Tíminn - 06.08.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.08.1972, Blaðsíða 6
'6 TÍMINN Sunnudagur 6." ágúst 1972 JpGudjónsson Itf. Skúlagötu 26 11740 Anna Þórhallsdóttir: Föðurlandsvinur Valnastakkur og bjartar nætur ÓV-Kcykjavík i i sumar, scm og undanfarin isumur, hafa verið haldnar kvöld- vökur fyrir erlenda ferðamenn á vegum Ferðaleikhússins. í sumar hafa kvöldvökur þessar vcrið haldnar i ráðstcfnusal Loftleiða- hótelsins og þangað litu Tima- menn inn i fyrrakvöld. Kvöldvökurnar hafa verið vel Isóttar í sumar og láta ferðamenn 'mjög vel af efni þvi, sem þar er flutt. Má þar nefna meðal annars upplestur úr Islendingasögunum, þjóðlagasöng, rimur, þjóðsögur, ljóð og kvikmynd um tsland, gerð af ósvaldi Knudsen. Eru kvöld- vökurnar greinilega ekkert siður fyrir Islendinga — svo framar- lega sem þeir skilja ensku — en útlendinga. I ár taka þátt i ,,Björtum nótt- um” sumarleikhússins Kristin Magnús Guðbjartsdóttir, sem stofnaði Ferðaleikhúsið 1965, Leo (Munro) Vilhjálmsson, Andrés Valberg og söngvararnir Kristinn Rósantsson og Július Sigmunds- son, en trióðið, sem auglýst hefur verið, hætti nýlega. Sérstaka athygli kvöldvöku- gesta hefur vakið Andrés Val- berg, sem kveður rimur — iklæddur valnastakk miklum, lik- ast til þeim eina i heiminum, en Andrés hefur unnið að gerð stakksins allt frá barnsaldri. 1 sumar flutti dr. Hallgrimur Helgason, tónskáld erindi i Há- skóla íslands, sex að tölu, og var hann boðinn til fyrirlestrahalds- ins af heimspekideild skólans. Erindin fjölluðu um tónvisindi. Sumt af þvi, sem kennt var, tókst mörgum leikmönnum ekki að skilja, flóknar formúlur og út- lend nöfn, sem islenzkt mál á enn ekki nöfn yfir, var ekki auöskilj- anlegt, en annað kom kunnuglega fyrir sjónir, ekki sizt af þvi, að rimnalög og þjóðlög voru leikin af segulbandi eða sungin, jafnframt skýringunum á hinum ýmsu formum. Dæmin voru tekin frá elztu gerð islenzkrar tónlistar, en ýmis þjóðleg tónskáld hafa notað það efni til uppbyggingar stærri verka. Rimnalögin og þjóðlögin eru af mörgum álitin i sérflokki allrar veraldar, frá söngsögulegu sjónarmiði. Dr. Hallgrimur hefir margoft og á margan hátt sýnt, að hann er sannur föðurlandsvinur, mikill fræðimaður og tónskáld. I hádeg- iserindum hans i rikisútvarpinu, sem flutt hafa verið og endurflutt, hvetur hann landsmenn til að gæta þessa verðmæta þjóðar arfs, sem hann hefur unnið sleitu- laust að. Hann á sennilega mikið segulbands upptökusafn af ferð- um sinum viðsvegar um landið og mörg nótnahefti hefur hann sjálf- ur gefið út, sem er f jársjóður út af fyrir sig. I lok erindaflutnings i háskól- anum flutti einn háskólamaður þakkarávarp fyrir hönd skólans, og lét þau orð falla, að hann harmaði að hin fátæka stofnun, háskólinn, væri þess vanmegnug að stofnsetja tónvisindadeild innan skólans. Dr. Hallgrimur Helgason hefur verið prófessor i Kanada undan- farin ár. Sú spurning vaknar, hvort íslendingar séu svo vel staddir efnahagslega, að þeir hafi efni á að láta slikan kunnáttu- mann fara úr landi og láta aðrar þjóðir njóta þekkingar hans. — Sé það vilji Hallgrims að koma heim aftur, þyrfti islenzka rikið að sjá honum fyrir sjálfstæðri stöðu,þar sem honum gæfist rúm- ur timi til tónsmiða og annarra áhugamáia. Arið 1930 var hinn ágæti músik- maður Sigurður Birkis heiðraður fyrir starf sitt við tónlistina með þvi að stofnsett var handa honum nýtt embætti, það var Söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar. Agætur músikdoktor veitir nú þessu embætti forstöðu, Robert A. Ottosson. Hann þjónar öllu landinu, og mun það vera mikið kirkjustarf. Nú er spurningin, vegna fólksfjölgunar i landinu siðan 1930, hvort ekki væri ástæða til að stofnsetja embætti Söng- málastjóra rikisins. Dr. Hall- grimur Helgason mundi án efa geta skipulagt og unnið upp það starf, sem væri þarft fyrir is- lenzka rikið. Þeirri, sem ritar þessa grein.er vel kunnugt um dugnað og iðju- semi mannsins, sem hér fær yfir- skriftina Föðurlandsvinur. Við dr. Hallgrimur höfum unnið töluvert saman, meðal annars við upptöku þjóðlaga og aö útgáfu tveggja hefta, sem Menningar- sjóður gaf út. Þessar tvær nótna- bækur innihalda 13 sönglög, öll eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tónskáld. Eins og ég hef áður get- ið i blaðagrein var það mitt verk, að þessi lög, sem hafa legið óút- gefin siðan 1930, að ekkja Svein- björns gaf þau rfkinu, voru fram tekin og texti þýddur frá ensku á islenzku. Skáldið góða Jakob Jóh. Smári þýddi ljóðin.sem eru að minum dómi með snilldarbrag, eftir þvi sem ljóðaþýðingar við lög geta verið. Nótnahandritin með þýðingum lagði ég i hendur dr. Hallgrims, sem sá um útgáfuna fyrir hönd Menningarsjóðs. Þvi miður sjást þess ekki merki á bókunum.aðég sé neitt þarna við riðin, nafns mins er hvergi getið, sem kannski hefur stafað af gleymsku. Til gamans má minast á, að á tveimur háskólahátiðum hafa lög úr þessum nótnaheftum verið notuð. Þar á meðal ,,Ég elska land”, sem er undur fagurt lag. Við dr. Hallgrimur störfuðum að þessu verki með vandvirkni, og efni i fleiri nótnabækur sem þess- ar er enn innilokað i Landsbóka- safninu.„Siglumásæinn”,sem dr. Hallgrimur samdi fyrir hljóm- plötu mina (L.P.) „12 islenzk sönglög” var leikið fyrir nokkrum árum i Budapest-útvarpið i Ung- verjalandi. 1 lok þessarar músikhugleið- ingar ber mér sem öðrum að fagna samþykki höfundarréttar, sem háttvirt alþingi staðfesti nú nýlega, þó að biðin hafi verið nokkuð löng eða i 10 ár. Dr. jur. Þórður Eyjólfsson á heiður og þökk fyrir starf sitt i þvi máli. Listafólk ætti að hraða til- komu innheimtuskrifstofu fyrir flutningsgjöldin, eða fá Stef-skrif- stofuna til liðveizlu. Hér eftir ættu yfirmenn fjöl- miðla að gæta þess, að listafólki verði ekki mismunað og að dreif- ing verði sanngjörn. Starfsemi íslendingaféiagsins í Höfn: Efnt til móðurmáls- kennslu fyrir 24 börn Þetta eru þau, sem taka þátt i Björtum nóttum í ár. SONY lifandi veröld sjónar og tónari FASTE IG NAVAL Skólavörðustíg 3A. II, hæð. Símar 22911 — 19253. FASTEIGNAKAUPENDUR Vanti yður fasteign, þá hafið' samband við skrifstofu vora. Fasteignir af öllum stærðum og gerðum fullbúnar og í ismíðum. FASTEIGNASELJENDUR Vinsamlegast látið skrá fast- eignir yðar hjá okkur. Áherzla lögjj -á góða og ör- ugga þjónustu: Leitið uppl. um verð og skilmála. Maka- skiptasamn. oft mögulegir. Önnumst’ hvers konar samn- ingsgerð fyrir yður. Jón Arason, hdl. Málflutnlngur . fasteignasala Islendingafélagið i Kaup- mannahöfn hélt uppi ýmis konar starfsemi fyrir landa i borginni á siöastliðnum vetri, og var það annað árið, sem félagsheimilið i húsi Jóns Sigurðssonar var starf- rækt, en þar fer aðalstarf félags- ins fram. Aðalfundur félagsins var haldinn siðast i október, og urðu þá nokkur skipti i stjórn. Or henni áttu að ganga samkvæmt lögum Armann Kristjánsson, Er- lendur Búason og Július Sólnes, sem var formaður. I þeirra stað voru kosnir Guðmundur Björns- son, Sigurgeir Ölafsson og Svavar Sigmundsson,og er sá fyrstnefndi formaður. Aðrir i stjórn eru Guð rún Eiriksdóttir og Vilhjálmur Guðmundsson. Armanni voru þökkuð góð störf i þágu félagsins, en hann hafði setið i stjórn þess i 25 ár. Félagið efndi til nokkurra funda siðastliðinn vetur, ýmist eitt sér eða i samvinnu við Náms- mannafélagið. Nokkur spilakvöld voru haldin, einnig jólatrésfagn- aður fyrir börn félagsmanna. Þorrablót var haidið á þorraþræl. Þar var islenzkur matur á borð- um, og þeir Jörundur Guðmunds- son og Hannes Jón Hannesson skemmtu gestum. Á afmælisdegi Halldórs Laxness, 23. april, var haldinn samkoma i félags- heimilinu til heiðurs skáldinu. Þar flutti Vésteinn ólason lektor erindi um þjóðfélagsafstöðu Hall- dórs. Jón Helgason prófessor las úr verkum hans og fluttir voru kaflar úr Islandsklukkunni af hljómplötum. Nýjung i starfi félagsins á árinu var sú, að komið var á kennslu i móðurmáli fyrir islenzk börn i Höfn, og var haldið tveggja mánaða námskeið til reynslu i vor. Kennt var i tveim flokkum, eldri og yngri, og sóttu námskeiðiö 24 börn. I ráði er að 1 halda þessari starfsemi áfram, þar sem hún þótti gefast allvel, og hefur verið leitað til islenzkra yfirvalda um að styrkja hana. Félagið hefur á árinu efnt til þriggja hópferða til tslands með Flugfélagi Islands, einnar fyrir jól og tveggja i sumar. Hafa um 430félagsmenn notfærtsér þessar ferðir. Félagsmenn i tslendinga- félaginu eru nú um 700 talsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.