Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 3
Suivnudagur 30. júli 1972 TÍMINN „ÉG VAR ADEINS AD ÞVO BÍLINN, OG HANN ÁTTI AD FARA BEINT Á VERKSTÆÐI" — Þið gerið ykkur liklega ekki Ijóst hjá blöðunum, hvað út- gerðarmenn langferðabifreiða eiga við að striða, sagði ólafur Ketilsson sérleyfishafi við Tim ann i gær, og þess vegna vantar að minnsta kosti botninn i sögu ykkar um sérleyfisbilana, sem stöðvaðir voru við umferðarstöð- ina á miðvikudaginn var. Ég er eigandi bilsins, sem þið birtuð af mynd, og hann átti alls ekki að fara neina ferð, heldur beint á viðgerðarverkstæði. Ég var með hann þarna til þess að þvo hann og gera hann hreinan, áður en ég sendi hann frá mér á verkstæðiö. Ég var búinn að panta fyrir hann viðgerðar pláss, þvi að það var bilun i rafmagni, auk þess sem olia smitaði út um hjól. Það stóð aldrei til, að hann færi neina ferð fyrr en búið væri að kippa þessu i lag. Ég var um morguninn búinn að biðja Guð- mund Tyrfingsson á Selfossi um annan bil i þessa ferð, þótt sér- stakar ástæður yllu, að það var annar bill, sem ég fékk, þegar til kom. Annan þessara bila átti ég einnig, og að honum var það,að fóthemil þurfti að stiga niður um þrjá fjórðu i stað helmings eins og skoðunarreglur áskilja. Auk þess mun hafa fundizt hráoliuþefur inni i honum. Annað var ekki að honum, og séu bilar ekki i akstri með meiri vanköntum, þá er vel. En svo er að vikja að þvi, bætti Ólafur við, hvernig aðstaða okkar er til þess að halda bilum við. ísbjarnarstofninn innan við 10 þús. dýr IIvitabirnirnir eru i hættu. Margir visindamenn telja, að svo mjöghafigengið á stofninn, að nú séu ekki til nema innan við tfuþús und hvitabirnir. Frá þessu er skýrt i nýju hefti Dýraverndar- ans. Fyrr á öldum voru hvitabirnir taldir konungsgersemar, og i Is- lendingasögum eru þess greind dæmi, að menn hafi fangað húna og flutt til Norðurlanda til þess að kaupa sér hylli konunga og stór- menna. Hvítabjarnafeldir hafa lika verið eftirsóttir. Siðustu aldir hafa hvitabjarna- veiðar verið stundaðar á isbreið- um utan við lögsögu þeirra landa, sem næst liggja, og nú á allra siö- ustu árum hafa auðmenn, sem haldnir eru drápfýsn af þvi tagi, sem reynt er að fegra með þvi að kenna slikt til einhvers konar iþróttar, farið að stunda bjarnar- veiðar i flugvélum. Með þeim hætti má gereyða stofninum, og hættan þeim mun meiri sem hvitabirnir verða þvi eftir- sóttara veiðidýr sem þeir gerast sjaldséðari. Búðir, sem verzla með varahluti, eru lokaðar frá klukkan sex á föstudegi til niu eða hálf-tiu á mánudegi, og viðgerðarverkstæði eru lokuð jafnvel heila mánuði i sumarleyfum. Og það er enginn leikur að gera út langferðabila, sem alltaf eru á ferðinni, og enn frekar um helgar en aðra daga vikunnar,i þessu þjóðfélagi, sem orðið er að letigarði með fjörutiu stunda vinnuviku og mánaðar- leyfi á sumrin. Ég vona, að flestir skilji, aö það þætti slæm þjónusta hjá okkur, sem gerum út lang- ferðabila, ef við færum eftir þessu, og ég skora á alla að kynna sérstaklega vinnuvikuna hjá Asmundi Sigurðssyni, Sæmundi i Borgarnesi og Óskari á Hvolsvelli og fleiri, sem ætiö leggja nótt við dag sumarið á enda. Ef til vill mætti lika nefna sjálfan mig, áður en hugsunarháttur leti- garðsins fór að sýkja mig. Svo mun ég, þegar timivinnst til, semja greinargerð um þær árásir, sem gerðar hafa verið á mig vegna starfs mins, bæði fyrr og siðar, sagði Ólafur Ketilsson að lokum. ( ÓLAFUR KETILSSON — hefur koinizt á leiðarenda i margri vetrarferðinni, þótt aðrir hafi ^strandað. Héraðsmót Skarphéðins 19. -20. ágúst Héraðssamhandið Skarphéðinn hcldur héraðsmót sitt i frjálsum iþróttum, á Selfossi dagana 19. og 20. ágúst og hefst keppni kl. 14.00 báða dagana. Keppt vcrður i 100, 400 1500 og 4 x 100 m hlaupum, langstökki hástökki þristökki, stangarstökki, kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti karla og 100, 400, 4x100 m hlaupi, lang- stökki hástökki, kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti kvenna. Þátttaka tilkynnist Ulfi Björns- syni i sima 11S9 Seifossi fyrir mið- vikudag 10. ágúst. Auglýsið í Tímanum 3 PIPULAGNIR STITjTJ hitakerft Lagfæri gömul hitakerfi. Set upp hreinlætistæki. Hitaveitutengingar. Skipti hita. Set á kerfið Danfoss ofnventla. Sfmi 17041. UR UG SKARTGRiPIR KCRNELÍUS JONSSON SKÚLAVÚRÐUSTIG8 BANKASTRÆTI6 18680-10600 Magnús E. Baldvlnsson l augavegl 17 - Siml 27R04 "VautW Þéttir gamla og nýja steinsteypu. SIGMA H/F Kolholti 4, simar 38718—80411' U'bi'Ll s BÝÐUR ÞAÐ BEZTA SEM TÍL ERÁ COSTA DEL SOL KAUPMA NNAHÖFN VerJS frá kr. 12.500.— Beint þotuflug báöar ícjuu, eOa meö viökomu í. London, Frjálst val um dvöl S lbúöum 5 Palma og I baö- strandabæjunum (Trianon ok Granada) eöa hinum vlnsælu hótelum Antillas Barbados, Playa de Palma, Melia Maga- luf o.fl. Eigin skrifstofa. Sunnu J Palma meö islenzku starfsfólki veitir öryggi og þjónustu. Maliorka er íjölsótt- asta sólskinsparadis Evrópu. FJölskýlduafsláttur. Kynnlð ykkur verð og gæði Sunnufcrða með áætlunar- flugi, cða hinu ótrúlega ódýra leiguflugi. SUNNA gerir öllum kleift að ferðast. Alþjóðleg JATA-ferðaskrifstqfa. Selur flugfarseðla með öllum flug- féliigum. j Verð frá kr. 12500 I.okslns — l.oksins — T.okslns kemst fólk til Costa del Sol og getur fenglö að stanza á heimleiðinni, til þess pö íara 1 ieikhús og skoða útsölurnar I Oxfordstræti. Fiogiö á hverjum sunnudegi. til Maiaga, dvaliö á Costa del Sol I tvær vikur og siöan þrjá daga i London á heimleiö- inni. -— Þér veljiö um dvöl á eftirsóttum hóteium á Costa del Sol, svo sem Alay, eða Las Perlas eöa iúxusihúöun- um Playamar. Einnig getum við nú boðiö eftirsóknarveröa nýjung: Vil^a á Mallorka. og vika á tlosta del Sol. Eöa eingöngu dvöl á Costa del Sol. Nú flýgur stórþota af 1>C- 8-gerð á liverjum fimmtudegi. fyrir Suiinufarþega milli Kefiavíkur og Spánar. Vérð fr:t lcr. 14.1110.—. (Venjui, ílugfargjald eitt kr. 121.400.—) Þér fljúgið meö þotu, som Sunníi ieigir lieint til Kaup- mannahafnar. Búiö þar á fyr- jrfram völdu hóteli. Tvær mál ílðir á dag. NjótiÖ þjónustu islcnzks starfsfólks á skrif- skrifstofu i Kaupmannahiifn. Getiö valiö um skemmtiferðir um borgina, Sjáland og yfir tit SVIþjóöar. Eöa bókaö fram- haldsferðir meö dönskum íerðaskrifstofum, áöur en far- tö er aö heiman. Loksins komast allir ódýrt til Kaupmannahafnar. Borgin viö Sundiö er rik af söguleg- um tengslum viö Island. Sum- arfögur borg með Tivoli og ótal aöra skemmtun. Stutt á baðstrendur Sjálands og aö- elns fimm stundir með hraö- lestinni til Hamborgar. J FERBASKRIfSTOfAN SUNNA BANKASTRETI7 SlMAR 1640012070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.