema eitt Kina og For- mósa sé hluti af þvi”. Hann sagði Bandarikjamenn ekki risa gegn þessari afstöðu. En i yfirlýsingunni stendur ekkert um það, hve hratt eða hve vendilega Bandarikjamenn verði að rjúfa tengsl sin við Formósu til þess að samb.úð Bandarikjanna og Alþýðulýð- veldisins Kina geti tekið veru- legum breytingum til batnað- ar. UNDANGENGNA mánuði hafa valdhafarnir i Washing- ton gert sér far um að róa rikisstjórnina á Formósu og sýna henni fram á óbreytta af- stöðu. Þeir hafa heitið aukn- um bankalánum, hvatt banda- riska einkaaðila til fjárfest- ingar á Formósu og veitt 50 milljón dollara lán til hernaðaraðstoðar, en það er litið eitt hærra en beðið var um árið áður. Kinverskir embættis- og menntamenn hafa yfirleitt verið hófsamir i orðum um Formósu, en eigi að siður mjög ákveðnir. Þeir segja viðurkennt i yfirlýsingunni frá 28. febrúar, að Formósa sé hluti af Kina, og þess vegna verði „Bandarikjamenn að hætta öllum afskiptum af mál- efnum eyjarinnar, bæði i stjórnmálum, fjármálum og hermálum”. Með öðru móti verði ekki staðið við yfirlýsing una eða greitt fyrir stjórn- málatengslum við stjórn al- þýðulýðveldisins i Peking. Að dómi kinverskra emb- ættismanna verður þetta þvi aðeins gert, að hernaðar- og efnahags-aðstoð við þjóðernis- sinnastjórnina sé látin fjara út og bandariskur her sé fluttur burt frá eynni. Að svo búnu verði að rjúfa stjórnmála- tengslin við Formósustjórn og visa fréttariturum frá For- mósu á burt úr Bandarikjun- um. KINVERJAR halda fram, að bein tengsl séu milli For- mósumálsins og styrjaldar- innar i Vietnam. Samkvæmt yfirlýsingunni frá 28. febrúar eigi brottför Bandarikja- manna að fylgja i kjölfar minnkandi spennu umhverfis. Nokkurs kulda gætir þegar þeir bæta við, að ekki sé nema „eðlilegt að draga i efa, að forsetinn vilji i einlægni stuðla að bættri sambúð” úr þvi að hann hafi látið auka loftárásir á Norður-Vietnam. Bandariskum ferðamönnum verður veitt viðtaka i Kina eins og áður og ferðir þangað geta jafnvel aukizt þrátt fyrir styrjöldina og þrátt fyrir óleystan ágreining um For- mósu. En ferðir Kinverja til Bandarikjanna verða tak- markaðar meðan sendimenn Cjú’ang Ching-kuo forsætisráð lierra á Formósu og blaðamenn þjóðernissinna eru þar fyrir. Nokkrir bandariskir háskólamenn hafa komið til Peking i sumar og hafa þeir sótt á um gagnkvæm sam- skipti háskóla og boðið að greiða götu kinverskra háskólamanna i Bandarikjun- um. Þessu varð eðlilega að svara með einhverju móti og þá virðist hafa orðið ofan á að bera fram ákveðnari kröfur um Formósu en gert hefir ver- ið siðan að febrúaryfirlýsingin var undirrituð i Shanghai. Kinverskar sendinefndir gætu auðvitað lagt leið sina til bandariskra háskóla, hvað sem Formósu liður, en Kin- verjar benda á, að,,óviðkunn- anlegt” væri og jafnvel ekki hættulaust að mæta frétta- mönnum þjóðernissinna- stjórnarinnar i Bandarikjun- um. FYRIR skömmu gerðist annað, sem áhrif hefir i þessu sambandi. Forsætisráðherr- ann á Formósu, Chiang Ching kuo, endurskoðaði ráðuneyti sitt. Flóttamenn frá megin- landinu eru allsráðandi i rikis- stjórninni, en með hinu nýja ráðuneyti virðist gerð tilraun til að breikka stjórnmála- grunninn meira en áður hefir þekkzt, þar sem stjórnmála- mönnum úr hópi heima- manna, sem eru eðlilega i meirihluta á eynni, eru ætluð sæti i rikisstjórninni. Ráða- menn i Peking telja, að þetta geti verið tilraun til að afla hugmyndinni um sjálfstætt riki á Formósu fylgis, og sýni að minnsta kosti viðleitni til að halda eynni sem lengst að- skildri frá meginlandinu. Þessi grunur hefir eflzt við þann orðróm, að sovézkir sér- fræðingar hafi kannað mögu- leika á að koma upp viðgerða- aðstöðu i hinni stóru höfn i Kachsiung á Formósu. Þeir, sem ég hefi átt tal við, hafa ekki nefntþetta berum orðum, en sagt er, að hátt settur emb- ættismaður hafi sagt japönsk- um bankamönnum á fundi snemma i júli, að vera á verði gegn áformum Sovétmanna á Formósu. FULLTRÚI Sanwa-banka var á fyrrnefndum fundi. Hann hefir sagt, að Liao Cheng-chih, kunnur talsmaður Kinverja um málefni Japan, hafi varað við Chiang Ching- kuo fojrsætisráðherra sem „hættulegum manni”. Dvöl hans sem stúdents i Moskvu geti bent til langvarandi tengsla við Rússa. Flestir fréttamenn i Peking afneita þvi sjónarmiði, að ótti við aukin itök Sovétmanna eða Japana geti orðið til þess, að valdhafarnir i Peking sætti sig við áframhaldandi áhrif Bandarikjamanna á Formósu. Þessu er þveröfugt farið, segja þeir. Talið er, að Kin- verjar vilji hraða sameiningu Foijmósu og meginlandsins áður en hugmyndinni um sjálfstætt riki á eynni vex fisk- ur um hrygg. Hættan á, að önnur veldi kunni að gripa tækifærið þegar Bandarikja- menn fara, er að áliti Kinverja léttvæg hjá hinu, að hugmynd- in um sjálfstætt riki á For- mósu kunni að ryðja sér tii rúms með timanum. VONIR Kinverja um breytta afstöðu Japana til Formósu og bætta sambúð Japana og Kinverja hafa auk- izt við það, að Kakuzi Tanaka varð fyrir valinu sem for- sætisráðherra Japana og hann fól Masayosbi Ohira að fara með utanrikismál. Nú eru taldar nokkrar likur á, að Jap- an og Kina skiptist á sendi- herrum löngu áður en Banda- rikjamenn og Kinverjar taka upp opinber stjórnmálasam- skipti. Talið er, að löngunin til að ýta undir þau öfl i Japan, sem eru vinsamleg Kinverjum. hafi ef til vill ráðið mestu um þá afstöðubreytingu valdhaf- anna i Peking, sem leiddi til heimsóknar Nixons forseta. Hin nýja einbeitni valdhafanna i Peking i tilkalli til Formósu virðist ekki siður ætluð til áhrifa i Tokýo en Washington. FÁTT bendir til, að kin- verskir leiðtogar óski þess undir niðri, að Bandarikja- menn haldi fast við varnar- sáttmála sinn við Japani til þess að hamla gegn hernaðar- stefnu Japana. Endurhervæð- ing Japan hefir ávallt verið túlkuð sem aukning á „heildarmætti” bandarisku herstjórnarinnar, sem vildi koma sér upp öflugum banda- mönnum i Asiu. Hvatning Bandarikjamanna er undantekningarlaust talin orsök þess endurvigbúnaðar, sem enn hefir orðið i Japan. Eins er talið, að brotthvarf Bandarikjamanna frá flestum herstöðvum i Asiu, lausari tengsl Japana við Bandarikja- menn en áður og aukið sjálf- stæði i afstöðu til þeirra, undirbúi nánari tengsl Kin- verja og Japana. ÞETTA brýtur ekki i bága við þær skoðanir á valdajafn- vægi i heiminum, sem Chou En-lai er sagður hafa lýst fyrir bandarisku forustumönnunum Gerald Ford og Hale Boggs er þeir voru á ferð i Peking. Kin verjar óttast útþenslustefnu Sovétmanna og vilja að Bandarikjamenn haldi hernaðarmætti sinum til jafns við Rússa. Þrátt fyrir þetta hefi ég orðið þeirrar skoðunar var i öllum viðtölum minum við Kinverja, að fávisleg hernaðarafskipti Bandarikja- manna— einkum i Vietnam — hafi i raun réttri orðið Rússum átylla til hernaðarstefnu i Asiu. Kinverjar krefjast greini- lega algers brotthvarfs bandariskra hersveita frá Thailandi, Vietnam, Formósu og Suður-Kóreu. Obeint er þó gefið i skyn, að reiknað sé með nærveru sjöunda flotans, jafn- vel þó að hún þýði afnot af höfnum i Japan, Singapore og á Filippseyjum. Kinverjar telja þó hlutverk flotans tak- markað og ekki þurfa að byggjast á bandalagi eða nær- veru bandarisks herafla i rikum mæli og til frambúðar. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.