Tíminn - 06.08.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.08.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 6. ágúst 1972 TÍMINN 3 Helgi H. Jónsson skrifar frá Stokkhólmi: Kræklingseldi í Svíþjóð Sænska blaðið Dagens Nyheter birti nýverið frásögn, sem TIMANUM þykir ástæða til að vekja athygli lesenda á. Svo er máí með vexti, að þrir ungir vis indamenn i Gautaborg verja tóm- stundum sinum á nýstárlegan hátt. Þeir rækta nefnilega krækling en hann er hið mesta hnossgæti eins og þeir vita, sem bragðað hafa. Einn þeirra félaga, haffræðingurinn Joel Hamer, hafði átt i miklum örðugleikum út af kræklingi, sem settist i hrönn- um á mælitæki hans, svo að við borð lá, að þau sykkju. Honum kom þá til hugar, að e.t.v. mætti gera sér mat úr ágengni kræklingsins og fékk i lið með sér tvo kunningja sina. Siðastliðið haust lögðu þeir út dufl i sund eitt i skerjagarðinum úti fyrir vestur- strönd Sviþjóðar. Siðan strengdu þeir stálvira á milli duflanna og festu loks fjögurra metra langa kaðalbúta á virana með hálfs metra bili og létu þá lafa niður i sjóinn. Viðkoma kræklings er ör, hvert kvendýr gýtur þetta frá fimm og allt upp i tólf miljónum hrogna. Lirfurnar taka sér siðan bólfestu þar sem þær ná haldi. Kaðlar þeirra félaga reyndust kræklingnum svo girnilegir, að um þessar mundir, þ.e. að tiu mánuðum liðnum, eiga tveir menn fullt i fangi með að draga upp hvern kaðalstubb, slik er kræklingsmergðin. Að þessu sinni munu Sviarnir veiða um 3,5 tonn af kræklingi, en ætla að auka við sig og vænta þess, að fengurinn verði um 60 tonn að ári. Það þarf ekki annað að gera en að fjölga köðlunum. Sjór er óviða hreinni en við Is- land og viða aragrúi af kræklingi. Hann var áður fyrr notaður i beitu i stórum stil en hefur litt eða ekki verið nýttur til manneldis, þótt hann sé ekki aðeins lostæti heldur lika auðugur af eggjahvitu efnum og þess vegna hollmeti. Tilraun sú til kræklingseldis, sem hér hefur verið skýrt frá er kannski athugunarefni fyrir is- lenzkan niðursuðuiðnað. Það væri jafnvel hugsanlegt að flytja mætti út ferskan krækling með flugvélum. Kræklingseldi eins og það, sem þeir Gautaborgarmenn stunda, virðist heldur ekki flókn ara eða fyrirhafnarsamara en svo, að vel má vera, að það gæti orðið sjávarbændum nokkurt búsilag, ef rétt væri með farið. Það er kannski ekki úr vegi að klykkja út með kræklingsupp skriftMariönnu, konu Joels Ham- ers / þess sem upptökin átti að þessari sænsku tilraun, ef einhver vildi bregða sér ofan i fjöru og næla sér i krækling i matinn: Fylla skal pott með hreinum kræklingi, sem svo er soðinn, þangaö til skeljarnar opnast. Vatns er ekki þörf, þvi aö kræklingurinn gefur frá sér vökva. Næst er að skafa fiskinn úr skelinni. Takið siðan nokkra lauka, saxið og látið krauma stutta stund i pönnu. Leggið skel- fiskinn ofan á laukinn. Þá er blandaö saman hvitlauk, svart- pipar og salti, sinni ögninni af hverju, og vænn persiljuskúfur skorinn i smátt. Þessu er svo hellt á pönnuna, hrært i öllu saman og steikt i fimm minútur. Boröað meö franskbrauði. — Verði ykkur að góðu. Danir veiða um 60 tonn af kræklingi i Limafirði á ári hverju og sjóða niður en sá kræklingur er ekki ræktaður heldur skafinn upp af fjarðarbotninum. Ræktaður kræklingur mun hins vegar vera jafnari að gæðum. Hollendingar veiða árlega 100.000 tonn og selja þann krækling ferskan að mestu. Um 200 bátar stunda þessar veið- ar við Hollandsstrendur. 1 mið- jarðarhafslöndum þykir kræklingur herramannsmatur. Þeir íslendingar, sem til Spánar hafa farið, munu margir hverjir hafa bragðað spænska þjóðar- réttinn paella, sem m.a. er gerður úr kræklingi. Liklega vita þó fæstir þeirra, að sjórinn við Spánarstrendur er svo mengaður, að i lögum er á Spáni að leggja verður allan krækling þar i klór- bað i hálfan annan sólarhring og taka gerlasýnishorn á tólf tima fresti, svo að séð verði, hvort hann er hæfur til matar! Kræklingsræktendurnir Joel Hamer og Thoinas Lundalv meö Kræklinga. fsSÍKSK RkFQEYMl þiónusta - sala - hleðsla - viðgerðir þjónusta - sala - hleðsla - viðgerðir Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla Notum eingöngu og seljum járninnihaldslaust kemiskt hreinsað rafgeymavatn Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta „SÖNNAK RÆSIR BÍLINN^ I j AFREIÐSLA I Laugavegi 168 — Simi 33-1-55 Tæhniver BILASPEGLAR gott úrval. Ennfremur nýkomið: FLAUTUR 6 og 12 volta VIFTUR í bila, 6 og 12 volta FÓTPUMPUR FARANGURSSTREKKJARAR ARMULA 7 - SIAAI 84450 BÝÐUR ÞAÐ BEZTA SEM T/L ERÁ Ve»8 fril kr. 12500 I.okKÍns — l.oksinn — T.oksins kemst fólk til Costa del Sol og getur fengiO að stanza á heimleiðinni, til þess fara 1 ieikhús og skoða útsölurnar 1 Oxfordstræti. Flogiö á hverjum sunnudegi. lil Maiaga, dvalið á Costa del Sol í tvær vikur og slðan þrjá daga 1 London á heimleiö- inni. — Þér veljiö um dvöl á eftirsóttum hóteium á Costa del Sol, svo sem Álay, eöa Las Perlas eða lúxusihúðun- um Playamar. Einnig getum við nú hoöið eftirsóknarveröa nýjung: A’iliu á Mullorkn og viku ú Costu del Sol. Eöa eingöngu dvöl á Costa del Sol. Nú flýgur stórþota uf 1H.‘» H-gerð á hverjum fimmtudegi. fyrir Sunnufarþega jnilli Keflavikur og Spánur. J Kynnið ykkur verð og gæði Sunnuferða með áætlunar- flugi, cða hinu ótrúlega ódýra leiguflugi. SUNNA gerir iillum klcift að ferðast. Alþjóölec TATA-ferðaskrifstofa. Selur flugfarseðla með öllum íluc- féliicum. a Verð frá kr. 12.500— Beint þotuflug báöar leiðir, éöa með viðkomu 1. London, Frjálst val um dvöl S ibúðum í Palma og 1 bað-1 strandabæjunum (Trianon og Granada) eða hinum vinsælu hótelum Antillas Barbados, Playa de Palma, Melia Maga- luf o.fl. Eigin skrifstofa. Sunnu í Palma með islenzku starfsfólki veitir öryggi og þjónustu. Mallorka er íjölsótt- asta sólskinsparadis Evrópu. Fjöiskýlduafsláttur. ' 1 ......... > Verð frá kr. 14.210.— (Venjui, ílugfargjald eltt kr. 21.400.—) Þér fljúgið meö þotu, sem Sunna ieigir beint til Kaup- mannahafnar. Búið þar á fyr- irrram völdu hóteli. Tvær mál íiöir á dag. Njótið þjónustu islenzks starfsfólks á skrif- skrifstofu I Kaupmannahiifn. Getið valið um skemmtiferðir um borgina, Sjáland og yTir tit SViþjóðar. Eða bókað fram- haldsferðir með dönskum íerðaskrifstofum, áður en far- tö er að heiman. Loksins komast allir ódýrt til Kaupmannahafnar. Borgin við Sundið er rík af söguleg- um tengslum við Island. Sum- arfögur borg með Tivoli og ótal aðra skemmtun. Stutt á baðstrendur Sjáiands og að- oins fimm stundir með hraö- iestinni til Hamborgar. _____________________________> FIRÐASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRNTI7SIMAR1640012070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.