Tíminn - 03.08.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.08.1972, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 3. ágúst 1972 TÍMINN 15 Picasso Framhald af bís. 9, HUGANNEGGJA BRÖTTU SPORIN Viö sögðum einhvern tima i sumar frá mastrinu mikla á Gufuskálum, sem er nokkurn veginn jafnhátt ólafsfjarðarmúla neðan frá sjávarmáli upp á brún. Viðar eru há og mikil virki, þótt ekki komizt i samjöfnuð við Gufu- skálamastrið, eru þeirra á meðal stálgrindur þær, sem bera uppi háspennulinurnar frá orkuverun- um. bar sem annars staðar verður að viðhafa eftirlit og gera við það, semúrskeiðis fer, en þó er eins og fólki verði hálfkynlega við að sjá menn efst uppi i þessum stál- grindum, likt og fugla á grein eða klifrandi eins og ketti. Mörgum verður liklega hugsað sem svo: Æ, ekki vildi ég nú vera i sporum þeirra, þessara. Myndin hér að ofan er austan af Hellisheiði, þar sem þrir klifur- fuglar voru að störfum núna á dógunum. Timamynd: Kári. SLÁTTUVELAR TIL SÖLU Höfum til sölu notaðar sláttuvélar: Busatis og S.O.S. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjórinn. KAUPFÉLAG RANGÆINGA Tímínner peníngar AiiglýsídT íTímanum fjölskyldu sinni, Francoise og börnum þeirra tveimur Claude og Paloma. En lýðhyllin er hverful. Fyrir skemmstu afneitaði hópur maóista honum og öllu þvi sem hann var talinn fulltrúi fyrir. Fjölskylduböndin héldu ekki til lengdar. Eftir 10 ára sambúð yfirgaf Francois hann og hafði börnin með sér til Parisar. Hún gaf skýringar á uppátæki sinu i bókinni, sem hún tileinkaði honum — mest seldu bók sjötta áratugarins. Full nærfærni og háðs fjallar hún um mannlegu hliðarnar á „hinu heilaga skrimsli listarinnar", hinar snjöllu hugmyndir, barnaskapinn reiðina og afbrýðina. En hinn sjá- hverfi Picasso mátti ekki til þess hugsa að vera úthrópaður á þennan hátt af fyrrverandi vin- konu sinni, og i reiöi sinni reyndi hann að koma i veg fyrir útgáfu bókarinnar, en lánaðist það ekki. I reiði sinni sneri hann ekki einasta bakinu við Francoise hendur og við Claude og Paloma. Börnin hafa rétt til að bera nafn hans, en arfsvon er lftil fyrir þau. Var hann reiður sann- leikanum? Hann var aldrei sú skinhelga manngerð, sem setur ljós sitt undir mæliker. Hann gaf sig aldrei út fyrir að vera annað en það sem hann var. En sann- leikurinn séður augum svikinnar konu er sjaldnast notalegur. Og kannski hafði þaö lfka sitt að segja að hann hafði fundið sér aðra konu til að deila með marg- skiptu eðli sinu. Aðeins átta dögum eftir skilnaðinn við Francoise var komin önnur i hennar stað, Jacqueline Roque. Hún er frá Suður-Frakklandi, dökkhærð og fráskilin með barn af fyrra hjóna- bandi. Þau gengu i hjónaband 1961, en þá dó Olga fyrri kona Picassos. Að sögn fróðra manna og kvenna hefur hún einstakt lag á hinum aldraða málara og er furðu slyng við að halda óvel- komnum gestum utandyra og sjá til þess að hann fái vinnufrið. Trauðla verður fjallað um Picasso án þess að geta um konur hans. Engin list sköpuð á þessari Öld er eins umrædd og hans og langoftast er konan fyrir- mynd i verkum hans. Hvernig er Picasso eiginlega? Er hann kúbisti, eða nýklassiker, expressionisti eða abstrakt málari. Svarið gæti verið eitthvað á þessa leið: Picasso er fyrst og fremst Picasso, en hann hefur engu siður en aðrir málarar fengiö eitt og annaö lánað hér og þar hann eys af reynslu sinni og þvi sem hann hefur upplifað, sniður það til og umformar. Framtiðin ein getur skoriö úr um það, hver verka hans veröa mest metin. En gamli meistarinn heldur áfram að mála hvað sem tautar og raular með hina nær- gætnu og þolinmóðu Jacqueline við hlið sér. Landsins sréöur - yðnr bróður ^pCNAMRBANKI ISLANDS Laxveiði eykst hér, minnkar annars staðar Hér á landi er nu staddur Bandarikjamaðurinn Lee Wulff, einhver kunnasti laxveiðimaöur heims. Hann hefur mjög fengizt við að kynna laxveiðiiþróttina og er sjálfur listamaður til beirra hluta. Hann hefur fengizt viö list sina i meira en 40 ár og fundið upp á mögum nýjungum til veiða á flugu. Þar ber hátt snilld hans við notkun stuttra stanga og er hann frumkvöðull i þvi efni, auk yfir- gripsmikillar þekkingar á laxi og lifnaðarháttum hans bæði frá sjónarhóli veiðimannsins og náttúruunnandans. Lee Wulff hefur ekki legið á vitneskju sinni og veriö afkastamikill rit- höfundur og framleitt kvik- myndir til kynningar á þessu áhugasviði sinu. Hann er ekki einn á ferð hér nú þvl þeir eru tveir saman hann og Richard Buch formaður CASE samtakanna. CASE-samtökin hafa eins og kunnugt er barizt mjög fyrir verndun og viðgangi laxins og komið við sögu I þeim deildum, sem staðið hafa um úlhafsveiöar á laxi. Þeir félagar eru hér á ferð öðrum þræði, til þess að kynna sér ástandið i laxveiðimálum hér á landi og það sem helzt vekur áhuga þeirra er að laxveiði I is- lenzkum ám hefur aukizt um helming á sama tíma og hún hefur dregizt saman vlðast annars staðar. Jafnframt þvl hyggjast þeir flytja fyrirlestur og svara fyrirspurnum um laxveiði- málin við Norður-Atlantshaf og sýna kvikmynd um sjávarveiðar á laxi viö Grænland i kvöld aö Hótel Loftleiðum. BINDINDISMOTIÐ I GALTALÆKJARSKÓGI 4.-8. ÁGÚST 1972 Svanfriður leikur strax á fóstudagskvöld Stormar leika gömlu dansana ómar Ragnarsson með glens og grin Þrjú á palli Varðeldur og flugeldasýning Góðaksturskeppni i umsjá BFÖ Mótið setur Erlendur Björnsson, fulltrúi Islenzkra ungtemplara Hátiðarræða: Hafsteinn Þorvaldsson, form. UMFl Helgistund: Sr. Björn Jónsson úr Keflavik Barnaskemmtun i umsjá Eddu Þórarins- dóttur Barnadansleikur Stormar leika Jónas og Einar Vilberg syngia Gisli and Gordon Nýju dansarnir i stóru tjaldi Gömlu dansarnir á palli Fjölbreyttar veitingar 0«. ÍÖ: Verft aogöngumiða er: r. 500.00 en 1100.00 á sunnudag. A bindindismótið eru allir velkomnir sem vilja dvelja og skemmta sér í fögru umhverfi á heilbrigðan hátt Ferðir frá umferðamiðstöðinni föstudag kl. 20 og laugardag kl. 14. HUSAFELL 72 Fjölbreytt og samfelld skemmtidagskrá í tvo daga Eitthvað fyrir alla, unga og gamla! Dans á þremur pöllum þrjú kvöld i röð! Sex hljómsveitir! Sparið ykkur áfengiskaupin, njótið öryggis og ánægju! Sumarhátiðin Húsafelli. V íwl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.