Tíminn - 03.08.1972, Page 16

Tíminn - 03.08.1972, Page 16
Egyptaland og Líbýa í eina sæng NTB-Kaíró Egyptaland og Libýa urðu I gær ásátt um að ganga saman I sam- bandsrfki eins fljótt og mögulegt er. Iiið nýja riki mun verða hið öflugasta f Afríku og þar samein- ast iðnaður Egypta og öflugur hernaður og olíuauöur Libýu. tbúar hins nýja rikis veröa alls 37 milljónir. Akvörðunin um sameininguna var tekin eftir þriggja daga við- ræður Sadats, Egyptalandsfor- seta og Muammars Gaddafi, for- seta Libýu. Stefnt er að þvi, að hið nýja sambandsriki verði stofnað fyrir 1. september n.k. Þegar sameiginleg yfirvöld beggja landanna hafa samþykkt öll atriði um sameininguna, verður látin fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla i báðum löndunum. Neyðarástand í Bretlandi Von er á eiginkonu Spasskis, Larissu hingað til lands áður en mjög langt um liður og verið getur aö hún taki son þeirra með, en það er þó ekki ákveðið. Hér sjást þau hjónakornin með soninn á milii sín. Myndin er tekin i Moskvu. Fjölmennt á útreiðar Undirbúningur uð þátttöku í Evrópumóti íslenzkra hesta í Sviss NTB-London Búizt var við þvi á hverri stundu i gærkvöidi, aö bre/.ka stjórnin lýsti yfir neyðarástandi i landinu, til að tryggja að lifs- nauðsynjar bærust til lands- rnanna. Nú eru liðnir sjö dagar siðan hafnarverkamenn fóru i verkfall sitt. Brezku yfirvöldin lögðu áherzlu á það i gær, að þó að neyðar- ástandi yrði lýst yfir, þýddi það ekki, að allar lifsnauðsynjar væru gengnar til þurrðar i landinu. Yfirlýsing um neyðarástand þarf samþykki þingsins innan 8 daga og þar sem þingið fer i sumarleyfi eftir viku, þarf yfirlýsingin aö koma fljótlega. Astæða þykir til að óttast að birgðir af skepnufóðri og svina- kjöti séu að verða uppgengnar. Þá er ekki mjög mikiö til af öðru kjöti heldur i landinu. Verkfalliö hefur margs konar áhrif einnig i öðrum löndum, til dæfnis var öll framleiðsla á bacon stöðvuð i Sviþjóð i gær vegna verkfallsins. Fleskfjallið i Sviþjóö er nú 12 milljónir kiló og hefur mestur hluti þess átt að fara til Bretlands. Nú verður reynt að selja Frökkum og Þjóðverjum fleskiö i staðinn. Silfurpeningar NTB-Washington Enn eru tunglfararnir banda- risku i sviðsljósinu vegna minja- gripa sem þeir tóku með sér til tunglsins. 1 þetta sinn er um að ræða 200 silfurpeninga, sem þeir létu gera sérstaklega og létu siö- an stimpla og set.ja á markað. Talsmaður geimferðamið- stöðvarinnar i Houston sagöi i gær, að tunglfararnir myndu ekki fá refsingu fyrir þetta uppátæki sitt, þar sem þeir gerðu þetta ekki til að hagnast á þvi sjálfir. TK-Reykjavik Hér á landi er nú staddur Jaakko Tuominen, forstjóri finnsku rikisferðaskrifstofunnar. Er hann hér til að kynna þá möguleika og þau kjör, sem ferðamönnum bjóðast nú i Finn- landi. Hefur hann áhuga á að auka ferðamannastrauminn milli Finnlands og tslands og yfirleitt að auka samskipti og samvinnu þessarra norrænu þjóða. Finnar gera nú mikið átak til aö byggja upp ferðamannaþjónustu á þessu ári er búizt við, að hún verði þriðja mikilvægasta at- vinnugreinin, er aflar erlends gjaldeyris i Finnlandi, næst á eftir pappirs- og málmiönaði. Finnland hefur upp á ýmislegt að FB-Reykjavík Sjö islenzkir hestar taka þátt i Evrópumeistaramóti íslenzkra hesta, sem fer fram í St. Moritz i Sviss helgina 9. til 10. sept. n.k. Þá fara héaðn að auki alít að 20 hestar aörir og eigendur þeirra, og gefst fólki kostur á að fara i út- reiöartúra fyrir eða eftir mótið i uágrenni St. Moritz, en selja siðan hestana að þvl loknu. Hefur þegar veriö ákveöið um 10 hesta . sem fara utan i þessu sambandi, og búizt viö, aö áöur en lýkur verði talan komin upp i 20, eða hámark þess, sem hægt er að flytja. Blaðið hafði i gær samband við Ragnheiði Sigurgrimsdóttur reið- kennara, en hún verður farar- bjóða sem ferðamannaland og fyrir lslendinga, sem fara til Norðurlanda skiptir ekki litlu ináli, að hótelgisting i Finnlandi er 30% ódýrari þar en t.d. i Sviþjóð. Á fundi með blaðamönnum sagði Tuominen, að ferðamanna- þjónustan gegndi nú æ mikilvæg- ara hlutverki i þjóðarbúskap Finna. A siðasta ári hefði ferða- mannastraumurinn aukizt um 41% og á þessu ári væri áætlað að erlendir ferðamenn sem heim- sæktu Finnland yrðu um 3 milljónir talsins. Stærstur hluti þeirra kemur frá Sviþjóð en um 62% af gjaldeyrirtekjum Finna eru nú í sænskum krónum. stjóri þeirra, sem ætla aö bregða sér til Sviss og fylgjast þar með Evrópukeppninni. Hún sagði, að 7 hestar hefðu verið valdir til keppniá Hellumótinu i júli. Siðar var efnt til 10 daga námskeiös fyrir knapa og hesta, og fór það fram hjá Reyni Aðalsteinssyni tamningamanni á Sigmundar- stöðum i Hálsasveit. Þangaö kom þýzkur maður, Volker Leder- mann, sem flestir islenzkir hesta- menn munu kannast við, þar sem hann er einn þeirra Þjóðverja, sem mestan áhuga hefur sýnt is- lenzkum hestum og m.a. keypt hér marga hesta og flutt til Þýzkalands, þar sem hann á mikið islenzkt hestabú. Leder- mann þjálfaði knapana og Einkum hefur straumur ferða- manna aukizt til Álands, en þar er áætlað að ferðamenn verði um ein milljón á þessu ári, en fbúar i A- landi eru aðeins 21 þúsund. 1 þessum hópi eru Sviar yfir- gnæfandi enda fara þeir i vaxandi mæli i dagsferðir yfir til Finn- lands til að kaupa nautakjöt og aðrar þær vörur sem eru allt að 50% ódýrari i Finnlandi en Sviþjóð. Tuominen sagði, að á sambæri- legum hótelum væri gisting um 30% ódýrari i Finnlandi en i Sviþjóð. Verð á matsöluhúsum væri svipað á mat en áfengir drykkir væru 50% ódýrari i Finn- landi en Sviþjóð. Matvörur eru 50% ódýrari i Finnlandi. hestana á Sigmundarstöðum, en það er taliö mjög nauðsynlegt, þar sem keppt er i ýmsum greinum sem til skamms tima hafa ekki verið algengar keppnis- greinar á hestamannamótum hérlendis. Ragnheiöur sagöi, að hver hestur fengi aö keppa i 5 greinum, en keppnisgreinar eru hins vegar sjö talsins: Hliðniþjálfun, viða- vangshlaup með hindr.unum, hraðatöltkeppni, gangskipting- ar, skeiðkeppni, töltkeppni, þar sem einungis er dæmd fegurð hestsins, fjórðungskeppni og fimmgangskeppni. Þátttak- endur i Evrópumeistaramótinu verða frá Islandi, Danmörku, Þýzkalandi, Hollandi og Sviss, eða frá sömu löndum og þátt tóku i keppninni, sem fram fór i Aegiedienberg i Þýzkalandi fyrir tveimur árum. Um ferðir áhugamanna á mótið sagði Ragnheiður að Feröa- þjónusta Loftleiða ætlaði að efna til skipulagðrar ferðar til St. Moritz. Flogið yrði til Ziirich fimmtudaginn 7. september, en að mótinu loknu yrði flogiö aftur heim og um Kaupmannahöfn. Hjá Ferðaþjónustu Loftleiða var okkur tjáð að búizt væri við að 20 manns myndu taka þátt i ferðinni, en 14 hafa þegar pantað sér far. Margir hafa auk þess spurzt fyrir um ferðina, og reynist þátttakan meiri, en áætlað var i fyrstu verður mögu- legt að fjölga sætum allt i 30 til 40, en þó eftir þvi, sem hótelrými leyfir i St. Moritz. Islenzku hestarnir,sem keppa á Evrópumeistarmótinu verða sendir héðan flugleiðis til Sviss mánudaginn 4. september að sögn Magnúsar Ingvarssonar hjá Sambandi islenzkra samvinnufél- aga. Þá fara einnig knaparnir sjö. HÓTELGISTING 30% ÓDÝRARI í FINNLANDI EN SVÍÞJÓÐ Hlaup í Köldu- kvísl i fyrrinótt kom hlaup i Köldu- kvisl, og gróf það skarð I veg viö brúna á leiöinni upp aö Þóris- vatni. Talið er, að vatnsmagn ár- innar hafi aukizt um tvö hundruð rúmmetra á sekúndu. Liklegt er, að hlaupið réni fljótt og verði um garð gengið innan fárra dægra. Brá fæti fyrir tvær konur í rafmagnsstiga SB-Reykjavik Sá einstæði atburður gerðist i dag i nýja verzlunarhúsinu viö Laugaveg, þar sem Karnabær er m.a. til húsa, aö unglingspiltur varð þess valdandi með ósæmi- legri framkomu sinni, að tvær konur meiddust i rafmagns- stiganum. Stóð pilturinn við stig- ann og brá fæti fyrir konurnar, er stiginn var i gangi, með þeim af- leiðingum, að þær féllu við. Báðar voru konurnar fluttar á slysa- varðstofuna, en piltunginn hraðaöi sér burtu, er hann sá af- leiðingar hegðunar sinnar. Meiðsli kvennanna munu ekki vera alvarleg. í Sviss í fuilum gangi Til þess að fullnýta rýmið i flug- vélinni var ákveðið að gefa fólki kost á að fara með þessari vél, og hafa með sér hesta sína, ef það vildi fara á útreiðar i Sviss annað hvort fyrir eða eftir mótið. Hægt væri að flytja 20 hesta meö vélinni fyrir utan þá sem keppa á mótinu og um 40 manns. Búið er að panta far fyrir 10 hesta, og milli 20 og 30 manns. Að sjálfsögðu munu þeir hestar, sem fara út með vélinni, ekki eiga afturkvæmt til Islands vegna laga um flutning dýra milli landa, en að loknu Evrópu- meistaramótinu verður haldið uppboð á hestum og verður þá auðvelt fyrir fólk að selja hesta sina. Nýr landlæknir Umsóknarfrestur um embætti landlæknis rann út 20. júli. Fjórir læknar sóttu um embættið, þeir Arinbjörn Kolbeinsson, Auðólfur Gunnarsson, Brynleifur Steiri- grimsson og Ólafur Ólafsson. Forseti Islands hefur i dag samkvæmt tillögu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, skipað Ólaf Ólafsson lækni til að gegna embætti landlæknis frá 1. október 1972 að telja.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.