Tíminn - 03.08.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.08.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur :!. ágúst 1972 TÍMINN 11 Umsjón:Alfreð Þorsteinsson Tekst Islandi að sigra Noreg? ? - einn nyliði, Örn Óskarsson, leikur með íslenzka landsliðinu í knattspymu Hafsteinn Guðmundsson „ein- váldur" i knattspyrnu, er búinn ao velja landsiiö islands, sem leikur gegn Norömönnum i kvöld i Stafangri, liðift er skipaö eftir- töldum leikmönnum: Þorbergur Atlason, Ólafur Sigurvinsson, Marteinn Geirsson, Einar Leifsson, Ásgeir Eliasson, Teitur Þórðarson, örn óskarsson og As- gcir Sigurvinsson. Varamenn eru: Diðrik Ólafsson, Þröstur Stefánsson, Þórir Jónsson og Tómas Pálsson. Leikurinn hefst kl. 18.30 í kvöld og er hann 14. landsleikur þjóð- anna i knattspyrnu — Norðmenn hafa unnið 10, en Islendingar 3. Eftirminnilegasti sigur okkar yfir Norðmönnum, er leikurinn 1970, en þá sigruðum við 2:0. Hérmann Gunnarsson, skoraði þá bæði mörkin á tveimur min. Siðan hef- ur runnið mikið vatn til sjávar og tslendingar ekki unnið landsleik i knattspyrnu. Það er vont að spá um leikinn i kvöld, en ef islenzka liðinu tekst vel upp má búast við að það standi i Norðmönnum, sem eiga Þrjú telpnamet A innanfélagsmóti IR i vikunni voru sett þrjú telpnamet. Telpur eða telpnaflokkur eru 14 ára stúlkurog yngri. Metin voru sett i 4x100 m boðhalupi (55,8 sek.), 4x400 m boðhalupi (4:44,1 min.) og 3x800 m boðhlaupi (8:35,0 min. gott landslið i dag, t.d. tapaði Noregur, aðein 0:1 fyrir Uruguay, fyrr i sumar. Islenzka landsliðið, sem leikur i kvöld, er skipað nær sömu leik- mönnum og léku hinn sögulega leik gegn Færeyingum fyrir stuttu og verða leikmenn liðsins að sýna betri leik i kvöld, en þeir sýndu gegn Færeyingum — ef þeir gera það ekki, þá má búast við að æfintýralegar tölur berist frá Noregi. Norðmenn leggja mikla áherzlu á að vinna leikinn i kvöld og leika þeir með sitt sterk- asta lið, en i þvi leika nokkrir at- vinnumenn. Nú er það spurningin: Tekst is- lenzka landsliðinu eins vel upp og gegn Belgiumönnum? Svarið við þessari spurningu fæst i kvöld. SOS. íslandsmótið í golfi: Hausinn fauk af kylfunní - og fór næstum eins langt og boltinn Keppni i karlaflokkum á Is- landsmótinu i golfi hófst i gær á Grafarholtsvelli. Gekk á ýmsu hjá einstökum keppendum og mátti viða heyraháar tölurnefnd- ar þegar inn var komið. Sumum gekk þá vel, eins og t.d. hinum 19 ára gamla Reykviking, Óskari Sæmundssyni, sem leikur i meistaraflokki, en hann lék á 74 höggum, sem er það bezta þar. Hann er þó aðeins einu höggi betrí en þeir félagarnir Einar Guðna- son og Öttar Yngvason. Keppnin er mjög hörð i m.fl. Munar ekki nema 8 höggum á þeim fyrsta og þeim sem eru i miðjum hópnum. A eftir þeim Einari og Óttari koma þeir nafnarnir Björgvin Hólm og Björgvin Þorsteinsson. Sá fyrr- nefndi varð fyrir þvi i keppninni i gær, að slá það hraustlega i bolt- ann, að hausinn fór af kylfunni. Roberts vill fara frá Arsenal John Roberts, hinn ungi og efnilegi miðvörður Arsenal og Welsh, hefur gefið þá yfir- lýsingu að hann vilji fara frá Arsenal. Ástæðan fyrir þvi, er að hann hefur m jög litið fengið að leika með aðalliði Arsenal s.l. keppnistimabil, en samt hefur hann verið fastur lands- liðsmaður hjá Welsh. Ég veit að það er vont að slá McLintock og Simpson út ur liðinu, en ég ætla að biða og sjá hvað Bertie Mee, fram- kvæmdarstjóri gerir. Ef ég kemst ekki i liðið þá ætla ég að fara fram á það að vera settur á sölulista. Það má geta þess, að Roberts hefur verið orðaður við Leeds, en það fer að koma að þvi, að Leeds fari að kaupa leikmenn til að taka við stöðu Jacke Charlton i liðinu. Hver veit nema það verði Roberts, sem fær það hlutverk. SOS. Fór hann eina 50 metra, en bolt- inn komst með aðstoð þúfna og steina aðeins 100 metra. Röð efstu manna i m.fl. eftir fyrsta daginn af fjórum er annars þessi: Högg ÓskarSæmundss., GR 74 ÓttarYngvas.,GR 75 EinarGuðnas.,GR 75 Björgvin Þorsteinss., GA 76 BjörgvinHólm.GK 76 LofturÓlafss.,NK 77 JóhannEyjólfss.,GR 77 Af öðrum þekktum kylfingum i þessum flokki og eru þarna fyrir aftan má t.d. nefna Þorbjörn Kjærbo, GS sem er á 80 höggum. Július R. Júliusson, GK á 81 og Gunnlaug Ragnarsson, sem er á 84. I öðrum flokkum eru efstu menn þessir: 1. flokkur Viðar Þorsteinss.,GR. 82 BirgirBjörnss., GK 83 GisliSigurðss.,GK 83 Bjarni 48,1 og Guðmundur 17,41 Þeir Bjarni Stefánsson og Guð- mundur Hermannsson kepptu af Islands hálfu á Bislet-mótinu i gærkvöldi. Bjarni hljóp i 2. riðli og timi hans var 48,1 sek. og hann varð sjötti i röðinni. Sigurvegari i riðlinum var enginn annar en Olympiumeistarinn og heims- methafinn Lee Evans, USA og timi hans var 45,9 sek. Ekki tókst okkur að fá fréttir af þvi i hvaða riðli Bjarni hljóp i úrslitahlaup- inu. Þetta er i annað sinn. sem Bjarni hleypur á 48,1 i sumar bezt á hann 47,9 sek., sem er aðeins 6/10 úr sek. frá OL- lágmarkinu. Guðmundur Hermannsson varð 6. i kúluvarpinu, kastaði 17,41 m. Sigurvegari varðs Wodds, USA, hann varpaði 21,01 m. t kvöld keppa Þorsteinn Þorsteinsson i 800 m hlaupi, Er- lendur Valdimarsson i kringlu- kasti og Lára Sveinsdóttir i hástökki. 2. flokkur: BergurGuðnason.GR 90 Sigurjón Hallbjörnss., GK 92 MarteinnGuðnas.,GS 93 3. flokkur: SamúelB. Jónss.,GR 96 JónCarlss.,GR 96 Sig.Þ.Guðmundss.,NK 100 Mfl. kvenna: (eftir 36 holur) JakobinaGuðIaugsd.,GV 175 Hanna Aðalsteinsd., GR 183 SigurbjörgGuðnad.,GV 184 ElisabetMöller.GR 185 1. 11. kvenna: (eftir 36 holur) IngaMagnúsd.,GK 202 SvanaTryggvad.,GR 207 SalvörSigurðard.,GR 222 t drengjafl. hefur Sigurður Thorarensen, GK forustu eftir 36 holur á 154 höggum. Næstur kem- ur Sigurður Sigurðsson, GR á 159. t unglingafl. hefur Hallur Þór- mundsson, GS forustu, einnig eft- ir 36 holur, er á 165. Þá kemur Sigurður Hafsteinsson, GR á 168 og siðan Ragnar Olafsson, GR á 170. Keppni i stúlkna og telpnaflokki var ekki lokið þegar þetta var skrifað. Búið er að visa þrem keppend- um úr mótinu, öllum fyrir sama brotið — að slá rangan bolta á braut. Eru það Olöf Geirsdóttir, GR, Geir Svansson, GR og Karl Hólm, GR. Keppnin heldur áfram i dag i öllum flokkum, og fer m.fl. karla af stað eftir hádegi, svo þeir beztu koma inn siðari hluta dags. Er þvi tilvalið fyrir áhorfendur að koma og fylgjast með þeim. —klp— Öskar Sæmundsson, GR, H0FUM VIÐ DREGIÐ A DANI í FRJÁLSÍÞRÓTTUM? A árunum milli 1950 og 1960 háðum við nokkrum s. lands- keppni við Dani i frjálsum iþrótt- um. íslendingar sigruðu ávallt og mikill áhugi var á keppni þjóö- anna. Siðasta landskeppni þjóð- anna (fullorðinna ) fór fram 1963 og þá sigruðu Danir með geysi- legum yfirburðum. Kramfarir frjálsiþróttarnanna okkar hafa verið allmiklar undanfarin ár. og þó að Danir sæki einnig mikið i'ram i þessari iþróttagrein er ekki úr vegi. að fara að huga að þvi að koma á landskeppnissam- bandi við danska fjrálsiþrótta- menn á ný. Sigurvonir okkar eru engar eins og er. en i þó nokkrum greinum getur orðið um skemmtilega keppni að ræða. Um siðustu helgi kepptu Danir við ítali i Arósum og töpuðu með miklum mun 75:133, mig minnir að tiilurnar séu svipaðar og i Reykjavik. þegar við kepptum siðast við Dani i frjálsum. Við skulum nú lita á árangur Dananna og til samanburðar koma með bezta árangur is- lendinga i sbmu greinum : lflil m. hlaup: Pedersen. 11,0, Markussen 11.0. il.O m. á sek. mótvindun. B jarni Stefánsson 10.8 og Sigurður Jónsson 11,0. 100 m. hlaup: Andersen 48,2 og Jörgensen 48,6. Bjarni Stefánsson 47.9 og Þorsteinn Þorsteinsson 49,4. 800 m. hlaup: Kahlke 1:49,1, Larsen 1:51,7. Þorsteinn Þor- steinsson 1:52.2 og Agúst Ásgeirs- son 1:53.9. r>000m.hlaup:Kærlin 13:55,2 og Lauenborg 14:08,8. Jón H. Sigurðsson 15:47,2, Halldór Matthiasson 16:06,0. 11(1 m. grindahlaup: Jensen 14.5. Petersen 15,1. Borgþór Magnússon 15.0. Valbjörn Þor- láksson 15,2. Ilástbkk: Linnet 2.03 m. Jensen 1.95m. Flias Sveinsson l,95m. Karl West 1.95 m. Þrístökk: Schinck 14,84 m. Andersen 14,81 m. Friðrik Þór óskarsson 15,00 m. Karl Stefáns- son 14,29 m. Sleggjukast: Fisker 59,52 m. F. Fisker 57,05 m. Erleridur Valdi- marsson 56,06m. Óskar Sigur- pálsson 50,18 m. Spjótkast:Söby 65,98 m. Bradal 64,28 m. Oskar Jakobsson 62,80 m. Elias Sveinsson 59,36 m. 1x100 m. boðhlaup: Danmörk 42.0 sek. Enginn timi á isl. lands- liðssveit. Þetta er ekki sem verst, það eru aðeins danskir yfirburðir i einni grein 5000 m. hlaupi. Siðari dagur: 200m. hlaup: Foli 21,9 sek. Voigt 22,3. Bjarni Stefánsson 21,8 og Sigurður Jónsson 22,4. 1500 m. hlaup: Larsen 3:43,9 min. Hansen 3:48,6. Agúst Ás- geirsson 3:58,7 og Sigfús Jónsson 4:05.4. 10000 m. hlaup: Thalund 30:49,4 min. Hinn Daninn hælti i keppn- inni. Jón H. Sigurðsson 35:01,2 og Halldór Matthiasson 35:32,2. 3000 m. liindrunarhlaup: W. Pedersen 8:43,2 min. og Sötoft 8:51,8. Halldór Guðbjörnsson 9:44,6og Jón H. Sigurðsson 9:57,2. 1x100 m. boðhlaup: Danmörk 3:14,5 island 3:19,7. Stangarstökk: Jensen 4,70 m. Hinn Daninn felldi byrjunarhæð- ina. Valbjörn Þorláksson 4,20 m. Guðm. Jóhannesson 4,15. Framhald á bls. 13 Línurnar að skýrast í 1. og 2. deild Nú er að hefjast loka- spretturinn i deildunum þremur i knattspyrnu. Bár- áttan i 1. deild verður á milli Fram og Akurnesinga, en liðin mætast upp á Skaga 12. ágúst og má segja að það sé úrslitaleikurinn i 1. deild. 1 2. deild stendur baráttan milli Akureyringa og FH, en liðin mætast 12. ágúst i Hafnar firði. Það lið, sem sigrar þar, er nokkuð öruggt með 1. deildar sætið, sem losnar i ár. Fallbaráttan i 1. deild stendur milli Vikings og Vals, en Eyjamenn og KR- ingar geta blandað sér i fall- baráttuna. Miklar likur eru á að tsfirðingar falli úr 2. deild. Við skulum ekkert vera að spá mikið, heldur lita á stöðuna i deildunum: 1. DEILD Krara 8 5 3 0 19:10 13 Akranes 8 6 0 2 18:10 12 Keflavik 9 3 4 2 16:13 10 Breiðab. 8 3 2 3 8:13 8 KR 8 3 14 13:13 7 Vestme. 7 2 2 3 15:16 6 Valur 7 1 3 3 11:12 5 Vikingur 9 117 2:15 3 Markhæstu menn Eyleifur Hafsteinsson IA9 AtliÞ.Héðinsson KR 7 Steinar Jóhannsson ÍBK 7 Kristinn Jörundsson Fram 6 Erlendur Magnússon Fram 5 TómasPálsson IBV 5 Marteinn Geirsson Fram 4 Kyleifur llafsteinsson. 2. DEILD Akurey. 9 8 1 0 34:8 17 FH 9 7 2 0 25:8 16 Völsung. 9 5 2 2 20:14 Í2 Þróttur 8 3 3 2 16:14 9 Selfoss 9 3 0 6 15:18 6 Haukar 10 2 0 8 11:21 4 Armann 7 2 0 5 8:19 4 Isafjörð 7 0 0 7 5:32 0 Markhæstu menn Kári Árnason IBA 10 Hreinn Elliðason Völsung. 9 Sumarl. Guðbjartss. Selfoss 9 Helgi Ragnarsson FH 8 Fimmtudagsmót kl. 6 á morgun Á morgun verður haldið Fimmtudagsmót á Melavellin- um. Keppt verður i eftirfarandi greinum stúlkna: kíiluvarpi, kringlukasti, spjótkasti, 200 og 400 m hlaupum og hástökki karla. Keppnin hefst kl. 6.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.