Tíminn - 29.07.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.07.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Laugardagur. 29. júli 1972 6 ,\ Kitt verkanna á syningu Siguröar Guðmundssonar I Gallerie Súm. Rímleikurí GallerieSúm ÞB—Reykjavik Sigurður Guðmundsson sýnir um þessar mundir 14 verk i Gallerie Súm. Sérhvert þeirra ber nafnið Ljóð utan eitt, sem heitir Hollenzkt ljóð. Verkunum er þaö sameiginlegt að vera tviþætt og rima heiti þátt- anna hvort við annað. Meðal verkanna er til að mynda hand- skrifaö mál að þvi er virðist glefsa úr lengri umsögn og minnir það óneitanlega á orð sem kunnur borgari hafði um skákeinvigiö i útvarp fyrir skemmstu: Hinu rit- aða máli er komið fyrir á kross- viðarplötu og þar neðan við er ull- arlagði, og er sýningargestum sjálfum látið eftir aö finna rim- orðin. Rimoröaleitin er ljómandi skemmtilegt viðdundursefni ekki hvaö sizt fyrir þá sök að hugtaka- heiti koma fyrir, sem gerir leik- inn sýnu torveldari en hann yrði ef eingöngu væri notast við hluta- heiti. Tvö íslenzk verk á norrænni tónlistarhátíð Norrænu músikdagarnir verða að þessu sinni haldnir i ósló dag-, ana 31. ágúst til 4. sept. n.k. Þessi tónlistarhátiö er haldin annað- hvert ár á vegum Norræna tón- skáldaráðsins, en það var stofn- sett 1946. Að þessu sinni verða m.a. flutt tvö verk eftir islenzk tónskáld. Eru það Læti, hljómsveitarverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Kvintett fyrir blásara eftir Jón Asgeirsson. í Norræna tónskáldaráðinu á sæti fyrir Islands hönd Jón As- geirsson, formaður Tónskáldafé- lags Islands, en i dómnefnd hátíö- arinnar Skúli Halldórsson tón- skáld. FREÐFISKFRAMLEIÐSLAN MINNI EN í FYRRA A fyrra helmingi þessa árs varð nokkur samdráttur á freðfisk- framleiöslu Sambandsfrystihús- anna, miðað við árið í fyrra. Er frcðfiskframleiðslan nú 6,5% minni. 1 nýútkomnum Sambandsfrétt- um er haft eftir Guðjóni B. Ólafs- syni, framkvæmdastjóra Sjávar- afurðadeildar SIS, aö samdrátt- urinn væri aðallega á framleiðslu þorsk- og ýsuflaka. Væri þetta mjög bagalegt, einkum á Banda- rikjamarkaði, þar sem birgðir væru nú litlar, þvi hefði ekki reynzt unnt, að fullnægja eftir- spurn þar undanfarið eftir þess- um fisktegundum, en verðlag á þeim hefur verið hærra á þessu ári en nokkru sinni áður. - Orsakir þessa samdráttar eru einkum taldar léleg vetrarvertið s.l. vetur ásamt minnkandi afla nú i sumar. Þannig hefur bolfisk- afli, sem landað hefur verið inn- anlands úr bátum og togurum frá áramótum til mailoka, orðið 14% minni en á sama tima i fyrra, auk þess sem afli togbáta og grálúðu- báta hefur einnig verið minni nú i júni og júli en á sama tima s.l. ár. Arni Benediktsson, fram- kvæmdastjóri.upplýsir að fram- leiösla Hraðfrystihúss Sam- bandsins á Kirkjusandi hafi verið minni það sem af er þessu ári en mörg undanfarin ár. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var fram- leiðsla frystihússins 550 lestir á móti 700 lestum á sama tima i fyrra. Framleiösluverðmæti i ár nemur 35 millj. kr., sem er einnig nokkru minna en i fyrra. Hjá frystihúsinu starfa nú 30 til 40 manns. Það hráefni, sem þangað hefur borizt i sumar er mest- megnis karfi, en karfavinnslan er rekin með verulegum halla. „Fólkið er að átta sig á því að það getur komið í bíó - segir eigandi Hafnarbíós, sem undanfarin tvö ár hefur verið með sýningar á þessum tíma Klp—Rcykjavík. Undanfarna mánuði hefur eitt kvikmyndahús borgarinnar — Hafnarbió — verið með sýningu sem hefst kl. 11,15, eða að lokinni 9 sýningu hjá scr og i öðrum kvik- myndahúsum. Þetta er eina hús- ið, scm veitir þessa þjónustu, og þvi fórum við á stúfana til að for- vitnast um hvernig aðsóknin væri á þessar sýningar. Við hittum að máli eiganda Hafnarbiós, Jón Ragnarsson, þar sem hann var inni i sal að lita eft- ir að allt væri i lagi fyrir 5 sýningu á myndinni ,,A man called Horse”, sem er nú verið að sýna og góö aðsókn hefur veriö að, enda myndin af beztu gerð. Jón hefur látið gera miklar breytingar á húsinu að innan, bæði skipt um stóla og fleira, og er það nú orðið eitt af þægilegustu kvikmyndahúsum borgarinnar, en það sama var ekki hægt að segja fyrir þessa breytingu, þá þótti Hafnarbió heldur leiðinlegt og óþægilegt bió. Jón sagði okkur, að það væru orðin tvö ár siðan byrjað var með þessar 11,15 sýningar, eða mið- nætursýningar, eins og sumir nefndu þær, og hefði aðsóknin að þeim aukizt verulega að undan- förnu. „Það fer að sjálfsögðu mest eft- ir þvi hvaða myndir við erum að sýna” sagði Jón,,en það er eins og fólk sé nú i seinni tið að átta sig betur á þvi, að það getur komist i bió eftir að það er búið að koma börnunum i rúmið og allt búið i is- lenzka sjónvarpinu. Fyrst gekk þetta hægt, voru jafnvel örfáar hræður i húsinu, en nú er þetta alltaf að aukast, og við erum bara ánægð með aðsóknina á þessum tima. Að sjálfsögðu getur maður sagt að aðsóknin sé aldrei nægilega mikil, en hjá okk- Þó—Reykjavik Erfingjar Halldórs Sigurðs- sonar, úrsmiðs, og Guðrúnar Eymundsdóttur, konu hans, hafa gefið Reykjavikurborg svokallaða „Normalklukku”, sem var i eign þeirra hjóna um áraraðir. Upphaflega keypti Guðjón Sigurðsson, úrsmiður, klukku þessa frá Þýzkalandi árið 1910, en kl. 11,15” ur er uppselt á margar sýningar, og það er varla hægt að biðja um meira”. Jón sagði, að aðsókn að öllum kvikmyndahúsum borgarinnar væri aftur að batna, en hún hefði minnkað nokkuð við tilkomu is- lenzka sjónvarpsins. Astæðan væri sjálfsagt sú, að menn væru búnir að fá nóg af sjónvarpinu, enda væri efni þess langt frá þvi að verá gott. Aftur á móti væru kvikmyndahúsin hvert á fætur öðru með góðar myndir, sem vert væri að sjá. Halldór Sigurðsson, sem starfaði hjá Guðjóni um langt skeið, keypti verkstæðiö og vörur eftir lát Guðjóns i brunanum mikla árið 1915. Klukka þessi gegndi i áraraðir miklu hlutverki i lifi borgarinnar. Margir höfðu þann sið, að lita inn i verzlunina og setja úrin sin eftir henni og enn- fremur var mikið spurt um það i sima hvað klukkan væri. GÁFU BORGINNI KLUKKU Orkumdl á Norðurlandi Athugasemd um ORKUMÁL. Vegna nýlegrar fréttatilkynn- ingar iðnaðarráðuneytis um framkvæmd á stefnumörkun rikisstjórnarinnar i raforkumál- um, svo og vegna ágreinings, sem risinn er um orkumál Norður- lands, vill stjórn Sambands is- lenzkra rafveitna (SIR) koma eftirfarandi athugasemd á fram- færi: Mörkuð var ákveðin stefna i þingsályktunartillögu um raf- orkumál á þingi s.l. vetur. Fjár- veitinganefnd Alþingis óskaði umsagnar SIR um tillöguna. 1 bréfi SIR til nefndarinnar var drepið á ýmis atríði, sem athuga- verð þóttu, og farið fram á, að af- greiðslu tillögunnar yrði frestaö, þangað til rafveitur og virkjanir landsins hefðu ihugað málið vandlega. Svo fór, að þings- ályktunartillagan hlaut ekki af- greiðslu á þingi. Mál þetta var til umræðu á aðalfundi SIR fyrr i sumar og hefur sérstök nefnd starfað að at- hugun málsins. Þá verður stefnt að þvi að halda aukaþing SIR um malið i haust. Stjórn SIR mun þvi ekki á þessu stigi málsins tjá sig frekar um áðurnefnda þingsályktunartillögu eða stefnu þá i raforkumálum, ert þar kemur fram. Hins vegar leyf- ir stjórn SIR sér að vekja athygli á þeirri málsmeðferð, sem raf- orkumálin hafa sætt að undan- förnu, enda hafa félagar SIR, raf- veitur og virkjanir i landinu, vak- ið máls á þessu við stjórnina. Llnubygging á Norðurlandi Hin umdeilda tengilina á Norðurlandi er aðeins litill þáttur i stóru máli, en er þó dæmi um sérstaka málsmeöferð, sem von- andi veröur ekki beitt við ákvarð- anir um enn stærri framkvæmdir siðar. Ekki skal véfengt, að rikis- stjórnin hafi haft lagaheimild til að leggja i byggingu nefndrar linu milli Akureyrar og Skagafjarðar, en hún er talin felast i samþykkt Alþingis á lögum nr. 26, 1972, um heimild fyrir rikisstjórnina til að taka lán vegna framkvæmda- áætlunar 1972. Aður en til þessarar samþykkt- ar Alþingis kom, hefði þó verið eðlilegt, skv. 61. gr. orkulaga, að ráðherra legði fram á Alþingi áætlun um nefnda linu. Svo mun ekki hafa verið gert. Framkvæmd þings- ályktunartillögunnar Úr þvi að stefna i raforkumál- um var á annaö borð birt i formi þingsályktunartillögu, sem fjall- aö var um i nefnd á Alþingi, og send var til umsagnar annarra aðila, virðist ekki eðlilegt, að ráðuneytiö skuli ákveöa „aö hefj- ast handa um framkvæmd þess- arar stefnumörkunar”, án þess að Alþingi hafi afgreitt tillöguna. Að dómi stjórnar SIR er þaö al- varlegast i öllu þessu máli, að ráðuneytið skulf ákveða fram- kvæmd tiltekinnar stefnu, og skipa nefnd þvi til undirbúnings, án samráös^við samtök sveitar- félaga, samtök rafveitna og virkjana, og Önnur samtök, er að raforkumálum starfa i héruðum landsins. Þessum samtökum er ekki gefinn kostur á að tilnefna menn i nefndina og koma þannig sjónarmiðum sinum á framfæri. Tveim nefndarmanna mun að visu ætlað að upplýsa Samband islenzkra sveitarfélaga og Sam- band islenzkra rafveitna um störf nefndarinnar, en samtökum þess- um er alls ekki ætlað að hafa þar neinn tillögurétt. Þessi málsmeðferð stingur mjög i stúf við endurteknar yfir- lýsingar ráðherra um, að haft verði fullt samráö viö fyrrgreind sam-tök. Hún er einnig i mótsögn við þá yfirlýsingu ráðherra, að fyrir sérvaki „dreifing valdsins” á sviði raforkumála. Stjórn SIR fagnar þvi, að skipu- lag raforkumála skuli tekið til rækilegrar meðferðar á Alþingi og vonast til,aö unnt verði að ná samstööu allra aðila um farsæla lausn á þessu mikilvæga máli, sem allir geti vel unað. Stjórn Sambands islenzkra rafveitna Ályktun un Raforkumál Stjórn Sambands islenzkra raf- veitna (SIR) sendi hinn 26. júli sl. frá sér ályktun um raforkumál, sem mun vera birt i nokkrum dagblöðum. Alyktunin felur i sér ádeilu á stefnumörkun rikisstjórnarinnar vegna þingsályktunartillögu um raforkumál, sem lögð var fyrir siðasta Alþingi, framkvæmd þeirrar stefnu, ásamt ádeilu á þá ákvörðun að leggja háspennulinu milli Akureyrar og Skagafjarðar. Af þessu tilefni vilja undir- ritaðir stjórnarmeþlimir geta þess, að stjórnarfundur var ekki haldinn um málið, þrátt fyrir ósk okkar, en samþykkt meiri hluta fengin með simtölum gegn vilja okkar. Stjórnarformanni var send neðangreind athugasemd Valgarðs Thoroddsen meðan á umræðum stóð: ,,A aðalfundi SIR, höldnum á Akureyri 29. og 30. júni sl., var tekin til umræðu tillaga að þings- ályktunartillögu, sem lögð var fyrir siöasta Alþingi. Málið var tekið til athugunar i umræðuhópum, sem siðan skil- uðu skýrslum á aðalfundinum. Fram komu ýmis sjónarmið, en engin samþykkt var gerð á fundinum og ákveðið að taka málið fyrir að nýju a fundi, sem boðað yrði til i haust. Málið var þvi ekki afgreitt. SIR hefur þvi að svo komnu máli ekki tekið neina afstööu' til þingsályktunartillögunnar, og tel ég þvi stjórn SIR ekki hafa umboð til stefnuyfirlýsingar varðandi hana. Ennfremur tel ég það utan verkahrings stjórnar SIR að taka afstöðu til einstakra fram- kvæmda meölima sambandsins, sbr. skrif hennar um linulagnir Rafmagnsveitna rikisins milli Akureyrar og Varmahliðar.” Hjalti Þorvarðsson Valgarð Thoroddsen

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.