Tíminn - 03.08.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.08.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagui^X 4gúst 1912- TÍMINN Útgefandi: Frátnsóknarflokkurfhn xFramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:|: xarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson^ :>Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaos Timans).';: :•: Auglýsingastjóri: Steingrimur.' Gislasojii. - Uitsljórnarskrifv íjstofur í Edduhúsinu vio Lindargötu, slmar 18300-18306.!:: ¦ji Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýs-;; xingasimi 19523. Aörar skrifstofur:simi 18300. Askiiftargjald:; x 225 krónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-x takið. Blaðaprent h.f. liSÍÍ Embættistaka forsetans í fyrradag tók dr. Kristján Eldjárn við emb- ætti forseta íslands á ný til fjögurra ára. Fór embættistaka hans fram við hátiðlega athöfn i Alþingishúsinu. Hefur dr. Kristján þvi annað kjörtimabil sitt sem forseti íslands. Kristján Eldjárn var kjörinn forseti Islands vorið 1968 með miklum glæsibrag. Hann hefur gengt embættinu með miklum sóma. Hann hef- ur ratað það meðalhóf, sem þjóðin vill að ein- kenni embætti forseta Islands. Kristján Eld- járn ber þá kosti, að saman fer hlýtt, alþýð- legt viðmót og höfðingleg, þjóðleg reisn. 1 ræðu, sem Kristján Eldjárn flutti við embættistöku sina sagði hann m.a.: „Enginn veit hvað framtiðin ber i skauti sinu fremur en endranær, en vér íslendingar erum i öllu verulegu sammála um hvað vér viljum, að hverju vér keppum. Vér viljum standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar stjórnmálalegt og efna- hagslegt, vér viljum efla gott mannlif og heil- brigða menningu i landinu á þjóðlegum grund- velli án þjóðarrembings, i eðlilegum samskipt- um við aðrar þjóðir. Allt er þetta mjög almennt sagt, en nú eins og ætið blasa við brýn við- fangsefni, skýr og áþreifanleg, og krefjast vit- urlegrar úrlausnar. Ég á við tryggingu nýrra fiskveiðitakmarka kringum landið og ég á við viðskiptalega stöðu landsins ef tir að ný viðhorf skapast við tilkomu hins stækkaða Efnahags- bandalags Evrópu og fleira mætti nefna. Þetta eru ekki auðveld viðfangsefni, en það hefur aldrei verið auðvelt að halda hér uppi sjálf- stæðu riki og þvi stigi lifsgæða og menningar, sem vér búum við. Það hefur alltaf kostað fyrirhöfn og þrautseigju og það mun áreiðan- lega halda áfram að gera það. Þetta er ekki svartsýni, heldur raunsæi og reynsla. Það er alltaf verið að takast á við erfiðleika og ekki heldur við öðru að búast. Eitt tekur við af öðru, ýmist blitt eða stritt." I þessum orðum forseta Islands felst að hann veit að sjálfstæðisbarátta islenzku þjóðarinnar er eilif. Sjálfstæði Islands, stjórnarfarslegt og efnahagslegt verður ekki tryggt, nema með þrotlausri baráttu þjóðarinnar við að sigrast á þeim vandamálum, sem sifellt hlýtur að reka á fjörur hennar i heimi umróts og breytinga. ísland var um aldir einangrað fjarri alfara- leiðum. Nú stendur það um þjóðbraut þvera og sagan hefur sannað, að þjóðskáldið var fram- sýnt, er það sagði, að það yrði ,,áttvist á tvenn- ar álfustrendur". Við hófumst til sjálfstæðis undan aldalöngu oki og örbirgð vegna þjóðlegs metnaðar, vegna þjóðerniskenndar og sérstæðrar menningar- arfleifðar, sem lifði og nærðist vegna þess að við bárum gæfu til að varðveita tungu okkar, sem islenzk menning grundvallast á fyrr og siðar. Það eru þessi verðmæti, sem núlifandi kyn- slóðir hafa ekki aðeins fengið til varðveizlu heldur og eflingar. Þess vegna riður á, að við kunnum fótum okkar forráð i heimi stórfelldra breytinga án ótta við náin samskipti við aðrar þjóðir. —TK BILL GEMLYN JONES: Valdaferill Franco er líklega senn á enda Hann hefir valið Luis Carrero Blanco aðmírál sem eftirmann sinn FRANCO hershöfðingi hefir tilnefnt Luis Carrero Blanco aömirál, núverandi varafor- seta, sem stjórnarherra aö sér ófærum eða látnum. Hann hef- ir einnig birt tvær tilskipanir, þar sem fjallað er um yfir- færslu ýmiskonar valds, þegar hinum langa valdaferli hans lýkur. Þessar nýju tilskipanir voru gefnar út á 36 ára afmæli byltingarinnar, sem herinn gerði þegar öðru spánska lýð- veldinu var kollvarpað og Franco gerður einvaldur. til- skipanirnar skýra hinar stjórnarfarslegu aðstæður, eiga að koma i veg fyrir deilur innan rikisstjórnarinnar og tryggja eðlilegt framhald. Franco hefir staðfest i hinni pólitisku erfðaskrá sinni, að Juan Carlos prins skuli veröa konungur á Spáni og æðsti maður rikisins að nafninu til. ÞEGAR hinn aldni striðs- maður hverfur af sviðinu á rikisráðiðaðtaka völdin, kalla spanska þingið til fundar inn- an viku og vinna Juan Carlos hollustueiða sem konungi. Carrero Blanco aðmiráll á að taka við sem stjórnarherra, nema þvi aðeins að Franco skipti um skoðun áður en hann er allur. ( Ríkisráðið er venju- lega aðgerðalaust, en þar eiga sæti helztu lögfræðingar, klerkar, hermenn, háskóla- kennarar og gamlir stjórn- málamenn). Tilskipanirnar nýju kveða nánar á um framkvæmd lag- anna frá 1966, þar sem Franco lét ákveða skiptingu valds sins milli rikisstjóra og stjórnar- herra, en sjálfur gegnir hann báðum embættunum. Arið 1969 tilnefndi hann Juan Carl- os prins sem konung Spánar og rikisstjóra. SÚ ákvörðun olli mikilli óánægju margra stuðnings- manna stjórnarinnar, bæði falangista og einvaldssinna, en þeir halda enn fram, að faðir Juan Carlos, hertoginn af Barcelona, sé hinn lögmæti konungur. Svonefndir Carlist- ar móðguðust einnig stórlega, en þeir halda fram erfðarétti Don Carlos Hugo, sem er af annarri grein spönsku konungsættarinnar. Allur al- menningur lét sig þessa til- nefningu litlu skipta, en stjórnarandstæðingar i útlegð létu i ljós fyrirlitningu sina. Franco flýtti sér ekki að þvi að framkvæma þessa ákvörð- un sina og sagði spönsku þjóö- inni i sjönvarpsræðu i október i fyrra, að hann ætlaði að standa ví6 sfjórnvolinn „meðan Guð gefur mér styrk". 1 AR hefir verið á kreiki þrálátur orðrómur um, að heilsu Franco sé mjög að hraka og hafa kunnugir tekið undir þann orðróm, þó að hann hafi ekki verið staðfestur opinberlega. Sagt er, að Franco þjáist af parkinsons- veiki og hafi orðið aö láta skera sig upp við tannkýli i júni i sumar. Sú aðgerö á að hafa verið sársaukafull og valdið þvi, að hann varð að fresta ýmsum opinberum störfum og fundum. Siðan hefir hann verið mikið á ferli og komið oft fram opin- berlega, sennilega til þess að kveða niður orðróminn um heilsuleysið. Kunnugir segja þó, að hann hafi mjög látið á sjá. Þá er einnig sagt, að hann Forustumenn Falangistaflokksins fagna Francoeinræðisherra og Juan Carlos tilvonandi konungi. þurfi að láta skera i kjálkann á sér aftur innan skamms. UNDANGENGNA mánuði hefir margt þótt benda til, að valdaferill Franco væri senn á enda. Forustumenn hinna ýmsu greina rikisins og aðrir slikir leiðtogar hafa mikiö lát- ið að sér kveöa fyrrihluta þessa árs. Sósialistar og lýð- ræðissinnaðir andstæðingar rikisstjórnarinnar njóta ekki neinnar viðurkenningar og mega ekki láta skoðanir sinar i ljós opinberlega, hvað þá neðanjarðarhreyfingar eins og samtök Baska og kommún- istaflokkur verkamanna. Stutt er siðan að spánski utanrikisráðherrann, Gregor- is Lopez Bravo, lét svo um mælt, að timi væri kominn til að Franco tilnefndi eftirmann sinn sem stjórnarherra. Talið var, að Lopez Bravo væri fús að taka það starf að sér. En nú hefur Franco tilnefnt Carrero Blanco aðmirál, en hann hefir verið húsbónda sin- um afar trúr og er sennilega nánasti vinur og samstarfs- maður einræðisherrans. Að- mirállinn er 69 ára að aldri og oft kenndur við augabrúnir sinar manna á milli, þar sem þær eru mjög áberandi. Hann er ákaflega ihaldssamur og tilnefning hans vekur enga furðu. ÞEGAR búið er að krýna Juan Carlos prins til konungs hefir hann stjórnarfarslegan rétt til að útnefna nýjan for- sætisráðherra samkvæmt birtri tilskipun. Fáum þykir þó sennilegt að hann notfæri sér þann rétt i náinni framtið. Ef Carrero Blanco aðmiráll vildi segja af sér sem stjórn- arherra er litill efi á, að hann „benti" Don Juan Carlos á lík- íegan eftirmann. Að þessu leyti gegnírlíinn nýi konungur senmlega svipuöu stjórnar- farslegu hlutverki og tiðkast á Bretlandi. Sá höfuðmunur er þó á stjórnarfari. þessara""' tveggja rikja, að spánska þingið er litið annað en eins- konar stimpilstofnun, sem samþykkir þær tilskipanir, sem framkvæmdavaldið réttir henni. SENNILEGA gera sagn- fræðingar ekki mikið úr hern aðarsnilli Francos i framtiö- inni. En andstæðingar hans, hvað þá aðrii) viðurkenna hins vegar, að hann sé sérlegá snjall baráttumaður i stjórn- málum. Hann er til dæmis af- burðasnjall að velja hverju einu hinn rétta tima. Franco tilkynnti um val eftirmanns sins og tilskipanir seint að kveldi þjóðhátlðar- dags, sem haldinn er til aö minnast „krossferöarinnar", en svo er spánska borgara- styrjöldin nefnd, þegar rikis- stjórnin var i þann veginn að fara i hið langa sumarleyfi sitt, en heita má, að sjórn- máíastarf liggi niðri fram á haust. Almenningur fær þvi nægan tima til að gera sér grein fyrir ákvörðununum og afleiðingum þeirra. Eitt er vitað með vissu. Ráðherrarnir og nánustu samstarfsmenn rikisstjórnar- innar eiga allir sammerkt i þvi, að þeir óttast mjög hið valdalega tómarúm, sem myndast gæti þegar Franco fer frá. I þessu sambandi skiptir engu um keppni hinna einstöku manna innbyrðis eöa skoðanamun. SAMEIGINLEGT- hatur á rikisstjórn Francos tengir alla stjórnarandstæðinga i eina losaralega alþýðufylkingu og sennilega hefir tilkynning Francos komið þeim á óvart. Sumir hugsjónamenn gera sér vonir um, að roöa taki fyrir nýjum frelsisdegi. I þessu sambandi verður að hafa I huga, að Spánverjar þekkja ekki venjulega stjórnmála- starfsemi i lýðræðisriki nema af afspurn ef frá eru taldir fá- einir menn, sem störfuðu þann skamma tima, sem annað lýð- veldi Spánar stóð. Þvi miður er sennilegt, að hugmyndir um horfur á breytingum leiði einmitt i ljós grundvallarmun- inn á hinum ýmsu hreyfing- um, sem að stjórnarandstöð- unni standa. En Franco er ekki fallinn frá enn. Ekki þarf aö efa vilja hans til að þrauka eða einstæða hæfni hans til að um- bera lfkamlegar þjáningar. Hann hefir beitt óbilandi þráa og einbeittni við að halda i völdin meðan hirðmenn hans og þjónar læðast á tánum um göng El Pardo hallar. Enn hefir hann ekki annað gert en að gera grein fyrir fyrstu ráð- stöfununum, sem á að gripa til þegar Guð hættir að „gefa honum styrk". Hinu verður þó ekki neitað, að fjöldi Spánverja gengur út frá þvi sem gefnu, að valda- ferill Francisco Franco Baha- monde sé senn á enda og þeir horfa með skelfingu til fram- tiðarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.