Tíminn - 29.07.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.07.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur. 29. júli 1972 Bréf frá lesendum Landfari bæði krossaöi sig og | gerði annað ókristilegra, þegar hann leit á dálkinn sinn á föstu- dagsmorguninn. Hann sá það sem sé fyrst alls.að þar hafði prent- villupúki, sem áreiðanlega er drýsill á mála hjá ihaldinu, leikið lausum hala og limlest hræðilega greinarstúf Hjálmtýs Pétursson- ar, sem átti þó á vera á hellu- bjargi reistur. Eftir tilræði púk- ans standa í greinni þessi orð: ,,Við ölfusá er rekið annað klofningskaupfélag, sem heitir Kaupfélag Arnesinga”. Það er sannast sagna, að þarna stóð i handriti: ,,Viö ölfusá er rekið annað klofningskaupfélag, sem heitir Höfn, en við hlið þess er hið eigin- lega kaupfélag, Kaupfélag Arnes- inga.” KKftTTAP’LUTNINGUR TÍM- ANS OG ÞUNGA BARNIÐ t BARÐARDAL. Kona i kaupstað á Snæfellsnesi skrifar Landfara bréf, þar sem * farið er loflegum orðum um fréttaflutning Timans. En þess hefur verið farið á leit við Land- fara hér innan húss i Eddu, að hann felldi við upphafsorð bréfs- ins, þar eð hlutaöeigandi manni finnist óviðfelldið að gylltar séu fjaðrir sinar á siðum blaðsins. Að þessum linum slepptum er bréfið á þessa leið: Framkvæmdastjóri óskast fyrir félagsheimilið i Grindavik. Umsóknir um starfið ásamt kaupkröfu og upplýsingum um fyrri störf sendist for- manni félagsstjórnar, Svavari Árnasyni, Borgarhrauni 2, Grindavik, fyrir 20. ágúst n.k. Ráðning miðast við 1. október 1972. Félagsheimili Grindavikur. Landburður af fiski á Þórshöfn Bændur langt komnir með að heyja ÞÓ—Reykjavik. „Þessa dagana er landburð- ur af fiski á Þórshöfn. Svo mikill afli berst hér á land, að það stendur á höndum að taka á móti aflanum,” sagði Óli Halldórsson á Gunnarsstöðum við Þórshöfn, er við ræddum við hann. Óli sagði, að það væri sama hvort bátarnir væru með handfæri eða þorskanót, þeir fengju fisk allsstaðar. Færa- bátarnir halda sig úti á Þistil- firðinum, en nótabátarnir eru lengra út með Langanesinu, en þeir voru fyrst i sumar. Stærri nótabátarnir koma með' þetta 15-18 tonn eftir daginn og eru vanalega 6 menn á. Minni nótabátarnir hafa verið með þetta 7-10 tonn, og á þeim eru yfirleitt ekki nema 4-5 menn. Bændur hér um slóðir eru langt komnir með að heyja, sagði Óli, enda hefur veðrið verið með eindæmum gott. Ferðafólk er nú með allra mesta móti i Þistilfirði og hefur það stöðvast þar eitt- hvað, þar sem veðrið hefur verið upp á það allra bezta, t.d. var 24stiga hiti á Þórshöfn i fyrradag. Hin árlega Álfaskeiðsskemmtun verður haldin sunnudaginn 30. júli og hefst með guðsþjónustu kl. 14. Séra Sveinbjörn Sveinbjörnsson predikar. Dagskrá: 1. Ilæða. Kristinn Kristmundsson, skóla- meistari, Laugavatni. 2. Eftirhermur o.fl. Jón B. Gunnlaugsson. 3. Þjóðlagasöngur og þáttur fyrir börn. Þrjú á palli. 4. Söngur. Jón Sigurbjörnsson. Undirleik- ari Ólafur Vignir Albertsson. Mánar skemmta á Flúðum laugar- dagskvöld 29. júli. Hljómsveit Þorsteins Guðmundsson- ar skemmtir á Flúðum sunnudags- kvöld 30. júli. Sætaferðir til Reykjavikur að loknum dansleik á sunnudagskvöld. Ungmennafélag Hrunamanna. „Það er svo mikið nýjabragð að þeim (fréttagreinunum), bæði efnisval og málfæri svo langt frá þessu götustrákamáli, sem oft hefur sézt á siöum blaðsins, og þá venjulega það neikvæða dregið fram I dagsljósið. Það er mun ánægjulegra aö lesa grein eins og: „Nú er ár i Bárðardal”, og fleiri mætti nefna. En það kom upp hjá mér kvenleg forvitni, þegar ég las um þunga barnið í Bárðardal. Sagan var ekki sögð nema hálf. Hvaö var það þungt?. Það er aðeins sagt, að þaö sé þyngsta barn, sem fæðzt hafi hérlendis, svo vitað sé. Getur þú ekki, Landfari sæll, komið upplýsingum um þetta á framfæri, svo ég og aðrir, sem forvitnir eru, geti séð það svart á hvitu, hvort íslendingar séu e.t.v. á leiðinni með að setja heimsmet i þessari „iþrótt”. En svo ég viki aðeins að annarri nýlegri grein i Timanum, um hið mikla „ættarmót” i Trékyllisvik. Verður ekki að kalla svona sam- komu ættingjamót, þar sem hitt orðiö hefur svo ákveðna aðra merkingu i málinu. Ekki myndi það ljóma of vel, ef einhver segði: „Það var sterkt ættarmót með öllum á ættarmótinu”. Með kærri kveðju M.S.G. Hér er auðsjáanlega til þess ætlazt, að Landfari auki við fáein- um oröum. Þau veröa þá þessi: Barnið sem um er spurt, var drengur, foreldrar Maria Helga- dóttir, nær hálf-fimmtug kona, og Hallur Jósepsson, oddviti á Arnardisarstöðum. Þessi drengur var langt i tuttugu og sjö merkur, nánar tiltekið tuttugu og sex merkur og nitiu grömm, og 65 sentimetrar á lengd. Hann er sjö- unda barn Mariu. Að þvi er Land- fara er bezt kunnugt hefur hann dafnað ágætlega. Hér er þvi við að bæta, ef ein- hver hefði gaman af, að þessi drengur Arndisarstaöahjóna, var þyngri en þriburar, sem fæddust hér syðra fyrir fimm árum, voru allir til samans. En þeir voru þó á milli átta og niu merkur hver. Og svo föllumst við á það, sem bréfritari segir um ættarmót og ættingjamót. Ættingjamót er eðli- legra orð um samfundi ættmenna eins og þá, sem stofnað var til i Trékyllisvik i vor. ABENDING Enn langar mig til þess að koma á framfæri ábendingu til Skotfélags Reykjavikur. Ég tel landsvæði félagsins stórhættu- legt, bæði kylfingum og kotkörl- um, eins og þaö nú er, ógirtar skotbrautir, fáránlega settar á allan máta. Slysahætta er mikil, þegar óvarkárlega er farið með skotvopn, og ég vil enn einu sinni benda stjórn Skotfélags Reykja- vikur á að það er undarlegt, að hún skuli ekki sjá reginskyssur sinar við gerð vallarins. Spaugi- legast af öllu við vallargerðina er þó þegar haglabyssuturnarnir voru færðir á stefnu riffla- brautarinnar, svo að varla fer hjá þvi, að félagsmenn missi kúlu og kúlu i skúrræksnin. Ég vakti máls á þessu i Morgunblaðinu, en ekkert nýtt hefur komið fram hjá stjórn Skot- félagsins, sem varla er svarandi. Auðséð er á öllu, að það á að þagga þetta niður. Um hið fárán- lega svar stjórnar Skotfélagsins vil ég einungis segja: Ég hef haft aðgang að svæðinu siðan 1956 og félagsskirteini fékk ég 1964 og hef það enn i fórum minum. Ég held, að bókhald félagsins hafi alltaf verið i ólestri. Stjórn Skotfélagsins spyr, hvort ég hafi byssuleyfi. Þvi er fljót- svarað: Þaö ætti hún að vita bezt sjálf. Eða aðgætir hún það kannski ekki hjá félagsmönnum? Og svo þetta: Allir vita, hve byssuskot geta verið háskaleg i þéttbýli, og ber jafnan að hafa það i huga við gerð skotbrauta. En það er annars viða gálauslega farið með byssur, og munu margir sveitamenn, að minnsta kosti austan fjalls, eitthvað hafa kynnzt þvi, að stórir kúlurifflar geta verið viðsjárverðir i höndum þeirra, sem ógætnir eru. Að lokum: Ég mun ekki sækja æfingasvæði Skotfélags Reykja- vikur til skotæfinga á meðan það er eins og það nú stendur, enda hef ég sagt mig úr þeim félags- skap. örn Asmundsson Nokkuð hefur verið fellt niður úr þessu bréfi Arnar, en að beiðni höfundar vottar Landfari, að hann hefur sjálfur séð félagsskir- teini hans frá árinu 1964. w' ' Kf' L Vr‘- \ f%\ >w* ► <' *>?. Sjúkraliðaskóli verður starfræktur á vegum Borgar- spitalans og hefst 17. nóvember n.k. Námstimi er 12 mánuðir. Uppiýsingar gefnar og umsóknareyöublöö afhent á skrifstofu forstöðukonu. Umsækjendur skulu vera fuilra 18 ára og hafa iokið lokaprófi skyldunáms. Umsóknir skuiu hafa borizt forstöðukonu spitalans fyr- ir 20. ágúst n.k. Reykjavik, 28. júli 1972. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. rr< 1 I ::d W rV \ I t’Vr'. r *4 £ %. ‘Mvf* Aðstoðarlæknar Stöður tveggja aðstoðarlækna við skurðlækningadeild Borgarspitalans eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veitast frá 1. september n.k. til allt aö 12 mánaða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar um stöðurnar veitir yfirlæknir deildar- innar. Laun samkvæmt samningi Læknaféiags Reykjavíkur við Reykjavikurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 15. ágúst n.k. Reykjavik, 28. júli 1972. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. t*. é $ i Vé' y-' v>> • >..v.i ^ • • -' — - *- - • •" * í KSI - KRR íslandsmót 1. deild Laugardalsvöllur Víkingur- ÍBV leika i dag klukkan 4 Siðast unnu Vestinannaeyingar — hvaö verður nú? . Vikingur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.