Tíminn - 10.08.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.08.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur tO. ágúst 1972 TÍMINN n lUmsjón: fllfreð Þorsteinsso FfllNfl MELNIK Hinar gifurlegu framfarir, sem orðið hafa hjá islenzku frjálsiþróttastúlkunum, leiða hugann að þvi, að erlendis hafa framfarir orðið enn meiri. Ilinar tiðu fréttir, sem borizt hafa af árangri Faina Melnik i kringlukasti, en hún hefur margbætt eigið heimsmet nú i sumar, gefa til kynna, að nú sé Olympiu-ár. En nú er það svo, að það eru fleiri en Melnik, sem ætla sér að gera stóra hluti á komandi Olympiuleikum, og ein af þeim stúlkum, sem hvað mestar vonir eru bundnar við, er v-þýzka stór- stjarnan Heide Rosendahl. Og hver er svo Heide Rosendahl? Hún er 25ára gömul og iþrótta- kennari að mennt. Alitið er, að Heide muni vinna til 3 gullverð- launa i Miínchen: i fimmtar- þraut, langstökki og 4x100 m. boð- hlaupi, en þar mun hún hlaupa siðasta sprett fyrir Þýzkaland. Það sem rennir stoðum undir þær staðhæfingar, að gullverð- launin verði 3, eru þær stað- reyndir, sem nú skulu upp taldar: 1 langstökki á Heide heims- metið, sem er 6,84 m. Auk þess er hún talin verða fyrsta konan, sem kemur til með að stökkva yfir 7 m. Hefur þjálfari hennar, Gerd Osenberg, lofað sliku risastökki, fyrir hennar hönd, sem sigur- stökki á Olympiuleikunum. Heimsmetið í fimmtarþraut er að visu eign a-þýzku stúkunnar Burglinde Pollak, og er það 5371 stig, eftir gömlu stigatöflunni. En svoleiðis smámunir hræða ekki Heide. A móti i vor er leið náði Heide 4637 stigum eftir nýju töfl- unni, sem hefði gefið,ef sú gamla hefði verið i notkun, 5259 stig. Annað, sem ekki verður horft framhjá er það, að á Evrópu- meistaramótinu, sem fram fór i Helsingfors i fyrra, sigraði Heide. En þar sem úrslitakeppnin i lang- stökki fór fram á sama tima og fimmtaþrautin, varð Heide að láta sér nægia þriðja sæti i þeirri uppáhalds grein sinni. 1100 m. hlaupi hefur Heide náð frábærum tima, 11,3 sek., og hefur verið valin til þess að hlaupa siðasta sprettinn i 4x100 m. boðhlaupinu en timi v-þýzku sveitarinnar er bezti timi( sem náðst hefur i ár 43.3 sek. og er óvist að nokkur sveit geti ógnaö sigri þýzku stúknanna. Vitaskuld fylgir þvi mikil spenna að vera sú stórstjarna, sem flestar vonir eru bundnar við, enda var svo komiö, að Heide neitaði orðið að tala viö blaða- menn. Nú hefur þjálfari hennar róað hana það mikið, að hún er á allan hátt hin viðmótsþýðasta i umgengni. Svo viss er Gerd Osenberg um ágæti Heide, að hann hefur látið sér um munn fara eftirfarandi: Ef Heide nær að varpa kúlunni yfir 14 m vsem ég tel að sé á næsta leiti, og að bæta vissa stilgalla, sem hún hefur i grindahlaupi, þarf hún ekkert að vera að sperra sig i langstökkinu til þess að sigra i fimmtarþrautinni. Takist henni ekki að bæta áðurnefnda galla, þá stekkur hún bara yfir 7 m. til þess að tryggja sér sigurinn. Heide þykir mjög lagleg stúlka og býður af sér góðan þokka, enda keppast Þjóðverjar við að kalla hana „falíegu Heide”. Og fleira er henni til lista lagt en að vera ein fremsta iþróttakona heims. A árlegum dansleik, eða árshátið v- þýzka iþróttasambandsins, var tilkynnt, að hún hefði verið kjörin iþróttakona ársins. Og þegar Heide gekk upp á sviðið til þess að taka við viðurkenningunni, sem nafnbótinnni fylgdi, geröi hún sér litið fyrir og dansaði og söng fyrir viðstadda. Þótti hún sýna mun meiri hæfileika á því sviöi en sjálfur heimsmeistarinn i þungavigt i hnefaleikum, Joe Fraizer, sem ferðazt hefur um heiminn með hljómsveit sinni Óvænt úrslit Breiðablik vann 1:0 Án Eyleifs Hafsteins- sonar var fyrstu deildarliðið Akranes hvorki fugl né fiskur, er það mætti liði Breiða- bliks á Melavellinum i gærkvöldi, en leiknum Íauk með sigri Breiða- bliks 1:0. Eina mark leiksins kom á fimmtu minútu siðari hálfleiks, og var Þór Hreiðarsson þar að verki. Þessi óvæntu úrslit gera það að verkum að sigur- möguleikar Akraness hafa minnkað nokkuð. Nánar i blaðinu á morgun. „Rothöggin”, viö miöur góðar undirtektir. Eða eins og þýzka pop-stjarnan Rex Gildo, sem þarna var viðstaddur, sagði „Þegar Heide hættir að djöflast i iþróttum, getur hún skapað sér góða framtiö i skemmtana- heiminum”. Þegar dansinn um gullkálfinn byrjar i Miinchen, á Heide Rosendahl alla möguleika á þvi aö skipa sér á bekk með frægustu iþróttakonum þessarar aldar, þeim Fanny Blanker Koen, Wilmu Rudolph og Veru Caslavská. Við skulum vona, að Heide haldi uppi heiðri kveníegs yndisþokka, gegn hinum karl- mannlegu kynsystrum sinum frá austur-blokkinni. f.k. y.m.m.m.m.m.m.\m.m.W.m.m.m.m.m.m.m.m.m.m.m.m.m.m.m.m.m.m.m.-.m.m.m.m.m.m.m.m.m.m.m.m.m. í s „Eðlilegt” sambandsleysi við skrifstofu KSf! Vegna fréttar á iþróttasið- unni i gær, þar sem vikið var að sambandsleysi við skrif- stofu KSl, hefur Albert Guð- mundsson, formaöur KSl, upplýst, að ástæöan sé sú, að Arni Ágústsson, fram- kvæmdastjóri sambandsins, sé staddur erlendis um þessar mundir á vegum KSl, en Arni er formaður unglinganefndar KSl. Er hann, ásamt öðrum nefndarmönnum, staddur i Englandi til að kynna sér unglingastarfsemi. Þar með er fengin skýring á sambandsleysinu við skrif- stofu KSl, sem Arni Agústsson veitir forstöðu, en til viðbótar má geta þess, að ýmsir for- ustumenn KSÍ hafa verið staddir erlendis undanfarið. Arni Ágústsson er væntanleg- ur heim fljótlega, og mun þá væntanlega fást betra sam- band við skrifstofu KSl en ver- ið hefur. .■AW.VAV.'.V.W.V.W.VV.V.W.V.’.V.V.V.V.V.V.VÍ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.