Tíminn - 28.07.1972, Qupperneq 15

Tíminn - 28.07.1972, Qupperneq 15
Föstudagur. 28. júli 1972 TÍMINN 15 „Ég biö.” bað var ekki laust við, að röddin væri beiskjuþrungin. Hann steig nokkurskref út imyrkrið, sem sigið hafði yfir. „Ástin er munaður, sem ekki er á allra færi að veita sér.” Hann var horfinn áður en ég gat svarað honum. É g var bæði hrygg og sár. Það var eins og djúp hefði verið staðfest á milli okkar á nýjan leik. Mér létti stórum, þegar hann kom allt i einu aftur og staðnæmdist hjá mér. „Sjáðu,” sagði hann, þótt svartamyrkur væri komið. „Þér finnst vist ekki mikið til um að fá hvolp i afmælisgjöf? En er samt ekki tómlegra siðan Hanna fór með loðhundinn sinn? Þú hefur aldrei átt hund siðan Bonni dó. Tikin min átti sex hvolpa, og ég verð að lóga þeim á morgun. Þeir eru raunar ekki sérlega fallegir, en ég vel þann álitlegasta úr hópnum, ef þú vilt þiggja hann af mér.” „Auðviðaö þigg ég hann, Jói. Og þó að okkur greini á um margt, þá mun ég ávallt treysta þér til þess að velja handa mér fallegan hvolp. Er ekki einhver þeirra með langa rófu.?” „Jú, áreiðanlega. Annars eru þeir hver öðrum líkir, en einn þeirra er samt lithreinni en hinir. Ég læt þig hafa hann.” Við hlógum bæði. Ég horfði á eftir honum út i myrkrið. Siðan tók ég að skyggnast um eftir ljósum bifreiðarinnar, sem ég átti von á að kæmi senn með Harry til min aftur. NlUNDl KAPITULI. — Það er gamlárskvöld 1928. Harrý leit brosandi til min, þegar klukkan sló tólf og lyfti sérrýglasi sinu. Ég leit ekki af honum meðan klukkurnar ómuðu og klingdu. Ég þarfnaðist þeirrar uppörvunar, sem augnaráð hans veitti mér, Liðna árið hafði verið okkur farsælt en ég vonaði að nýja árið yrði enn farsælla og okkarár i enn rfkara mæli. Hanna stóð hjá Wallace frænda og Weeks lækni og hocði á okkur með glaðværu um- burðarlyndi. Hún var i silfurlitum Parisarkjól og liktist mest engli á jólatré. „1 allan dag hefur Emilia verið eins og barn að rifja það upp, sem gerzt hefur á þessu ári, og nú skuluð þið vita, að það hefur ekki fyrr tal- ið út en þau eru byrjuð að leggja á ráðin fyrir 1929”, sagði hún hlæjandi. „Mér þykir vænt um það, að hún er eins og barn,” sagði Harrý. „Barnslund og viðkvæmni eru dyggðir, sem nú fyrnast óðum, og mér þykir vænt um, að Emilia er gædd þeim. Haltu áfram að rifja upp fyrir þér það, sem liðið er, og heiðra minningu þess, sem aldrei kemur aftur. En gleymdu mér bara ekki.” „Vonandi gerir hún það ekki,” svaraði hann hlæjandi. Hún hafði komið heim i nóvembermánuði, fegurri og fjörmeiri og lifsglaðari en nokkru sinni áður. Ég haföi kvikið fyrir heimkomu henn- ar, þvi að ég óskaði engra breytinga, en Hönnu fylgdu ævinlega sifelld- ar umbreytingar og nýjungar. En heimkoma hennar hafði fallið mér léttar heldur en ég hafði gert mér i hugarlund, að gæti orðið. Hanna öfundaði mig af þeirri breytingu, sem orðin var á högum minum, og mér þótti gaman að þvi. Ég er viss um, að henni hefur aldrei dottið i hug, að ég ynni hylli jafn glæsilegs manns, og Harrý var. Hanna hafði lika lært margt á ferðalagi sinu. Hún hafði sjálf orðið að sjá fótum sin- um forráð, þvi að nú var Manga Flynn ekki lengur til þess að þjóna henni, og það hafði maðal annars eflt virðingu hennar fyrir eignarrétti annarra. Að minnsta kosti lét hún ekki greipar sópa um eigur minar á sama hátt og áður. Það var aðeins einhver uggur i mér vegna Harrýs. Og nú, þegar ég lit yfir farinn veg, getég ekki annað en velt þvi fyrir mér, hvernig farið hefði, ef það, sem ég átti i vændum, hefði dregizt lengur eða jafnvel alls ekki borið að höndum. Ég hygg, að óttinn við að glata ástinni fylgi henni ávallt eins og skuggi. Þetta lögmál er yrkisefni hinna elztu skálda og þó ætið jafn mikilvægt hverjum einstakiingi. Ast og ótti — þær tilfinningar toguðust meira á i hug minum þetta kvöld heldur en nokkurt annað gamlárs- kvöld. „Jæja þá”, heyrði ég Hönnu segja og varpa öndinni. „Þar er þá eitt árið enn liðið.” Hún sneri sér að Harrý, þegar siðasta skálin hafði veriö tæmd. „Ég vona að Emilia hafi sagt þér frá öllum þeim ættarskyldum 1 sem sérhver, er tengist Blairsfólkinu, verður að taka á sig?” „Já, þaðhefur húngert, og ég held,aðmérhafi tekiztaðuppfylla þær skyldur enn sem komið er.” Þessu litla hófi var slitiðskömmu eftir miðnætti, þvi að Weeks læknir varð að vitja sjúklings um nóttina. Harrý ætlaöi að fara heim með hon- um i bifreiðinni vegna rigningarinnar. „Enn eitt hamingjusamt árið,” sagði læknirinn meðan hann var að troða, sér i vetrarfrakkann sinn. „En eftir á að hyggja, hlustiö á mig unga fólk. Það er sóttarfaraldur i nágrenninu, og pestir gera sér ekki mannamun. Allmargir eru orðnir veikir hinum megin.” „Eru þeir i verksmiðju-sjúkrahúsinu?” spurði Emma frænka áköf. „Bæöi i sjúkrahúsinu og heimahúsum,” svaraði hann. „Og það er ekki eingöngu innflúensa. Sumir hafa svo mikinn hita, aö ég held um heilabólgu sé að ræða. „Þetta eru alvarleg tíðindi,” sagði Emma og leit spurnaraugum á lækninn. „Alitur þú ef til vill, aö..?” „Veit betur um þetta á morgun, Emma. En ég er hálfkviðinn. Láttu systurnar ekki fara i samkvæmi eöa kvikmyndahús. Held lika, að Emilia ætti að hætta við listiðkanir sinar i Æskulýðshöllinni um stundarsakir. Segi þetta aöeins i varúöarskyni. Sjúkdómar gera sér engan mannamun.” Uggur læknisins hafði við rök að styðjast. Um miðjan janúarmánuð voru verksmiðju-sjúkrahúsiö og bæjarsjúkrahúsið orðin yfirfull af nýj- um sjúklingum. Weeks gat sjaldnast blundað heila klukkustund i e'inu, enda þótt hann hefði fengiö lækni frá Boston sér til aðstoðar. Einu óþægindin, sem þessi farsótt bakaði mér fyrst i staö, voru þau, að ég varð að láta þaö á móti mér að fara ekki út að verk- smiðjunum um fimmleytið, þegar vinnunni var hætt. Þó fannst mér eins og skuggi hvildi yfir Blairsborg þennan mánuö, af þvi aö ég gat ekki farið minu fram á öllum sviðum. „Eins og þú veizt, Emma,” sagöi Harrý við mig kvöld eitt, „er allur verksmiðjureksturinn miðaður viö það, sem var i fyrra og hitteöfyrra. ótal gróðamöguleikar eru látnir fara forgörðum. Rafmagnsfyrirtækin raka saman fé, símafyrirtækin og stáliðjuhöldarnir lika. Hvers vegna er ekki einnig hægt að stórauögast a vefnaði og baðmullariðju? Vöruþörfin eykst i sifellu. Ef ég ætti nokkur þúsund dali skyldi ég svei mér koma undir mig fótunum. Það er ekki laust við, að ég óski þess stundum að....” „Vinur minn”, — ég vildi ekki láta hann ljúka þessari setningu — „óskaðu ekki þess aö þú hefðir aldrei setzt að i Blairsborg. Ég get ekki hugsað um það, hve allt hefði þá verið tómlegt hér. En þú getur sagt 1166 Lárétt 1) Borg,- 6) Lik,- 7) Bára,- 9) Ræktað land,- 11) Komast.- 12) Ending.- 13) Sjó.- 15) Poka,- 16) Tæti.-18) Smárit,- Lóðrétt 1) Aðrir menn.-2) Fljót,- 3) Tré.- 4) Samið.- 5) Blið.- 8) Verkfæri.- 10) Klukka,- 14) Kyn - 15) 1002,- 17) Fisk,- Ráðning á gátu No. 1165 Lárétt 1) Mórautt.- 6) Oki,- 7) Sót.- 9) Nái,- 11) LI.- 12) SS.- 13) Iðu,- 15) Att,- 16) Nes,- 18) Trukkur,- Lóðrétt 1) Mislitt.- 2) Rot,- 3) Ak,- 4) Uin.- 5) Tvistur,- 8) Óið.- 10) Ást,- 14) Unu - 15) Ask,- 17) Ek,- HVELL ■■■ FÖSTUDAGUR 28. júlí 7.00 Morgunútvarp. 12.0Ó Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunn- laugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siödegissagan : „Eyrarvatns-Anna” eftir Sig- urö Helgas. Ingólfur Kristjáns son les (26) 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar: Peter Pears, Barry Tuckwell og Sinfóniuhljómsveitin i Lundúnum leika Serenötu fyrir tenórrödd, horn og strengja- sveit op. 31 eftir Benjamin Britten höf. stj. Kathleen Ferrier syngur brezk þjóðlög. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög- 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Ferðabókarlestur: „Frekjan” eftir Gisla Jónsson Hrafn Gunnlaugsson les (8) 18.00 Frcttir á ensku. 18.10 Tónleikar.Tilkynningar, 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 b’réttaspegill 19.45 Bókmenntagetraun. 20.00 Divertimento nr. 7 I D-dúr fyrir strengjahljómsveit og tvö horn. (K334) eftir Mozart. 20.30 Tækni og visindi Guðmundur Eggertsson prófessor og Páll Theódorsson eðlisfræðingur sjá um þáttinn. 20.55 „Vorblót", ballettmúsík i tveim þáttum eftir Igor Stravinský. Sinfóniuhljómsveit útvarpsins i Stuttgart leikur. Michael Gieler stj. (Frá útvarpinu i Stuttgart) 21.30 Útvarpssagan: „DalaliP' eftir Guðrúnu frá Lundi Valdimar Lárusson les þriðja bindi sögunnar. (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sigriður frá Bústöðum" eftir Einar II. Kvaran. Arnheiður Sigurðardóttir les sögulok (4) 22.40 Danslög i 300 ár. Jón Gröndal kynnir. 23.10 Á tólfta timanum. Létt lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. CATERPILLAR Hentug lóöir og bílastæði Æ Simar: , 30352 Sveinn' 38876 Husaum áOuran vlö liJlftOiL MMft rrarraum UROG SKARTGRIPIR KCRNELÍUS JONSSON SKÚLAVORÐUSTIG 8 BANKASTRÆTI6 rf*»18588-18600

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.