Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 30. júli 1972 TÍMINN 13 Svar iðnaðarráðuneytisins við yfir lýsingum um orkumál Vegna yfirlýsingar, sem nokkr- ir menn i stjórn Sambands is- lenzkra rafveitna, SÍR, sendu fjölmiðlum nú nýlega svo og vegna umræðna i dagblöðum undanfarið óskar iðnaðarráðu- neytið að taka fram eftirfarandi: Upplýst er, að nefnd yfirlýsing var ekki rædd og afgreidd á iög- formlegan hátt á stjórnarfundi i SIR, sbr. yfirlýsingu tveggja stjórnarmeðlima i dagblöðum i dag þar að lútandi, þar sem m.a. kemur fram,að óskum þessara stjórnarmanna um fund i stjórn- inni til að ræða málið var ekki sinnt. Af þessum sökum getur ráðuneytið ekki litið svo á. að nefnd yfirlýsing túlki sjónarmið Sambands islenzkra rafveitna eða stjórnar þess, heldur einungis vissra einstaklinga innan þess er þarna hafa orðið berir að þvi frumhlaupi að birta yfirlýsingu i nafni S!R án undangenginnar lögformiegrar málsmeðferðar. Er af þeim sökum ekki unnt að taka neitt mark á þessari yfir- lýsingu. Jatntramt vill ráðuneytið minna á, að það hefur ávalit kappkostað nána samvinnu við raforkuiðnaðinn i landinu við mótun stefnu sinnar i raforku- málum. I nefnd, sem ráðherra skipaði sér til ráðuneytis um mál þessi á s.l. hausti áttu sæti, auk embættismanna frá ráðuneyti og Orkustofnun, menn sem starfa i raforkuiðnaðinum, m.a. stjórnar- formaður stærsta raforkufyrir- tækis landsins. I nefnd, sem ráð- herra skipaði nú nýlega sér til ráðuneytis um raforkudreifingu sérstaklega, eiga sæti, auk emb- ættismanna, m.a. einn maður úr stjórn Rafmagnsveitna rikisins og einn rafveitustjóri bæjarraf- veitu (sem auk þess á sæti i stjórn SIR). Nú nýlega fól ráð- herra tveimur embættismönnum að ræða milliliðalaust við aðila i raforkuiðnaðinum á Norðurlandi og forráðamenn Fjórðungssam- bands Norðlendinga. Allt þetta ber vitni um,að ráðu- neytið vill leggja áherzlu á sem nánast samstarf við raforku- iðnaðinn i landinu um stefnu- mörkun sina i raforkumálum. Hitt er augljóst mál, að ráðu- neytið mun sjálft taka ákvörðun um það, hvernig það telur heppi- legast að haga þessu samstarfi á hverju stigi málsmeðferðar, og lætur ekki segja sér neitt fyrir verkum i þvi efni. Ráðuneytið vonast fastlega til þess, að frum- hlaup af þvi tagi, sem hér hefur átt sér stað verði ekki til þess i framtiöinni að torvelda slikt sam- starf eða spilla árangri af þvi, til tjóns fyrir raforkuiðnaðinn og raforkunotendur i landinu. Þingsályktunartillaga sú um raforkumál, sem fram kom á sið- asta þingi,var að sjálfsögðu flutt af rikisstjórninni i heild, en rikis- stjórnin hefur, sem kunnugt er, meirihluta á alþingi. Tillagan var hins vegar flutt á þingi i þvi skyni að kanna,hvort ekki næðist al- menn samstaða um þá megin- stefnu, sem i tillögunni felst. t meðförum alþingis kom i ljós,að þingflokkur Alþýðuflokksins var samþykkur tillögunni i meginat- riðum: hins vegar óskuðu ýmsír þingmenn Sjálfstæðisflokksins eftir þvi að fá lengra ráðrúm til þess að gera upp hug sinn. Benti formaður Sjálfstæðisflokksins á það i ræðu,að hér væri um aö ræða stefnuyfirlýsingu rikisstjórnar- innaijsem nægilegt væri að kynna en ástæðulaust að samþykkja á þessu stigi. Af þessum ástæðum var tillagan ekki borin undir at- kvæði, þótt verulegur þingmeiri- hluti væri ljós: ef sumir þing- menn væru knúnir til að taka af- stöðu áður en þeir hefðu gert upp hug sinn, kynni það að torvelda þá samstöðu, sem rikisstjórnin óskar að ná um framkvæmdir i raforkumálum. Hins vegar mun iðnaðarráöuneytið að sjálfsögðu vinna áfram að þvi að ganga i einstökum atriðum frá þeirri stefnu i raforkumálum, sem rikisstjórnin hefur þegar mótað i megindráttum, og vinna að fram- kvæmd hennar. Mun rikisstjórnin leita um það samvinnu við alla þá aðila, sem hagsmuna hafa að gæta. Sú meginstefna i raforkumál- um, sem rikisstjórnin hefur mót- að á meðal annars að tryggja landshlutunum aukin völd á þessu sviöi, en nú er sem kunnugt er svo ástatt, að meginhluti allrar raf- orkuframleiðslu á tslandi er i höndum Landsvirkjunar, sem engir eiga aðild að nema Reykja- vikurborg og rikissjóður. Með hinni nýju skipan raforkumála stefnir rikisstjórnin að þvi að dreifa valdi og auka lýðræði. Þegar nauðsynlegum undir- búningi iðnaðarráðuneytisins undir það er lokið,veröa væntan- lega lögð fyrir alþingi frumvörp um breytingar á gildandi lögum um raforkumál. Munu þá aliir aðilar, sem áhuga hafa, eiga þess kost á nýjan leik að koma sjónar- miðum sinum á framfæri, en að lokum sker meirihluti alþingis úr um hugsanleg ágreiningsefni. Um tengilinu milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, sem nokkuð hef- ur verið rætt um, er þaö að segja, að tillagan um þessa tengilinu fólst i framkvæmdaáætlun þeirri, sem lögö var fyrir siðasta þing, en þar var um að ræða nákvæm- lega sams konar vinnubrögö og iöulega hefur veriö beitt við ákvarðanir af þessu tagi. Engin athugasemd var gerö viö tengi- Ununa, hvorki innan þings né utan og ekki helduraf neinum stjómar- manni StR og framkvæmdaáætl- unin var samþykkt mótatkvæöa- laust. Lagning þessarar tengilinu var að sjálfstöðu afleiöing af áætlunum, sem gerðar höfðu ver- ið af Rafmagsnveitum rikisins og Orkustofnunog voru þær auövitaö tiltækar þingnefndum, ef frekari skýringa hefði veri óskað. UTBOD Tilboð óskast i lagningu holræsa við Sundahöfn hér i borg. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 3.000.00 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 15. ágúst n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sim> 25800 Getum útvegað með stuttum fyrirvara hinar vinsælu haugsugur frá Guðbjörn Guðjónsson HEILDVERZLUN Siðumúla 22 — Simar 85694 og 85295 (Frá iðnaðarráöuneytinu) Vélritunar- og hraðritunarskólinn Notið fristundirnar: Vélritun — blindskrift, uppsetning og frágangur verzlunarbréfa, samninga o.fl. Crvals rafmagnsritvélar. Dag- og kvöldtlmar. Upplýsingar og innritun i sfma 21768. HILDIGUNNUR EGGERTSDOTTIR - Stórholti 27 - Simi 21768 Gullverölaunahafi — The Business Educators'Association of Canada. ★ VBRZLUNAflMANNAHELGIN 4—7. ÁGÚST ★ Trúbrot ★ Nóttúra * Nafniö * Stuötatrió * Roof Tops ★ Ingimar Eydal * Diskótek Ar Flamingó ★ Medina-Marsaco Munoz ★ Magnús og Jóhann ★ Rló trió ★ Ómar Ragnarsson ★ Þjófldansa og fimlaikaflokkar fró Holstebro ★ FaNhHfaatökk ★ Fhjgaldasýning ★ Lúflrasvaít StykkWtólm ★ Fjfll- breytt iþróttakappni ★ „TANINGAHUÓMSVEITIN HATlÐARRÆÐA: Guflmundjr G. Hagalfn STJÓRNENDUR: Guðmundur Jónsson og. Alli Rúts. Óskilahestur Jarpur hestur, frekar fallegur, marklaus, ójárnaður, er f óskilum t Biskupstungnahreppi. — Hreppstjórinn. MENNTflSKÓLINN A ÍSAFIRÐI Lausar stöður Menntaskólinn á ísafirði hefur þriðja starfsár sitt næsta haust, Skólinn heldur uppi kennslu á tveimur kjörsviðum: Raungreinakjörsviði (tviskiptu i eðlis- og náttúrufræðibraut) og félagsfræðakjör- sviði. Nemendafjöldi næsta vegur er áætl aður milli 120 og 130 i 1. til 3. bekk. Skólinn er einsetinn. Kennarastöður við skólann i eftirtöldum greinum eru hér með auglýst- ar lausar til umsóknar: 1. Eiiend mál: aðalgrein þýzka. 2. Erlend mál: aðalgrein enska. Æskilegt að enskukennari gæti kennt að nokkru leyti við Gagnfræðaskólann á ísafirði). 3. Á félagsfræðakjörsviði (félagsfræði, hagfræði, bókhald o.fl): 2/3 úr stöðu, sem væntanlega verður fullt starf skólaárið 1973/74. Viðskipta- eða hag- fræðimenntun æskilegust. Skólinn sér kennurum sinum fyrir hús- næði. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 20. ágúst n.k. Athygli skal vakin á þvi, að Gagnfræða- skólinn á ísafirði auglýsir lausar stöður i dönsku og viðskiptagreinum. Til greina kemur að umsækjendur annist jafnframt stundakennslu við Menntaskólann. Menntamálaráðuneytið, 24. júli 1972.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.