Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 30. júli 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Fra'msóknarflokkurihn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson^: Andrés Kristjánsson (rií§íjári SunnudagsbiaOs Tlmans).;: Auglýsingastjóri: Steingrimur. GisiSS!*!,' Ritstjórnarskrif-il: stofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300-18306J:; Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiöslusfmi 12323 —áiigiýs-:; ngasimi 19523. Aörar skrifstofurísimi 18300. Askriftargjaidj:: 225 krónur á mánuöi innan lands, i iausasöiu 15 krónur ein-J takiö. Blaðaprent h.f. ísland mótmæiir 1 fyrradag sendi Einar Ágústsson utanrikis- ráðherra Alþjóðadómstólnum i Haag, orð- sendingu um, að ísland myndi ekki senda neinn umboðsmann af sinni hálfu til dómsins, er mál- skot Breta til dómsins um frestun á fram- kvæmd fiskveiðilögsögunnar við Island, verður tekið fyrir, þar sem islenzka rikis- stjórnin telji, að dómurinn hafi ekki neina lög- sögu i málinu. Utanrikisráðherra vitnaði til þeirrar orð- sendingar, sem hann hafði sent dómnum 29. mai s.l., þar sem svarað var tilkynningu dómsins um, að Bretland hefði höfðað mál gegn íslandi vegna útfærslu fiskveiðilög- sögunnar við ísland i 50 sjómilur 1. sept. n.k. í orðsendingunni frá 29. maí er afstaða ís- lendinga rækilega rökstudd en auk þess send margvisleg fylgiskjöl til skýringa á afstöðu o^ málstað íslands. 1 orðsendingunni frá 29. maí eru höfuðatriðin þessi: 1. Samningarnir við Breta 1961 áttu sér stað við sérstaklega erfiðar aðstæður, þar sem brezki flotinn hafði beitt valdi gegn framkvæmd 12 milna fiskveiðimarkanna. 2. Þessu samkomulagi var ekki ætlað að gilda um aldur og ævi. 3. Rikisstjórn Bretlands viðurkenndi þá hina sérstöku þýðingu fiskveiða fyrir lifs- afkomu islenzku þjóðarinnar. 4. íslenzka rikisstjórnin tók fram, að hún myndi halda áfram útfærslu land- helginnar, en myndi tilkynna rikisstjórn Bretlands slika útfærslu með 6 mánaða fyrirvara með möguleika til málskots til Alþjóðadómstólsins. 5. Slikt málskot, sem rikisstjórn íslands var ávallt mótfallin að þvi er varðar deilur um viðáttu fiskveiðitakmarka við ísland svo sem viðurkennt er af hálfu Bretlands, var ekki skuldbindandi til eilifðar. 6. ísland tilkynnti Bretum með 12 mánaða fyrirvara um fyrirætlanir sinar. 7. í febrúar var áréttað, að samkomulagið frá 1961 ætti ekki lengur við og væri brott fallið. 8. Eftir brottfall samkomulagsins sé enginn grundvöllur þess skv. sam- þykktum dómstólsins, að hann hafi lög- sögu i málinu. 9. Um lifshagsmuni íslands er að ræða og neitar þvi ísland hvers konar lögsögu dómsins um viðáttu fiskveiðimarka við ís- land. í orðsendingunni i fyrradag er svo áréttað, að ísland muni ekki mæta fyrir dómnum á þriðjudag og ísland mótmæli þvi sérstaklega að dómstóllinn kveði upp bráðabirgðaúrskurð i máli Breta um lögbann við útfærslu fiskveiði- lögsögunnar, þar sem enginn grundvöllur sé fyrir hendi fyrir dómstólinn að hafa lögsögu i þessu máli, eftir brottfall samkomulagsins frá 1961. -TK. Forustugrein úr The Economist: Áhrif Rússa meðal Araba eru minni en sýnist Fiest Arabaríkin þiggja aðstoð Rússa en láta eins lítið í staðinn og unnt er ÖRLAGARIKASTI aftur- kippurinn varð i Sudan. Numeiry hershöfðingi tók völdin árið 1969 en i júli 1971 gengust kommúnistar fyrir misheppnaðri tilraun til að steypa honum af stóli. Þessi tvö ár gekk allt vel hjá Rússum. Byltingarstjórnin i Sudan fór að nota rússnesk vopn, kaupa vörur af Rússum og hafa vöruskipti við þá. Rússneskir sérfræðingar og ráðgjafar voru velkomnir til Sudan. Stærsti kommúnista- flokkurinn i landinu átti i nokkrum erfiöleikum en var eigi að siður virkur og vel skipulagður, og Numeiry forseti skreytti ræður sinar með kunnustu orðaleppum marxista. Svo kom hin misheppnaða stjórnarbylting og þá fór allt aö ganga á tréfótum. Ráðist var gegn kommúnistum I landinu og leiðtogar þeirra ýmist teknir af lífi eða fangelsaðir. Nokkur hundruö rússneskra ráðgjafa hurfu i skyndi úr landi (50 hernaðar- sérfræðingar snéru þangað aftur siðar) og Numeiry hers- höfðingi varð nálega eins hat- rammur Rússa-andstæðingur og Qaddafi offursti í Libyu. UMSKIPTIN hafa ekki orðið svona snögg annars staðar. Rikisstjórnin i Alsir er eina rikisstjórnin i Norður-Afriku, sem Rússar telja „fram- sækna” eins og rikisstjórnir Egyptalands, Iraqs Sýrlands og Suður-Yemen Rikisstjórnin í Alsir treystir vissulega á miðstjórn i efna- hagsmálum, en skiptum sinum við Rússa hagar hún þannig að hún tekur við hergögnum og aðstoðinni, en lætur furðulega litið af hendi í staðinn. Til dæmis hafa rússnesk herskip enga við- leguaðstöðu i höfnum í Alsir, en beiðnum vegna einstakra skipa er vel tekið og kurteis- lega. Stjórn landsins stefnir eindregið að þvi að treysta tengslin við Efnahagsbanda- lag Evrópu. I LIBYU hefir gerzt ljósasta dæmi þess, að unnt er að stevoa með valdi af stóli rikis- stjórn, sem er hlynnt vest- rænum rikjum,án þess að við- takendurnir þurfi að vera á bandi kommúnista. Hvað svo sem kann að hafa gerzt um daginn i skiptum þeirra Qaddafi forseta og Jalloud majórs aðstoðar- manns hans, sem nú er for- sætisráðherra, er næsta ótrú- legt, að það breyti stöðunni út á við svo að heitið geti. 1 fram tiðinni kann hyggni Jallouds að verða meira ágengt en áður gegn kenjum Quddafis ofursta, en til Rússa verður varla leitað nema þörf Se á. TALIÐ er að Rússum hafi orðið einna mest á- gengt i Sýrlandi. Þó er eftirtektar vert, aö rikisstjórn Baath-sósialista I landinu hefir ávallt þver- skallast við tilmælum Rússa um aö ganga í bandalag við Egyptaland og Iraq. Assad forseti fór til Moskvu snemma i júli. Yfirlýsingin sem gefin var út aö heimsókn hjans lokinni, lýsir jafn skýrt og loðna slikra plagga leyfir, að - Síðari grein - aðilar höfðu ekki komið sér saman. Samstaða rikisstjórna landanna er sögð „náin” á flestum sviðum alþjóðamála. Rússar láta Sýrlendingum i té stifluna. sem þeir hafa lengi þráð að reisa við Efrat, auk hergagna varnakerfis og sérfræðinga til að starfrækja það. Svo getur fariö, aö Assad verði, þegar timar liða eins harðhentur við ráðgjafana og Sadat, en of snemmt er að gera þvi skóna, hvenær Sýr- lendingar verði búnir að ööíast nægilega þekkingu tii aö stjórna öllum sinum búnaði. ARABIUSKAGI hefir löng- um verið á bandi vestrænna rikja og þar hefir Rússum ekki orðið ágengt nema i Suður- Yemen. Þar eru bæði Rússar og Kinverjar búnir að koma sér vel fyrir. Bretar kunna að segja, i ljósi dýrkeyptrar og langrar reynslu, að þeim sé þaö meira en velkomið. Aden er vel i sveit sett, en þó hvergi nærri eins mikilvægt og Bretar álitu hér fyrr meir, og Rússar hugsa sig efalaust tvi- svar um áður en þeir leggja fram allt það fé, sem á þarf að halda þar. Norður-Yemen veitir rúss- neskum vopnum viðtöku en erjur milli þess og Suður- Yemen hafa eigi að siður þok- að ibúnum æ meira undir áhrif Saudi-Arabiu. Ahrif Saudi- Arabiu eru einmitt talin hafa átt sinn þátt i ákvörðun Sadats forseta um brottvikningu Rússa. Norður-Yemen sleit stjórnmálasambandi við Bandarikjamenn að loknu sex- daga striðinu árið 1967, en varð fyrst Arabarikja til að taka það upp að nýju i byrjun júli i ár. IRAQ er undantekningin og þar hefir Rússum orðiö vel ágengt enn sem komið er. Og þetta er mikilvæg undantekn- ing. Leiðtogum annarra Arabarikja hættir til að lita á Iraq sem eins konar undan- villing, en núverandi rikis- stjórn þar er sennilega eins föst i sessi og nokkur önnur stjórn i Arabariki. Iraq hefir tvennt, sem Rússar þurfa á að halda, eða oliu og aögang að Persaflóa. En Rússar fá ekki einungis það sem þeir þurfa á að halda. (enda bótt beim kunni að þykja nóg um hve mikla oliu traqstjórn vill láta þá kaupa) heldur fá þeir sin- um þörfum fullnægt beinlinis á kostnaö Vestrænna rikja. Þar með eru tvær flugur slegnar i einu höggi. Færa mætti fram sem gagnrök, að mikil rússnesk áhrif i traq kynnu 1 sjálfu sér að auka á varúð og tortryggni annarra Arabarikja. Egyptar áttu ekki auðvelt með að gagnrýna sáttmála traqsbúa og Rússa, þar sem þeir höfðu sjálfir gert sams konar sáttmála. Þessi mök traqbúa og Rússa ólu þó mjög á gremju margra Egypta yfir eigin bindingu. Þegar Rússar neituðu að láta af hendi þau vopn, sem Egypt- ar töldu öllu skipta gagnvart Israel, þótti mörgum Egypt- um sýnt, að Rússum þætti sér hagur að þvi, — eins og Isra- elsmönnum og Bandarikja- mönnum, — að viðhalda á- standi, sem kæmi fyrst og fremst niður á Egyptum. AF þessu spratt sú kenning, að Rússar og Bandarikjamenn hefðu samið um ástand mála I löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs þegar Nixon forseti fór til Moskvu i vor, og Egypt- ar bæru megintjóniö af þeim samningum. Egyptar eru afar tortryggnir og öll tortryggni þeirra beindist nú að Rússum, hvort sem ástæða var til þess eða ekki. Vegna þessa var reitt hátt til höggs i þágu freisisins. Þetta högg hefir efalaust ruglað Rússa — nema þvi aöeins að þeim sé kunnugt, að Egyptar séu staðráðnir i aö hefja strið og hafi umfram allt viljað koma Rússum á burt áður en þeir hæfust handa. — En allt sem veldur þeirri háskalegu klemmu, sem Egyptar eru i, er gersamlega óbreytt þrátt fyrir þetta högg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.