Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.07.1972, Blaðsíða 19
Spnnudagur 30. júli 1972 TÍMINN 19 Liwingstone afr,a7P1s'!»»d Aftur fékk Stanley malariu og þá annaðist Livingstone hann. Siðar skrifaði Stanley að þennan tima sem þeir voru saman, hafi samband þeirra verið eins og föður og sonar og engum duldist að þeim þótti innilega vænt hvorum um hinn. Stanley var foreldralaus og hafði verið mest einn um æfina. í dagbók Livingstones er þessi klausa skrifuð: — Stanley reynir að fá mig til að fara heim, styrkja likama minn og fá falskar tennur. En Livingstone vildi ekki fara heim. Hann var að leita að upp- tökum Nilar og vildi finna þau. Siðan ætlaöi hann að leggjast til hinztu hvildar i afriska jörð, þar sem kona hans lá grafin. Leiðir skilja Þann 14. marz 1872 skildu leiöir Livingstone og Stanleys. Þeir áttu eríitt með að leyna tilfinningum sinum. Stanley var á leið heim, en Livingstone á leið inn i AfriTcu, þar sem báðir vissu, að hann myndi deyja. Stanley lýsti kveðjustundinni á þessa leið: — Þegar við gengum út úr húsinu, tók fólkið að syngja. Ég horfði lengi á Livingstone til að mynd hans skyldi festast i vitund minni. Stanley hélt til austurs, fór hálfa þriðju mflu á dag, yfir ár og mýrar, og framhjá þorpum herskárra höfðingja, sem heimtuðu skatt. 1 mai kom hann til Bagamoyo á ströndinni og hitti þar meðlim úr „Livingstone-björgunarleið- angri” sem settur hafði verið á laggirnar af brezka landfræði- félaginu. Leiðangursmenn voru að leggja af stað inn i landið, þegar Stanley færði þeim fréttina um Livingstone. Jafnvel brezk kurteisi megnaði ekki að yfir- skyggja afbrýðissemina og hatrið gegn Stanley. Ekki batnaði ástandið þegar hann sagði að brezki konsúllinn i Zansibar hefði ekkert viljað gera til að hjálpa Livingstone. Til að breiða yfir þetta, sagði konsúllinn við Oswell yngsta son Livingstones, að Stanley hefði aðeins ætlað að auðgast á föður hans. Er Oswell skrifaði föður sinum þetta, svarði Livingstone, að hafi svo verið, ætti Stanley auðinn skildan. Til Parisar. Stanley fór til Evrópu og kom til Marseilles i júnilok um miðja nótt. Stanley fór þegar frá borði og hóf leit á hótelum borgarinnar, unz hann fann fulltrúa blaðs síns, sem kominn var frá Paris. í borginni var einnig blaða- maður frá brezka blaðinu „Daily Telegraph” og sendi hann skeyti til London þar sem hann sagði að sér þætti leitt að tilkynna, að maðurinn sem fundið hefði Livingstone væri bandariskur en ekki Breti. Stanley sjálfur viður- kenndi nefnilega ekki, að hann væri brezkur að uppruna og fæddur IBretlandi. Oruggur I þeirri trú, að enginn vissi þetta, fór Stanley til Parisar, þar sem bandariski am- bassadorinn hélt honum veizlu meö „kjúkling á la Stanley” sem aðalrétt. Ágústmánuði eyddi Stanley i London, þar sem hann var áð ljúka við bókina „Hvernig ég fann Livingstone”. Einnig varð hann að svara fjölda ásakana um að hann hefði búið þetta allt til, aðeins stolið dagbókum Living- stones, en aldrei séð hann sjálfan. En Stanley lagði fram sannanir, og fékk að njóta þeirrar virðingar, sem hann átti skilið. Landfræðifélagið brezka sæmdi hann loks æðsta heiðursmerki sinu. Vissi hvað gera skyldi Meðan á þessu gekk, var Livingstone á leið að upptökum Nilar. Hann átti aðeins eftir niu mánuði ólifaða. í einu af siðustu bréfum sinum segir hann um Stanley: — Hann lagði sig oft- sinnis i lifshættu til að þjóna mér sem sonur. Ef til vill liggur þarna á milli linanna ásökun til sonarins Oswells, sem fór alla leið til Zansibar, en siðan heim aftur, án þess að finna föður sinn. David Livingstone lézt i maí 1873 á leið til Zambedi. Burðar- menn smuröu likið og fluttu það til strandar. Ferðin til Bagamoyo tók eitt ár. Þeir komu likinu fyrir á tröppum kaþólsku trúboös- stöðvarinnar, þar sem Stanley hafði gist fyrstu nóttina i Afrfku. Hús þetta stendur enn. Stanley var i Afriku að skrifa um baráttu Breta á Gull- ströndinni, er hann frétti um dauða Livingstones. Hann vissi þegar hvað gera skyldi.Hann var sá, sem ljúka átti ætlunarverki Livingstones. Stanley er sá landkönnuður sem gert hefur mestu upp- götvanirnar i Afriku. Hann var ó- venju þolinn og atorkusamur og var framúrskarandi skipuleggj- andi. Gagnstætt þvi sem var um Livingstone, hafði Stanley enga visindalega menntun. Bæöi sem landkönnuður og per- sónuleiki stendur David Living- stone meðal hinna fremstu i mannkynssögunni, hann naut sömu virðingar meðal hvitra og svartra. Frá Afríku var lik hans flutt til Bretlands þar sem það var grafið i Westminster Abbey. (Þýtt og endursagt SB Sumarútsalan hefst á morgun 31. júli Ullarkápur Terylenekápur Draktir Hef opnað lækningastofu i Læknastöðinni, Glæsibæ, Álfheimum 74, Sérgrein: kvensjúkdómar og fæðingarhjálp. Viðtalstimi eftir umtali i sima 86311. Viglundur Þór Þorsteinsson, læknir. Orlofsferðir verkafólks Ennþá geta félagsmenn verkalýðsfélaga innan Alþýðusambands íslands komist i hinar ódýru ferðir á vegum A.S.l. og Sunnu til Norðurlanda, Rinarlanda og Mallorka i ágúst og september n.k.. Allar upplýsingar hjá verkalýðsfélögun- um og Ferðaskrifstofunni Sunnu, svo og umboðsmönnum Sunnu, sem jafnframt skrá þátttakendur. Alþýðuorlof Buxnadraktir Jakkar Mikið og gott úrval’ — lágt verð BERNHARÐ LAXDAL Kjörgarði 5 tsso Margskonar grill-réttir, steiktar kartöflur, salat og súpur. Kaffi, te, mjólk, smurbrauð og^kökur. Fjölþættar vörur fyrir ferðafólk m.a. ijósmyndavörur og sportvörur. — Gas og gasáfyllingar. — Benzin og oliur. — Þvottaplan. Verið velkomin í nýtt og fallegt hús. VEITINGASKALINN BRÚ, Hrútafiröi. mu menn s I § a l Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Armula 3 Reykiavik simi 38900 Em> heyhleðsluvagnar fyrirliggjandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.