Tíminn - 03.08.1972, Side 1

Tíminn - 03.08.1972, Side 1
IGNIS UPPÞVOTTAVÉLAR skápar hJt RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Björn Jónsson flugmaöur i þyrlunni Gná i fyrsta skipti. Þyrlan fór í sitt fyrsta flug ÞÓ-Reykjavik. Hin nýja Sikorsky þyrla land- helgisgæzlunnar fór i sitt fyrsta flug hérlendis i gærmorgun. Að sögn fulltrúa landhelgisgæzlunn- ar, er búizt við, að þyrlan verði tekin formlega i notkun nú á næstu dögum. Litlu þyrlurnar tvær, sem land- helgisgæzlan á i pöntun i Banda- rikjunum eru væntanlegar til ts- lands i þessum mánuði. Sölustofnun lag- metisiðnaðar kom- in á laggirnar Hefur bersýnilega farið um þveran Vatnajökul Jökla-Flekka er hvorki úr tröllabyggðum né hulduheimum. Hún er frá Hörgsiandi á Síðu, eign Jakobs bónda Bjarnasonar, fjög- urra vetra gömul. Hún hefur sem sagt farið úr byggð, þrjátiu og fimm kilómetra leið, að jaðri Vatnajökuls og þaðan fimmtiu og sex kilómetra á jökli á Bárðar- bungu. Þá er miðað við beina linu, er ekki gefur auðvitað neina hugmynd um, hversu langa leiö hún er búin að fara. Mark Jakobs á Hörgslandi tvl- stigað aftan hægra og heilhamrað vinstra, og visindamennirnir á jöklinum hafa villzt á stigi og bita, enda þar ekki mikill munur á, ef ekki er grannt skoðað. Sönn- ur er nú unnt að færa á, að þessu er svona varið, likt og getið var til i Timanum i gær. Fregn úr Eyjafirði fól i sér lausnina Fjöldamargir hafa gert sér titt um Jökla-Flekku og haft uppi um þaö getgátur og eftirgrennslan, hvaðan hún gæti veriö. t gær var blaöinu bent á, aö markið, sem upp var gefiö, tvibitað aftan hægra og heilhamraö vinstra, Framhald á 3. siöu. Þá viröast einnig miklir mögu- leikar á að framleiða mikið af lagmeti úr skelfiski. — Undan- fariö hafa opnazt miklir mögu- leikar á mikilli niöursuöu á loönu og lifur. Þetta getur oröið ákaf,- lega hagkvæm framleiðsla fyrir verksmiðjurnar þar sem þetta hráefni er ódýrt i innkaupum, en gefursvo mikiö af sér, þegar búið er aö verka þaö á réttan hátt. Japanir hafa t.d. sýnt mikinn Framhald á 3. siöu. myndi hiö opinbera veita stofnun- inni fjárframlag, sem næmi 25 millj. kr. á ári næstu fimm árin. Starfsemi sölustofnunarinnar verður ekki mjög mikil á þessu ári, þar sem hún var ekki á fjár- lögum. Samt sem áöur fær stofn- unin til umráða nokkurt fjár- magn, þar sem að ákveöiö er að umboðslaun af sölu renni að vissu marki til Sölustofnunarinnar á þessu ári, þannig aö reikna má meö aö stofnunin hafi að minnsta kosti 5-6 milljónir kr. milli hand- anna. Sölustofnunin er þegar byrjuö að vinna að markaðskönnun. Má þar t.d. nefna, aö geröir hafa ver- ið viöbótarsamningar viö A- Þýzkaland og i athugun eru frek- ari samningar viö Tékkóslóvakiu og Rúmeniu. Þá hafa náözt sam- bönd viö fyrirtæki I Bandarlkjun- um, Kanada, Japan, Frakklandi, Astraliu og fleiri löndum. örn Eriendsson sagði á fundin- um, aö stefna þyrfti aö þvi aö framleiða sem mest af lagmetis- tegundum, sem hægt væri aö framleiöa allt áriö um kring, og þar kæmi helzt til greina ioðna, sild, lifur og hrogn. Einnig þarf aö koma á verkefnaskiptingu milli verksmiðjanna. ÞO-ReykjavIk. Stofnfundur sölustofnunar lag- metisiönaðarins var haldinn I gær i Reykjavlk. Aðild aö sölustofnun- inni eiga Islenzka rikiö og atvinnurekendur i niöursuöu- og niöurlagningariönaði. Af 25 skráöum verksmiöjum, sem fást viö niöursuðu og niðurlagningu áttu 19 aöiid að stofnun samtak- anna og eru þessi fyrirtæki með 98% heildarútflutnings niöur- suöuvara að baki sér. A blaðamannafundi I gær, sögöu þau Magnús Kjartansson, iönaðarráðherra, örn Erlendsson hagfræðingur og Guðrún Hall- grimsdóttir, nýskipaöur for- maður Sölustofnunarinnar, aö stofnunin væri stofnuð til aö ann- ast markaðsleit og .byggja upp virkt dreifingarkerfi. Þess vegna JOKLA-FLEKKA ER SUNNAN AF SÍÐU HITINN í VÍTI ER AÐ AUKAST — Þegar ég kom siöast i öskju 23. júli, reyndist vatnið i Viti miklu heitara en venju- lega, tjáöi Eysteinn Þorvalds- son blaöinu nú i vikunni. Ég f hef alltaf rekiö tærnar i vatniö, þegar ég hef komiö þar, og nú reyndist það nær óþolandi heitt. Við mælingu reyndist vatnið 39,4 stig við land, þar sem það var kaldast, en hitnaði óðum, ef vaðið var út i það. Þetta bendir eindregið til þess, aö það hafi hitnað i Viti i sumar. Blaðið sneri sér til Guðmundar Sigvaidasonar jarðefnafræðings hjá raun- visindastofnun háskólans og leitaði álits hans á þvi, til hvers þetta kynni að benda. — Við höfum veitt þvi athygli undanfarin ár, að vatnsborð öskjuvatns virðist vera að hitna. Allmikil sprunga sýnist hafa myndazt við austurströndina, og þar eru komnar volgrur. Eysteinn Tryggvason segir, að vatns- borðið sé að lækka að austan og landið að hallast til vesturs. — Um hitabreytingar i Viti get ég ekkert sagt, hélt Guömundur áfram, en þessi hiti i vatninu, semþiö nefniö er meiri en vera mun að jafnaði. Torvelt er að segja, hvort þetta kann að boða einhver tiðindi. Ég get sagt það eitt, að það getur gosið hvar sem er á landinu, en sá staður, sem maður myndi nefna öðrum fyrr, ef spá ætti i það, sem órætt er, er Askja. Og undan- fari siðasta öskjugoss, sem varð árið 1961, var aukinn jarðhiti, sem vart varð hálfum mánuði áður en það hófst. Með þessu er ég þó alls ekki’ að gefa i skyn, bætti Guðmundur við, að nýtt öskjugos sé yfirvofandi. Askja er bara til alls vis.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.