Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 1
IGNIS UPPÞVOTTAVÉLAR RAFIflJAN RAFTORG SIMI: 19294 SIMI: 26660 170. tölublað — Sunnudagur 30. júli 1972 — 56. árgangur kæli- skápar Xi/vBUbtcutAfé&CLri, h..f RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Við Garðskagavita. Tiniamynd GE. Sjóvarnargarðurinn heft ir hamfarir hafrótsins Við Garðskagavita hefur vcrið gerður öflugur sjóvarnargaður, og mun hann stöova landbrot af völdum brima, er þar hefur verið mik- ið. Byrjað var á þessum garði fyrir tveim árum, enkafli var ógerður i fyrravetur, þegar hafgangurinn var hvað mest- ur í Grindavik. Óð þá sjór á land, þar sem sjóvarnar- garðsins við vitann nau t ekki við, og kastaði upp grjóti. En til þess kemur væntanlega ekki aftur, þvi að i vor var tek- ið til við garðinn, er frá hafði verið horfið. — Það sýnir, hversu land- brot hefur verið hér mikið liðna áratugi, sagði Sigur- bergur Þorleifsson, hrepp- stjóri og vitavörður, að gamli vitinn, semreistur var niðri á tanganum árið 1897, er kom- inn i sjó fram fyrir löngu og flæðir allt i kringum hann. Vitaskuld reistu menn ekki vitann þar, sem hætta var á, að sjór yrði til baga og á fyrstu árunum var grasflöt framan við hann. Þessi viti var þannig úr garði gerður, að lóðaklukka sneri ljósabúnaðinum og stjórnaði Ijósmerkjunum. Þessa klukku varð að draga upp á fjögurra klukkustunda fresti. Þess vegna var gerð göngubrú út i vitann, svo aö vitavörðurinn gæti gegnt starfi sinu, þótt sjór heföi rofið skarð i landið. Þessari göngu- brú var að sjálfsögðu jafnan haldið við, ef það hefði ekki verið gert, væri sjórinn búinn að éta sig mun lengra inn i landið. 1 nýja vitanum, sem reistur var 1944, var upphaflega sams konar lóðaklukka, sem þó nægði að draga upp á tiu klukkutima fresti, þar eð sá viti var meira en helmingi hærri en hinn. En allt þess konar er nú úr sögunni, þvi að rafbúnaður er kominn i stað gamla umbúnaðarins. Og ég vona, að þvi megi treysta, sagði Sigurbergur að lokum, að sjóvarnargarðurinn hlifi hér bæði mannvirkjum og landinu sjálfu, jafnvel i mesta hafróti um stórstraumsflóð. MERKILEGT STÁLÞRÁÐASAFN - en tæki vantar til þess, ao það komi að gagni G.l-Asi i Vatnsdal. Timinn hefur tekið rösklega i þann strengihn, að verzlunarbók- uin Ilúnveliiiiiga verðí bjargað — þeim, sem enn eru til. En fleira er það, sem bjarga þarf undan sjó. Á árunum upp úr 1950 hafði ungmennasambandið okkar hér i Húnavatnssýslu forgöngu um það að hljóðritaðar væru á stálþráð raddir gamalla Húnvetninga. Þetta varð mikið safn, en sá hængur er á, að mjög virðist tor- fengið tæki til þess að leika það, sem á stálþráðunum er. Jón Jónsson i Stóradal hafði mjög forgöngu um þetta, en svo slysalega vildi til, að Stóradals- bærinn brann með mörgu merki- legu, er þar var saman komið. 1 þessum eldi eyðilagðist tækið okkar, en mikið af sjálfum stál- þráðunum eigum við óskemmt. Þeir eru nú geymdir i héraðs- skjalasafninu á Blönduósi. Tæki af þeirri gerð, sem hentar okkur, eru aftur á móti úr sög- unni. Að minnsta kosti hefur okk- ur ekki enn tekizt að verða okkur úti um slikt tæki, og útvarpið til dæmis hefur ekki getað hjálpað okkur. A þessum stálþráðum okkar er þó margt merkilegt — ekki aðeins raddir fólks, sem nú er látið, bæði Húnvetninga heima i héraði og i Reykjavik og á Sauðárkróki, heldur einnig margvislegar frá- sagnir, visur og kvæði, kvæðalög og fjölmargt annað. Tildæmishljóðrituðum við Jón i Stóradal, er við dvöldumst þrjá daga á Hvammstanga við þessa upptöku, sérlega greinagóða frá sógu 103 ára konu, Margretar frá Akri, af uppvexti hennar þar upp úr miðri nitjándu öld. Margt fleira er þarna, sem er nú hvergi til annars staðar, svo að skiljan- legt er, að okkur sé mikið i mun að leita uppi tæki, sem getur komið okkur að gagni, sagði Guð- mundur i Asi að lokum. Öðrum togaranum hleypt af stokkunum Siðastliðinn föstudag 28. júli var hleypt af stokkunum öðrum togara Bæjarútgerðar Heykja- vikur, sem útgerðin á i smiðum i skipasmiðastöð Astilleros Luzuriaga, S.A. Pasajes de San Juan á Spáni. Hlaut togarinn nafnið Ingólfur Arnarson, einkennisbókstafir R.E. 201. Frú Ragnhildur Jóns- dóttir, kona Sigurjóns Stefáns- sonar, sem um margra ára skeið hefur verið skipstjóri á B/v Ingólfi Arnarsyni eldri, gaf skipinu nafn. Er hinn nyi Ingólfur Arnarson systurskip B/v Bjarna Benediktssonar, sem va'ntanlegur er til landsins. ERU SKAKFRÍMERKIN AÐ SEUAST UPP ? Veðurdrunginn bitnar Ifka á garðyrkjubændum ÓV-Reykjavik Blaðamaður Timans reyndi i gærmorgun að fá keypt á afgreiðslu Bruni í Keflavík ÓV-Reykjavik. Um klukkan 18.15 i fyrrakvöld kom upp eldur i húsinu Aðalgötu 5 i Keflavik. Húsið er tveggja hæða timburhús, gamalt nokkuð, og mun það hafa skemmzt töluvert af vatni, sóti og reyk, en eldur var ekki mikill. Tvær fjölskyldur búa i húsinu, en engan sakaði. Eldsupptök eru ókunn. pósthússins i Reykjavik 1000 skákfrimerki — en fékk ekki. Þetta var i af- greiðslunni, sem selur söfnurum, en sagt að kaupa mætti þúsund merki i aðalafgreiðsl- unni. Ekki hefur enn verið gefið upp, hve upplag skákfrimerkjanna var mikið.en allt bendir til þess, að þauséuað seljast upp. " • Eftirspurn hefur verið mjög mikil og nægir i þvi sambandi að benda á, að i einu dagbláðanna birtist i gær auglýsing frá Frimerkjamið- stöðinni, þar sem boðnar voru 60 krónur fyrir fyrstadagsumslög, sem 2. júli voru seld fyrir 22 krón- ur. Hefur þvi verðið þrefaldazt á rúmum þremur vikum og vel það, þvi að álagning kaupmanna á eft- ir aö koma ofan á. Einn frimerkjakaupmaður sagði blaðamanni Timans i gær- morgun, að ef Amerikumenn færu ,,af stað, yrðí allt vitlaust". Þá má búast við, að 22 króna um- slögin verði seld á þúsundir. ÞS-Hveragerði. Það eru ekki aðeins þeir bænd- ur á Suðurlandi, sem stunda bú- fjárrækt og verða að afla mikilla heyja, er verða hart úti vegna þess, hversu drungalegt veðrið er flesta daga. Þetta bitnar lika á garðyrkjubændum. Vegna sólskinsleysisins seinkar vexti, og jurtirnar verða grennri og daufari i bragði en þeim er eðlilegt, þegar himinn er heiður og sólskin langa daga, að minnsta kosti annað veifið. Banaslys í Kjós - hafnfirzk kona á fimmtugsaldri lézt, fimm aðrir töluvert slasaðir ÓV-Keykjavik. Kanaslys varð rétt innan við Eyrarkot i Kjós í gærmorgun, laust fyrir klukkan 9. Saab-bifreið og stór, amcriskur bill af gerðinni Buick. rákust á á blindhæð með fyrrgreindum afleiðingum. Konan var á fimmtugsaldri og sat i framsæti Saab-bifreiðarinn- ar, en við hlið hennar sat eigin- maður hennar. i aftursæti bilsins voru tvær stúlkur, önnur smá- barn og hin 15-16 ára. 011 meidd- ust þau töluvert, og var öku- maðurinn fiuttur meðvitundar- laus i slysadeild Borgarspitalans, en var ekki talinn i bráðri lifs- hættu. i hinni bifreiðinni voru hjón og sluppu þat' iitið meidd, en báðir bilarnir eru taldir ónýtir. Slysið vildi þannig til, að á blindhæð, sem er um það bil 100 metra innan við Eyrarkot, fór Saab-billinn skyndilega yfir á öfuga akrein og skipti engum togum, að bilarnir skullu saman. Hjónin i ameriska bilnum voru bæði með öryggisbelti, en sú var ekki raunin i Saab-bifreiðinni. Bilarnir voru báðir úr Reykjavik en konan, sem lézt, mun hafa ver- ið úr Hafnarfirði. Ekki er hægt að greina frá nafni hennar að svo stöddu. Rannsókn slyssins var rétt að hefjast þegar blaðið fór i prentun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.