Tíminn - 03.08.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.08.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. ágúst 1972 TÍMINN Rúnaletur á hálsbandsperlu Hálsfesti konu nokkurrar sen jarðsett var i Suður-Kazakhstai fyrirum það bil 1500 árum, hef ur orðið fornleifafræðingun mikið undrunarefni. Á einni a steinperlunum, sem er innan vii lsm i þvermál, fannst örsm; aletrun með rúnaletri. A Makhmutov, starfsmanni vis indaakademinunnar i Kazak hstan hefur tekizt að þýða hana bað kom i ljós, að hér var um hinn gamla sið að ræða að biðji sér konu gegnum erindreka, er sá siður rik ti i margar aldi) meðal hirðingja steppunnar. Hvernig áletrunin, sem aðein; er hægt að lesa gegnum stækk unargler er tilkomin er ekk hægt aö slá föstu. Menn halda að hún hafi verið g'erð me? e-u demantstóli. Jarðfræðingai hafa fengið fundinn i sina hendur. Þeir eiga að ákveða hvaða steintegund er i perlun um og út frá þvi ákveða hvai hálsfestin var gerð. Vanilluís handa mér Alfreð hefur alla tið verið dásamlegur eiginmaður, segir Alma Hitchcock, kona hins þekkta k vikmy ndaf ra m - leiðanda. — Það hefur til dæmis ekki skeð fram til þessa, að hann hjálpaði mér ekki við að taka fram af miðdegisverðar- borðinu og við uppvaskið. — Það er aðeins eitt, og ég meina aðeins eitt, sem ég er svolitið þreytt á. 011 okkar hjúskaparár hefur hann alltaf viljað fá vanilluis i eftir mat, og hreint ekkert annað. Ég er að verða svolitið þreytt á tilbreytingar- leysinu. Vilja ekki hlýðnast reglum um ökuhraða Það vill oft verða nokkrum erfiðleikum bundið að fá menn til þess að aka með lögboðnum hraða. 1 Frakklandi hefur komið fram tillaga um það, að bílar verði allir búnir ljósum, sem kviknar á, þegar bilarnir eru komnir yfir 60 km hraða. Auðveldar það löggæzlu- mönnum að skera úr um það, hvort bilarnir fara með réttum hraða eða ekki. Strax og ljósið kviknar geta löggæzlu- mennirnir stöðvað bilana, og ætti slikt að vera til mikillar hagræðingar f umferðareftirlití. Tito eins og unglingur Ég er eini maðurinn i Júgó- slaviu,sem getsagtrangt til um aldur minn, sagði Josep Broz Tito forseti, þegar hann átti 80 ára afmæli nýverið. Þá komu saman þúsundir ungmenna hvaðan æva að úr landinu og drukku ávaxtasafa og borðuðu snarl á Paritizan leikvellinum i Belgrad forsetanum til heiðurs. Ungmennin fögnuðu forsetan- um eins og jafnaldra sinum, og af þvi mun Tito hafa látið þessi orð falla. Sovézkur flugvagn Sovézkir flugvélaverkfræð- ingar hafa gert módel að nýrri flugvél IL-86, sem hefur hlotið nafngiftina flugvagn. Flogið verður yfir 5,500 kilómetra landsvæði og hraðinn verður 950 kilómetrar á klukkustund. Sæti verða fyrir 350 farþega i fjórum sölum. Nútima loftsiglingaútbúnaður gerir kleift flug i hvaða veðri, sem er. Flugtak og lending verða sjálfvirk. Brennsluefni fyrir bila á íjallavegum Brennsluefnasérfræðingar i Moskvu og Tasjkent hafa búið til sérstaka blöndu af brennslu- efni fyrir bifreiðaakstur i fjalla- héruðum, þar sem loftið er mjög þunnt. Brennsluefnið er blanda af benzini, metylalkoholi og acetoni. Við tilraunir hefur •ír þessi blanda reynzt gefa meiri orku en venjulegt benzin og svarar það til um 15 km lengri aksturs á sama magni af brennsluefni. Stærsta gullþvotta- stöð í heimi Áætlun hefur verið gerð að stærstu fljótandi guilþvottastöð i heimi i Irkútsk i Siberiu. Það er nú unnið að þvi að setja hana saman við fljótið Lena, þar sem unnið er mikið gull. Þvottastöðin er 10.000 tonn að þyngd og nær 50 metra upp yfir vatnið. Hún sækir sandinn niöur á 50 metra dýpi. Starfsliðið mun verða 8 manns, og vinnuafköst stöðvarinnar verða þau sömu og 12.000 handgullþvottamanna. Nú er von á einu Knutur erfðaprins i Danmörku og Caroline Mathilde kona hans hafa enn ekki fengið að heyra sjálfa sig kölluð afa og ömmu, enda þótt þau eigi gift börn. Nú fer þó að liða að þvi að svo verði þvi á sextugs afmæli Caroline- Mathildar tilkynnti Christian greifi sonur hennar, að hann og kona hans, Anne Dorte, ættu von á erfingja áður en langt liður. Þetta vakti heilmikla gleði i afmælisveizlunni, og hér eru ungu hjónin, greinilega ánægð lika. Barnið á aö fæðast siðast i október eða fyrst i nóvember. Anne Dorte heldur hér á uppáhalds hundinum sinum Luske. WV-t»\»-~ — Óli! Geturðu ekki einu sinni ýtt bilnum beint? — Nei, maðurinn minn er ekki i nýjum fötum. Ég er búin aö fá mér nýjan mann. — Hvenær varðstu þess fyrst var, að þér var vel við ketti? DENNI DÆAAALAUSI Viö höfum giröingu, af þvf að hann er svo skapvondur. — Skyldi frú Wiison iiokkurn tlma liafa dottið þessi mögulelki I hug?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.