Tíminn - 05.08.1972, Síða 1

Tíminn - 05.08.1972, Síða 1
flERA # kæli- skápar /l.£ raftækjadeild Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Beituvélin reynist vel ÞO-Reykjavik Við höfðum samband við Þor- vald Arnason skipstjóra á Asþóri RE, þar sem báturinn var á grá- lúðuveiðum 100 m norðaustur af Horni. Asþór er eini islenzki báturinn, sem búinn er beituvél, og er þetta fyrsta veiðiferð Ásþórs með vélina. Þorvaldur sagði að beituvélin hefði reynzt ágætlega og þeir á Ásþóri beittu og drægju 40 bjóð á sólarhring. Annars getur vélin beitt miklu fleiri bjóö á sólarhring en þá er ekkert hægt að draga eða ganga frá fiskinum. Undanfarna daga hefur veiði verið treg hjá grálúðubátunum. Það er sama, hvort þeir hafa beitt loðnu eða síld — litill afli. Ráðherrann sá bílflak undir Bú- landshöfða JS-Clafsvik Litil flugvél sem Hannibal Valdimarsson félagsmálaráð- herra var i, lenti óvænt á Hellis- sandi i fyrradag. Mun ráðherrann hafa verið að koma vestan úr Selárdal er þeir ferðafélagar ráku augun i bilflak undir Bú- landshöfða. Sá ótti kviknaði að þarna hefði bill farið fram af, og þess vegna var horfiö að þvi ráði að lenda á Hellissandi. Svo hagar þarna til, að alls ekki sést ofan af veginum i höfðanum, þótt eitt- hvað liggi þar i flæðarmáli. Við eftirgrennslun kom á daginn, að þetta bilflak hafði legið þarna lengi, og mun einhver Grundfirðingur, er átti bilnefnu sér mjög til húðar gengna, hafa stjakað henni fram af veginum í fyrravetur, svo að hún ryðgaði ekki fólki til ama og leiðinda á al- mannafæri. Spá veðurfræðinga: SÓLSKINSHELGI SUNNAN LANDS OG VESTAN ÞÓ-Reykjavik „Norðanátt verður sennilega rikjandi um helgina, og ætti því veður að vcrða að mestu þurrt á sunnanverðu landinu,” sagði Jónas Jakobsson veðurfræðingur, er við ræddum við liann i gær. Jónas sagði að háþrýstisvæði væri yfir Grænlandi og Græn- landshafi, en aftur á móti er all- mikil lægð norðaustur af landinu. Lægðin hreyfist hægt i átt hingað, og sökum þess er vaxandi norðanátt á landinu sérstaklega austan til. Um hádegi I gær var rigning á Norðausturlandi og t.d. var allhvasst á Langanesi kl. 12 á hádegi. — Vestan til á landinu og alveg austur fyrir Mýrdal er léttskýjað, og ég býst við, sagði Jónas, að á þessu svæði verði allgott veður. — Þó ætti noröanáttina heldur að herða á þessu svæði I nótt, en samt sem áður, verður bjart fyrir sunnan og vestan. Jónas sagöij að ekki væri ólik- legt að norðanáttin gæti enzt helgina út, og meöan vindur yröi af norðan, yrði veðriö gott sunnanlands og vestan. Meðal stórhátiöa um helgina er þjóðhátfðin i Vestmannaeyjum — einn sá mannfagnaður i landinu, sem nú á sér oröið lengsta sögu að baki. Jafnan er mikill viðbúnaður hafður til þess, aö þjóðhátfðin verði sem veglegust, enda dregur hún jafnan mikinn mannfjölda til Eyja. Þessi mynd er úr llerjólfsdal á einni þjóðhátiðinni. Tlmamynd: Gunnar Hemjulaus áfengiskaup eins og áður, kannski enn meiri Mikil áfengiskaup að undan- förnu og magnaöur drykkju- skapur siðustu nætur spá ekki góöu um verzlunarmannahelgina. Afengið hefur veriö keypt fyrir miklu meiri fjárhæöir en áður, og sennilega hefur magnið einnig verið meira, þótt ekki séu tölur handbærar um það. Þannig er þessu farið i Reykjavik og svipað kvað upp á teningnum á Akur- eyri. Sögur eru á kreiki um það, að áfengi hafi sums staðar veriö grafið undanfarna daga i grennd við þá staði, þar sem búizt er viö fjölmennum samkomum um helgina, og alveg er tvímæla- laust, að löggæzlumenn og for- stöðumenn sumarhátiðanna munu eiga fullt I fangi meö aö verjast þeim ófögnuöi, er að sam- komustöðunum verðuriefnt. Þormáður Pálss aðalbókari hjá Áfengisverzlun rikisins, sagðist aö visu ekki geta að svo stöddu nefnt neinar tölur sem tækju af öll tvimæli, en áreiðan- lega heföi nú siöustu vikur verið keypt áfengi fyrir meira fé en áður hefði þekkzt um þetta leyti árs. Hitt væri tvisýnna, hversu mikil aukningin væri f litratali, þótt sennilega væri hún nokkur. Ingi Jónsson verkstjóri, sem Frh. á bls. 15 Við áfengisbúðina á Laugarásvegi: Hér er ekki horft á eftir krónunum af sömu eftirsjá og niöur i gjald- heimtuafgreiðslunni. Tímamynd: Róbert

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.