Tíminn - 09.08.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.08.1972, Blaðsíða 3
MiAvikudagur !). ágúst 1972 TÍMINN 3 w Friðrik Olafsson skrifar um tólftu skákina IIv.: Fischer Sv.: Spassky. Drottningarbragð. I. c4 — Þessi UDDhafsleikur hefur reynzt Fischer vel i einviginu sbr. 6. og 8. skákina. Einn út af fyrir sig nefnist hann „Enski leikurinn”, en að sjálfsögðu getur hann verið uppspretta fjöldamargra byrjanakerfa, svo sem drottningarbragðs, indverskra varna og Grunfeld- varnar svo að dæmi séu tekin. 1. — eC Spassky svarar á sama hátt og i 6. skákinni. í 8. skákinni lék hann 1. —, c5. 2. Kf:t d5 3. d4 Kf6 4. Kc3 Be7 5. Bg5 1)6 6. Bh4 0-0 7. e3 Itbd7 Spassky gripur til hins hefð- bundna drottningarbragðs, sem var i hávegum haft á dög- um Alekhines og Capablanca. Tartakover-afbrigðið 7. — b6 reyndist honum illa i 6. skák- inni. 8. IIcl c6 9. Bd:i dxc4 1«. I$xc4 1)5 Uppskiptaafbrigðið svo- nefnda sem Capablanca kom fram með, þ.e. 10 —, Rd5 o.s.frv. er ekki árangursrikt i þessari stöðu eftir að hviti biskupinn er kominn til h4. Hvitur getur einfaldlega leikið 11. Bg3. ET—Keykjavik. 12. einvigisskákin, sem tcfld var i gær, var frcmur leiðinieg á að liorfa. Staðan var ætið i jafn- vægi. allt til 40. leiks, er skákin fór i bið. Byrjunin var dæmigert drottningarbragð, en skákin þróaðist hægt og litið var um uppskipti. i biðstöðunni hcfur Fischer tvo biskupa á móti riddara og biskup Spasskis, en staðan er að öðru leyti áþekk. Flestir telja stöðuna jafnteflis- lcga. þótt Fischer standi e.t.v. hcldur betur að vigi. Biðskákin verður tefld kl. 5 i dag. HRATT TEFLT I BYRJUN Klukkan er rúmlega fimm, Spasski þegar mættur til leiks, en Fischer enn ókominn. Von bráðar renna áskorandinn og fylgdar- maður hans, presturinn Lom- bardy, upp að bakdyrum Laugar- dalshallarinnar. Fischer snarast inn og ég heyri niðurbrotinn myndasmið andvarpa: „Ég náði bara einni. en ætlaði a.m.k. að taka tvær!” 1. leikur Fischers er c4: ekki svo óvæntur leikur nú orðið. Svar Spasskis er e6 og upp kemur drottningarbragð. Keppendurnir leika fyrstu tiu leikina hratt og örugglega. en Fischer staldrar 11. Bd3 a6 12. a4 Hér koma fjölmargar leiðir til greina fyrir hvit, svo sem 12. e4 12. 0-0 13. Bbl o.fl. Leikur Fischers er talinn einn sá skarpasti i stöðunni. 12. — bxa4 Annar möguleiki er 12. — b4 sem leiðir til mikilla sviptinga eftir 13. Bxf6, gxf6 14. Re4, f5 15. Rg3, c5 16. d5, Bf6 o.s.frv. Nefna má einnig 13. Re4, eins og i skákinni Capablanca- Rossolino i Paris 1936. Þar varð framhaldið 13 — Rxe4 14. Bxe7, Rxf2 15. Bxd8, Rxdl 16. Kxdl, Hxd8 og hvitur náði betri stöðu. 13. Rxa4 Svartur svarar 13. Dxa4 ein- faldlega með 13. —, Hb8! 13. — Da5 + 14. Rd2 Bb4 14. —, c5 er varhugavert i þessari stöðu vegna 15. dxc5, Rxc5 16. Rxc5, Bxc5 17. Bxf6, gxf6 18. Dg4 + , Kh8 19. De4 og vinnur. 15. RcS c5 16. Rb3 Á þennan hátt tefldist einnig skákin Stahlberg-Capablanca 1936.1 bók sinni um drottning- arpeðsby rjanir mælir Taimanov með 16. Rc4, Dd8 17. 0-0, cxd4 18. exd4, Bb7 19. De2, Be7 20. Hfel með skárri stöðu fyrir hvit. Sennilega hef- ur Spassky haft eitthvað til málanna að leggja i þvi sam- bandi. fyrst við 11. leik og hugsar sig um nokkra stund. MINNISPENINGARNIR RJUKA UT Á meðan nota ég tækifærið og litast um i anddyri Hallarinnar. Fljótlega rekst ég á Ásgeir F'rið- jónsson, þarsem hann er i óðaönn að selja hina nýútgefnu minnis- peninga Skáksambandsins. Ás- geir fræðir mig á þvi, að hann hafi þegar selt rúmlega 100 sett frá hádegi. (1 einu setti er gull-, silf- ur- og bronspeningur og kostar þaö 14 þús. kr. Stakur gullpening- ur kostar hins vegar 12 þús., silf- urpeningur 14 hundruð og brons- peningur 7 hundruð kr.). Enn fjölgar þeim, sem hyggja á peningakaup. Það má með sanni segja, að minnispeningarnir rjúki út eins og heitar lummur. Útlit þeirra lokkar eflaust að margan kaupandann og fallegar umgjörð- ir spilla ekki fyrir sölunni. „ÞETTA ER ALLT TEORÍA" Nú hafa kempurnar leikið 13 leiki og ég tek allt i einu eftir þvi, að Fischer hefur notað u.þ.b. 30 min. meiri umhugsunartima en Spasski. Óvenjulegt! Ég spyr júgóslavneska blaða- manninn Bjelica um stöðuna. „Þetta er enn mjög jafnt,” hljóð- ar svariö. Stuttu seinna heyri ég Jón Þorsteinsson segja: „Þetta er allt teoria.” Sem sagt: 16 leikj- Nákvæmara en 16. —, Dc7 17. Bg3, Db7 18. 0-0, cxd4 19. exd4, Hd8 20. Ra4, Rd5 21. Be4 og hv. náði betra tafli Fine- Belawenez i Moskva 1937. 17. 0-0 cxd4 18. Kxd4 Bb7 19. Bc4! Mjög sterkur leikur sem set- ur svart i óþægilega aðstöðu. Spassky verður að vanda vel val næstu leikja sinna til að halda jafnvægi i stöðunni. 19. — I)b8! Oráðlegt væri 19. —, Bxe4 20. Rxe4, Be7 vegna 21. Rc6 og sv. á við mikla erfiðleika að etja. Spassky finnur beztu vörnina. 20. Bg3 20. Rc6, Bxc6 21. Bxc6, Ha7 22. Bg3 kom einnig sterídega til greina. 20. — I)a7 21. RcO Bxcd 22. Bxcli HaeX Eftir uppskiptin á c6 hafa linurnar skýrzt nokkuð. Hvit- ur stendur ivið betur að vigi vegna hinna langdrægu bisk- upa sinna, sem njóta sin vel i svo opinni stöðu, en að öðru leyti er litið um stöðuna að segja. Spassky teflir fram- haldið af nákvæmni og tekst að jafna taflið innan skamms. 23. Ra4 Hvitur vill ekki leyfa uppskipti á c3, sem ættu sér stað eftir 23. Bf3. 23. — Hfd8 24. Bf3 a5 25. IIcli IlxcO 26. Bxc(i IIc8 27. Bf3 I)a(i um lokið og enn eru tvimenning- arnir rigbundnir"við teoriuna. ,,HE HASN'T GOTACHANCE" Frank Brady er viss um, að þetta verður baráttuskák. „Sum- ir halda þvi e.t.v. fram, að skákin sé jafnteflisleg. En ég held, að báðir tefli til vinnings. Spasski verður eiginlega að vinna skák- ina, ætli hann að halda heims- meistaratitlinum. Fischer er aft- ur á móti staöráðinn að hefna ófaranna frá þvi á sunnudag.” Við matsöluna rekst ég á Texas- búa, sem er nýkominn hingað frá London til að fylgjast með einvig- inu. Ég spyr hann, hvernig þetta fari. „He hasn’t got a chance,” segir hann að bragði og á þar við Spasski. „Ég hef nýlega dvalizt i Rússlandi,” bætir hann viö. „Rússarnir eru sama sinnis og ég. Ég skal segja þér dálitið. Spasski er alls ekki i góðu formi þessa stundina. Hann er i þann veginn að skilja við konuna sina og á auk þess i fjárhagsbasli.” Sá frá Texas lætur dæluna ganga og ég tek hjartanlega undir með af- greiðslustúlkunni, þegar hún seg- ir (auövitað á islenzku): „Það er munur að vita allan skapaðan hlut! ” SIGURVEGARAR i ISLANDSFERÐ Skákin mjakast áfram og stað- an er enn tvisýn. 1 anddyrinu hitti Heimsmeistarinn fer nú smám saman að færa sig upp á skaftið. 28. Il3 Db5 29. Be2 Dc6 30. Bf:t I)b5 31. 1)3 Fischer hefði vafalaust get- að fengið jafntefli hér með 31. Be2 ef áhugi hefði verið fyrir hendi. En hann vill tefla til þrautar. 31. — Be7 32. Be2 Db4 33. Ba6 IIcO 34. Bd3 Rc5 35. I)f3 IIc8 36. Kxc5 Bxc5 37. IIcl lld8 Auðvitað ekki 37. —, Dxb3 vegna 38. Hxc5 og vinnur. 38. Bc4 Dd2 39. Ilfl Bb4 40. Bc7 IId7 Hér fór skákin i bið. Fischer leikur biðleiknum, 41. leik. Staðan er i jafnvægi eins og hún hefur verið siðustu 10-15 leikina, og jafntefli rökrétt niðurstaða. F.Ó. Biðstaðan: ég Svein Sæmundsson, blaðafull- trúa Flugfélagsins. Hann bendir mér á blaðamann frá brezka blaðinu Daily Mirror, sem búi yf- ir einhverju fréttnæmu. Blaða- maðurinn, Peter Moeller (af dönskum ættum), segist vera hingað kominn með 4 sigurvegara i skákþraut, sem Daily Mirror efndi til. Verðlaun fyrir beztu lausnirnar voru ferð til Reykja- vikur á heimsmeistaraeinvigið. Rúm 30 þús. manna viðs vegar af Bretlandseyjum sendu inn úr- lausnir. Höfundar fjögurra beztu lausn- anna eru nú hingað komnir og dveljast hér fram á laugardag. Flugfélag tslands hefur annazt alla fyrirgreiðslu i sambandi við ferð þeirra. Að sögn Sveins er enn ekki ákveðiö, hvað gert verður fyrir sigurvegarana hér á landi. Vafalaust verður þeim sýnt eitt- hvað af landi og þjóð þann stutta tima, sem þeir staldra við. JÖFN STAÐA ÁFRAM Leikirnir hrannast upp. Staðan er jöfn — en kannski ekki jafn- teflisleg. Fáir tjá sig um stöðuna á þessu stigi. Ég spyr Turover, bandaríska skákáhugamanninn, og hann svarar: „Staðan er svipuð.Að visu hefur biskupapar Fischers kosti fram yfir biskup og riddara Spasskis, en þeir eru hveríándi.” Út undan mér heyri ég Frh. á bls. 6 Kaupmáttur launa skiptir höfuðmáli í viðtali þvi, sem birtist við Halldór E. Sigurðsson fjár- inálaráðherra hér i Timanum sl. sunnudag, segir hann m.a.: „Þegar litið er á skatta- breytinguna og skattálagning- una i lieild, er höfuðatriðið auðvitað það, að hinn almenni gjaldandi, i lágum eða meðal- tekjum, megi vel við una, þ.e. að sá liluti, sem hann heldur eftir af launum sinum eftir að skattar liafa verið greiddir, liafi meiri kaupmátt cn áður var. Og mcr finnst, að opin- berar tölur um þróun kaup- máttar launa séu svo sterkar og hinum almenna launa- manni i vil, að hann hljóti að kveða upp sina dóma um af- komu sina og gjöld til ríkis- og sveitarfélags á þcim grundvelli. Hlutfallsleg skatt- byrði þessa tekjuhóps hefur ekki aukizt. En sé miðað við kaupmátt verkamanns á lyrsta ársfjórðungi 1970 og júli 1972 kcmur i ljós, að kaup- máttur timakaupsins hefur aukizt verulega. Fyrir þann hluta,scm þessi launþegahóp- ur hcldur sjálfur, þegar skatt- ar liafa verið greiddir, fá þeir l(l,4%-45,3% meira nú en 1970, sé miðað við timakaup, en 27,6%-32,l% meira sé ekki reiknað með áhrifum stytting- ar vinnuvikunnar, scm núvcr- andi rikissljórn lögfesti og miöaö við kaupmátt viku- kaupsins. Þetta eru tölur, sem ekki verða véfengdar, og þær getur stjórnarandstaðan ekki gagn- rýnt ncina ráðast á kauplags- nefnd og Kjararannsóknar- nefnd, sem starfar i samvinnu atvinnurekcnda 0g laun- þega.” Loka verður leiðum til að hagræða framtölum I niðurlagi viðtalsins sagði fjárinálaráðherrann: „Mér er lullkomlega ljóst, að gjaldendur eru nú sem fyrr misjafnlcga ánægðir ineð skattana sina og fæstir ánægð- ir, svo sein venja er. ckki sízt þegar skattar liækka almennt, þó að |iað stafi fyrst og fremst af auknuin tekjum. Ég minni á, að rikisstjórnin hél aldrei neinni skattalækk- un. ilún hét hinsvegar að koma iniirgu góðu til leiðar, svo sem hún hcfur gert, og að iiðru er unnið sem krcfst mik- ils Ijárinagns og þjóðin vill láta frainkvæma, svo sem bættar samgöngur, hafnir, aukna skóla og sjúkrahús- hyggingar o.fl. o.fl., enda hef- ur dugnaður og franisækni verið einkenni þjóðarinnar og cr ennþá. Það vcit ég lika að öllum er Ijóst að hvort tveggja verður ekki gert, skattar lækkaöir og framkvæmdir auknar. Allt það, sem við höfum hér að frainan rætt um, er þó ekki aðalatriðið við skattalagn- ingu, heldur liitt, að skattar séu réttlátlcga álagðir. Þvi miður finnst mér ég sjá augljós dæmi um það, að þar sé viða misbrestur. Slikt cr óviöunandi. Fljótlcga eftir stjórnar- skiptin i fyrra var fjölgaö vcrulega i skattarannsóknar- lögrcglunni, ég geri mér von um,að þar hafi gott fólk komið til starfa. Nú koma verkefnin til þess. Ég treysti þvi að árangurinn af starfi þess láti nú ekki á sér standa. Aöalatriðið er þó það sem hefur sýnt sig, að stefna þess- arar álagningar er rétt, þvi að hún er tilfærsla til hinna efna- minni frá þeim, sem bctur inega sin, og það verk, sem nú cr unnið að og vcrður unnið að viö framhaldsendurskoðun skattalaganna miöar að betri framkvæmd þeirrar stefnu en ennþá er oröið.” TK 16. — Dd8 Þrátefli i 12. einvígisskákinni: BIÐSTAÐAN JAFNTEFLISLEG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.