Tíminn - 03.08.1972, Side 8

Tíminn - 03.08.1972, Side 8
8 TÍMINN I-'immtudagur :!. ágúst 1972 llópur lcrAamanna rctl vift þann staft, er nú um skeift hefur verift haft fyrir satt, aft væri Lögbcrg. HELGI HARALDSSON: LÖGBERC F'yrir nokkrum dögum var ég staddur á bingvöllum meö nokkrum kunningjum. Okkur varö reikað á Lögberg eins og Jónasi Hallgrimssyni forðum. bað má taka það fram, að það var sama Lögberg og Jónas getur um. Ekki þessi gervilögberg nútimans. bað var fagurt um að litast i góða veðrinu, og við höfðum góöan tima til þess að athuga alla staðhætti. Aldrei hefir mér verið það ljósara hverskonar skemmdarverk hafa hér verið unnin, með þvi að færa Lögberg frá þessum stað. barna blasir við manni stór steinn, sem á er letrað Spöngin. Hver skyldi nú hala verið svo frumlegur að linna upp þetta orðskripi? Sennilega Matthias bórðarson. bað er broslegt, þegar hann er að vitna i Sigurð Vigfússon fornlræðing, sem auð- vitað notar alltaf orðið Lögberg. bá setur Matthias alltaf orðið Spöngin i sviga fyrir aftan. Eins og íslendingar séu orðnir svo skyni skroppnir, að þeir viti ekki hvað Lögberg sé. Eorfeðrum okkarhefði aldrei komið til hugar að nefna hraunrimann milli gjánna Spiing. I Sturlungu og Njálu, þar sem Lögberg er oftast nelnt, er þetta nafn hvergi. En þessi setning er i Njálu: „Snúa þeir nú ofan með fljótinu og sjá, að spöng var ylir niðri og ætla þeir Kári þar yfir”. Finnst mönnum nú trúlegt, að forleðrum okkar hali fundizt Lögberg likt spöng? bað þarl' visindamenn 20. aldar, til þess að skapa svona nokkuð. Finnur Jónsson á Kjörseyri, sem skrifar um Lögberg i Skirni 1914 segir svo frá: „Spangarnalnið, sem nú er larið að nota á Lögbergi, heyrði ég aldrei á yngri árum og ólst ég að mestu leyti upp i næstu sveit fyrir austan bingvallasveitina og átti á lyrri árum oft leið um bingvelli”. Annað örnefni er merkt þarna á Lögbergi og það er Byrgisbúð. bar eru miklar rúslir og helur þelta verið mikil bygging. bessi búð er nefnd i Njálu og segir svo á þinginu eftir brennuna: „Flosi hafði látið tjalda Byrgisbúð, áöur en hann reið til þings, en Ausl- firðingar riðu til sinna búða”. bessi búð er lika nel'nd i Sturlungu. Nú deila fræðimenn um þessa búð og blanda ég mér ekki i það mál. En það er annað, sem er merki- legt og það er að stuttan spotta frá þessari búð er Lögmannsþúfa, hár hóll, um það er ekkert deilt. Hvað segir svo Grágás um öll þessi boðorð, þegar verið er að lýsa þingreglum á alþingi: „Til Lögbergs má ekki ganga seinna en i siðasta lagi, þegar sól ber yfir vestri brún Almannagjár séð at' Lögmannsþúfu á Lögbergi." A þeim tima, sem Grágás er skrifuð er auðvitað allt miðað við sólarhæðina, þar sem hádegi og nón eru aðalkennimerkin. Enda er um allt land Hádegishæðir og Nónásar, sem kunnugt er. Til þess að gera þetta alveg póttþétt þá kemur það upp úr kafinu, að á vestri brún Almannagjár, þar sem brúnin hækkar snögglega er örnefið Nónþúfa. bað eru þessi tvö ör- nefni Lögmannsþúfa og Nónþúfa, sem skera úr um það hvenær ganga má til Lögbergs i siðasta lagi, með öðrum orðum um nón eða klukkan 3 i siðasta lagi. Nú væri gaman að heyra menr hrekja þetta,sem stendur i sjálfr lögbókinni. Mér kemur nú ekki til hugar, af menn taki minnsta mark á þvi sem ég segi um þessa hluti. En al þvi að ég hef svolitið grúskað . þessu, þá ætla ég til gamans að lofa mönnum að heyra álit merkra manna um þá hluti, hvar Lögberg er. 1 búðaskipan Sigurðar lögmanns Björnssonar eftir sögn l'yrri manna, sem ritað er um 1700 stendur þetta : „Aður var hans búð auslan viö ána og austur undan borleifshólma, skammt Irá þvi gamla Liigbergi, sem millum Gjánna var og einstigi að". Búðaskrá Jónspróíasts Stein- grimssonar, þess fræga eldklerks, er skriluð 1783 einmitt árið, sem byrjaði að gjósa. Held ég, að enginn dragi i efa, að hann er einn merkasti maður sinnar samtiðar, þar stendur þetta: „Lögberg er lyrir austan ána, eru þar vatnsgjár á báðar hliðar. Á þvi er hið svokallaða Flosahlaup ylir austari gjána." Séra Björn Pálsson segir i sóknalýsingu sinni 1840 Flosagjá. rtMilli klöfa i heinni liggur það gamla Lögberg." Lang merkilegasta heimild um þetta mál er i Arbók Fornleifa- lelagsins 1880-1881 þar sem Sigurður Vigfússon, forn- fræðingur skrifar um rannsókn sina á hinum forna alþingisstað og kemsl að þeirri niðurstööu, að Lögberg væri þar sem sagt hefur. verið á milli Flosagjár og Nikulásargjár norður at bing- vallatúni. og þar með var vitleysan kveðin niður um marga áratugi. Próf. Osen segir um þetta mál: „Enginn staður i þingmarki alþingis hins forna er nefndur jaln oft i fornum ritum sem Lögberg”. Af öllum þessum stöðum segir hann, að það séu mjög fáir sem ráða megi af, hvar Lögberg hafi legið. Orsökin til þess, segir Olsen, liggur i augum uppi. Sagnaritararnir og þeir.sem skrifuðu hinar l'ornu bækur, þekktu þennan stað betur en alla aðra staði á bingvöllum, og þeim datt ekki i hug, að nokkurn tima mundi verða hinn minnsti vafi á, hvar hann hefði legið, en af þessu leiddi aftur þaö, að þeir hirtu ekki um að skira fyrir lesendum sinum legu þessa staðar, einmitt af þvi, að hún væri svo alkunn og sjalfsögð. bað er lika ótrúlegt og litt skiljanlegt, að þjóðin hafi nokkurn tíma gleymt, hvar hinn þjóðkunni og merkilegi staður hefi legið. Að lokum get ég ekki stillt mig um að vitna i grein eltir hinn merka mann, Finn á Kjörseyri, sem birtist i Skirni 1914 og er á þessa leið: „bá var margt, sem benti á forna frægð Alþingis margt, sem benti á forna frægð Alþingis, eins og reyndar enn og munu sögurnar mest hafa haldið þeirri minningu vakandi hjá þjóðinni, einkum Njála, sem óhætt er að segja, að á mörgum stöðum var nálega árlega lesin á kvöldvökunum yfir heimilis- fólkinu. bá spilltu ekki til snilli- yrðin i hinum fögru kvæðum Jónasar Hallgrimssonar: „Fanna skautar faldi háum”, „bú stóðst á tindi Heklu hám” og „ísland farsældarfrón” o.fl., sem heita mátti, að væri á hvers manns vörum og oftast var byrjað að syngja i samkvæmum og svo „Eldgamla tsafold”. Ég man það, þegar gömlu mennirnir fóru i tvisöng i kvæðinu „ísland farsældarfrón”, með hve mikilli hrifningu og tilfinningu þeir sungu: „bar stóð hann borgeir á þingi, er við trúnni var tekið af lýði”. bað leyndi sér ekki, að menn álitu það hina merkustu og helgustu athöfn, sem fram hafði fariö á alþingi, þegar kristni var lögtekin á Lögbergi, og það mun ekki sízt hafa stutt að Lögbergishelginni að ég hygg. A þeim árum hefði það þótt ótrú- legt, ef sagt hefði verið,að eftir nokkur ár gætu menn ekki sagt með vissu, hvar Lögberg væri. bó er nú svo komið og getur það tæp- lega aukið virðingu þjóðrækinnar og sagnrikrar þjóðar. Eg læt nú hér staöar numið að vitna i merka menn þó margt fleira mætti til tina, ekki sizt úr fornsögunum. En ef þessir, sem ég hef nefnt eru ekki vitnisfærir þá þýðir ekki þar viö að bæta og sizt, þegar i hlut eiga menn eins og Matthias bórðarson og hans likar, sem geta ekki bent á einn stafkrók, sem sannar að örnefnið Lögberg hafi nokkurn tima verið þar sem þeir hafa klesst sínu Lögbergi. bað var hæfileg á minning, sem Guðbrandur Vigfússon fékk, þegar Sigurður bróðir hans fór að grafa i mannvirkið, sem Guðbrandur og Kaalund, danskur maður, héldu fram að væru Lögbergsrústir og kom þá n iður á geysistóran öskuhaug, sem for- feður okkar hafa sópað undan kötlunum og safnað þarna á einn stað. Að endingu ætla ég að segja mönnum sögu, sem gerðist á bingvöllum 1907, þegar allir.sem þar voru til þess að fagna komungi sinum Friðrik 8. Danakonungi, vissu hvar Lögberg var. barna var það, sem ungmenna- félag tslands var stofnað af þeim 7ungmennafélögum,sem þá voru starfandi. Nokkrir framámenn ungmenna félaganna höfðu með sér tjald og var það stærra en hin tjöldin. bar voru oddvitar Jóhannes Jósepsson, formaður Ungmenna- félags Akureyrar, fyrsta félagsins sem stofnað var á landinu, og Helgi Valtýsson, þá nýkominn frá Noregi og hafði þar starfað fyrir norsk ungmenna- félög. Nú voru þessir menn svo djarfir, að þeir drógu bláhvita fánann að hún á tjaldinu. Hann var þá i uppsiglingu hjá ung- mennafélögunum og fánasöngur Einars Benediktssonar hafði vigt hann. En þá gerðist nokkuð sögulegt. Gamall virðulegur öldungur kom labbandi frá aöal samkomu- staðnum og að stóra tjaldinu. betta reyndist vera Hannes borsteinsson ritstjóri bjóðólfs. Hann var þá forseti i sameinuðu þingi og erindið var að biðja þessa ósvifnu stráka að draga niður fánann, til þess að móðga ekki konginn og Dani, sem með honum voru, þvi að þetta væri ekki danski fáninn. Jóhannes hafði orð fyrir tjaldbúum og var vist ekki sérlega auðm júkur. beir urðu auðvitað að taka niður lanannþvi annrs hefði lögreglan gert það. En þeir gerðu annað, þeir fóru með fánann út á mitt Lögberg á Lögmannsþ. og hylltu hann þar, auðvitað til þess að storka Hannesi. bessa stráka frá 1907 ættu tslendingar að taka sér til fyrir- myndar á 11 alda afmæli þjóðar- innar og hylla islenzka fánann á Lögbergi dagana þá, en ekki á öskuhaug forfeðranna. bað mundi mælast vel fyrir, bæði heima og erlendis. Ef við vitum ekki, hvar Lögberg er og státum af þvi að eiga elzta löggjafarþing i heimi, þá erum við hreinræktuð fifl i augum heimsins. bað er fjölmennur félags- skapur á Suðurlandi, Skarp- héðinssambandið, sem hefur á aðalfundi sinum sem haldinn var á Árnesi,skorað á Alþingi að láta einhverja góða menn, sem það treystir bezt, rannsaka hvar Lögberg er og verði það gert fyrir afmæliö 1974. Nú er forseti sameinaðs þings formaður bing- vallanefndar á þinginu. Hver veit nema hann kæmi aftur viö sögu 1974. Við skulum öll vona það. Helgi Haraldsson Séftyfir bingvelli. A rimanum milli gjánna, Fiosagjár og Nikulásargjár, telur Helgi á Hrafnkelsstöð- um aft Lögberg liafi verift.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.