Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 30. júli 1972 TÍMINN 5 Matteusar- guðspjallið næsta mánudagsmynd í Háskólabíói Biblian og ýmsir þættir guð- spjallanna hafa löngum orðið listamönnum af ýmsu tagi yrkisefni, og verður vafalaust svo áfram, meðan list verður sköpuð og mönnum frjálst að skapa hana að vild sinni. Einn þeirra, sem hafa ekki ráðizt á garðinn, þar sem hann er lægstur i þessu efni, er italski kvikmyndasnillingur- inn Pier Paolo Pasolini, en hann gerði þá kvikmynd um Matteusar-guðspjall, sem verður nú sýnd næstu mánu- dagskvöld i Háskólabió. Vafalaust munu dómar manna hér á landi um mynd- ina verða mismunandi eins og annars staðar, þar sem hún hefur verið sýnd, en væntan- lega verður myndin eins vin- sæl hér og hún hefur reynzt annars staðar. Má segja, að Jesú-byltingin hafi átt nokk- urn þátt i að vekja athgyli á myndinni, enda þótt nafn Pasolinis ætti að nægja i þvi efni. Guðspjöllin fjalla um stormasama tið fyrir botni Miðjarðarhafs, og þá storma, sem geisuðu þar um slóðir fyr- ir nær 2000 árum, hefur að engu lægt, þótt margt hafi verið reynt til að hemja þá eða gera að engu. Og myndin bregður auðvitað lika upp myndum af litrikum persón- um þess tima, svo sem Jó- hannesi skirara, Heródes, Salome, Pétri postula, Ponti- usi Pilatusi, Mariu og Júdasi, en miðdepillinn, sem þeir snú- ast um eða laðast að, er Jesús. Myndin, sem Pasolini bregður upp af honum, sýnir tvö dökk, brennandi augu i horuðu and- liti, grannan likama, sem er litils megnandi i hrottalegum höndum rómverskra her- manna, og anda sem ekkert fær bugað-uppreisnar og bylt- ingarmann. Myndin hefur hvarvetna fengið þá dóma hjá þeim, sem vit hafa á að hún sé hin bezta sem þar hafi verið sýnd á þvi ári. Vist er, að hún mun vekja marga til umhugsunar með miskunnarlausu raunsæi sinu, svo að hún mun verða ógleymanleg. Þess eru fá eða engin dæmi, að hin áhrifarika frásögn Bibliunnar um brenn- andi trú, hyldjúp svik, kær- leika, ' fyrirgefningu og grimmilegar pyntingar hafi verið sýnd á eins raunsannan hátt og i þessu verki Pasolinis. Eruð þér bundinn þegar þér leggið af stað í ökuferð ? Fyrir rúmum 12 árum gerði Volvo hið svonefnda þriggja póla öryggisbelti að föstum búnaði í öllum gerðum bifreiða sinna. Þetta var ekki gert að ástæðulausu. Við rannsókn á 28000 bifreiðaslysum í Svíþjóð, kom í Ijós að hægt hefði verið að komast hjá 50% allra meiðsla á ökumönnum og farþegum, ef þeir hefðu munað eftir því að nota öryggisbelti. Því er tryggur öryggisbúnaður ekki nokkurs virði, ef ökumenn færa sér hann ekki í nyt. Öryggisbelti eru ónýt ef þau eru ekki notuð. Volvo öryggi hefur ætíð verið talið aðalsmerki framleiðslu Volvo verksmiðjanna. Öryggi hefur verið hluti af gæðum bifreiðanna; hluti af sölugildi þeirra. Volvo hefur því ekki einungis 3ja póla öryggisbelti í hverri bifreið, heldur minnir Volvo einnig ökumenn á aó nota þau. (með sérstökum viðvörunarbúnaði) þar af leiðandi fjölgar árlega þeim ökumönnum, sem telja sig vera bundna við Q) ca ci co Suðurlandsbraut 16 • Reykjavik • Símnefni: Volver • Simi 35200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.