Tíminn - 29.07.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.07.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur. 29. júli 1972 Laugardagur. 29. júli 1972 TIMINN 9 ísleifur Gissurarson fyrsti Ameríkubiskupinn i febrúar i vetur tók bæklunarlækningadeild tii starfa á Landspítalanum. Aöur höföu læknar, sem liafa bækiunarlækningar að sérgrein,starfaö hér, en um sérstaka sjúkrahúsdeild, þar sem eingöngu værl sinnt bæklunarlækningum hefur ekkl veriö aö ræöa. Mikil þörf hefur lengi veriö fyrir sjúkra- húsdeild sem þessa, og hafa þau 23 sjúkrarúm, sem þar eru, verið fullnýtt alla tiö siöan hún opnaði 9. febrúar s.l. Nú biöa 34 sjúklingar þess að komast til aögerðar á deiidinni, og biö- listinn vex með hverjum degi. Þvi fólki fjölgar stööugt sem á viö bæklunarsjúkdóma að stríða, og meö óbreyttri rúmatölu i þessari sérgrein má búast viö vaxandi biölistum í framtföinni. En i hverju eru bæklunarlækningar fólgnar, og hverjir eru þessir bæklunarsjúkdómar, sem gera i vaxandi mæli vart viö sig nú á dögum? Við þessum spurningum fengum viö svör, er viö ræddum viö dr. Stefán Haraldsson yfirlækni bæklunarlækningadeildar Landsspitalans fyrir skömmu. Dr. Stefán hefur dvalizt 18 ár i Svi- þjóð og var siöustu árin yfirlæknir Orthopedlska sjúkrahússins i Hárnösand, sem er eitt af stærri sjúkrahúsum I þeirri grein þarlendis. En gefum nú dr. Stefáni Haraldssyni orðið: — Bæklunarlækningar eöa orthopedia eru sú sérgrein skurð- lækninga sem tekur til sjúkdóma og skaddana i hreyfi- og stoðkerfi likamans, þ.e. útlimum og hrygg. Lengi hefur verið reynt aö þýöa á islenzku orðið orthopedia, og hafa bæklunarlækningar orðiö fyrir valinu. En þessi grein læknisfræði hefur einnig verið kölluð beina- og liðaskurð- lækningar og fleiri nöfnum. A siðustu árum hefur fram- þróun orthopediunnar verið hröð og ýmsar gagngerðar breytingar hafa orðið á bæði hvað snertir verkefni og aöferðir. Þetta hefur meðal annars gert mögulegt að ráðast með til atlögu við ýmis vanda- mál, sem áður fyrr var aðeins hægt aö beita með lyfja meöferð, umbúðum og sjúkra- þjálfun. Hér er m.a. aum að ræða i- setningu gerviliöa af ýmsum tegundum, en unnið er að þvi viða um heim að búa til gerviliði, sem komið geti I stað sem flestra liða likamans. Sumir þessara gervi- svo sem mjaðmarliðir oe fingurliðir, eru nú notaðir við ýmis mein i þessum liðum. Aðra gerviliði, t.d. hnjá-, axia- og oln- bogaliði er ennþá verið að endurbæta, og er notkun þeirra enn á tilraunastigi. — Þér minntuzt á, að framþróun orthopediunnar heföi verið hröö* siðustu árin. Hvað veldur? Orsökin er tilkoma nyrra áhalda, nýrra möguleika til endursköpunar starfhæfni hreyfi- kej-fis með gerviliðum og öðrum nýskapandi aög. og bættum skurðlæknislegum möguleikum viö meðferð beinbrota og skaddana, - eða i stuttu máli sagt virkari skurðlæknislegrar afstöðu til vandamálanna. — Og þér sögðuð, að verkefni ykkar bæklunarsérfræðinganna væru sifellt að aukast? — Ný verkefni hafa i siauknum mæli skapazt og eru að skapazt fyrir orthopediskar skurðaðgerð- ir. Þessari þenslu starfssviðsins er ólokið enn. Aukin tíðni slitsjúkdóma, elli- beinbrota og blóðrásartruflana fylgir lengdum meðalaldri. Þetta aldraða fólk skapar nú sivaxandi þörf sjúkrarýmis og endur- hæfingar. Bæklunarskurðað- gerðir geta stytt dvalartímann á opinberum stofnunum og gert hjálparþörfina minni. Aukin umferð, iðnvæðing, og þéttbýli eykur tiðni slysa, en þeim fylgja einnig fleiri verkefni fyrir bæklunarsérfræðinga. Mikill hluti sikra sjúklinga er á vinnu færum aldri. Nauðsynlegt er að koma þessu fólki til starfs með minnstri mögulegri örorku á sem stytztum tíma. Nýir möguleikar til skurðaðgerða beinbrota og lið- sköddunar er kjarni þeirrar við- leitni, Þá hefur og aukizt verksvið skurðlæknislegrar meðferðar við vanskapanir. Skurðaðgerðum er einnig beitt i auknum mæli við liðagigt. — Getiö þið sinnt öllum þeim bæklunarsjúklingum, sem þurfa á hjálp yöar að halda? Sjóndeildarhringur Norður- álfumanna óx mikið á 10. og 11. öld. Landafundir tslendinga voru þar mikilvægastir og raunar hið eina, sem þar varð til fullkomn- unar. En þröngsýnir og skamm- sýnir ráðendur rikja og landa um gjörvalt meginland Evrópu, skildu þetta ekki, en urðu þó svona til aðsýnast, að viðurkenna veruleikann i orði, þótt hann væri látinn liggja milli hluta á borði. Svo var það, er tslendingar fundu hinn mikla heim vestursins fyrst- ir Norðurálfumanna. En á stund- um eru kurl höggvin, þó þau séu ekki brennd til glóðar i raun atvikanna. Skal nú að þvi vikið i stuttu máli. Arið 1047, 24. april, varð Aðal- berterkibiskup i Brimum. Þá var páfi i Róm Leó IX. að fullum lik- um. Leó IX. páfi ritaði Aðalbert erkibiskupi i Brimum bréf 6. janúar 1053 og tilkynnir honum, að undir hann skyldu heyra lönd Skriðfinna, Noregur, tsland oe Grænland. 1 þennan mund stóð kristnin mjög höllum fæti um Norðurlönd, nema i Danmörku. En mjög er vafasamt, og hvergi er þess getið i heimildum svo ég hafi fundið, að þessi lönd hafi nokkurn tima heyrt undir Dan- mörku eða Sviþjóð, enda urðu brátt önnur tiðindi, er ollu straumhvörfum I þessum efnum. Arið 1054 urðu páfaskipti i Róm. Kom þá til valda Viktor II. Hann endurnýjaði þessa ákv. fyrir- rennara sins um umdæmi erki- biskupsins i Brimum. Þessi páfi var stutt á stóli, aðeins til ársins 1057. Aðalbert erkibiskup i Brim- um er langáhrifamesti erki- biskup, er þar sat á stóli um alla sögu. Hann var stundum nefndur páfi norðursins og Brimar Róm Norðurlanda. Liklegt er, að Aðal- bert erkibiskupi hafi dottið i hug að stofna nýtt páfadæmi i Brim- um fyrir þjóðirnar fyrir Norðan Mundiafjöll, á likan hátt og búið var að gera fyrir austrænar þjóðir I Miklagarði með stofnun patriarkaveldis ar. En úr þessum ætlunum erkibiskups varð ekki og kom þar til hindrunar skammsýni keisara. Arið 1056 kom kjörið biskups- efni af tslandi til Brima. Var það tsleifur Gissurason. Liklegt er, að tslendingar hafi verið búnir að sækja um leyfi til pafa um stofnun biskupsembættis á Islandi, að öðrum kosti hefði Isleifur ekki fengið vigslu árið 1056, eins og raunin varð. En hvað um það ts- leifur var vigður biskup íslend- inga árið 1056 og jafnframt til Grænlands og austurstrandar Ameriku. Hann var þvi fyrsti biskup Ameriku. Athyglisvert er, að um sama leyti og tsleifur biskup er i Brim- um, koma á fund erkibiskupsins þar tvö biskupsefni úr Noregi. Ekki hef ég fundið nöfn þeirra, og vafasamt er, hvort vitað sé um þau. En hitt tel ég hiklaust, að þarna séu á ferðinni fyrstu biskupar Noregs, er hlutu löglega vigslu. Sýnir þetta vel, hve Is- lendingar voru fljótir að tileinka sér kristna trú. tsleifur biskup var biskup yfir öllu umdæmi sinu til dauðadags. Hann var mikilsvirtur af löndum sinum og vann sér og embætti sinu öruggan og fastan sess á tslandi. En siðar varð sérstakur biskup vigður til Grænlands, og varð þá tslandsbiskup ekki lengur biskup Vesturheims. Minnismerki frá riddaratímun um á torgi i Brimum. Gissur Isleifsson var biskup eftirföðursinn. Hann var vigður i Magdeburg áriö 1082 en ekki i Brimum, eins og greint var rangt hér i grein I blaðinu um daginn. En þannig stóð á þvi, að Gissur var vigður þar, var af þvi, að Liemar erkibiskup I Brimum var þá fangi Heinreks IV. Þýzka- landskeisara, en keisari var þá i deilum við páfa, en páfi sendi Gissur til vígslu til erkibiskupsins i Magdeburg. En sennilega eru engar heimildir til um vigslu hans frá þeirri borg, og .þvi ekki vitað um biskupsdæmi hans, en taka má það með öruggri vissu, að það hafi verið það sama og föður hans. En hvað sem um þetta má ræða, er eitt vist, og það er það, að enginn biskup um daga tsleifs biskups Gissurarsonar hefur haft eins viðáttumikið biskupsum- dæmi og hann. Og ekkert erki- biskupsdæmi um gjörvalla veröld var jafnviðáttumikið og Brimar- erkibiskupsdæmi. Það náði um gjörvöll Norðurlönd, mikinn hluta Þýzkalands, Grænland og Norð- ur-Ameriku að kalla. Með fyrr- greindri tilskipun páfans í Róm, varð stórum bætt við riki hans, þó kristnin stæði auðvitað höllum fæti viða um Norðurlönd i þann mund. 1 þann tima er Aðalbert var erkibiskup i Brimum virðist hafa verið gott ár i biskupsdæminu og auður safnast I hvers manns búi. t germönskum löndum rikti löng- um annar hugsunarháttur gagn- vart kirkjunni sem stofnun og þar af leiðandi einkasöfnun hennar, er var um suðrænan heim. Þetta kemur fram á dögum Aðalberts Frh. á bls. 15 Þetta gamla hús stendur við Lundargötu. Séö austur Strandgötu. Húsiö Oddi til hægri er meö elztu húsum á Oddeyri. (Timamyndir Arni Sverrisson) Dr. Stefán Haraldsson. — Nei, þvi fer fjarri. A deildinni eru 23 rúm og auk þess komum við börnum á Barnaspitala Hringsins. En markmið okkar læknanna hér, sérfræðinganna Jóhanns Guðmundssonar og Höskuldar Baldurssonar, aðstoðarlæknisins Guðmundar Guðjónssonar og min, er að fá aukið olnbogarými til að geta mætt vaxandi þörf. SJ VARÐVEIZLA HÚSA Á AKUREYRI SB-Reykjavik 1 fyrrasumar var i sambandi við gerð nýs aðalskipulags fyrir Akureyri unnið að könnun gamalla húsa og götumyndana i bænum, með tilliti til varðveizlu. Könnunin náði einungis til húsa, sem reist voru fyrir 1927, en þau reyndust 282 á Akureyri. Þau 60, sem vænlegust þóttu til varð- veizlu voru siðan skoðuð nánar. Astæða er til þess að gera skýran greinarmun á varöveizlu bygginga og friðun. Friðun er staðfest af ráðherra og þinglýst kvöð á húseigninni, en varðveizla er verndun, sem byggist á sam- eiginlegum vilja yfirvalda og húsráðenda. Gömul hús Jiafa ekki einungis gildi fyrir að vera gömul. Sum hús hafa sögulegt gildi, hafa hýst merka stofnun eða verið heimili merks manns, önnur hafa sér- stakt gildi fyrir umhverfið, sum hafa listgildi og einnig hefur „stillinn” sérstakt gildi. Sem dæmi um hús á Akureyri.sem hafa mikið listagildi til að bera, eru Menntaskólahúsið gamla og samkomuhúsið. Að lokinni áðurnefndri könnun voru auk einstakra húsa af- mörkuð fimm svæði i bænum til varðveizlu. Eru það „Fjaran” og innbærinn, Hafnarstræti undir brekku og þá mun vera átt við húsin gegnt Höepfner og til norðurs, Hafnarstræti við Torfu- nef, liklega húsin frá nr. 86 og norður að horni Kaupvangs- strætis, Strandgatan og Odd- eyrin, þá sérstaklega Suðurhluti Norðurgötu og Lundargatan. t greinargerð Þorsteins i þessu húsi við Aðaistræti var fyrsta góötemplarastúka á islandi stofnuö áriö 1884. Gunnarssonar arkitekts fyrir þessum varðveizlutillögum, segir um „Fjöruna” og innbæinn, að það svæði sé i heild einn yndisleg- asti staður bæjarins. Þarna er ó- venju heilleg byggð frá gamalii tið og flest húsin litið breytt frá uprunalegri gerð. Æskileg notkun svæðisins væri að efla það sem safnsvæði og stefna þar að ströngum skipulagsákvæðum. Urn Hafnarstræti undir brekku segir arkitektinn: Undir brekkunni standa nokkur mjög látlaus, en samstæð hús frá alda- mótum. Húsin sjálf eru verð athygli en höfuðkost staðarins verður þó að telja hina rólegu og fallegu götumynd. Útsýnið yfir Pollinn gefur staðnum mik.íð gildi. Æskileg notkún er fyrir ibúðir ög skrifstofur. í sömu götu, við Torfunef, eru nokkur hús, sem vekja sérstaka athygli, einkum þó suðurhlið hússins nr. 86b, sem er einstakt dæmi um séreinkenni í húsagerð- arlist Akureyringa frá siðustu aldamótum. Æskilega notkun þessara húsa telur arkitektinn skrifstofur. Allt eru þetta stór hús og þarf að gæta þess, að þau fyrirtæki sem koma til með að nýta þau, krefjist ekki rýmis- aukingar I framtiðinni. I þvi sam- bandi er bent á steinbygginguna nr. 86, sem viti til varnaðar. Strandagötuna telur arki- tektinn vafalaust eina fegurstu götumynd bæjarins. Húsin eru staðsett i mjúkum sveig fjöruborðsins og teygja sig að Oddeyrartanga. A þessum stað er óvenju fagurt útsýni yfir Pollinn og Eyjafjörð. tbúðir og verzlanir eru æskileg notkun húsanna. Hætt er við að aukið athafnalif vegna nýrrar hafnargerðar á Tanganum stangist á við gildi Strandgötunnar sem óskast varð- veitt og aukið. Loks er það Oddeyrin og hafa sérstaklega tvær götur verið nefndar til varðveizlu, suðurhluti Norðurgötu og Lundargatan. Þarna er safn smáhúsa frá þvi fyrir aldamót. Þau bera keim hvert af öðru og hafa ótvirætt um- hverfisgildi. Þarna þrifst í dag fjölbreytt mannlif. Nokkur húsanna er slök í við- haldi, jafnvel svo, að ekki borgar sig að gera við þau, en að sumum er sómi. Mikilli umferð skal bægt frá svæðinu og útrýma þarf þeim athöfnum, sem eru i ósamræmi við ibúðarsvæðið. Suöurhliö hússins nr. 86 b viö Hafnarstræti er dæmi um séreinkenni húsa á Akureyri um aldamótin. Fjær er gamli bankinn. Samkomuhúsiö og gamli barnaskóiinn. Þessi hús frá aldmótum er aö finna syöst I Noröurgötunni. NYJA bæklunarlækninga- DEILDIN ÞEGAR 0F LÍTIL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.