Tíminn - 10.08.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.08.1972, Blaðsíða 16
íslenzkar kart öflur ekki fyrr en um mánaðamótin ÓV—Reykjavik Nýjar kartöflur áttu að koma á markaðinn nú um siðustu helg- ina, en hjá Grænmetisverzluninni fengum við þær upplýsingar i gær, að þaö gæti jafnvel dregizt fram undir mánaöamót. bá eru væntanlegar kartöflur úr Þykka- bænum, Hraungerðishreppi og af Eyrarbakka, svo og öðrum stöð- um á Suöurlandi. I dag og i gær hefur verið unnið viö uppskipun á 200 tonnum af kartöflum, til helminga frá Hol- landi og Belgiu, en að undanförnu hafa verið á boðstólum belgiskar kartöflur. Jón Ólafur Bjarnason hjá Grænmetisverzluninni sagði i viötali viö fréttamann blaðsins i gær, að reyndar væri erfitt að fá kartöflur, og þvi væri dálitið bagalegt að sá dráttur, sem um er getið.skuli hafa oröið á uppskeru kartöflubænda. — Við erum vissulega bjartsýnir, sagði Jón, en eins og ég segi, þá getur þetta dregizt allt fram undir mánaða- mót. Góð tíð á Ströndum Guðmundur Valgeirsson á Finnbogastöðum i Trékyllisvik segir góðar fréttir úr heimahög- um sinum. Þar hefur verið veöur- bliða og góð grasspretta siðan um miðjan júni. Kal er að mestu horfið úr túnum, og minnist Guð- mundur þess ekki, að áður hafi jafn mikið hey verið komið i hey- stæði i Árneshreppi um þetta leyti. Þunnig stöðvuðust bilarnir, scm l'óru út af veginum neöarlega iKömbunum. Ljósm Páll Þorláksson. OLÍUBÍLL ÚT AF VEGINUM í KÖMBUM — og tók með sér mannlausan jeppa -. Fimmtudagur 10. ágúst 1972 Enn dráttarvélarslys: BARN BEIÐ BANA ÓV—Reykjavik Um hálfniuleytið á sunnudags- kvöldið varð banaslys á bænum Vatnsholti i Villingaholtshreppi. Hálfs annars árs gömul stúlka varð undir dráttarvél eða hey- bindivél, sem var tengd við dráttarvélina, og mun hún þegar hafa beðiö bana. Engir sjónarvottar voru að slysinu, en eftir þvi sem komizt verður næst, var ökumaður dráttarvélarinnar að taka eldsneyti. Mun litla stúlkan hafa verið að leik þar i kring. Þegar eldsneytið hafði verið tekiö, ók pilturinn af stað, og fannst barnið látið skömmu siðar. Stúlkan var frá Selfossi, en samkvæmt ösk foreldra verður nafn hennar ekki birt að svo stöddu. Hún var i heimsókn i Vatnsholti. ÞS—llveragerði Siöari blutu dags i gær varð það slys i Könibum, að oliubill, 13-14 lesta.rann úl af veginum fram af háum kanti, lók með sér mann- lausan jcppabil, og nam ekki staðar fyrr cn hann hafði runnið ogoltiðfimmtán til tuttugu metra utan vegar. Oliubilinn, sem var frá Oliu- verzlun islands, var á leið austur með vegaoliu i malbikunarstöð hjá Selfossi. Á leið niður Kamba missti bilstjórinn hann milli gira, en þungi hans og hallinn á veginum ollu þvi, að hemlar héldu honum ekki. Rann hann eftir veginum, þar til hann kom i næstsiðustu beygjuna ofan við nýjan veg^sem verið er að gera upp Kamba. Orskömmu áöur hafði jeppabill úr Reykjavik numið þar staðar, og voru þrir menn, sem i honum voru, nýsloppnir yfir veginn, er oliubilinn bar að á fleygiferð. Skall hann á jeppanum og þeytti honum út af með sér. Um leið og oliubillinn hentist fram af, losnaði bilstjo'rinn við hann, og mun hann ekki hafa meiðzt til verulegra muna. ENN SITUR ALLT FAST I BREZK- UM HÖFNUM KVERKFJÖLL - NÝ FERÐAMANNAPARADIS 15 nashyrningar fengu undanþágu SB—Reykjavik Margir ferðalangar liafa i suinar lagt leið sina inn i Kverk- fjöll. en skannnt cr siðan það svæði opnaðist. Orkuslofnun lét fyrir nokkrum árum gera hrú á Kreppu vegna rannsókna, og i fyrravor tóku sig sarnan þrjú ferðafélög og reistn myndar- lcgan skála, Sigurðarskála, i Kreppulungu. I Kverkfjöllum er margt fallegt að skoða og sjá. Þar er til dæmis ishellirinn frægi, sem breytir um svip ár frá ári. Inni i hellinum er heit laug, sem hægt er að baða sig i. Auk þess er landslag þarna stórbrotið og fallegt. Sigurðarskáli rúmar um 30 manns, en auk rúmanna eru a 11- mörg svefnpokapláss. Lýsing á svæðinu mun nú komin i ferðahandbækur, en almenningur hefur fram til þessa verið heldur ófróður um þessa ferðamannaparadis. Heldur Vinnuslys í Breiðholti II ÓV—Reykjavik Siðdegis i gær varð vinnuslys i Breiöholt II við fjölbýlishúsið að Dúfnahólum 2-4. 16 ára piltur var ásamt fleiri að iosa timburstafla af vörubilspalli, þegar staflinn hrundi skyndilega yfir hann. En svo er forsjóninni fyrir að þakka, að hann varð ekki allur undir staflanum, heldur aðeins með fót- legginn, og lótbrotnaði hann heldur illa. Má telja líklegt, að illa hafi verið hlaðið á bilinn. hefur rætzt úr i sumar, þvi að all- margir hafa lagt leið sina þarna inneftir. . Karið er út af þjóðveginum við Möðrudal, og eru þaðan um 110 km. til skálans. Ef fólk hugsar sér að tjalda við skálann, er það ekki mjög gott, þvi að þarna er litið um gróður en hins vegar er tilvalið að tjalda i Herðubreiöar- lindum. Vegurinn inn i Kverkfjöll hefur i sumar verið vel fær öllum jeppum og bilum með fjórhjóla- drifi. Þess má geta, að þaö eru ferðafélögin á Fljótsdalshéraði, liúsavik og Vopnafirði, sem reistu Sigurðarskála i fyrravor. SB—Reykjavik Ekki var i gær útlit fyrir, að verkfall brezkra hafnarverk- amanna ætlaði að fara að leysast. Á mánudaginn léllust verkamenn á að rjúfa verkfallið um stund til að skipa i land 15 hvftum nas- hyrningum, sem fara áttu i dýra- garð. Kyrir vikið var opinber styrkur tekinn af þessuin verka- mönnum og fjölskyldum þcirra. Fram á laugardag unnu hafnarverkamenn i Skotlandi að þvi að skipa út lifsnauðsynjum til Orkneyja, Shetlandseyja og oliu borturna i Norðursjó, en þegar stjórnin ákvað að launin, sem þeir fengju fyrir þetta, skyldu koma i stað verkfallsstyrksins, hættu v e r k a m e n n i r n i r . Uppskipun nashyrninganna, sem framkvæmd var af mannúðar- ástæðum, er nú orðin prófmál, þvi af verkfallsstyrkurinn var tekinn af þeim 8 mönnum, sem unnu að henni, þrátt fyrir að þeir létu launin renna til góðgerðar- stofnana. Fóðurskotur er nú orðinn mikið vandamál hjá brezkum bændum, og búast þeir við að þurfa um helgina að hefja slátrun alifugla og svina, ef fóður berst ekki. Ef stjórnin hins vegar setur hermenn i að losa skipin, er gert ráð fyrir að það valdi mikilli reiði meðal hafnarverkamanna, og getur þá orðið enn vandasamara að leysa deiluna. Æ FLEIRI KÍNVERJAR FLÝJA NÚ YFIR TIL H0NG K0NG SB-Reykjavik Yfir 900 flóttamenn koniii i júli frá Kina til llongkong og er þetta hæsta tala á einuiii máiiuði frá árinu 1902, er Kinverjar opnuðu landamærin uin tima. Talið er að fyrir livern flóttaniann. seni gef- ur sig frani i Hongkong, séu þrir, seni geri það rkki, þannig að júli- talan getur þá verið á niilli 3000 og 4000. Flestir synda yfir flóanii, en fáir geta koniizt ylir landleið- ina. En flóttinn vfir hafið er ekki hættulaus. Sundið getur tekið allt að 8 klst. og komið hefur fyrir að lik rekur i Hongkong. Nú um sumarið, þegar vatnið er volgt, eru þarna margir hákarlar og þeir ráðast gjarnan á flóttamenn- ina. Ástæðan til þess, að svo margir flóttamenn hafa komið yfir nú, er talin geta verið sú. að landa- mæravarzla Kinver ja sé ekki eins striing og áður. Kinverjum finnst ef til vill bara bezt að losna við þá, sem ekki teija sig geta aðlagazt þjóðfélagskerlinu þar. Mikill hluti flóttamannanna er ungt fólk, stúdentar. sem sendir hafa veriö út á samyrkjubúin til aö vinna, en likað illa. Margir flóttamennirnir eiga ;ettingja i Hongkong. Þegar flóttamaður er uppgötv- aður i Hongkong. eða gefur sig fram, er hann i varðhaldi i fjóra daga. á meöan yfirvöld rannsaka sögu hans. Bandariska leyniþjón- ustan CIA hefur stóra skrifstofu i Hongkong, þar sem flóttamenn eru yfirheyrðir og þannig er safn að upplýsingum um Kina og stjórn mála þar. Kina hefur rétt til að krefjast þess, að vissir flóttamenn verði sendir til baka, þ.e.a.s. þeir, sem hafa framið stórglæpi. en erfitt er að segja um, hvort mikið er sent aftur þvi skýrslur um það eru ekki birtar. Margir i Hongkong eru farnir að lita þetta flóttamannavanda- mál hornauga. Flestir flótta- mannanna koma úr bændaþjóðfé- lagi og setjast að i iönaðarþjóðfé- lagi. Þeir eiga erfitt meö að sam- laga sig aðstæðum og verða að vandamálum. Mikill hluti þeirra kemur með þvi hugarfari að Hongkong sé einhver auðvalds- paradis. Einn flóttamannasér- iræðingur sagði um þá, að þeir settust bara niður og biðu eftir, að einhver sæi um þá. í rauninni er Hongkong ,,harð- brjósta" samfélag, þar sem sam- keppni er mikil á öllum sviðum. Margir flóttamannanna hafa þar verri aöbúnaö en þeir höfðu i Kina. En draumurinn um auðæfi er enn lifandi i hugum margra Kin- verja, þrátt fyrir 23 ára kommún- istastjórn. Fyrir þennan draum leggja þúsundir manna á sig að sigrast á hákörlum og öðrum hættum. Viðtöl viö flóttamennina leiða greinilega i ljós, að það er vonin um peninga, fremur en nokkuð annaö, sem fær þá til að flýja. Þeir eru ekki að flýja neitt ófrelsi. Sárafáir flvja til að mót- mæla stjórnmálakerfinu. Þessu má helzt likja við flutninga ým- issa þjóða til Ameriku fyrrum, þvi þar átti hver sem er að geta auðgast. En þetta vill bregðast i Hong- kong og þá verða menn bitrir og fellurilla. íbúar Hongkong bregð- ast við á sinn hátt og andúð þeirra á llóttamönnunum og þvi kerfi, sem leyfir þeim að setjast að þarna. fer sivaxandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.