Tíminn - 09.08.1972, Side 1

Tíminn - 09.08.1972, Side 1
Á skákborðinu á Laugarvatni. Yzt til hægri hvita drottningin, Ingunn Guðmundsdóttir, og svarti kóngurinn, Hannes Jóhannsson. Þvi miður tókst okkur ekki að spyrja uppi nöfnin á riddaranum og hróknum til hægri. Ljósmynd: A.M. Stóráfallalaus verzlunarmannahelgi ÞÓ-Reykjavik Umferðin um verzlunarmanna- helgina gekk stórslysalaust að þessu sinni, þrátt fyrir gifurlega umferð. Þessi mikla umferðar- helgi hefur að mestu orðið stór- slysalaus siðustu árin, og bendir það til þess, að Islendingar gæti sin ekki i umferðinni á þjóðveg- unum fyrr en umferðin er orðin nógu mikil, og stanzlausum við- vörunum rignir yfir fólk. Aðeins er vitað um sex umferð- aróhöpp um helgina og var ekkert þeirra alvarlegt. Aðfaranótt laugardags var bif- reið ekið út af veginum við Svina- vatn i Austur-Húnavatnssýslu. Piltur og stúlka, sem voru i bif- reiðinni voru flutt i sjúkrahúsið á Blönduósi. Stúlkan hlaut m.a. skurð á höfuð og ökla auk heila- hristings en pilturinn, sem var ökumaður, marðist. Aðfaranótt laugardags varð árekstur milli fólksbifreiðar og vörubifreiðar i nágrenni Egils- staða. Tveir menn voru fluttir i sjúkraskýlið á Egilsstöðum. Munu þeir báðir hafa sloppið við alvarleg meiðsli. Þá valt og jeppi á Jökuldal. Um hádegi á sunnudag var bif- reið ekið út af veginum á Mos- fellsheiði, og valt hún meö þeim afleiðingum, að karl og kona, sem voru i bifreiðinni, meiddust og voru bæði flutt i slysadeild Borgarspitalans. Bifreiðin var ekki búin öryggisbeltum. Karl- maðurinn, sem ók bifreiðinni, mun hafa hlotið höfuðáverka, en konan röskun á hálsliðum. Var konan flutt i sjúkrahús. Ekki urðu fleiri umferðarslys, þar sem meiðsli urðu á fólki. Nokkuð færri umferðaróhöpp urðu nú en um siðustu verzlunar- mannahelgi. Á mánudag varð mjög harður árekstur á hæð á Norðfjarðarvegi við Skorrastað. Rákust þar sam- an tvær bifreiöir, en öryggisbelti voru notuð i báðum bifreiðunum og telur lögreglan á Neskaupstað, að þau hafi bjargað fólkinu frá mjög alvarlegum meiðslum. Báð- ar bifreiðarnar voru óökufærar eftir óhappið. 3D/v& ZiaÁvéZg/fc 4/ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 - Hitaveitan á Hvammstanga: Framkvæmd- ir hefjast í dag SB—Reykjavik Framkvæmdir við lagningu hitaveitu á Hvammstanga hefjast i dag, og er áætlað að hitaveitan vcrði komin i um 80% húsa á staðnum um áramótin, en meira verður ekki virkjað að sinni. Leiða þarf vatnið um 8 km leið frá Laugarbökkum, þar sem nú eru fyrir hcndi 18 sekúndulitrar af 97 stiga heitu vatni. Aætlaö er að Hvammstangi þurfi um 14 sekúndulitra, en af þessum 16/Sem fyrir hendi eru að Laugarbökkum, notar skólinn þar og önnur hús sitt. Afgangurinn mun vera i knappasta lagi fyrir Hvammstanga en viöbótarboran- ir hefjast næstu daga, þegar bor- inn kemur frá Dalvik. Búizt er við, að hafin verði tenging húsa á Hvammstanga viö hitaveituna i desemberbyrjun. Þar eru um 120 hús, og fá um 90 þeirra hitaveitu i þessum áfanga. Úrgangurinn úr gúrnum áburður til uppgræðslu JI—Reykjahlið. Úrgangur úr gúrnum i kisilgúr- verksmiðjunni viröist hafa tals- vert áburðargildi, og jafnvel hugsanlegt að nota mætti hann til áburðar á tún. Upphaflega var úrganginum dælt út i hraun, og nú bregður svo viö, að hraunið er farið að gróa upp, og grasið einna likast þvi, að þar hafi verið borið á. Um tima var úrganginum dælt aftur i vatnið, en nú er farið að nota hann til þess að græða upp þau sár, sem mynduðust þar sem hrauni var skarað saman i undirstöðu undir leiðsluna úr vatninu. Fjórar flugvélar sækja slasaðan mann á haf út Þó—Reykjavik. Snemma i gærmorgun barst Slysavarnaféiagi tslands hjálpar- beiðni frá þýzka togaranum Bremerhaven, þar sem hann var sladdur út af Stokksncsi. Einn skipverja hafði meiözt inikiö á höföi og þurfti að komast tafar- laust undir læknishendur. Slysa- varnafélagið liafði samband við Varnarliöiö, og fóru varnarliðs- menn af staö á tveimur risaþyrl- uin og Herkúles-björgunarvél. önnur þyrlan lenti ó Stokksnesi og beið átekta þar, en hin þyrlan og llerkúlesvélin fóru til móts við togarann. Maöurinn var dreginn upp i þyrluna og kom hún með hann til Reykjavikur rétt eftir há- degi i gær. Maðurinn var lagður inn á Borgarsjúkrahúsiö, og er tvisýnt um lif hans. Hannes Hafstein, fulltrúi Slysa- varnafélagsins, sagði, að það hefði verið um kl. 7.30 i gærmorg- un sem umboðsmaður þýzkra togara á tslandi, Ludvig Siemsen, hafði samband við Slysavarna- félagið og bað um aðstoð við að koma stórslösuðum þýzkum sjó- manni i sjúkrahús. Þegar þetta gerðist var Bremerhaven staddur um 75 sjómilur austur af suðri frá Stokksnesi með stefnu á Nes- kaupstað, og áætlaði togarinn 7-8 tima siglingu þaðan. Búið var að hafa samband við sjúkrahúsið á Neskaupstað, og þar var sagt að öll hjálp væri til reiðu, en skýrt tekið fram, að þar sem maðurinn væri svona mikið slasaður, væri betra að koma honum i sjúkrahús i Reykjavik. Varðskip var á þessum slóðum i gærmorgun, og lofaði það allri aðstoð ef önnur hjálpartæki kæmu ekki að gagni. En veðrið á þessum slóðum var norðan 3-4 vindstig og ágætt skyggni, þannig að sýnilegt þótti að ágætar að- stæður til flugs væru fyrir hendi. Þá var leitað til Varnarliðsins og þvi greint frá öllum kringum- stæðum. Strax kom svar frá Varnarliðinu, og sögðu Varnar- liösmenn, aö þeir myndu reyna að ná sjúklingnum frá borði og koma honum til Reykjavikur svo fljótt sem auðið væri. Skipstjóri togarans var nú beð- inn að breyta um stefnu og halda i átt að Stokksnesi. Um leið fór Herkúles-björgunarvélin af stað frá Keflavik, og fann hún togar- ann mjög fljótlega. Herkúlesvélin hélt sig yfir tog- aranum, og nú voru báðar Jolly Green biörgunarþyrlurnar komn- ar i loftio, og voru sjúkraliðar um borð i þeim. önnur þyrlan hélt rakleiöis til móts við togarann, en Framhald á bls. 19 Er ég dauður eða er ég ekki dauður? - Misskilningur í manntafli í Atlavfk JK.—Egilsstöðum. Drap ég mann eða drap ég ekki mann? spyr Jón Hregg- viðsson i tslandsklukku Hall- dórs Laxness. Er ég dauður eða er ég ekki dauður? hefði einn þeirra, sem tók þátt i manntaflinu i Atlavik á sum- arhátiðinni, átt að spyrja sjálfan sig. En hann gerði það ekki, heldur fullyrti ein- faldlega, að hann væri dauður. Og gekk með það út af skák- borðinu, svo að setja varð annan mann i hans stað, þvi að allir aðrir stóðu fast á þvi, að hann væri bráðlifandi. Þarna tefldu þeir Guðjón Jónsson, skólastjóri á Hall- ormsstað og Hákon Sófusson frá Eskifirði. Fólk á taflborðið var valið á staðnum úr hópi mótsgesta og skrýtt eins og vera bar, og fóru leikar svo, að Guðjón skólastjóri vann. Nokkurri truflun olli skyn- villan, sem laust manninn, sem hélt, að hann væri dauður og varð ekki ofan af þvi hafð- ur, þrátt fyrir fortölur og eftir- gangsmuni. Honum hefur sem sagt verið talsvert öðru visi farið en þeim, sem deyja snögglega og átta sig ekki á öðru fyrst i stað, að sögn miðla, en þeir séu enn i sinum gamla, góða heimi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.