Tíminn - 09.08.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.08.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miövikudagur 9. ágúst 1972 FASTEIGNAVAL Skólavöröustlg 3A. II. hœð. Símar 22911 — 19253. FASTEIGNAKAUPENDUR Vanti yður fasteign, þá hafið ' samband við skrifstofu vora. 'Fasteignir af öllum stserðum og gerðum fullbúnar og í ismíðum. -- FASTEIGNASELJENDUR . Vinsamiegast látið skrá fast- ’eignir yðar hjá okkur. Áherzla lögð’-á góða og ör- uggá þjónustu. Leitið uppl. um verð og skilmála. Maka- skiptasamn. oft mögulegir. , Önnumst' hvers konar samn- ingsgerð fyrir yður. Jón Arason, hdl. Málflutningur . fasteignasala Græðnm laudið geynuini fé 'BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Bréf frá lesendum BÆNIJAFÖR GRÆNI.ENDINGA Grænlendingar voru hér i Bændaför seinni hluta júlimánað- ar. Blöðin sögðu frá ferðinni, en i knappara lagi, og eitt atriði ekki sannleikanum samkvæmt. Það má sjálfsagt afsaka slikt með þvi, að blaðamennirnir séu alltaf i kapphlaupi við hverja minútu eins og hlaupararnir. Fréttir af einu og öðru berast blöðunum ein- att, á skotspónum, og ekki timi til að athuga, hvort allt sé rétt, enda sé engin goðgá þó út af bregði að einhverju leyti. Timinn sagði frá ferð þeirra Grænlendinganna i stuttri, vel skrifaðri fréttaklausu. Sagt var frá þvi, að þeir hefðu farið austur fyrir fjall, upp Hrunamanna- hrepp, komið að F'lúðum og Haukholtum. Þaðan munu þeir hafa farið, sem leið liggur að Gullfossi, og Geysi, þó að þess væri ekki getið. Að sjálfsögðu fóru þeir austur um Hraungerðis- hreppog upp Skeið. Liklega finnst mér, að ef þeir grænlenzku hafa ferðast vel sjáandi, þá hafi Skeið- in vakið sérstaka athygli þeirra, svo þéttbýl sem sveitin er, reisu- leg býli, kafgresi á báðar hendur og Vörðufell ris upp af hinni grænu sléttu eins og voldugur höfðingi. A þeim árum, er ég átti hlut að umsjón með ferðum erlendra bændahópa, t.d. upp að Gullfossi og Geysi, valdi ég nær alltaf leið- ina austur Flóa og Skeið til að UROGSKAfiTGHiPIR KCRNEUUS JONSSON SKÖLAVÖR0USTIG8 BANKASTRÆTl 6 18688-18600 KSI-UBK íslandsmót Melavöllur * Breiðablik • flkranes leika í kvöld kl. 8,00 Knattspyrnudeild Breiöabliks, Kópavogi BIFVELAVIRKI Bifvélavirki eða maður vanur bilavið- gerðum óskast i 1-2 mánuði. Upplýsingar hjá Halldóri Halldórssyni i sima 11 Vopnafirði. sýna hinum erlendu bændum þessar grösugu, þéttbýlu sveitir, og eftir að Skálholt reis úr rúst, lá leiðin um þann fræga sögustað. A þeirri leið eiga ferðamenn að stanza á hæðinni milli Helgastaða og Iðu. Þar er fagurt útsýni upp um Tungur og Ytrihrepp og fjalladýröin i fjarlægð. Enn feg- urra er þó um að litast i Laugar- ási, uppi á ásnum, þar sem gamli bærinn stendur. Ég tek frú Aðal- björgu Haraldsdóttur frá Einar- stöðum, sem átti sinn húsfreyju- sess að Miðdal og Laugarvatni, til vitnis um þetta. Hún kunni vel að meta þessa sérstæðu fegurð: Hvitá og Stóra-Laxá liðast um hina viðáttumiklu, grænu sléttu, blómlegar sveitir blasa við aug- anu, og „fjallhnjúka raðirnar risa i kring sem risar á verði við sjón- deildarhring” i orðsins fyllstu merkingu. Og Langjökull, þessi mikli jöklajötunn, liggur letilega i allri sinni miklu lengd og ljóm- andi geisladýrð á bak við fjöllin bláu. Þessa fegurð hafa hin þungu regnský hulið i sumar. En svo skal aftur vikið að ferð Grænlendinganna og þá sérstak- leg að Kristian Motzfeld, sem var með i förinni. Sagt var réttilega, að hann hefði farið þarna um kunnar slóðir — frá þeim tima, sem hann var við landbúnaðar- störf i Miðhúsum i Hreppum og mun þá átt við bæ með þvi nafni i Gnúpverjahreppi. Margir fjöl- miðlamenn, útvarps og blaða rugla sama Hrunamanna- og GnUpverjahreppum, gera sér svo hægt um hönd og segja, að þess eða hinn bærinn sé i Hreppum. Þannig er þaö með veðurfræðing- ana, Þeir segja einstöku sinnum frá veðurfari á Hæli i Hreppum, en Hæll er svo sannarlega i Gnúp- verjahreppi, það ættu þeir góðu menn að vita og muna. En Motzfeld hinn grænlenzki steig aldrei fæti sinum að Miðhúsum á bökkum Þjórsár hjá Þrándar- holti. Hann var i Miðhúsum i Biskupstungum hjá Sighvati Arnórssyni, Sigurjónssonar, og hinni þýzkættuðu konu hans. Margréti Grunhagen. Ég átti fyrstu tillögu um, að hann færi þangað, af þvi að ég vissu þau vera afbragðshjón, bæði að menntun og allri umgengni. Þar undi hann sér þvi vel, og heim- sótti þau i þessari ferð. Þorsteinn Sigurðsson. IIESTAMANNAMÓT Kæri Landfari! Að undanförnu hafa verið haldin tvö fjórðungsmót og mörg hestamannamót (héraðsmót) viðsvegar um landið. Ég hef haft tækifæri til að koma á nokkur þeirra og oft haft gaman af. Mótsstaðir eru viða sæmilegir og sums staðar ágætir eins og á Rangárbökkum sunnan við Hellu. Þeir, sem þar hafa að staðið, eiga hrós skilið. En tvö atriði eru það, sem ég tel, að betur megi fara, ef taka á tillit til þeirra, sem mótin sækja og aðganga greiða. Annaö er það, að hlaupin eru mjög misjafnlega löng. Þetta á ekki við um skeið og folahlaup, en um hlaup fullorðinna hesta, 300, 350 og 400 metra, og eins um lengri hlaup veðhlaupahesta. Þau eru 600, 800, 1000 eða 1200 metrar. Liklega er það dómnefnd, vallar- stjóri eða einhverjir aðrir, sem þessu ráða. En er ekki æskilegt, að hlaupin séu jafnlöng, hvar sem völlurinn er á landinu? Þjálfun verður auðveldari fyrir þá, sem láta hesta sina hlaupa viöa, og samanburður verður auðveldari á milli hesta, sem látnir eru i löng hlaup á mismunandi stöðum. Vona ég, að stjórn Landssam- bands hestamanna taki þessa ábendingu til vinsamlegrar at- hugunar. Hitt atriðið, sem ég vil endi- lega, að verði lagfært, er sú óstundvisi og sá seinagangur, sem einkennir flest mót hesta- manna. Oft liður langur timi á milli hlaupa og á meðan verða áhorfendur að húka á þúfnakoll- um og doka og doka, þar til þeim, sem stjórna, hefur tekizt að'finna eða ná saman þeim, sem keppa eiga i næsta riðli. Þessar tafir eru ekki afsakan- legar, — það sjá allir, þegar þeir hugsa um það. Þarna eru mót, sem selt er inn á og það er sann- gjarnt, að keppendur láti ekki standa á sér — og að áhorfendur fái sæmilega sýningu fyrir þær 250 krónur, sem viða eru teknar i aðgangseyri. Af þeim mótum, sem ég hef verið á, hefur mótsbragur og fyr- irkomulag verið bezt hjá hesta- mannafélaginu Fáki i Reykjavik. Þar hefur hraðinn verið góður og þulur lagt sitt af mörkum til að gera hlaupin spennandi og fjörug. Vona ég, að næsta sumar vandi menn meira til þessara annars ágætu hestmannamóta. „Móðnir”. FYRSTAR 1887 ogenn ífullu fjöri steel power 1.5 VOLT IEC R20 _ ___ Daninn Wilhelm Hellesen fann upp og framleiddi fyrstu nothæfu þurrrafhlöðuna ffyrir 85 árum. í dag streyma HELLESENS rafhlöður hingað beint frá Kóngsins (Drottningarinnar) Kaupmannahöfn, hlaðnar orku. Hringið eða komið og tryggið yður þessa afbragðsvöru. Við önnumst bæði heildsölu- og smásöludreifingu. 2)!/icL6£a/uAé4a/L A / RAFTÆKJADEILD HAFNARSTRÆTI 23 • REYKJAVÍK • SiMI 18395 • SiMNEFNI ICETRACTORS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.