Tíminn - 09.08.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.08.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 9. ágúst 1972 VinarsafniA. gestanna þekkzt boðið og stóru hestarnir brokka af stað út á Karntnerstrasse, með tignar- legum fótaburði og hæglátum hreyfingum. Vel má hugsa sér, að brúðhjón löngu liðinna tima, séu að leggja af stað frá altarinu til heimilis framtiðar sinnar, þar sem þau ætla að skapa sér far- sæld og hamingju, ofurlitla Vinarparadis i þeirri „veröld, sem var." Næst skulum við þá litast um i sveitinni til að finna þá „veröld sem var", og satt að segjá verður það enn auðveldara þar. Frið- sælir dalir, skógi vaxin fjöll, grónar grundir, með einlitum eða svartflekkóttum kúm á beit, ein- stiik bóndabýli, yfirgefnar kirkjur inn á milli trjánna, klausturrústir á hæðum og brosandi gististaðir, sem hafa verið gerðir úr gömlum herrasetrum. allt minnir á þá veröld.sem var og þarf vafalaust ekki lengi að leita til að finna hana þar i allri sinni dýrð. — Þaö sannar iitið þorp, Nestelbach, i nágrenni Graz-borgar uppi i Ijiillum Steiermarkt. Þar sést varla maður a gangi. En þeir fáu, aðallega börn, gangandi á ieið i skóla, stanza til að horfa forvitnum augum á ferðafólkið,bregða fingri i munn sér og brosa hvitum tönnum og rauðum vörum. Þau meðal gestanna,sem hafa komið áður til Nestelbach og dvalið þar yfir páskana segjast aldrei hafa neitt fegra né frið- sælla augum litið til þorps- kirkjunnar fyrir sólris á páska- dagsmorgni. Þá situr enginn heima, né sefur á sitt græna eyra. Við komum i kirkjuna, sem er hálfhulin undir brekkunni, sem þakin er hávöxnum trjám. Rétt við kirkjudyrnar eru mynda- styttur af Mariu guðsmóður og sjálfum Jesú Kristi. En sitt hvoru megin þessara einföldu likneskja eru stórar töflur meö nöfnum allra þeirra^sem fallið hafa úr þessu litla þorpi i tveim heims- styrjöldum. Og þetta hafa verið nokkrirtugir ungra manna hvoru sinni. Samt er vart meira en fimm hundruð manns i þessu friö- sada fjallaþorpi. — Enn eitt tákn og undur þess brjálæðis, sem grimmd. heimska og hatur vald- hal'a getur af sér ieitt. En jafnvel þetta djiifulæði striðs og þjáninga gat ekki hrakið þá „veröld sem var" brolt úr þessum dölum. Sú veröld blasir ekki einungis við i hverjum hlut litlu kirkjunnar, heldur einnig og ekki siður af ljómandi andlitum þess gestrisna fólks, sem þarna býr, fallegum þjóðbúningum þess, þar sem dökkir bláir og hvitir litir hafa völd og leiftrandi augun og bros- um sólbrúnna andlita, þar sem allir sýnast ungir, fallegir og góð- ir. Ofurlitil Ijósbrún bæna- og siingvabók með gylltri ..mynd af hörpu úr þessari katólsku kirkju er mér talandi og syngjandi tákn um, að sú ,,veröld sem var”, hefur <?kki verið og verður vonandi aldrei máð út i þessari friðsælu fjallaparadis Austur- rikis. ()g mynd af presti, sem talar við unga stúlku, skriftabarn sitt, verður mér minnisstæð. Þau horfa hvort við öðru hýr og full trúnaðar, ellin og æskan. En rétt hjá þessari mynd við skrifta- stólinn standa orð úr Sanskrit: Sneha Sadan, sem þýðir: Hús vin- áttunnar. En einmitt þau orð gætu verið yfirskrift þessarar „veraldar, sem var” og þeirra minja, sem þarna er ennþá um hana að finna, þár sem æska og elli áttu enn hugþekka samleið. A leiðinni komum við til Graz, sem er aðalborgin i Steiermarkt. Hún á enn þann varma, sem fagnar gestum og útlendingum og tekur sér til ánægju að gera þeim greiða endurgjaldslaust. Þar var brauð boðiö ókeypis með matnum, börnum gestanna gefið sælgæti og fylgt til dyra með kveðjum og góðum óskum. Gest- risni og góðvild ofar öllum hagnaðarsjónarmiöum, sólskin frá veröld,sem var. Við erum svo aftur i Vinarborg. Ungu islenzku húsráðendurnir þar segja, að nú skuli haldið til veitingastaöar, sem enn tilheyri þerri veröld sem var. Það er bjór- stofa, sem gerð er upp úr húsi, sem einu sinni fyrir 200 árum var hesthús. En nú eru þarna rúm- góðurog þægilegur veitingasalur. Þar sem áður gældu knapar við gljákembda gæðinga, sitja nú ástfangin ungmenni við krásum hlaðið borð. Það er unnt að fá grillsteikta kjúklinga fyrir ótrú- lega lágt verð. Og um leið og staðið er upp frá borðum koma þjónar og framreiðsludömur með tóma bréfpoka svo að gestirnir geti tekið leifar eða bein með sér heim handa hundinum sinum eða kettinum að nazla, svo að þeir, Framhald á bls. 19 Árelíus Níelsson: „Veröld, sem var” Mcistarinn Stefan Zweig hefur ritað dásamlega bók, sem hefur verið þýdd á islenzku undir þeim titli, sem valinn er að yfirskrift þessara hugleiðinga. Bók Zweigs dregur upp dýrð- legri mynd af þvi friösæla og lagra menningarlifi, sem hann kynntist i Austurriki og öðrum löndum Mið-Evrópu, áður en heimsstyrjaldirnar tvær og siðar kúgúnariifl kommúnismans fóru eldi og myrkri yl'ir þessi friðsælu menningarliind. Ilonum finnst sem hvergi hali heimilislifið náð hærri þroska, dýpri tiikum, hvergi hafi hin sanna giilgi konunnar verið meira virl, né ást, tryggð, og gestrisni verið svo mikils metnar dyggðir sem þá. Auðmýkt og hljóðlát trúrækni veitti þann blæ, sem gjörði jafn- vel hversdagsstiirf að helgiathöfn og hversdagslega hluti að helgi- gripum. En ofar iillu átti þó listin hásæti sitt. Hljómsveit og söngur, Ijóð og leiksýningar veiltu fólkinu upp- lyllingu óska og fyllingu lifsins. Og ekki var byggt svo hús til af- nota lyrir almenning, að ekki væri það skreytt og legrað eftir iillum kúnstarinnar reglum og gertað skrautlegri, háreistrí höll. Og sama eða svipað mátti segja um hús og heimili margra ein- staklinga, sem annars hiifðu ráð á fé. Allt varð að lúta liigmálum fegurðar og samra-mis og veita augnayndi og eyrnagaman. Að loknum lestri þessarar bókar Stefáns Zweig, gripur hvern þann lesanda, sem er ó- kalinn á hjarta einhver orðlaus siiknuður, hyldjúp angurbliða og liingun til að kynnast þessari ver- iild.sem var. Ilann finnur með hiifundinum og hugsuðinum vitra, að þetta er horlinn heimur, „veriild sem var" og kemur aldrei altur, sokkin paradis. En samt á þessi veriild, þessi paradis sinar minjar, sinar rústir, sinar eyjar. upp úr djúpi þess ginnungagaps, sem henni var siikkt i á lyrstu áratugum þessarar aldar. Og satt að segja hefur orka og hugvit, sem unnið hefur krafta- verk. verið leyst úr la'ðingi til að varðveita þessa „veröld sem var" byggja upp hús og bæta listaverk i sinni upphaflegu mynd, sinni fyrrverandi fegurð. Þetta hefur viðast hvar tekizt af undraverði snilld. Hitt hefur orðið erfiðara. að gefa aftur og finna þá veriild friðsælu og öryggis, gest- risni. góðvildar, og trúar á sigur hins góða, sem rikti a' heimilum og skemmtistöðum i uppeldi og félagslifi þeirrar „veraldar, sem var". Ilvergi mun samt fremur unnt að firina þessar minjar en i Austurriki. Og engin borg mun hafa varðveitt þá veröld sem var betur en Vinarborg — borg söngs og lista. gleði og fegurðar. Samt verður að segja sem er, að mest og flest af þvi bezta eru einmitt leifar lornrar frægðar og það er svipur hins liðna, sem nú bregður blæ blikandi fjarlægðar yfir þessa borg, þetta land. Nú skulum viö þá litast um i Vin og umhverfi hennar og skyggnast um eftir þeirri „veröld, sem var" linna gestrisni, góðvild, og öryggi hins liðna, sem enn veitir fögnuð, og hamingju hins einfalda, óbrotna mannlifs. Sá staður, það mannvirki, sem fyrst hlýtur þá að verða á vegi gestsins er St. Stephens dóm- kirkjá.St. Stephens Dom, eins og hún er venjulega nefnd af borgar- búum með virðingu og lotningu i senn. Hún stendur við Karntnerstrasse (Kertastræti), sem er valalaust þekktasta gata Vinarborgar og nú friðuð að mestu fyrir bifreiðaum ferð, svipað og „Strikið” i Kaup- mannahöfn. Stræti þetta dregur vafalaust nafn sitt af helgigöng um, þar sem borin eru ljós á stórhátiðum i skrúðgöngum frá og til kirkju. En slikar venjur eru enn i fullu gildi i ýmsum þorpum og bæjum Austurrikis, þótt höfuðborgin hafi nú að mestu lagt þær niður. St. Stephens dómkirkjan væri verðugur og merkur þáttur til umræðu út af fyrir sig, en hér verður aðeins á hana minnzt, sem hið helzta af táknum Vinarborgar og þann helgidóm, sem öðrum fremur geymir anda og blæ frá „veröld, sem var”. Saga hennar hefst fyrir miðja 12. öld og til hennar stofnað af irskum munkum og hún vigð, sem sóknarkirkja og dómkirkja af Reginbert biskupi af Fassau. Siðan hefur hún verið byggð og endurbyggð, þrátt fyrir eldsvoða, styrjaldir, byltingar og breylingar gegnum aldirnar, og er öllu öðru fremur minnismerki alls, sem Vinarbúinn veit heigast og óbrotgjarnast. Engin kirkja er talin táknrænni lyrir borg sina en Stefáns-dóm- kirkja. Stundum er Austurriki kallað hjarta Evrópu, en þá mætti með sömu rökum nefna Stefáns-dóm- kirkju hjarta Vinar, hjarta Evrópuhjartans, þar sem hún bendir turnum sinum i hljóðri tign til himins. Hér verða ekki upptalin hin o'teljandi listaverk, myndir og minjar þessa mikla helgidóms. En eitt er vist, þar er margt, sem minnir á þá veröld, sem var, leiðir gestinn bókstaf- lega inn i paradis hins liðna. Og stóri turninn, sem nefndur er oft svo kunnuglega. Alte Steffl — „gamli Stcbbi" á að liginleika og arkitektiskri snilld engan sinn lika i viðri veröld, að minnsta kosti ekki hér á Vesturlöndum. Svo segja þcir, sem bezt þykjast vita. Hann er 448 fet á hæð og var (>!> ár i smiðum. Úti á Stephens-plássi biða hest- vagnar með hávöxnum hestum og skrautkla'ddum ökumönnum i rauðum og sviirtum jökkum og hrópa og benda að stiga upp i vagn og taka sér sæti. t flestum vagnanna eru aðeins tvö sa'ti, og óðar en varir hafa einhverjir Nestelbach bei Graz.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.