Tíminn - 10.08.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.08.1972, Blaðsíða 6
'6 TÍMINN Fimmtudagur 10. ágúst 1972 Hóladagur á sunnudaginn Næstkomandi sunnudag, 13. ágúst, verður hinn árlegi Hóla- dagur haldinn hátiðlegur að Hólum íHjaltadal, á vegum Hóla- félagsins. ^ Hátiðin hefst með guðsþjónustu kl. 14 i Hóladómkirkju. Blásara- sveit flytur „Intróitus” i upphafi guðsþjónustunnar undir stjórn R<jar Kvam. Sira Sigurður Paieson, vigslubiskup flytur pretnkun. Sira Pétur Sigurgeirs- son, vigslubiskup og sira Gunnar Gislason i Glaumbæ þjóna fyrir altari, en kirkjukór Sauðárkróks annast söng undir stjórn Frank Herleifssen, organleikara. Eftir guðsþjónustuna verður nokkurt hlé og gefst mönnum þá, tækifæri til að skoða Hólastaö. Einnig verða veitingar á boð- stólnum á sumarhótelinu á Hólum. Að loknu hléi hefst samkoma i kirkjunni. Dagskrá samkomunn- ar verður á þessa leið: Formaður Hólafélagsins sira Arni Sigurðs- son tlytur ávarp. Gisli Jónsson, menntaskólakennari á Akureyri, flytur erindi um: „Hinn forna Hólaskóla og Jón ögmundarson, biskup.” Félagar úr nýstofnaðri kirkjutónlistarsveit á Akureyri. Friðsæl verzlunar- mannahelgi á Króksf jarðarnesi ÖEó—- Króksfjarðarnesi. Siðla á löstudag fór fólk að streyma á Króksfjarðarnes og reisti það tjöldin sin i nágrenni félagsheim ilisins Vogalands. Dansleikir voru i félagsheimilinu á föstudags- og laugardagskvöld. Fólkið kom mjög vel Iram, og kom ekki til neinna óhappa, svo vitað sé. Veður var hið fegursta alla dagana, en i gær tóku gestir upp tjöld sin og héldu heim. Kaupfélagið hafði opna af- greiðslu fyrir íerðafólk alla dag- ana, sem var þakksamlega þegin og mikið notað. Danshljómsveitin Ásar léku bæði kvöldin i Voga- landi. Forráðamenn á Króks- fjarðarnesi þakka gestum fyrir komuna og ánægjulega fram- komu. Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn leika kirkjulegt tónverk undir stjórn Róar Kvam, en frú Gígja Kjartansdóttir annast undirleik á orgel. Að lokum flytur sira Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup hugleiöingu og bæn. Prestar eru beðnir að koma hempuklæddir til guðsþjónustu. t sambandi við Hóladaginn verður aðalfundur Hólafélagsins haldinn að Hólum og hefst fundurinn kl. 10.30 f.h. A staðnum verða til sölu Hóla- merki. Hólafélagið væntir þess, að Norðlendingar og ferðamenn.sem vafalaust verða margir á Norður- landi, um þessa heigi, fjölmenni heim að Hólum á sunnudaginn. (Frá Hólafélaginu). Þrem kindum bjargað úr svelti af syllu í Þórsmörk <>V-Reykjavik llópur ferðafólks frá Ferðafé- lagi islands, sem var að koma úr Pórsmörk um helgina, fékk á sunnudaginn um kl. 17 fregnir af þvi, að i Tindafjallagili, rétt fyrir austan Tröllakirkju, væru þrjár kindur i sjálfhcldu i bjargi. Ferðalangarnir hlupu þegar til og náðu saman köðlum og var siðan sigið niður. Kindurnar, tvær ær og eitt lamb, voru þá á syllu, sem i mesta lagi var tvö fet á breidd, og var mjög af þeim dreg- ið. Það var Guðmundur Magnús- son, kennari úr Reykjavik, sem seig niður, en þeir Jón Böðvars- son menntaskólakennari og Gisli Pétursson, húsvörður Ff, voru með handvað. Gekk tiltöluiega vel að koma böndum á kindurnar og voru þær siðan leiddar að lækjarsprænu, þar sem þær fengu sér að drekka og eitthvað að bita. Annað lamb var þarna skammt frá og slóst það i hópinn með hinum þremur um leið og þeim hafði verið sleppt. Eins og áður segir, þá voru kindurnar þrjár orðnar mjög að- framkomnar af hungri og sagði einn ferðalangurinn blaðamanni Timans, að þær hefðu verið orðn- ar grindhoraðar. Greinilega hefði lambið þó sogið, þvi það var hvað hressast, en á syllunni hafði verið rifin upp bæði mold og sandur. Sagðist heimildarmaður okkar álita, að kindurnar þrjár hefðu veriðá syllunni i að minnsta kosti 10 daga. Allar voru kindurnar með sama marki — að sögn styft og lögg aft- an bæði. Það mark finnst þó ekki i þeirri markaskrá Rangæinga, sem við höfum handbæra, enda má vera, að hér skakki þvi, að hófbiti hafi verið talinn lögg. Þá væru kindurnar frá Yzta- skála undir Eyjafjöllum. Þórsmörk á raunar að vera friöuð, en fé kemst margt, þótt torfært sýnist og kveinkar sé jafnvel ekki við að synda yfir Krossá, ef grænkan hinum megin freistar. llpp á sylluna, sem þessar kindur himdu á, eru 10-15 metrar og einir 25 eða 30 frá brún. Lamb- ið, sem var lyrir neðan, hinum megin i gilinu, hefur orðiö eftir er hinar kindurnar fóru upp og (jvi stóð það fyrir neðan, fylgdist meö og jarmaði. Heimildarmaður blaðsins sagðist nokkuð viss um, að allt að 300 fjár væru nú i Þórsmörk — flest sérdeilis vænt fé. Töluvert var um ferðafólk i Þórsmörk um helgina, enda var þar mjög gott'veður. Stjórn Sölustofnunar Lagmetisiðnaðarins Iðnaðarráðherra, Magnús Kjartansson, hefur skipað stjórn Sölustofnunar lagmetisiðnaðar- ins til þriggja ára, skv. 4. gr. laga nr. 48/1972, um Sölustofnun lag- metisiðnaðarins. I stjórnina voru skipuð: Formaður: Guðrún Hallgrims- dóttir, matvælaverkfræðingur. VaTraformaður: Jóhann Guð- mundsson, efnaverkfræðingur. Jón Árnason, alþingismaður, Akranesi. Varamaður: Kristján Jónsson, forstjóri Akureyri. Tryggvi Jónsson, forstjóri. Varamaður: Böðvar Sveinbjarn- arson, forstjóri, Isafirði. Samkvæmt tilnefningu aðalfund- ar fulltrúaráðs atvinnurekenda, sem aðild eiga að stofnuninni. Ólafur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri, Neskaupstað. Varamaður: Pétur Pétursson, al- þingismaður. Samkvæmt tilnefn- ingu viðskiptaráðuneytisins. Hörður Vilhjálmsson, viðskipta- fræðingur. Varamaður: Heimir Hannesson, lögfræðingur. Sam- kvæmt tilnefningu fjármálaráðu- neytisins. Skipaðir hafa verið til þriggja ára til að endurskoða reikninga stofnunarinnar: Þórarinn Jóns- son, löggiltur endurskoðandi, samkvæmt tilnefningu aðalfund- ar fulltrúaráðs og Guðmundur Magnússon, deildarstjóri, sam- kvæmt tilnefningu fjármálaráðu- neytisins. Framkvæmdastjóri er dr. Örn Erlendsson, hagfræðingur. (Fréttatilkynning frá Iðnaðarráðuneytinu 9. ágúst, 1972) Gangið sómasam lega um sveitina okkar! Mývetningar hafa orðið til þess, fyrstir allra forráðamanna sveita að láta úrvarpa áskorun um góða umgengni i sveitinni. Þetta helgast af sjálfsögðu af þvi, að þangað streymir hvert sumar meiri fjöldi ferðamanna en i nokkra aðra sveit landsins. Aragrúi ferðamanna tjaldar þar, og þó að þorri fólks gangi sóma- samlega um, eru ávallt sóðar og jarðvöðlar innan um. — Það eru þó nokkur ár siðan sveitarstj’órnin lét setja rusla- tunnur við veginn, þar sem einkum er tjaldað, og að þvi hefur orðið veruleg bót, sagði • • Okuníðing- ar á barmi Vítis ökuniðingarnir láta viða eftir sig spor. Við allra sjónum blasir, hið næsta fjöliórnum vegum, hvernig ruddar við stýri hafa þanið sig i bilum sinum upp á Kögunarhól i ölfusi og Meyjar- sæti við Hofmannaflöt, og Bolabás undir Ármannsfelli,sem bókstaflega var undirorpinn eyði- leggingu af völdum tillitslausra bílstjóra, hefur orðið að girða, svo að þessi manntegund fengi ekki komið sér þar við. Þótt þessir staðir séu hér nefndir, af þvi að þeir eru ofar- lega i huga þeirra, sem eiga heima hér á suðvesturhorni landsins, hafa ótal margir aðrir sérkennilegir staðir viðs vegar um landið verið svipað leiknir. öræfin verða lika fyrir barðinu á þessum fautum, sem einskis svifast, þegar þeir geta beitt öku- tækjum á landiö. Til dæmis hefur verið böðlazt upp á barma Vitis við öskju, þar sem djúp hjólför i leirnum æpa sektardóminn á móti þeim, er þangað koma. fréttaritari Timans, Jón Illugason. Við Grjótagja, þar sem jafnvel hefur komið fyrir, áð fólk hafi hægt sér, hefur verið sett upp salerni, þótt vafasamt sé, að það komi i veg fyrir slikt, er tæpast getur starfað af öðrum hvotum en illkvittni og óþverraskap. Heyblásar- inn senn tekinn í notkun SB—Reykjavik Heyblásarinn, sem við sögðum frá i fyrra mánuöi að ætlaði að skáka votvibrunum á Skálpa- stöðum i Lundarreykjadal, hefur enn ekki verið tekinn i notkun. Ástæðan er ekki sú, að þurrkur hafi komið strax, heldur hefur enn ekki reynzt unnt að fá hæfi- lega stærð af vél i blásarann. Vél sú, sem i honum var, er 3ja fasa og hæggeng og dugar hún ekki. Undanfarið hefur verið leitað að annarri, og stendur nú til að reyna eina. sem ætlað er að dugi, en þá lætur rafvirkinn, sem á að tengja hana, á sér standa. Sagði Þorsteinn á Skálpastöðum i gær, aö rafvirkinn heföi lofað að koma fyrir helgina, en ekki bólaði á honum enn. Mönnum fyndist heldur ekki ástæða til að reka hart á eftir, meðan þurrkurinn væri svona prýðilegur. Rætt um stofnun fólk- vangaá þremurstöðum A náttúruverndarþingi i april sl. var kosið nýtt Náttúruvernd- arráð. Með hinum nýju lögum um náttúruvernd er ráðinu fengið mjög aukið valdsvið, þ.á.m. um- sjá þjóðgarða annarra en Þing- valla, en um þá gilda sérstök lög. Ráðið hefur siðan haidið 13 fundi og tekið fyrir fjölda mála. Dagana 2. til 4. ágúst ferðaðist ráðið um Austur-Skaftafellssýslu og hélt þar fundi. Meginverkefnið að þessu sinni var að fjalla um málefni þjóðgarðsins i Skaftafelli i öræfum og kynna sér viðhorf heimamanna til þeirra breyttu aðstæðna, sem stofnun hans mun skapa I héraðinu á komandi ár- um. Ennfremur fjallaði ráðið um ýmis mái, sem nú eru á döfinni og snerta náttúruvernd á einn eða annan hátt. Má. þar nefna fyrir- hugaða stofnun fólkvanga á Reykjanesskaga, i Neskaupstað og á Hólmanesi milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Þá var og fjall- að um friðun Hvannalinda, Eld- borgar i Hnappadal, Helgafells i Vestmannaeyjum, Ingólfshöfða, Skútustaðagiga og votlendis i neðanverðum Svarfaðardal, en þessi friðunarmál ásamt fleiri eru á ýmsum stigum undirbún- ings. Loks var rætt um almenna um- gengni og fræðslu, og samvinnu Náttúruverndarráðs við helztu framkvæmdastofnanir i landinu, en ráðið leggur mikla áherzlu á samráð við þá aðila. Aðloknum fundum ráðsins brugðu nokkrir ráðsmenn sér út á Lón til að skoða Dimu, sem er klettaborg á Jökulsáraurum, en eigendur Stafafells og Þórisdals hafa nýlega gefið hana og verður hún friðuð sem náttúruvætti. Framarabúðin heitir reyndar Straumnes ÓV—Reykjavik Þegar minnzt var á nýju verzl- unina i Breiðholti III i föstudags- blaðinu, varð fréttamanni blaðs- ins það á að kalla hana „Fram- nes’”, en ekki „Straumnes” eins og rétt er. Ástæðan fyrir þessu er vafalaust sú, að Jón kaupmaður Sigurðsson i Straumnesi er mikill Framari, og þegar fréttamenn heimsóttu verzlunina á fimmtu- daginn, var mikið talað um Fram. Við biðjum Jón i Straum- nesi margfaldlega afsökunar á þessum mistökum og itrekum, að verzlunin nýja í Breiðholti III heitir Straumnes.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.