Tíminn - 28.07.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.07.1972, Blaðsíða 11
Föstudagur. 28. júli 11)72 TÍMINN 11 LIFIR AMELIA EARHART? í þessum mánuði eru liðin rétt 35 ár siðan Amelia Earhart, ein af frægustu flugmönnum heims, hvarf á leyndardómsfullan hátt, er hún var á flugi yfir Kyrrahafinu. Siðan hefur margt verið sagt og skrif- að um þetta, þvi ekki hafa allir viljað telja hana af. Nýlega kom út bók, þarsem þvier haldið fram, að Amelia sé alls ekki dáin, heldur iifi góðu lifi enn þann dag i dag i Bandarikjunum. Frá því Amelia Earhart flaug i fyrsta sinn yfir Atlanzhafið 1928 og þar til hún hvarf á flugi yfir Kyrrahafi, tiu árum siðar, hafði hún skapað sér nafn i flugsög- unni. En hún lét einnig eftir sig einn mesta leyndardöm flugsög- unnar: llvað varð um hana, þeg- ar hún hvarf, árið 19:17? Sagan um Ameliu hefst i Kans- as, þar sem hún fæddist 24. júli 1898. Strax 15 ára fór hún að fá meiri áhuga á flugvélum og öllu þeim viðkomandi, en venjulegt gat talizt. En draumur hennar á þeim aldri var þó að verða læknir i New York og hóf hún læknis- nám. 1 sumarleyfi einu fór það svo að hún kynntist flugmanni og tók að læra að fljúga. Fljótlega keypti hún sér litla flugvél, hætti námi og sneri sér eingöngu að flugi. Hún ætlaði að sanna, að konur væru eins góður flugmenn og karlar og einbeitti sér að þvi að setja hæðarmet. Hún komst upp i 12000 fet! Frá byrjun gekk hún meö áætl- anir um að fljúga umhverfis jörð- ina, en mörg ár liðu, unz hún gat lagt af stað i þá för.Áriðl931, þá 33 ára gömul, lagði hún af stað i mestu för sina, en rétt áður giftist hún útgefanda að nafni George Putnam. Hún flaug ein yfir Atlanzhafið á 13 klst. og 20 min. Fyrir það fékk hún orðu. Ekki leið á löngu áður en daglegt brauð var orðið að fljúga þessa leið og þá vildi Amelia gera eitthvað annað, sem ekki væri á allra færi. 1935 varð hún fyrsta konan til að fljúga frá Hawaii til Kaliforníu og ári siðar var hún búin að merkja leiðina, sem hún hugðist fylgja yfir Kyrrahaf, sem áfanga i hnattflugi sinu. 1 þann tið var talið að engin leið væri að fljúga umhverfis jörðina vegna stærðar Kyrrahafsins. Purdue-háskólinn færði Ameliu að gjöf flugvél, árið 1936. Hún var af gerðinni Lockheed Electria. Árið eftir lagði Amelia upp i sið- ustu ferð sina, ásamt flugmann- inum Fred Noonan. Allt gekk slysalaust til Nýju Gineu, en þeg- ar þau lögðu i annan áfanga það- an i júli, hurfu þau sporlaust. Þótt sennilegasta skýringin sé sú að flugvélin hafi hrapað i sjóinn. hefur hver sagan af annarri lifnað og sú, að þau Amelia og Fred Noonan hafi getað lent á eyju, sem var hersetin af Japönum, var lengi við lýði. Slys eða...? Ákafar sögusagnir um að Amelia og Noonan hafi verið bandariskir njósnarar, sem ljós- mynda áttu viðbúnað Japana á Kyrrahafi, gekk um heiminn. Sú staðreynd að bæði bandarisk og japönsk yfirvöld neituðu þessu, breytti engu. En ýmislegt i sambandi við hvarfið er dularfullt og þess vegna hefur rannsókn málsins verið haldið áfram allt til dagsins i dag. Arið 1961 varð uppi fótur og fit, er tvær óþekktar grafir fund- ust á Saipan-eyju. Auðvitað var strax sagt, að þarna væru þau Amelia og Noonan grafin. Sér- fræðingar gerðu itarlegar rann- sóknir og komust að þeirri niðru- stöðu að svo væri ekki. í fyrsta lagi voru grafirnar um 50 ara gamlar og beinin af tveimur smávöxnum karlmönnum. Siðasta tilkynningin Systir Ameliu og bandariska utanrikis- og flotamálaráðuneytiö höfðu áhyggjur af hinum lifseigu sögum um að Amelia hefði verið njósnari. Rannsóknarnefnd var send til Nýju Gineu til að ræða við fólk, sem hafði hitt Ameliu, áður en hún fór þaðan. Allan nokkur Wagg hafði tekið á móti siðustu tilkynningunni, sem heyrðist frá flugvélinni. Noonan tilkynnti að þau flygju i 7500 feta hæð i þéttri þoku og að þau myndu lækka sig til að reyna að komast undir skýin. Wagg er alveg viss um að þau hafi farið of lágt, bilun hafi orðið og vélin farið i sjóinn. Hann segir, að ef timi hafi verið.til nauðlendingar, hefðu þau áreið- anlega tilkynnt það. Reyndur sérfræðingur i flugslys- um rannsakaði árið 1962 sögusagnir um að flugvél hefði hrapað á smáeyju norðan við Howland-eyju sumarið 1937. Innfæddir tóku karl og konu til fanga, konan lézt og karlmaður- inn var drepinn, þvi innfæddir voru hræddir um að hann myndi hefna fyrir dauða konunnar. Bæði voru þau samkvæmt, sögunni grafin á eynni. Sérfræðingurinn fann ekkert, sem studdi söguna og auk þess var eyjan langt frá þeirri leið, sem Amelia og Noonan höfðu ætlað. Lifir Amelia? Ættingjar Ameliu hafa eytt miklum tima og peningum i að ráða gátuna um hvarf flugvélar- innar, en án árangurs. 1 nóvember 1970 varð nýtt upp á teningnum: Amelia Earhart er ekki dáin, heldur lifir góðu lifi i Bandarikjunum, 72 ára og kallar sig frú Guy Bolam. Þessi fullyrð- ing kom fram i bók eftir tvo flug- stjóra Þeir telja að Amelia fari huldu höfði vegna hlutverks sins i bandarisku leyni- þjónustunni. Hún hafi verið tekin til fanga af Japönum 1937, er hún var á leynilegu ferðalagi til að Ijósmynda flota Japana. 1 mörg ár hafi hún siðan verið sérlegur fangi Japanskeisara og i höll hans i Tókio, sem „gestur”. Flugstjórarnir segja að eftir tiu ára rannsóknir hafi þeim loks tekizt að fá sannanir þess, að þetta sér rétt. Amelia og Noonan voru tekin til fanga við Hill-eyju i Fönix-eyjaklasanum, eftir að japönsk flugvél hafði neytt þau til að lenda. Hvað varð um Noonan er ekki ljóst, en hann mun hafa látizt þarna á eyjunum. Margar mótsagnir eru i bók- inni, en höfundarnir virðast hafa sina beztu sönnun i frú Bolam, sem þeir segja afdráttarlaust, að sé Amelia Earhart. Einnig segja þeir, að flugvél Ameliu hafi fund- izt i læstu flugskýli á Saipan-eyju eftir strið, en verið eyðilög til að hylja öll spor. Þetta er staðfest af Bandarikjamanni, sem sá flug- vélina sjálfur 1944. Kona án fortiðar Frú Guy Bolam, sem nú er 73 ára, eins og Amelia mundi vera, segir að allt sé þetta hreinasti uppspuni. En hún harðneitar að láta nokkuð uppi um íortið sina, nema að hún hafi heitið Irene Graigmile. Ekki vill hún segja, hvar hún fæddist, en lét fúslega taka fingraför sin. En þegar til átti að taka reyndust ekki til fingraför Amerliu, svo að menn voru jafnnær. Annar höfundur bókarinnar um Ameliu, sá frú Bolam i fyrsta sinn á fundi i samtökum sem kalla sig „gamla flugkappa”. Strax vakti það athygli hans hvað frú Bolam var lik hinni týndu Ameliu. Gamla konan virtist einnig hafa allgott vit á flugi og flugvélum, svo hann hóf rannsókn. En fljót- lega kom i ljós, að frú Bolam átti sér alls enga fortið. 1 viðtali við Frú Bolam, viður- kenndi hún að hafa flogið allmikið á sinum yngri árum og hafa haft skirteini kring um 1930. Hvar hún fékk skirteinið og undir hvaða nafni, vill hún ekki segja, en i öll- um Bandarikjunum finnst ekki flugmannsskirteini, sem gefið er út á nöfnin Bolam eða Craigmile. Systirin i vafa? Þá fóru höfundarnir á stúfana til að ræða við mann frú Bolam, en hann hafði þá látizt nokkrum mánuðum áður. Auk þess gátu þeir ekki fundið neina sönnun þess, að hún hefði verið gift hon- um yfirleitt, eða hvar og hvenær þau hefðu þá giftzt. Systur Ameliu finnst sagan um frú Bolam hlægileg og harðneitar að hún geti verið Amelia. En þó neitar hún einnig að hitta frú Bol- am. Þarna virðist málið vera strandað eins og er, en sögusagn- ir, sem hafa getað lifað i 35 ár lognast ekki svo glatt niður. Auðvitað er langsennilegast að Amelia Earhart og Fred Noonan hafi farizt með flugvélinni 1937, en þrátt fyrir það er enn fullyrt, að þau hafi ekki dáið þannig. Enginn veit, hvað raunverulega gerðist og allt sem sagt hefur ver- ið og skrifað, eru getgátur einar. Svo lengi sem frú Bolam þegir yfir sinu leyndarmáli, eru margir sem telja sig hafa fulla ástæðu til að trúa þvi að Amelia Earhart sé enn á lifi. (Þýtt SB) AUGLYSINGASTOFA KRlSTINAP F«=^29.1 bjóðum við MELKA skyrtur Því MELKA býður mesta úrvalið af litum. sniðum oq mvnstrum. Einnig fleiri en eina bolvídd, til þess að ein þeirra hæfi einmitt yður. Fallegur flibbi svarar einnig kröfum yðar og ekki sakar að hann haldi alltaf formi. MELKA skyrta er vel slétt eftir hvern þvott og frágangur alltaf fyrsta flokks. Bm (AAA r Við bjóðum yður MELKA skyrtur vegna þess að þær eru klæðskerahönnuð qæða- vara á hóflequ verði. örlög Ameliu Earhart eru enn i dag einn mesti leyndardómur flugsögunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.