Tíminn - 03.08.1972, Síða 12

Tíminn - 03.08.1972, Síða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 3. ágúst 1972 þegar ég var a6 þvi komin að fara að skrifa skeytiö, datt mér i hug, að Emma yrði það meiri og óvæntari gleði, ef ég kæmi á afmælisdegi hennar, án þess að gera boö á undan mer. Ég ráfaði því út á brautar- pallinn og setti þar frá mér ferðatöskuna og hélt áfram að lesa fyrir- sagnirnar og gleiðleturstextana undir þeim. „Vefararnir og verksmiðjufólkið er tekið að gefa út blað, sem á aö vera málgagn verkafólksins i vinnudeilunni. — Jósef Kellý yngri hefur ráðizt þar á fyrirhugaöa launalækkun, sem átti aö nema tiu af hundraöi”. Jósef Kellý yngri. — Ég las nafnið tvisvar áöur en ég áttaö mig á þvi, að þetta mundi vera Jói Kellý.; Og gat þetta raunverulega veriö Jói litli Kellý, sem ávallt haföi verið svo viöfelldinn og skemmtilegur? Var hugsunarháttur hans orðinn svona rangsnúi’nni og spilltur? Þetta voru svik, samsæri gegn Friöarpipuverksmiðjunum, gegn okkur... Allt i einu var formálalaust t ekið um haldlegginn á mér og kippt svo harkalega i mig, að við sjálft lá, aö ég ylti um koll. En það var haldið fast i handlegginn á mérog þess vegna datt égekki. Ég vatt mér viö og hugðist atyrða þann, sem veitzt hafði að mér. En ég sagði aldrei það, sem mér bjó i brjósti. Hlaðin farangursvagn rann framhjá mér i sömu andrá og ég leit við.Það iskraði hátt i hjólunum um leið og hann sveigði af leið,og maðurinn, sem við stýriðsat, hallaði sér út á við á hliðog leit illilega til min. Það var ekki fyrr en vagninn var kominn framhjá, að mér varðlitið á þann, sem hafði forðað mér frá slysi og limlestingu. Hvað? Sá, sem hafði bjargað mér, var enginn annar en maðurinn, er mest hafði horft á mig við kaffiborðið. Hann fylgdi mér orðiö eins og skuggi, hver svo sem hann var. í þetta skipti komst ég ekki hjá að al'saka mig. „Þakka yður fyrir”, sagði ég. „Ég heyrði ekki til hans. Ég er... ég er heyrnarlaus. Ég heyri ekkert”. Ég hiýt að hafa litið á hann þvi að svar hans gat ég ekki ráðið af öðru en hreyfingu varanna. Ég fann, að ég blóðroðnaði niður á háls við áreynsluna að segja þetta. Það var ekki að sjá, að honum yrði hið minnsta hverft við þessi orð- min. Hann brosti dauflega eins og hann væri að gjalda jáyrði við ein- hverju, sem hann hefði vitað fyrirfram. „Ég veit það”, svaraði hann ofur rólega, lyfti hatti sínum og gekk brott. Hann leit ekki einu sinni við. Það var ekki fyrr en ég var setzt i klefa minn og lestin var komin út úr óþrifalegum úthverfum borgarinnar, að mér varð hugsað um það, hvernig þessi maður gat eiginlega vitað,að ég var heyrnarlaus. ELLEFTI KAPÍTULI. Orhellisrigning skall á, er lestin nálgaðist Blairsborg. Stormurinn gnauðaði við vagngluggana, og haustmyrkrið grúfði sig yfir landið. Mér fannst skuggalegri blær á brautarstöðinni og kunnuglegu verk- smiðjumerkinu heldur en nokkurn tíma áður. Þungan dauninn.sem er einkenni alira verksmiðjuborga, lagði á móti mér, þegar ég steig út úr þröngum klefanum. Ferskur andvari frá ánni, sót úr reykháfum verk- smiðjanna og daufur eimur frá efnasmiðjunum blandaðist saman og fyllti vit min. Þennan undarlega þef lagði jafnvel af húsunum og runn- unum og trjánum og götunum, alveg eins og þef af músum og ryki og fúa leggur af öllu i gömlum geymslum og söfnum, og lykt af bleki og krit er i hverri skólastofu. Ef til vill fann ég þetta betur en aðrir, vegna þess aö þefnæmi mitt hafði aukizt stórlega eftir að ég varö heyrnar- laus. Annar farþegi til fór úr lestinni i Blairsborg. Hann kom úr næsta vagni fyrirframan þann, sem ég var i. Þegar hann kom i birtu frá ljós- kerjunum, þekkti ég að þetta var maðurinn, sem horft hafði á mig við kaffiborðið og foröað mér frá þvi að verða undir farangursvagninum. Hann var kominn i regnkápu, og þótt hann hefði dregið hatt sinn niður aöaugum, þekktiég hann á göngulaginu og breiðum, þreklegum kjálk- unum. Mér gramdist þaö hálfvegis, að hann skyldi vera kominn hingað til Blairsborgar og ganga hér um með sams konar fasi og hann þekkti hér hvern krók og kima. Ennþá gramari varð ég, þegar ég sá að hann gekk rakleitt að eina leiguvagninum, sem beið við stööina og ég hafði einmitt hugsað mér að taka til minna þarfa. Þá gat ég komizt hjá að sima heim og láta Hönnu sækja mig. Auðvitað gat ég beðið stöðvar- stjórnn um aðra bifreið, en það kostaði samtal og skýringar og afsak- anir. Ég var ekki i skapi til þess að rýna á varahreyfingar ókunnugra manna eða geta mér til um svörin viðspurningum minum. „Mig sakar áreiðanlega ekki, þótt ég gangi þennan spöl heim”, sagði ég viðsjálfa mig, „og ég hef borið þyngri byrði en þessa tösku”. Regn er gætt þeim eiginleikum að vekja gamlar hugsanir frá gieymsku. Það vekur i vitund manns hugsanir, sem sáð hefur verið til endur fyrir löngu, alveg eins og fræ jarðarinnar vakna til lifsins við snertingu regndropanna. Kaldir droparnir, sem ýrðust i andlit mitt, er ég þrammaði brott frá járnbrautarstöðinni, voru i senn hressandi og ó- þægilegir. Allt var dimmt og lifvana eins og jafnan virðist vera um- hverfis járnbrautarstöðvar. Það var löng leið heim til min, svo að mér gafst nægur timi til þess að velta þvi fyrir mér, sem á hugann sótti. Ég var búin að jafna mig eftir geðbrigði og andstreymi dagsins. Ég var orðin siiku vön, og það hreif ekki orðið eins á mig og áður. Tvö siðustu árin höfðu sannarlega verið löng og þreytandi, lengri en öil önnur ár, sem ég hef lifað til samans. t huga minum skaut upp minningum um margar þungbærar stundir, og ég minntist þeirra enn greinilegar en ella vegna rigningarinnar. Hin mikla dvrk un iþrótta og afburða - manna i hinum ýmsu greinum, var mjög gagnrýnd af lærðum mönnum og skáldum, sem töldu sig eiga rétt á þvi mikla fjármagni sem veitt var til iþróttamálanna. Og þessir vitringar hæddust aö þeim, sem fjölmenntu á iþróttamót til aö sjá iþróttastjörnurnar spreyta sig. En ekkert stöövaöi áhuga manna á Olympiuleikjunum, og iönaöarmenn unnu dag og nótt við gerö minjagripa með vinsælum iþrótta- myndum á. Og útlendingurinn, er enn geisla ^ . virkur! \ 's------------v yútlendingurinn, er... það mælirj I útgeislun! Hitarannsóknir er sérgrein min! Þetta tæki mun sýna okkur hvar Bifreiö! Hun virðist d skemmtileg'J D R E K I iilll if flffi :i FIMMTUDAGUR 3. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 815. og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15, (og forustugr. dagbl) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Magnea Matthiasdóttir heldur áfram að lesa sögu sina um „Babú og bleiku lestina.” (4) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Tónleikar. kl. 10.25. Ronald Turini og Oxford kvartettinn leika Kvintett op. 44 fyrir pianó og strengjahljóðfæri eftir Schumann. Fréttir kl. 11.00 Öperan „Systir Angelica” eftir Puccini. Einsöngvarar, kór og hljómsveit óperunnar i Flórenz flytja. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni Eydis Eyþórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 S iðd e g i s s a g a n : „Loftvogin fellur” eftir Richard Hughes. Barður Jakobsson les (4) 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Gömul tónlist. Kammerhljómsveitin i Zurich leikur Konsert nr. 1 i G-dúr fyrir þrjár fiðlur, viólu, selló og senibal eftir Pergolesi. Montiverdi- kórinn i Hamborg syngur verk eftir Hassler, Senfl, Heinrich-Isaac o.fl. Kammerhljómsveit Vinaró- perunnar leikur Konsert fyrir sembal og strengja- sveit i d-moll eftir Bach. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Heimsmeistara- einvigið i skák. 17.30 Nýþýtt efni. „Æskuár min” eftir Christy Brown. Þórunn Jónsdóttir þýddi. Ragnar Aðalsteinsson les (2) 18.00 Fréttir á ensku. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 19.30 „Þá fór allt liðiö i vörn” Kristján Ingólfsson ræðir við Sigbjörn Sigurðsson fyrrum oddvita, Rauðholti i Hjaltastaðaþinghá. 20.05 Frá listahátið i Reykja- vik i972.Yehudi Menuhin og Vladimir Asjkenazy leika Sónötu i A-dúr op. 47 „Kreutzer”-sónötuna eftir Beethoven. Hljóðritað á tón- leikum i Laugardalshöllinni 12. júni s.l. 20.45. „Leigumorðinginn” gamanleikur fyrir útvarp eftir Benny Andersen. Þýðandi Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri: Guörún As- mundsdóttir. Persónur og leikendur: Jörgen Holt, forstjóri — Bessi Bjarnason, Ellen Holt, kona hans — Asdls Skúla- dottir, Robert Riis — Siguröur Karlsson, Karlsen — Karl Guðmundsson, Einkaritari — Kristin A. Olafsdóttir. 21.45 Tilbrigði eftir Jón Leifs um stef eftir Beethoven. Hljómsveit Rikisútvarpsins leikur, Hans Antolitsch stj. 22.00 Fréttir. 22.15 V e ð u r f r e g n i r . Kvöldsagan: „Maðurinn, sem breytti um andlit” eftir Marcel Aymé. Karl Isfeld islenzkaði. Kristinn Reyr les. (2) 22.35 Dægurlög á Noröur- löndum.Jón Þór Hannesson kynnir. 23.20 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Seljum alla okkar fram- leiðslu á VERKSMIÐJUVERÐI Prjónastofan Hliöarvegi 18 og Skjólbraut 6 — Sími 40087.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.