Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 17
Sunnudagur 30. júli 1972 TÍMINN 17 /.■.V.V.VV.V.'.V.V.'.V.V.V.V.V.V/.V.V.V.V.VV.V.V.V.'.V.V.V.V.V.'.V.’.V.V.V.V.V, FUNDUR, SEM HEIMURINN MUN ALDREI GLEYMA immmmmmmmmmmmmmmmmmum Rúm öld er nú liðin siðan brezka blaða- manninum Henry Stanley var falið að fara til Afriku að leita hins týnda trúboðs- læknis Davids Living- stone. Þegar Stanley eftir margs kyns erfiðleika loks fann hinn nauðstadda Skota, heilsaði hann með þessari frægu setningu: — Dr. Livingstone, býst ég við? Árið 1840 fór David Livingstone frá Skotlandi til að kanna Afríku og starfa þar sem trúboði. Hann var þá 27 ára, nýútskrifaður læknir, fullur viljastyrks og trúar á sjálfan sig og var reiðubúinn að mæta hverju sem var. Á þessum timum var þekking manna á „svarta meginlandinu” enn af skornum skammti. A hinum mörgu ferðum sinum á næstu árum vann dr. Livingstone að söfnun fróðleiks, sem siðar varð ómetanlegur fyrir rannsóknir á Afriku. Er Livingstone var 53 ára, árið 1866 lagði hann upp i mikla ferð, i þetta sinn án nokkurs hvits leið- sögumanns. Ferðin hófst á Zansibar, eyju undan austur- strönd Afriku. Mánuðir liðu án þess að nokkrar fréttir bærust til Evrópu. Smám saman tóku menn að óttast að Livingstone hefði látið lif sitt i frumskógunum. Það var svo einum þremur árum siðar, að fram í dagsljósið kom maður, sem kvaðst vilja hafa uppi á dr. Livingstone. Það var brezki blaðamaðurinn Henry Morton Stanley. Raunar var það ekki Stanley sjálfur, sem átti hug- myndina, heldur ritstjóri blaðs hans, James Bennett. Bennett hafði sérstakt skilningarvit, þegar fréttnæmir hlutir voru annars vegar og þarna eygði hann möguleika á stórfréttum og merkilegum greinum um ferða- lagið. Hugrakkur maður með þefskyn Stanley hafði komið til Afrfku er hann var ungur drengur. Siðan hafði hann unnið sér nafn sem fréttaritari i borgarastyrjöldinni. Auk þess hafði hann starfað sem geitahirðir, sjómaður og verið flakkari i nokkur ár. Bennett vissi, aö Stanely var hugaður og hafði auk þess sérstaka hæfileika til að rekja slóðir, og hafði ótal sinnum sýnt og sannað að hann var naskur á það sem spennandi var og áhrifamikið. A þessum forsendum sendi Bennett Stanley af stað i árslok 1868, með stutta en skýra fyrir- skipun i nesti: Finndu Living- stone. Stanley hafði aðeins eitt að styðjast við, sögusögn sem hermdi að Livingstone væri vænzt til hafnarbæjarins Aden á suð- vesturodda Arabiuskaga. Þangað fór Stanley i þvi skyni að ná við- tali við hinn fræga landkönnuð sem talið var að mundi nú snúa aftur til Evrópu fyrir fullt og allt. íAden beið Stanley þolinmóður, en án árangurs þar til liða tók á næsta ár. Hann notaði timann til að afla sér fróðleiks um Afriku, mest með þvi að ræða við ferða- menn. En ekki kom Livingstone. Um þessar mundir var Stanley yfirmaður Madrid-skrifstofu New York Herald og fór þangað frá Aden. Siðar á árinu hitti hann Bennett i Paris og fékk hjá honum ný fyrirmæli. Um þann fund skrifaði Stanley grein og segir eftir Bennett? — Taktu út þúsund pund, og siðan önnur þús. ef þú þarft, og enn önnur. Þegar ekki eru til meiri peningar, færðu enn þúsund pund og haltu þannig áfram, þangað til þú finnur dr. Livingstone! Litlar likur Þetta var i október 1869, háifu þriðja ári eftir að siðast hafði heyrzt frá Livingstone. Enginn vissi, hvort hann var enn á lifi. Bennett bað Stanley að fara til Zansibar, þar sem Livingstone hafði hafið ferð sina. Báðir vissu að mánuði tæki að komast þangað og vegna ýmissa erfiðleika á leiðinni komst Stanley ekki til Zansibar fyrr en á gamlársdag 1870, 15 mánuðum eftir fundinn við Bennett i Paris. En Livingstone virtist horfinn sporlaust. Sumir álitu hann látinn, en aðrir að hann hefði snúið baki við menningunni fyrir fullt og allt. Likur Stanleys á að finna hann voru fremur litlar. Auk þess heyrðist ekkert frá Bennett og Stanley óttaðist, að blaðið væri búið að missa áhugann á Living- stone. Ekki komu heldur peningarnir, sem lofað hafði verið, en auðugur, bandarískur kaupmaður i Zansibar bauðst til að veita Stanley ótakmarkaðan fjárstuðning, eins lengi og með þyrfti. Loks gat þá Stanley hafið leitina að Livingstone af alvöru. Ferðin hefst Þegar Stanley kom til Zansibar hafði hann með sér þjón, Salim sem fylgt hafði honum frá Jerú- r. salem.Fleiri varð hann að fá með sér og bauð Skota nokkrum Farquar að nafni starf, en sá var sjómaður.Þvi næst fékk hann með sér innfædda hermenn sem lif- vörð. Útbúnaðurinn sem hann tók með var svo mikill, að til þurfti 150 burðarmenn. Til að stjórna lestinni réði Stanley brezkan sjó- liða, John Shaw. Súltaninn lét Stanley siðan hafa bréf, sem hann skyldi sina þeim arabisku þræla- kaupmönnum er hann kynni að rekast á i frumskóginum. Þann 4. febrúar 1871 var tveimur hestum, ösnum, birgðum, ásamt 20 vopnuðum- mönnum, skipað um borð i fjóra báta og stefnt til meginlandsins. Ætlunin var að fylgja stignum til þropanna inn til Ujiji, en það var austanvert við Tanganyikavatn. Mikil úrkoma hafði breytt ánum i fljót og sléttunum i mýrafen, og jók það mjög á hitasóttarhættuna. Fyrir kom, að burðarmennirnir gengu i vatni upp undir höku, eða óðu leðju upp i hné. Malarian tók að herja og eina hjálpin var stór skammtur af kinini. Afram þokaðist þó og dauðir asnar og hestar lágu eftir i slóðinni. Sjálfur veiktist Stanley af blóðsótt og mátti ekki miklu muna með hann og Shaw ætlaði að strjúka. Farquar fékk fflaveiki bólgnaði allur upp og skilja varð hann eftir i litlu þorpi, þar sem hann bar beinin. 1 júnilok kom lestin til Tabora og varð þá mikill fögnuður hjá burðarkörlunum, sem ekki höfðu lofað að fara lengra. Þá voru aðeins 40 km til Ujiji. Myndu þeir. finna Livingstone þar? Shaw gripinn örvæntingu. Stanley var ákafur að halda áfram, en óeirðir milli Araba og negraættflokka gerðu slikt ómögulegt fyrr en þremur mánuðum siðar. Nú voru aðeins tólf menn í fylgdarliðinu. Stanley fékk malariu og lá meðvitundar- laus i 12 daga. Þegar Stanley loks ákvað að stytta sér leið gegn um frum- skóginn eftir ókönnuðum leiðum varð Shaw hræddur. Hann vildi sleppa lifandi úr þessu, en Stanley talaði um fyrir honum, svo áfram var haldið. En Shaw gafst upp og fór aftur til Tabora, þar sem hann lézt. Nú var kominn október og það eina sem komst að í huga Stanleys var að halda áfram til Ujiji. Ætla mætti að hann hefði haft sjötta skilningarvitið, þvi Livingstone var raunar um þessar mundir staddur i Ujiji i fyrsta sinn i heilt ár. Siðasta vikan áöur en komið var þangað, hlýtur að iiafa likzt martröð. Dag einn reyndunokkrii mannanna að myrða Stanley, en ró komst á að nýju. Ættar- Þessi stytta af Livingstone er i London höfðingjar vildu fá skatt fyrir að leyfa ferð yfir land sitt og allt útlit var fyrir, að leiðangurinn kæmi snauður til Ujiji. Eitt sinn munaði minnstu, að Stanley lenti i gini krókódíls og á sléttunum féllu burðarkarlarnir hver af öðrum niður i filagildrur. I nóvemberlok upplýstist, að Ujiji væri á bak við næstu hæð og þar byggi gamall, hvitur maður. Loks rann sá morgunn upp, að Stanley, með bandariska fánann i hendinni, gekk inn i bæinn. Fagnandi mannfjöldi hljóp með honum. A aðaltorginu, i hópi araba, stóð gamli, hviti maðurinn hinn rólegasti og virti fyrir sér gestina. Það var Livingstone. Stanley segir á einfaldan hátt frá fundi þeirra. Livingstone var þreytulegur og fölur og Stanley langaði mest af öllu til að hlaupa og faðma hann að sér. — En ég var of feiminn til að láta undan tilfinningum minum fyrir framan allt þetta fólk. Ég gekk þess vegna til hans, tók ofan hattinn og sagði: — Dr. Living- stone, býst ég við? Ný lifslöngun Ætlun Stanleys var aö fá viðtal við Livingstone, skilja birgðirnar eftir og þjóta svo til strandar til að tilkynna umheiminum hina miklu frétt. En það fór ekki þannig. Blaðamaðurinn og læknirinn voru saman i fjóra mánuði i Ujiji og þegar þeir skildu, grét Stanley. Fyrstu dagana töluðu þeir aðeins saman yfir matnum og Stanley sagði i stuttu máli frá heimsatburðum siöustu sex árin, sem Livingstone hafði ekki séð hvitan mann. Þó hóf gamli maðurinn að segja frá reynslu sinni, sem olli þvi að „skilningur hans stóö i stað” eins og hann orðaði það. Þegar Stanley kom var Living- stone ekki lengur fær um að tyggja, þvi að hann hafði misst tennurnar á ferðum sinum. Melting hans var i ólagi, og hann var svo máttfarinn, að hann gat næstum ekki kyngt. Stanley reyndi að hafa áhrif á hann, til að hann fengi lifslöngunina á ný og ekki leið á löngu unz gamli maðurinn hresstist. Breytingin varð svo mikil, að Stanley varð undrandi. Hann skrifaði I dagbók sina, að Livingstone væri oröinn ungur i annað sinn. _ Framhald á bls. 19 Henry Morton Stanley meO burðarmönnum sínum á leið gegn um frumskóginn. Augliti til auglitis i Ujiji árið 1871. Stanley heilsar manninum, sem hann hefur leitað mánuðum saman, með orðunum frægu: —Dr. Livingstone, býst ég við?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.