Tíminn - 10.08.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.08.1972, Blaðsíða 1
RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 Danir taka ekki afstöðu gegn íslendingum Linurnar virðast heldur vera að skýrast um afstöðu þjóða Norður- landa i landhelgismálinu. Ljóst er að danska rikisstjórnin mun i engu taka afstöðu gegn íslendingum og von er á svörum og yfirlýsingum frá rikisstjórnum Noregs og Sviþjóðar á næstunni. Sænski sjávarútvegsmálaráð- herrann telur, að ummæli sin um útfærslu landhelginnar hafi verið mistúlkuð og virðist sem Sviar muni ganga eins langt og þeir telja sér unnt til móts við Islendinga. Eru ummæli sænska ráðherrans talin benda til þess, en i gær sagði hann eitthvað á þá leið að i sporum tslendinga kæmi ekki annað til greina en útfærsla. Lét ráðherrann og i ljósi vantrú á þvi, að hafréttarráðstefnan 1973 sæi dagsins ljós. Kristján tsaksson i Smárahvammi uppi á Nónhæð, þar sem Baháí-musterið verður reist. Kópavogskaupstaður i baksýn. Timam Gunnar. I’órarinn l>órarinsson BAHÁÍ-MUSTERI í VÆNDUM Á NÓNHÆÐ í KÓPAVOGI A Nónhæð i Kópavogi, beint upp af Arnarnesi og skammt frá mörkum Garðahrepps, mun risa musteri Baháia, senniiega með hvolfþaki að austurlenzkum hætti, cr þar mun fara vel við ávalar linur hálsanna og hæðanna i kring. Baháiar hafa þegar fest kaup á hæðarkollinum, og úti um allt land hafa mcnn vcrið i förum i sumar til þess að kynna boðskap Baháia og auka liðskost þeirra, scni eiga munu andlegt athvarf sitt i þessu inusteri, þegar það ris af grunni. Sá staður, sem hinu fyrir- hugaða musteri hefur verið valinn, er ekki af verri endanum. Hvergi miðsvæðis i þéttbýlinu á milli Viðeyjar- sunds og Hvaleyrar mun völ á stað nærri höfuðleiðum, þar sem útsýni er fegurra, en landið þó enn ósnortið. Þaðan blasa við allur fjallahringur- inn frá Snæfellsjökli og austur og suður um út á Reykjanes- skaga. Nær eru nes og vogar og byggðin i Kópavogi og Breiðholti á aðra hönd, en i Garðahreppi á hina — hliðin frá Silfurtúni inn á móts við Vifilsstaði að visu nokkuö óhrjáleg enn, en mun áreiðan- lega breyta um svip. áður en mjög langt um liður. Tæpar fimm dagsláttur lands Það er rúmlega hálfur annar hektari, tæplega fimm dagsláttur, sem Baháiar hafa keypt þarna uppi á hæðinni. Kaupverðið var 1600 þúsund krónur, og munu þaö áreiðanlega verða talin reyfarakaup, þegar fram liða stundir. Næsta skrefið verður að teikna musterið, en siðan kemur að þvi, sem er þyngsta þrautin: Að reisa það. Það mun vafalaust kosta of fjár, þvi að musteri Baháia munu að jafnaði vera miklar byggingar og fagrar. Sjálfsagt mun það eiga tals- verðan aðdraganda, að musterisbygging hefjist, en þó kannski styttri en margur gæti haldið. Bæði eiga Bahaiar hauka i horni erlendis, þar sem þessi trúarbrögð hafa náð verulegri fótfestu, auk þess sem islenzkir Baháiar virðast ótrúlega áræðnir, atorku- samir og fórnfúsir. Upphaflega i landi Fífu- hvamms — Nónhæð var upphaflega i landi Fifuhvamms, sagði Kristján ísaksson, bóndi i Smárahvammi, sem lengst hefur átt heima i Kópavogi allra'þeirra, er þar búa nú — hann var svo vinsamlegur að gerast leiðsögumaður okkar upp á Nonhæð. Þegar ég reisti hér þetta nýbýli, sem ég nefndi Smárahvamm, fékk ég hundrað og sjö hektara úr Kifuhvammslandi og þar i var Nónhæð. Nokkru af landinu skipti ég á milli barna minna, og þá kom Nónhæðin i hlut dóttur minnar, sem einmitt er um þessar mundir að byggja sér hús. _ . . , , Frh. á bls. 15 Þórarinn Þórarinsson símar af fundi hafsbotnsnefndar í Genf: ÞRÓUN AAÁLA IS- LENDINGUM í HAG — Þróun mála á fundi hafsbotnsráðstefnunnar i Genf virðist ætla að verða okkur ísiendingum hag- felld, sagði Þórarinn Þór- arinsson alþingismaður, sem ráðstefnuna situr, í simtali i gærkvöldi. Jafn- vel eru horfur á, að leiðir rikja innan brezka heims- veldisins skilji. Fljótlega eftir að ráðstefnan hófst, hélt Þórarinn áfram, var skýrt frá þvi, að ráðstefna fimmt- án rómanskra rikja, sem liggja að Karabiska hafinu og ihalds- sömust hafa verið talin, haldin i Santo Domingó, hefði samþykkt um það ályktun, að strandriki skyldu eiga auðæfi á hafsbotni og yfir honum, allt að tvö hundruð sjómilur út frá ströndum. Þá kom það fram, aö ráðstefna sextán Afrikurikja, haldin i Kamerún, hefði samþykkt, að öll auðæfi á hafsbotni og yfir honum, þar á meðal lifandi verur, skyldu vera einkaeign strandrikja, allt að tvö hundruð sjómilur frá landi. Nú á þriðjudaginn fluttu svo fulltrúar Kenýu á fundi hafs- botnsnefndarinnar tillögu, sem gengur i þessa sömu átt, og þó öllu viðtækari. Hlaut hún þegar stuðning Indverja og Mexikó- manna. Bandarikjamenn hafa einnig flutt nýja tillögu, sem gengur miklu meira til móts við kröfur tslendinga en hinar fyrri banda- risku tillögur, og er þar gert ráð fyrir viðtækum rétti strandrikja til þess að nýta það, er kallast strandfiskar, þar á meðal þorsk. En sá böggull fylgir skammrifi, að gert er ráð fyrir gerðardómi um ágreiningsatriði. Sams konar tillaga hefur komið frá Kanada- mönnum. Gegn þessum tillögum Banda- rikjamanna og Kanadamanna munu Islendingar greiða atkvæði vegna gerðardómsákvæðisins, en fylgja tillögu Kenýu. Þá er von á tillögu frá Ástraliu- mönnum og Ný-Sjálendingum um fiskveiðiréttinn. Loks er þess að geta, sagði Þór- arinn, að samkomulag hefur tek- izt i meginatriðum um málefna- lista hafréttarráðstefnunnar fyr- irhuguðu, nema hvað enn er ágreiningur um siglingu herskipa um sund, en þó liklegt, að hann verði jafnaður. Dráttur mun hins vegar verða á þvi, að þessi ráð- stefna taki til starfa. Þótt hún kunni að hefjast 1973, verður hún einungis sett það ár, en störfum öllum verða frestað. næstu daga um einkarétt strand- rikja til fiskveiða utan tólf milna landhelgi, án þess að sá réttur sé háður úrskurði gerðardóms. Er þetta mikilvægt sökum þess, að með þessari tillögu skilur leiðir engilsaxneskra þjóða i deilunni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.