Tíminn - 28.07.1972, Side 20
ÞAÐ A AÐ BLANDA SAMAN
ÖSKU ÞEIRRA ÞRIGGJA
Ert þú dýravinur? Ef til vill
— ef til vill ekki. Kannski
liefur aldrei á það reynt, og
kannski rista kenndir þínar til
dýra ekki dýpra en svo, að þér
þyki gaman að leika þér að
livolpi eða kettlingi eða gæla
viö lamb eða folald, ef þú þarft
ekkert á þig að leggja vegna
þeirra.
Vera má, að þú látir ekki að
þér hvarfla aö taka tillit til
þeirra, þegar þér þóknast aö
snúa við þeim bakinu. En þá
er „dýravinátla” þin lika
þunn i roði.
En vissulega eru til sannir
dýravinir, einlægir og
óhvikulir — fólk, sem aldrei
bregzt vini sinum hvers sem
hann þarfnast, þótt hann sé
ferfættur. Af þvi taginu eru
hjónin á Kópavogsbraut 16,
Þóra Guðmundsdóttir (sem
innan sviga sagt er bróður-
dóttir Ninu’ myndhöggvara
Sæmundsson) og Asgeir
Guðmundsson iðnskóla-
kennari frá Þorfinnsstöðum i
önundarfirði. Atvik ollu hyí,
að okkur barst ti! eyrna, að
þau hefðu i vetur flutt úr
sveínherbergi sinu á efri hæð,
hjónaherberginu, i stofu niðri,
af þvi að Táta, tikin þeirra,
sem nú er orðin ellefu ára, var
orðið stirð og átti erfitt með
að ganga stiga. Við lögðum við
eyrun og brugöum okkur svo i
heimsókn til Asgeirs, Þóru og
Tátu.
Eins o g þungfær,
holdug maddama
Táta er mórauð með hvita
blesu og hvita kverk, og það
glampar á belginn á henni,
þótt hún sé oröin roskin. A
myndun má sjá, að einu sinni
var hún grönn og nett, reglu-
lega frið. Hún kom sjalf til
dyra, þegar við hringdum,
stór holdug og þungfær eins og
aldurhnigin maddama, og rak
upp tvö eða þrjú bofs, áður en
hún þefaði af komumönnum.
— Hún fellir sig við flesta
gesti, sagði Asgeir, en þó
hefur komið hingað maður,
sem hún lét við eins og hún
hvorki heyrði hann né sæi —
það var einfaldlega eins og
hann væri reykur i augum
hennar. Þvi er ekki að leyna,
að hún gerir sér mannamun.
Meira virði að
kynnast henni en
mörgum manninum
Svo sögðu þau Þóra og
Ásgeir okkur söguna af Tátu.
Það var vinafólk þeirra i
kjallara i næsta húsi, sem átti
hana upphaflega. Hús-
bóndinn hafði unnið við
smiðar austur i Skaftafells-
sýslu og komið með hana
þaðan kornungan hvolp
seinni part sumars. En það
var vandkvæðum bundið að
hafa hvolp inn i kjallaranum,
og börnin þar fóru að koma
honum fyrir um nætur hjá
Þóru og Asgeiri. Þá var Táta
fimm vikna — siðan hefur hún
verið hjá þeim.
— Ég kærði mig litið um að
fá hana upphaflega, sagði
Asgeir. En Þóra vildi ekki
úthýsa hénni, og það fór eins
og oftar, að kvenfólkið ræður
þegar til kastanna kemur. Nú
þykir mér meira um það vert
að hafa kynnzt henni heldur en
mörgum manninum.
,,Það höfum við
hugsað okkur”
— Hvort það eigi að brenna
okkur öll, þegar dagarnir eru
taldir, spyr þú, hélt Ásgeir
áfram, og blanda öskunni
saman? Jú — þaö höfum við
hugsað okkur. Ég geri ekki
mun á vini, hvort sem hann er
maður eða dýr: Sé hann
vandabundinn vinur, þá er
hann vinur minn, hvernig sem
gervið er.
Og Táta er fyrir iangalöngu
orðin sin af okkur, hluti af
þeirri litlu einingu, sem á
heima innan þessara veggja.
Og Þóra bætir við: Hún kom
hingað agnarlitill angi, tekinn
miklu fyrr undan móður sinni
en átt hefði að vera, og hún
hefur fyrir langalöngu sam-
lagazt öllum siðum okkar og
venjum.
Ilún skirði sjálf
bekkinn sinn
1 eldhússkápnum er sérstök
skúffa, þar sem geymd eru
bein handa Tátu. Hún dregur
hana út sjálf, þegar hana
langar til þess að naga bein.
Hún opnaði lika allar hurðir
að vild sinni á meðan hún var
og hét.
En nú er hún orðin svo stirð i
afturfótunum, að hún getur
ekki risið upp til þess. Þegar
hún viðrar sig úti, er hún i
bandi, sem fest er við húninn á
útidyrahurðinni. Það vill svo
hafa: Losni bandið, kemur
hún sjálf og gerir viðvart. Hún
erhörðafsér, þótt kalt sé, og
henni finnst verulega gaman
að ösla i snjó.
Eitt er það húsgagn, sem
henni einni er helgað. Það er
allstór bekkur með mjúku
áklæði, ætlaður handa henni
að liggja eða sitja á, þegar hún
vill horfa út um gluggana.
Púff heitir þessi bekkur, og
hún skirði hann sjálf. Nafnið
er dregið af hljóðinu, sem hún
gefur frá sér, þegar hún vill fá
bekkinn sinn að einhverjum
glugganum.
Ula viö skemmti-
þætti útvarpsins
Ef annaðhvort þeirra hjóna,
Asgeirs og Þóru, er veikt,
liggur Táta a!!tsí einhvers
staðar i námunda og vill
íirauðla vikja frá rúminu. Tón-
list virðist hún hlusta á með
sýnilegri athygli og gerir þar á
mikinn mun, hvers eðlis hún
er. Skemmtiþættir útvarpsins
falla henni afarilla i geð. Hún
skriður ævinlega undir bekk
eða stól, þegar þeir hefjast, en
hagar þó svo til, að hún sjái
framan i annað hvort hjón-
anna. Þegar henni er sagt, að
nú sé þessu fargani að ljúka,
verður hún fjarskalega fegin.
Brynjólfur Sandholt
er læknirinn hennar
— Og þið fluttuð ykkur niður
vegna hennar ? spurði
blaðamaðurinn.
— Já, það gerðum við. Hún
lasnaðist i vetur, og
Brynjólfur Sandholt, læknir-
inn hennar, ráðlagði okkur að
láta hana ekki ganga stiga.
Hún hafði alltaf sofið inni hjá
okkur — við rúmstokkinn, svo
að segja. Það kom ekki til
mála að ætla henni að sofa
einni niðri, svo að við fluttum
rúmið okkar niður i bókaher-
bergið, og bækurnar upp i
svefnherbergið. Hún sætti sig
ágætlega við þá ráðstöfun.
Vildi láta bera i augun
fyrir svefninn
— Við böðum hana aldrei,
sagði Þóra. Við gerðum það,
þegar hún var litil, en hún var
alltaf hrædd i baði. Nú
burstum við hana rækilega og
kembum henni. Hún er lika
hrædd i bil, þvi að hún vandist
ekki þess konar farkosti á
meðan hún var ung. Við
a'ttum ekki bil þá.
Henni hefur aldrei vsríð
skipað neitt með hárðri hendi,
heldur taláo um fyrir henni á
þýðan hátt, og hún skilur
okkur og gerir vilja okkar. Ef
eitthvað amar að, biður hún
um hjálp. Hún fékk slæmsku i
auga og við útveguðum áburð
handa henni. Hún vissi,'að
þetta var lækning, og á
kvöldin kom hún ævinlega og
gekk eftir þvi, að boriö væri i
augað á sér, áður en hún fór
að sofa.
Eann, að eitthvað var
sérstakt á seyði
Táta sperrti eyrun annað
veifið á meðan Þóra og Asgeir
voruaðsegja okkur af háttum
hennar. Hún gerði sér sjáan-
lega grein fyrir þvi, að eitt-
hvað sérstakt var á seyði,
enda hafði hún þá þegar setið
fyrir hjá ljósmyndaranum
með ýmis konar svipbrigðum,
rétt eins og hún væri að leggja
sig i framkróka að þóknast
honum. Umbunin fyrir það
var lófafylli af rúsinum, sem
hún át með góðri lyst. En
varla hefur henni legið i
augum uppi, að þetta var
blaðaviðtal.
Að lokum fylgdi hún okkur
út á hlað með hjónunum og
rak upp fáein kveðjubofs.
J.H.
i stofunni á Kópavogsbraut 16. Táta i miðjunni á „púffinu” sinu, Asgeir til hægri og Þóra til vinstri.
Timamynd: GE.
EYÐING VOFIR YFIR FISKISTOFNUM
í EYSTRASALTI VERÐI EKKI AD GERT
Á siðasta ári veiddust 700
þúsund smálestir af fiski i
Eystrasalti, Verði veiðunum
haldiðáfram af sama kappi og nú
er gert, er fiskistofnunum stefnt i
voða, sem langan tima tekur að
bæta úr.
Þetta kemur fram i tilkynningu
frá sovézku fréttastofunni APN.
Rannsóknarstofnun fisk-
iðnaðarins við Eystrasalt bendir
á, að göngur smásildartegundar
einnar, sem mikið hefur veiðst af
i Eystrasalti, minnki um
þriðjung á næstu árum, verði
veiðin ekki takmörkuð. Einnig
benda starfsmenn stofnunarinnar
á, að þorskstofninn og sildar-
stofnar yfirleitt hafi minnkað
stórlega.
Sérstakt fisk iðnaðarráð , sem
Sovétmenn hafa komið á fót,
hefur samþykkt áætlun um skipt-
ingu Eystrasalts i 33 fiskveiði-
svæði með tilliti til landfræðilegra
einkenna og dreifingar fisks eftir
árstima og dýpt sjávarins. A
þessi áætlun að gefa möguleika á
að reikna út fiskmagnið, skipu-
leggja veiðiréttindi Sovét-
rikjanna, Póllands, Austur-
Þýzkalands og annarra Eystra-
saltsrikja.
Að sögn APN er búið að koma á
ströngum takmörkunum á veiði á
Rigaflóa og Finnskaflóa, á
Haimas- og Ventspilssvæðinu. Á
næsta ári verða togveiðar
bannaðar á Finnskaflóa og
ákvæði sett um möskvastærð
ýmissa veiðarfæra.
Lagt hefur verið til, að Rigaflói
og strönd hans verði friðuð fyrir
öllum atvinnugreinum nema fisk-
veiðum, venjulegum siglingum
og rekstri baðstranda.
Fréttastofan minnist ekki á, að
samráð séu við þau Norðurlönd,
sem liggja að Eystrasalti um
takmörkun fiskveiða og friðun.
Laxveiði hefur farið hrað-
minnkandi á undanförnum árum.
Á siðasta ári veiddu fiskimenn 84
tonn af laxi i Eystrasalti. 1948 var
aflamagnið 218 tonn. Visinda-
Framhald á bls. 19
c
Föstudagur. 28. júli 1972
J
Bændahátíð
í Eyjafirði
SB—Reykjavik
Bændahátiö verður haldin i
Laugarborg við llrafnagil i Eyja-
firði á sunnudaginn. Það eru
Búnaðarsamband Eyjafjarðar og
UMSE, sem standa að hátiðinni,
og hafa raunar staöiö að slikri há-
tið árlega undanfarin 12 ár. Hefur
jafnan verið góð þáiíisks og farið
vaxandi ár r.TÍ ári.
Hátiðin hefst með guðsþjón-
ustu. Sr. Bjartmar Kristjánsson
prédikar, kirkjukór Grundar-
kirkju syngur. Erindi flytja Dag-
rún Kristjánsdóttir húsmæðra-
kennari og Oddur Gunnarsson frá
Dagverðareyri. Gestur Guð-
mundsson syngur og þá er hag-
yrðingaþáttur. Munu þar fimm
hagyrðingar spreyta sig. Auk
þessa eru á dagskránni iþróttir og
um kvöldið veröur dansað.
Á hátiðinni verða veitt verðlaun
fyrir góða umgengni á sveitabæj-
um i fjórða sinn. Fær eitt býli
farandsgrip og þrjú önnurviður-
kenningarskjöl.
LÍTIL SlLD-
VEIÐI f
NORÐUR-
SJÓ í GÆR
ÞÓ—Reykjavik.
„Héðan er ekkert annað að
frétta, en eymd og volæði”, sagði
einn af áhöfninni á Hilmi SU, er
við höfðum samband við hann á
Hjaltlandsmiðum i gær.
íslenzki sildveiðiflotinn hélt sig
að mestu fyrir vestan Hjaltland
og var mjög litið um að vera á
miðunum. Mjög fáir bátar voru
með nót úti, en þó var vitað til
þess að Vöröur ÞH hafði fengið
einhvern afla. — Litil sem engin
sild viröist nú vera á miðunum og
i ofan á lag er sildin stygg og
heldur sig djúpt.
TVEIR
PILTAR Á
VÉLHJÓLUM
SLÖSUÐUST
OÓ—Reykjavik.
Tvö umferðarslys urðu i
Reykjavik i gær, og i báðum til-
felíum voru það ungir piltar á bif-
hjólum, sem slösuðust i árekstr-
um við bila. Svo virtist sem hvor-
ugur þeirra væri alvarlega
meiddur.
Annaö slysið varð á Ármula i
hádeginu. Þar beygði bill i veg
fyrir piltinn á vélhjólinu, er þeir
voru að mætast, og varð ekki
komizt hjá árekstri. Bilstjórinn
segist ekki hafa séö piltinn, þar
sem hann kom á móti honum á
götunni. Samkvæmt upplýsingum
umferðardeildar rannsóknarlög-
reglunnar er atvik þetta alltof al-
gengt. ökumenn taka ekki eftir
fólki á reiðhjólum eða vélhjólum
fyrr en um seinan.
Hitt slysið varð á móts við Hótel
Sögu. Þar ók pilturinn á móti ein-
stefnu og átti ökumaður á Bronco,
sem pilturinn lenti á,ekki von á
umferð úr þeirri átt.
Bæði hjólin eru mikið skemmd.