Tíminn - 28.07.1972, Page 17
Föstudagur. 28. júli 1972
TÍMINN
17
SKIUA VÍKINGAR
EYJAMENN EFT-
IR Á BOTNINUM?
- liðin mætast d Laugardalsvellinum
d morgun. Þd mætast klukkuliðin KR
og Keflavík
Tveir leikir verða leiknir i 1.
deild um helgina og fara þeir báð-
ir fram á laugardaginn. Vest-
manneyingar koma til Revkja-
víkur (ef veður leyfir) og leika
gegn Viking. Þessi leikur verður
mjög þýðingarmikill fyrir bæði
liðin, sem eru i fallhættu, Eyja-
menn með fjögur stig og Vikingur
með þrjú stig. Þá mætast i Kefla-
vík, heimamenn og KR-ingar og
má búast við spennandi leik.
Þessir lcikir verða siðustu 1.
deildarleikirnir áður en lands-
lcikurinn við Norðmenn fer fram
(i. ágúst. Næsti leikur eftir lands-
leikinn verður svo 9. ágúst og
mætast þá Breiðablik og Akranes
á Melavellinum.
Við skulum aðeins lita á leikina
sem fara fram um helgina.
Vikingar og Vestmanneyingar
mætast á Laugardalsvellinum á
morgun kl. 16.00. Það má búast
við að þar verði hart barist og
ekkert gefið eftir, þvi að það lið
sem tapar leiknum, verður þá
neðst i deildinni. Vikingsliðið,
sem hefur verið á botninum um
, í Keflavík
langan tima á möguleika að kom-
ast þaðan, ef liðið sigrar Eyja-
menn. Eins og flestir vita þá
skoraði liðið sitt fyrsta mark i 1.
deild gegn Keflavik á þriðjud.
og var liðið þá ekki búið að skora
mark i 10 leikjum eða 910 minút-
ur. Þetta mark varð til þess að
Vikingur vann Keflavik, sem á
ekki lengur möguleika til að
halda Islandsmeistaratitlinum.
Ef Vikingsliðið leikur eins og
gegn Keflavik, þá eru miklar lik-
ur að það sigri Eyjamenn. En
róðurinn verður erfiður, þvi að
Eyjamenn eru frægir fyrir annað
en að gefast upp þegar á hólminn
er komið.
Hinn leikurinn i 1. deild á morg-
um verður svo leikinn suður i
Keflavik kl. 16.00. Þar mætast
„klukkumálsliðin”, en eins og
menn muna þá var leikur liðanna
alltof langur, þega- liðin mættust
á Laugardalsvellinum. Fyrri
hálfleikur stóð i 55 min. en átti
með réttu að standa yfir i 45 min.
á 10 min. sem voru leiknar fram
yfir venjulegan leiktima, skoruðu
Þessi mynd var tekin í Keflavik i fyrra, þegar Keflvíkingar og KR mættust I. deild. Liðin skildu jöfn þá
0:0. A myndinni sést Gisli TorfsTson sækja að KRmarkinu, Magnús Guðmundsson, Sigmundur Sigurðs-
son og Guðjón Guðmundsson, eru til varnar.
Keflvikingar tvö mörk og einum
KR-ing var visað af leikvelli.
Lokatölur leiksins urðu svo 3:1
fyrir Keflvikinga.
Það má fastlega búast við þvi,
að dómarinn sem á að dæma leik
liðanna á morgun, hafi allan
varann á og verði með tvær
klukkur, til að taka timann, en
ekki með „fermingarúrið” gamla
eins og hinn „frábæri” dómari
Valur Benediktsson.
Ungu ljónin úr KR, taka
örugglega á honum stóra sinum i
Keflavik annað kvöld þegar að
þau mæta Islandsmeisturunum.
KR-liðið hefur verið að sækja i sig
veðrið i undanförnum leikjum og
toppliðin Fram og Akranes,
máttu hafa sig öll við gegn KR.
Keflavikurliðið er greinilega i
öldudal og hefur það leikið mjög
lélega knattspyrnu i siðustu
leikjum. Verða að veröa miklar
breytingar á leikmönnum liðsins,
ef þeir ætla sér að standa KR-
ingum snúning. 1 fyrra, þegar
liðin mættust 1 Keflavík varð
jafntefli 0:0. i spennandi leik.
Ekkitrúiégað það verði jafntefli
á morgun, heldur má búast við
að það verði skoruð nokkur mörk.
Spurningin er, hvað gerir hin
„frábæra” landsliðsvörn úr
Keflavik gegn hinum spræku
framlinuleikmönnum KR. Tekst
henni að stöðva allar sóknarlotur
KR-inga meö „skriö-
drekahernaði”? SOS
VALUR BEN. MEÐ
RÉTTA KLUKKU
- hann lék aðalhlutverkið
í „klukkumálinu" fræga
Ekki þýðir að deila við
dómarann, það hafa KR-ingar
fengið að vita, þvi að þeir töp-
uðu „klukkumálinu” fræga.
Það er dómarinn (hinn „frá-
bæri Valur Ben.), sem ræður
þvi, hversu lengi leikur skal
standa, segir knattspyrnu-
dómstóll KSÍ og þar með er
„klukkumálið” úr sögunni,
Keflvikingar eru sigurvegarar
leiks KR og Keflavikur, sem
endaöi 3:1. A þessu sést að tal-
ið er að Valur Ben. hafi haft
rétta klukku og verða þvi
áhorfendur, sem höfðu vonda
samvizku, eins og Valur sagði
eftir leikinn, að fara með úrin
sin i viðgerð og hreinsun.
Það nýjasta i þessu máli
(„klukkumáli) er það að úr-
smiður einn hér i borg, er
mjög spenntur að fá að vita,
hvaða tegund Valur á að úri,
þvi að ef þetta er tegund sem
hann hefur á boðstólnum, þá
má búast við að mikil sala
verði á þessari tegund hjá
knattspyrnumönnum i fram-
tiðinni. SOS
FH sigraði Selfyssinga
- Helgi Ragnarsson skoraði ,,Hat trick"
FH-ingar halda sigurgongu
sinni áfram i 2. deild i knatt-
spyrnu á miðvikudagskvöldið
léku þeir gegn Selfossi og sigruðu
3:0. Helgi Ragnarsson skoraði öll
mörk liðsins i leiknum,
sem fór fram á Selfossi.
Þetta var fyrsta tap hjá Sel-
fyssingum á heimavelli i sumar,
og þeir áttu mjög lfelegan leik og
naðu sér aldrei á strik. Leiðinda
veður var, þegar leikurinn fór
fram, rigning og rok.
FH-ingar taka forustuna á 14.
min fyrri hálfleiks. Helgi
Ragnarsson komst einn inn fyrir
vörn Selfyssinga, og renndi
knettinum fram hjá Einari mark-
verði. Eftir markið sækja Sel-
fyssingar í sig veðrið, en heppnin
var ekki með þeim. A 25. min
komst Kristinn i opið færi, en skot
hans var laust og markmaður
varði auðveldlega. Stuttu siðar
bjarga Hafnfirðingar skoti frá
Sumarliða á linu.
FH-ingar skora svo annað
mark, sitt rétt fyrir leikshlé, var
þar á ferðinni Helgi Ragnarsson,
sem skoraði á hinni sigildu 43.
min úr þvögu.
Helgi var svo aftur á ferðinni á
6. min siðari hálfleiks og skoraði
þriðja mark sitt f leiknum.
Spyrnti hann í markið beint úr
aukaspyrnu sem hann tók rétt
fyrir utan vitateig. Það má segja
að þetta mark hafi gert út um
leikinn. Selfyssingar náðu sér
aldrei á strik i leiknum og voru
óheppnir með skot t.d. áttu þeir
tvö sláarskot i siðari hálfleik.
Beztu leikmenn FH, voru Helgi
Ragnarsson og Dýri Guðmunds-
son annars var FH-liðið með
friskasta móti. -BB.
Björgvin Hólm er enn i efsta sæti i
stigakeppni GSt
STIGIN í G0LFI
Nú hafa alls 26 menn nælt sér i
stig i stigakeppni Golfsambands
Islands. Það eru ákveðin opin mót
sem gefa stig og fær sigurvegar-
inn i hverju móti 10 stig, næsti 9.
o.s.frv. Þeir sem verða svo i 10
efstu sætunum að loknu keppnis-
timabilinu skipa landsliðshópinn
næsta ár, en næsta sumar er m.a.
fyrirhugað að taka þátt i Evrópu-
meistarmóti áhugamanna, sem
fram fer á trlandi.
Um siðustu helgi var haldið 5ta
opna mótið, sem gefur stig til
landsliðsins — Coca Colakeppnin
hjá GR i Grafarholti. Litlar
breytingar urðu á röðinni eins og
hún var fyrir þá keppni, nema að
einstaka menn skiptu um sæti.
Þó kom eitt nýtt nafn inn á
listann, Loftur Ólafsson, GN. En
af honum féll Atli Aðalsteinsson,
GV, sem fór niður i 11 sæti.
10 efstu menn i Stigakeppninni
eru nú þessir:
Stig Mót
1. Björgvin Hólm, GK 30,5 4
2. Einar Guðnas. GR 29,5 3
3. Július R. Július. GK 24,5 5
4. Þorb. Kjærbo, GS 23,5 3
5. Jóhann. Ó. Guðm. GR 21 4
6. Gunnl. Ragnarss. GR 20,5 5
7. Sig. Héðinss. GK 18 3
8. Óttar Yngvas. GR 15 3
9. Loftur Ólafss. GN 13 4
10. Jón H. Guðlaugss. GV 10 2
Næsta mót, sem gefur stig til
landsliðsins verður Islandsmótið,
sem fram fer á velli GR i Grafar-
holti i næstu viku- hefst n.k.
þriðjudag. Fyrir þá keppni fær
fyrsti maður 15 stig næsti 14
o.s.frv. eða i allt 15 menn. Þar
verða lika allir beztu golfleikarar
landsins meðal keppenda.