Tíminn - 06.08.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.08.1972, Blaðsíða 8
1 TÍMINN Sunnudagur 6. ágúst 1972 Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra: MEGINSTEFNA SKATTALAGA- BREYTINGANNA ER RÉn Eina veilan í kerfinu í sambandi við skatta aldraða fólksins, en ríkisstjórnin hefur ákveðið að lagfæra álagninguna á þann hóp gjaldenda. Ilalldór E. SigurAsson, fjár- málaráðhcrra, er nýkominn til starfa uft nýju i ráAuneyti sfnu, eftir stutt sumarleyfi. Timinn náAi tali af llalldóri rétt fyrir helgina og spurAi hann frétta og álits um þær miklu umræAur, sem staAiA hafa um skattamálin aA undanförnu. — Skattamálin hafa veriA mjög til umræöu að undanförnu og stjórnarandstaðan verið æöi stór- yrt i þvi sambandi. Hvaö viltu um þau mál segja, Halldór? — Það hefur ekki vakið neina undrun hjá mér þótt skattaálagn ingin hafi verið til umræðu nú sið- ustu vikurnar, þar sem þetta hef- ur verið árlegur viðburður i hvert skipti, sem útsvars- og skattskrá hefur verið lögð lram. En ei sizt mátti reikna með að miklar um- ræður yrðu nú um skattaálagn- inguna, þar sem blöð stjórnar- andstöðunnar eru búin að halda uppi þrotlausum árásum á nýju skattalögin s.l. 7 mánuði og búin að boða, að mikill hávaði yrði, þegar skattskráin yrði lögð fram. Frá minum bæjardyrum séð hefur þvi hávaðinn orðið mun minni en við hefði mátt búazt, þegar þetta er haft i huga og þær róttæku breytingar, sem gerðar hafa verið á skattakerfinu. Mér hefur aldrei dottið i hug, aö i lyrstu lotu mundu skattalögin reynast alveg gallalaus. Hinsveg- ar tel ég reynslu af þeim i ár dýr- mæta, meðan lögin eru i fram- haldsendurskoðun, svo unnt verði að bæta úr þeim veilum við fram- haldsendurskoðunina, sem fram kunna að koma nú. Nauðsyn ber til að athuga þetta mál vel. Ég véit að skattalaganefndin mun gera það. Niðurfelling persónuskattanna Ég tel þá stórfelldu breytingu, sem nú er gerð að fella niður per- sónu skattana, eina þá merkustu sem gerð hefur verið i allri sögu skattamála. Persónuskattar hefðu orðið mjög tilfinnanlegir við skattaálagningu núna, vegna stórhækkaðra almannatrygg- inga. Mér var það ijóst að þetta yrði ekki gert án þess að ein- hverjir kveinkuðu sér. Það gera alltaf einhverjir, þegar færa á fjármuni frá hinum efnameiri til hinna sem hafa úr minnu aö spila, svo sem gert var með þessum breytingum á skattalöggjöfinni. Ég legg áherzlu á það, að það er róttæk breyting, sem rikisstjórn- in er búin að framkvæma til hags- bóta fyrir þá efnaminni, með af- námi almannatryggingagjalda, sjúkrasamlagsgjalda og náms bókagjalds. Þetta var aö sjálf- sögðu ekki framkvæmanlegt, án þess að afia teknanna meö öðrum hætti, eins og nú er gert með tekjuskattinum, og ekkert við þvi að segja þó að menn hafi skiptar skoöanir á þessum breytingum. Ég hef lika talið, að þegar nýja fasteignamatið kæmi til fram- kvæmda hlyti einhver hávaöi aö verða við fyrstu álagningu skv. þvi. Ég dreg það i efa, að það hafi verið tilviljun, aö gildistöku fast- eignamatsins var frestað af fyrr- verandi rikisstjórn fram yfir kosningar. Ég held, að vald- hafarnir þá hafi alveg vitað, hvað þeir voru að gera með þeirri frestun. Ég held, að þeir hafi einnig alveg gert sér grein fyrir þvi, að ráðamenn landsins og sveitarfélaganna gerðu ráð fyrir fasteignaskatti sem verulegum tekjustofni eftir að nýja fast- eignamatið kæmi til fram- kvæmda. Er auðvelt að finna þessum orðum stað i ræðum fyrr- verandi valdamanna. Hins vegar tel ég, að álagn- ingarprósentan eins og hún er i löggjöfinni hafi veriö hófleg og hefði ekki þurft að verða neinum tiifinnanleg byröi, ef 50% auka- álagsheimildin hefði ekki veriö notuA. Ég tel, aö flest sveitarfélög hefðu getað komizt hjá þvi, að nota hana einnig. Ég fæ ei skilið samhengið i þvi, að býsnast yfir háum fasteignasköttum en nota svo allar heimiidir sér til handa til að þyngja þá, eins og t.d. meirihluti Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik gerir. Ég vil einnig vekja athygli á þvi, aö venjan er sú, að meira umtal verður um skattaálagningu er tekjur gjald- endanna hafa hækkað verulega milli ára, eins og nú á sér stað, heldur en ef svo er ekki, vegna þess að skattarnir hækka þá einn- ig. En óbreyttum sköttum una menn betur, jafnvel þó þvi fylgi minni tekjur. Gjöld aldraða fólksins — Nú hefur mest borið á gagn- rýni á álagningu gj. á aldraða fólkið? Er þessi gagnrýni réttmæt fjármálaráðherra? — Ég svara þvi játandi á vissan hátt. Þær veilur, sem fram hafa komið við þessa álagningu eru i sambandi við gjöld aldraða fólks- ins. Ég vil þó bæta þvi viö þá játn- ingu, að ég get að vissu leyti verið ánægður með það, að það skyldi ekki vera nema eitt atriði i þess- ari skattalagabreytingu, sem sætt hefur verulegri gagnrýni, ekki sizt þar sem tiltölulega auð- velt er að bæta úr þvi, sem þar hefur aflaga farið og það verður gert. Aður en ég held lengra ut i þá sálma, vil ég vekja athygli á þvi, sem gert hefur verið i málefnum aldraðra á þvi eina ári, sem nú- verandi rikisstjórn hefur setið að völdum. Almennur elli- og ör orkulifeyrir almannatrygginga hefur hækkað um tæp 50% á þessu eina ári. Auk þess er svo trygging lágmarkslauna, sem frá minurn bæjardyrum séð er ein mesta grundavallarbreyting, sem gerð hefur veriö á almannatrygginga- löggjöfinni frá þvi hún var sett, og ég er sannarlega glaður yfir aö hafa tekið þátt i aö koma sliku i verk. Þessi breyting er grund- völluð á þeirri hugsun, sem ég tel aö almannatryggingakerfið eigi að byggjast á og þjóna, þ.e. aö koma i veg fyrir að nokkur liöi skort eða verði að sætta sig við framfærslu i anda og á borö við sveitarframfærslukerfiö gamla. Á siðari árum hefur það færzt i aukana, að starfsstéttir kæmu sér upp sjálfstæðum lifeyrissjóðum og er vel að svo er, a.m.k. á með- an almannatryggingakerfið er ekki meira megandi en raun er á eða orðiö almennur lifeyrissjóður fyrir alla landsmenn. Hins vegar fylgir þessu kerfi það, aö mis- munun i eftirlaunum mun vera meiri en hann er á almennum iaunamarkaði, vegna þess að sumir lifeyrissjóðir eru verð- tryggðir með almannafé og geta þvi miðaö eftirlaunin við störfin eins og þau eru greidd á hverjum tima, en aðrir sjóðir njóta engrar verðtryggingar eða stuðnings af almannafé og komast þvi ekki i samjöfnuð við hina verötryggöu sjóði. Auk þess er það svo, að sami aðili getur átt lifeyrisrétt i fleiri en einum lifeyrissjóði og eru þess allmörg dæmi. Þar við bæt- ist svo, að margir 67 ára og eldri, sem eiga rétt á ellilifeyri al- mannatryggingakerfisins sitja áfram og enn i störfum og i sum- um tiifellum i bezt iaunuðu emb- ættum landsins. Þessar forsendur gerðu það að verkum. að almennt var álitið hjá stuðningsmönnum núverandi rikisstjórnar, að ekki væri hægt að fella niður tekjuskatt af elli- launum alveg án tillits til ástæöna gjaldenda, enda væri það mjög ósanngjamt gagnvart unga fólk- mu, sem er að mynda sin héímílí. Ellilaunin hafa heldur aldrei ver- ið undanþegin tekjuskattsálagn- ingu, svo þetta er ekkert nýtt i sjálfu sér. Aldraðir fá leiðréttingu Við athugun á þessum þætti, þ.e. gjöldum ellilifeyrisþega og öryrkja, við undirbúning skatta laganna i fyrra var talið, að ein- ungis um þriðjungur elli—og ör- orkulifeyrisþega i landinu myndu hafa það miklar tekjur á árinu 1971, að tekjur þeirra næðu þvi aö veröa skattskyldar til tekju- skattsálagningar, en tveir þriðju hlutar eða mikill meirihl. þeirra yrði algerlega skattlaus, hvernig sem með yrði fariö. Hins vegar var gert ráð fyrir þvi, aö þaö ákvæði skattalaga að fella niður tekjuskatt, sem væri kr. 5 þús. og lægri og lækka hlutfallsl. tekju skatt þessa fólks frá 5 þús. upp i 10 þúsund krónur myndi ná til verulegs hluta þeirra, sem i tekjuskatti lentu. Það hefur hins vegar komið á daginn, að tekjur þess fólks urðu meiri á árinu 1971 en gert hafði verið ráð fyrir i þeim áætlunum, sem byggt var á við undirbúning skattalaga- breytingarinnar. Það hefur aldrei verið ætlun nú- verandi rikisstjórnar að byggja afkomu rikissjóðr á þvi að sækja fé til þeirra, sem á einn eða annan hátt eru verr settir i þjóðfélaginu en aðrir, heldur einmitt að færa frá hinum betur megandi til hinna, sem lakar eru settir. Þess vegna var það svo á fundi rikis- stjórnarinnar sl. þriðjudag, sem var fyrsti fundur sem forsætis- ráðherra og ég sátum frá þvi skattskráin kom út vegna íjarveru, að ákveðið var að bæta úr þessu með þvi að ganga lengra á þeirri braut, sem farin var i vetur með niðurfellingu og lækkun tekjuskatts aidraðra og öryrkja að ákveðnu marki. Til rækilegrar athugunar Þessi mál eru núna til athugunar og endanlegar ákvarðanir hafa ekki enn verið teknar. En á þessu stigi get ég sagt, að hugmyndin er að fella niður tekjuskatt hjóna i þessum hópi, sem er 22 þúsund krónur og iægri og siðan hlutfallsleg lækkun tekjuskatts a.m.k. upp að 44 þúsund króna skatti. A sama hátt yrði felldur niður tekjuskattur einstaklinga i þessum hópi upp að 14 þúsund krónum og hlutfallsleg lækkun skattsins a.m.k. upp aö 28 þúsund krónum. Þetta er ekki full ráðið enn eins og ég sagði, og álagningin öll er nú til sérstakrar athugunar á vegum fjármála- ráðuneytisins og reynt verður að fá sem bezta og gleggsta mynd af álagningunni i heild, enda tel ég það höfuðnauðsyn vegna fram- haldsendurskoöunarinnar á skattalögunum eins og ég hefi áður tekið fram. En ef niðurstaöan yröi i stórum dráttum á þá leiö, sem ég hef drepið á hér, þýðir það aö aldraðir greiddu ekki óskertan tekjuskatt fyrr en viö 350 þúsund króna nettótekjur hjóna og ein- staklingur greiddi ekki óskertan tekjuskatt fyrr en tekjur væru komnar yfir 232 þúsund krónur nettó. Þessar tekjutölur eru auö- vitaö miðaðar viö áriö 1971 en svara til mun hærri tekna á þessu ári eða 25-30% hærri, ef miðað er við þær áætlanir sem fyrir liggja. — Stjórnarandstaðan hefur m.a. haldið þvi fram að unnt hefði verið að fresta þessari kerfis- breytingu skattalaganna og lappa upp á gamla kerfið? — Ég hef að nokkru leyti nú þegar rökstutt, að það var ófram- kvæmanlegt að koma fram breytingum á tryggingalögunum með svo háum persónusköttum, sem af þeim breytingum leiddu. Þetta kemur bezt i ljós i sam- bandi við námsfólkið, en þessi breyting hefur orðið þvi mjög hagstæö. Námsmaður með 150 þúsund króna tekjur i fyrra þarf að greiöa kr.7 þúsund i öll opinber gjöld á þéssu ári, en ef gamla kerfið heföi verið látið standa ó- breytt, hefði hann oröið að greiöa 18 - 19 þúsund á þessu ári. Það hefðu ekki verið lakari uppsláttardæmi að taka 20 þúsund krónur af svo tekjulágum námsmanni en þau dæmi, sem nú hafa verið notuð i blöðum stjórnarandstöðunnar. Ég tel, að það hafi tekizt að færa byrðarnar til og gera þær réttlátari en það var höfuð — markmiðið að sjálfsögöu. Skattfrelsi hlutafjár og félagaskattar En auk þessa var'komið i veg fyrir það með skattalaga- breytingum, að þau skattalög, sem fyrrverandi rikisstjórn setti og áttu að koma til framkvæmda við álagningu á þessu ári, yrðu framkvæmd. í þessum skatta- lögum viðreisnarstjórnarinnar voru ákvæði, sem gerðu fjár- sterkustu fyrirtækjum landsins kleift að verða skattlaus eða skattlitil og auðvitað hefði orðið að taka þær fjárhæðir, sem opinberir aðilar þurfa að inn heimta á þessu ári,af hinum al- menna skattþegni i staðinn.færa þungann frá fjársterkum fyrir- tækjum á hinn almenna launa- mann. Þá var einnig komiö i veg fyrir það skattfrelsi hlutfjáreig enda, sem fyrrverandi rikis stjórn hafði lögfest. Það er vissu- lega athyglisvert að það er ekki minnzt einu orði á þessar breytingar i blöðum stjórnarand- stöðunnar nú. 1 sambandi við nauðsyn breytingarinnar er lika rétt að vekja athygli á þvi, aö 18 sveitar- félög landsins þúrffu að leita ásjár Jöfnunarsjóðs sveitar félaga á árinu 1971 og fá þaðan aukaframlög, sem námu milljónatugum, svo þau gætu náö endum saman. 1 þessum hópi voru 8 fjöimenn sveitarfélög. Þaö varð þvi ekki komi'zt hjá þvl að gera verulegt átak til aö koma fjárhag sveitarfélaganna á heil- brigðan grundvöll og þaö var gert meö þvi að létta af þeim út- gjöldum, sem hundruöum milljóna króna nema og færa til útgjalda hjá rikissjóði og það er von mín, að sveitarfélögin þurfi ekki að leita ásjár á sama hátt nú og i fyrra og er þaö vel. Kaupmáttur launa En þegar litiö er á skatta- breytinguna og skattálagninguna i heild er höfuðatriöið auðvitaö það, aö hinn aimenni gjaldandi, i lágum eöa meðaltekjum megi vel una, þ.e. aö sá hluti sem hann heldureftir af launum sinum eftir að skattar hafa verið greiddir hafi meiri kaupmátt en áöur var. Og mér finnst aö opinberar tölur um þróun kaupmáttar launa séu svo sterkar og hinum almenna launamanni i vil, aö hann hljóti aö kveöa upp sina dóma um afkomu sina og gjöld til rikis- og sveitar- félags á þeim grundvelli. Hlut- fallsleg skattbyrði þessa tekju- hóps hefur ekki aukizt. En sé miðaö við kaupmátt verkamanns á fyrsta ársfjóröungi 1970 og júli 1972 kemur í ljós, að kaupmáttur timakaupsins hefur aukizt veru- lega. Fyrir þann hluta sem þessi launþegahópur heldur sjálfur, þegar skattar hafa verið greiddir Frarahald á bls. 19 llalldór E. SigurAsson fjármálaráAherra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.