Tíminn - 06.08.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.08.1972, Blaðsíða 1
kæli- skápar hJt RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Torfgarðurinn i Hulduhólum, séður frá þjóðveginum, þar sem bilarnir æða bæði suður og norður. Timamynd: Gunnar. List í Huldu- hólum bak við hljóðmúr Hjónin Sverrir Haraldsson list- málari og Steinunn Marteins- dóttir leirkerasmiöur búa i Huldu hólum i Mosfelissveit og hafa gert hlöður og gripahús, sem þar voru áður, að vinnustofum handa sér. Þetta mjög þekkilegur staöur, en á honum er sá galli, að hann er óþægilega nærri ákafiega fjöl- förnum vegi. Og varla minnkar umferöardynurinn, þegar búið verður aö steypa Vesturlands- veginn. Þess vegna hafa þau Sverrir og Steinunn hlaöið torvegg milli hússins og vegarins og fylgt sinum reglum um hleöslulagið, þvi að þetta er ekki neinn venju- legur kálgarösveggur. Ofan á hann hafa þau sett figurur á tveim stöðum — eins konar varð- sveitir. sem vaka yfir staðnum sjálfum. og öllu sem ber utan garðs og innan. TJALD FUÐRAR UPP UM NÖTT I LANDMANNALAUGUM Ung hjón úr Vík og barn þeirra hlutu brunasár, þó ekki lífshættuleg Á aðfaranótt laugardagsins varð það slys inni i Landmanna- iaugum, aö eldur iæsti sig i tjaid, og urðu ung hjón og lltiil drengur fyrir brunasárum, en annar drengur, stálpaðri, slapp ómeiddur. Var fólkið flutt I sjúkrahús á Selfossi snemma um morguninn. Tildrögin voru þau, aö allmargar fjölskyldur úr Vik i Mýrdal fóru inn i Landmanna- laugar, þar sem slegið var tjöldum. Meðal þeirra voru ung hjón úr kauptúninu, Isleifur Guðmundsson og Sóley Ragnars- dóttir, með tvo drengi. Kalt var uppi i Landmanna- iaugum I fyrrinótt, og kveiktu hjónin á gastækinu til þess að hita upp hjá sér. En þá tókst svo slysalega til, að gastækið valt á hliðina, og íæsti eldurinn sig á svipstundu i tjaldið. Eins og allir vita geta nælon- tjöld með föstum botni verið hinar verstu dauðagildrur, ef eldur kemst i þau og ekki tiltæk nógu beitt eggjárn til þess að rista gat á þau. Hér vildi það til happs, að Sóley var vakandi, er gastækið valt um, og tókst fólkinu öllu að brjótast út.Við það brenndust þó hjónin bæði og yngri drengurinn. Var boöum komiö niður á Hvolsvöll og sótti Snorri lögreglu- þjónn fólkiö inn eftir og kom þvi I læknishendur á Selfossi. Kristján Baldvinss., læknir á Self. sagði íímanum, aö Isleifur væri tals- vcrt brenndur á höndum og I andliti, og yngri drengurinn á þriöja ári, brenndur á höndum og fótum og I andliti. Liggja þeir feögarnir báðir I sjúkrahúsinu á Selfossi. Hvorugur þeirra er þó i lifshættu. Sóley var einnig nokkuö brennd á höndum, en þó ekki svo, aö hún þarfnist sjúkrahúsvistar. Eldri drengurinn, fimm til sex ára, er ómeiddur. Rudd leið af Kjalvegi ofan í Vatnsdal GJ — Asi I Vatnsdal. Nýlega var vegur ruddur al Kjalvegi á Tjaldavöllum ofan að Vöglum i Vatnsdal, sæmilega greiðfær jeppum. Vegagerö rikisins og Ashreppur kostuðu þetta i sameiningu. Þeir, sem ráða yfir jeppa, geta hér kannaö nýjar slóðir á hálendinu. Þessi vegur' liggur þvert á hinn gamla Húnvetninga- veg yfir Grimstunguheiöi, á svo- nefndum Helluvörðuási. Skattar aldraðs fólks og öryrkja lækkaðir Akvörðun um þetta var tekin á ríkis stjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag TK—Reykjavik 1 viðtali við Timann i dag skýrir Halldór E. Sigurösson fjármála- ráðherra m.a. frá þvi að ríkis- stjórnin hafi ákveðið á fundi sl. þriðjudag að gera leiðréttingar á tekjuskattsálagningu á aldrað fólk og öryrkja. Fjármálaráðherra segir, að álagningin i heild sé nú til gagn gerrar skoðunar, en ekki hafi enn verið teknar ákvarðanir um, hvernig verður gengið frá breytingum á tekjuskatts- álagningu aldraðra. Hugmyndin er hins vegar i grófum dráttum sú, að fella niður tekjuskatt hjóna i þessum hópi, sem er 22 þúsund krónur eða lægri og siðan hlutfallslega hækkun tekjuskatts am.k. upp aö 44 þúsund króna skatti. A sama hátt yrði felldur niður tekju- skattur einstaklinga i hópi aldraðs fólks og öryrkja upp að 14 þúsund krónum og hlutfallsleg lækkun skattsins a.m.k. upp að 28 þúsund krónum. Þessar tölur geta þá breytzt, þega niðurstöður könnunar á álagningunni liggja fyrir. Sjá nánar viðtalið við fjármálaráðherra. á bls. 8. Fyrrum báru þau fagran hjúp Hér aö neðan er mynd af beinum Guðrúnar Magnús- dóttur, sem fundust á Fella- heiði á Fljótsdalshéraði fyrir skömmu, og raunum þeim, sem hjá þeim voru. Guðrún var fööursystir Snorra læknis X-J nll Areí’Ann »» ó Dx/\i!knkAlr<inX á Siðu, ung vinnukona i Fellum á leið til fundar við unnusta sinn uppi á Jökuldal. A myndinni til vinstri eru sjálfar beinaleifarnar, en til hægri eru munirnir : Heilt kútnum, sem hún ætlaði að færa unnusta sinum fyrir jólin ásamt leifum af ööru, lyklar hringur og broddstafur. Auk þessa fannst svo þarna pilsstrengur og kápa, sem var Hér gefur að lita menjar um lokaþátt gamallar ástarsögu. Ljósmynd: Völundur Jóhannesson. ■■■■■■■■■■■■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.