Tíminn - 06.08.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.08.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 6. ágúst 1972 Aö kaffidrykkju í vinnustofu Höskulds Björnssonar listmálara Aft Kláskógum 2 í llveragerfti er litil kaffistofa, sem ckki á sinn iika hér á landi. Parna bjó llöskuldur Kjiirnsson listmálari ásaml fjölskyldu sinni i lágreistu húsi frá þvf 194(>, þangaft lil hann lé/.t 1963 eftir langvarandi hcilsu- lcysi. Kflir lát Höskulds sumarið 1964, sctti ekkja hans liallfriftur Hálsdóttir á stofn kaffisölu i vinnustofu Ilöskulds, en þar og i ibúft hennar og dólturdótturinnar, sem ali/t hefur upp hjá afa sinum ogömmu, eru allir veggir prýddir mynduin eftir llöskuld. Kaffistof- an lætur lítift yfir sér útifrá og ckki höfftu hlaðam. og Ijósmynd- ari Timans hugmynd um, aft hún heffti verift opin i ein átta ár, þcg- ar leift þeirra lá þangað nú um daginn. Ilallfriftur hefur aldrei auglýst starfsemi þessa. Kngu aft siftur dugar rckstur kaffistofunnar henni til lifsframfæris „svona meft þvi aft selja mynd og mynd”, segir hún. ,,Kg fæ aldrei nema gófta gesti, bætir llallfriftur vift, ,,og inargir þeirra vilja koma aft- ur.” Höskuldur Björnsson fæddist að Dilksnesi i Nesjahreppi, A.- Skaftafellssýslu. bað er athyglis- vert, hve margir málarar hafa komið af þessum slóðum. Jón Þorleifsson var einnig úr Nesja- hreppi og Svavar Guðnason frá Höfn, en auk þess eru ýmsir Sjálfsmynd el'tir llöskuld minna þekktir málarar upprunnir þar eystra. Leiða má getum að þvi, að sérkennilegt og litauðugt landslag ráði nokkru um þessa staðreynd. Höskuldur fór ungur aö teikna og mála. Hann átti meiri skilningi að mæta gagnvart þessari við- leitni, en ef til vill hefði mátt bú- ast við á þessum árum (Höskuld- ur fæddist 26. júli 1907). Afi hans, Eymundur Jensson var lista- smiðurog móðurbróðir hans, son- ur Eymundar gaf Höskuldi fyrstu litina. t vinnustofu Höskulds i Hveragerði er litill haglega gerð- ur bátur, sem Eymundur smiðaði handa honum til að leika sér i, þar er einnig kista, sem Eymundur smiðaði i Kanada, og hafði i farangur sinn, er hann sneri aftur heim til tslands eftir dvöl fyrir vestan haf. Höskuldur lærði teikningu hjá Rikharði Jónssyni myndhöggv- ara veturinn 1925-26. Hann naut einnig tilsagnar Jóns Stefánsson- ar listmálara veturinn 1928-29 og öðru hverju til 1931. Árið 1939 fór hann til Noregs i námsför en sneri heim aftur.er styrjöldin brauzt út. Lengst af dvaldist Höskuldur i Austur-Skaftafellssýslu þangað til hann fluttist búferlum til Hveragerðis. 1935 gengu þau Hallfriður Pálsdóttir i hjónaband, en þau kynntust á Laugarvatni, þar sem hún vann i héraðsskólan- um, en hann var gestkomandi hjá listunnandanum Ragnari Ás- geirssyni. Höskuldur og Hallfrið- ur bjuggu fyrst að Dilksnesi og siðan á Höfn, sem þá var ekki sá uppgangsstaður, sem nú er orðið. „Þetta voru erfið ár”, segir Hallíriður, „óskapleg fátækt, basl með húsnæði og verstur var þó óttinn við heilsuleysið, sem Höskuldur átti við að striða. Og það var alltaf litið á hann sem iðjuleysingja. Fólk hélt hann hlyti að geta unnið eitthvað. En ekki var annað en likamlega vinnu að hafa og hana þoldi Höskuldur ekki enda aldrei fullfriskur. En hann sannarkvann, Hann settist t.d> aldrei niður — nema hann væri að krota eitthvað. — Það er ótrúlega mikið til af skiss- um eftir hann.Þegar heilsan 'var Svipa sr. llannesar á Núpsstað. Lundaprestur veitir heilagt sakrainenti. söfnuöi Hallfriftur Pálsdóttir ber gestum beina Ikaffistofunni Bláskógum 2 i Hveragerfti. með betra móti málaði hann úti. En erfiðleikarnir voru ekki allt. Við vorum ánægð og hvað gerir fátæktin til þegar fólk er ánægt að öðru leyti.” Höskuldur málaði margar fuglamyndir, einnig landslag og gamlar byggingar, svo nokkuö sé nefnt. Hann hreifst af gömlu hús- unum á Akureyri og teiknaði mörg þeirra. Flestar fuglamynd- irnar málaði hann i Hornafirði, en þar var mikið fuglalif og er raun- ar enn þótt minnkað hafi. Beztu myndirnar af fuglalifi málaði hann úti. Þegar gengið er um vinnustofu og heimili Höskulds vaknar sú hugsun, að höfundur listaverk- anna hafi haft óvenjulegt imynd- unarafl. Margar myndanna koma á óvart svo sem lunda- messan og ýmsar fleiri. Á gang- inum hangir teikning af svipu, sem hangir uppi á vegg. Þetta er svipa sr. Hannesar á Núpsstað. Af henni gerði Höskuldur vatns- litamynd i mjög fallegum litum, sem ekki er vítað, hvar er niður- komin nú eins og er um fjölmarg- ar myndir Höskulds. „Ég hugsaði oft um þessa mynd”, sagði Hall- friður og svo fundum við allt i einu þessa teikningu af sömu fyrirmynd. „Þegar ég hef ekkert annað fyrir stafni dunda ég mér við að skoða gamlar myndir og skiss- ur”, segir Hallfriður. Ég hef verið að láta ramma sumar þeirra inn. Mér leiðist ekki á meðan ég fæst við þetta. Og eiginlega finnst mér alltaf að Höskuldur sé hérna ennþá.” SJ Úr kaffistofunni Tintamyndir Kóbert Dagstofan i Dilksnesi. i loftinu hangir gömul skipsklukka frá I Kvmuiidur afi Höskulds smfftafti handa h

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.