Tíminn - 12.08.1972, Síða 1

Tíminn - 12.08.1972, Síða 1
IGNIS UPPÞVOTTAVÉLAR RAFIOJAN SIMI: 19294 RAFTORG SÍMI: 26660 Dæmi- saga um læknis- leysið Ekið með skaðbrennt barn úr Þorskafirði til Reykjavíkur ÓV-Itcykjavik Læknisleysiö viða um land liefur oft valdiö neyöarástandi, og á fimnitudagskvöldið i siö- uslu viku munaöi ekki miklu aö illa færi. Tvenn hjón úr Reykja- vík voru á ferðalagi á Vestfjörö- uin meö þrjú börn. Höfðu þau Ijaldað i botni Þorskafjarðar og ætluöu yfir heiðina daginn eftir. Heldur svalt var i veðri, og höfðu þau þvikveiktá primus til að hita upp i tjaldinu — og til að hafa eldinn ckki óvarinn, settu þau yfir vatn i potti. Allt i einu féll eitt barnið, fjög- urra ára stúlka, fram yfir sig og á primusinn, með þeim af- leiðingum, að sjóðandi vatnið skvettist yfir hana. Hlaut hún ljót brunasár, sem siðar reynd- ust annars stigs bruni. Daginn áður hafði þetta fólk komið i Búðardal i leit að verkjatöflum, en fengið þau svör, að enginn læknir væri á staðnum, og sáu þau þvi fram á, að likast til yrði að fara með skaðbrennt barnið alla leið i Stykkishólm til að fá gert að sárum þess. Þau vissu hins veg- ar ekki, frekar en aðrir,að dag- inn eftir að þau komu þar, sama dag og slysið varð, kom i Búðar- dal læknastúdent, og mun hann dveljast þar i sumar. Vega- vinnumenn i nágrenni tjalds þeirra sögðu þeim aftur á móti, ap hjúkrunarkona væri á Reyk- hólum, og þvi var tekið það ráð að aka þangað suður. Á Reykhólum gerði hjúkrunarkonan að sárum litlu stúlkunnar til bráðabirgða — og jafnvel hún hafði ekki hugmynd um, að kominn væri læknir i Búðardal, og héldu hjónin þvi áfram til Reykjavikur til að koma stúlkunni undir læknis hendur. Til litils þótti þeim að fara i Stykkishólm eða Borgar- nes, þar sem eru læknar úr þvi að búið var að gera að sárum Frh. á bls. 15 Tvær 17 ára stúlkur sækja sjóinn - og hafa dregið allt að lest í róðri Ef þið haldiö, lesendur góðir, að stúlkur séu ekki jafnokar karlmanna nema á einhverjum afmörkuðum sviðum (þar sem þær eru kannski fremri), þá far- ið austur á Djúpavog og biðið þar á gömlu kaupfélagsbryggj- unni, þegar hallar að kvöldi I sæmilegu veðri. Handfæra- hátarnir koma öslandi fyrir Svartasker, og þú skalt ekki láta þér bregða, þótt upp úr tveimur bátanna stigi ungar og rösklegar stúlkur. Og þú þarft ekki heldur að hvá, þótt þær hafi dregið fisk fyrir upp undir fimmtán þúsund krónur i róörinum. Þær hafa bara komizt i hann öran á miðunum. Þetta er ekki nein ýkjusaga. A Djúpavogi hafa tvær stúlkur stundað sjó i sumar, báðar seytján ára gamlar, Þorgerður Sigurðardóttir i Dagsbrún og Sigrún Svavarsdóttir í Borgar- holti. Þær róa með feðrum sinum, og eru ekki fleiri á bátunum en feðginin tvö. Bátarnir heita Glaður og Tjaldur. Afli hefur verið ágætur hjá Djúpavogsbátum i sumar, og það er oröið talsvert, sem þær eru búnar að leggja inn i frystihúsið, jafnöldrurnar. I fyrravetur voru þær i skólum eins og lög gera ráð fyrir — Þorgerður i gagnfræða- skólanum i Höfn i Hornafirði, en Sigrún á Eiðum. Þegar heim kom, fóru þær svo til beint á sjóinn. Þannig ljúka þær sinum prófum bæði á sjó og landi. /,Hvort ég hef orðið sjó- veik?" t gær var ekki sjóveður eystra, og þess vegna gátum við lika náð tali af Þorgerði, sem hélt sig innan dyra þá stundina. — Þetta er fjórða sumariö, sem ég ræ, svo að ég er dálitið sjóvön. Ég man ekki, hvort þetta er annað eða þriðja sumarið hjá Sigrúnu. Mér fellur þetta ágætlega — þetta er skemmtilegra en standa alla daga i frystihúsinu. Hvort ég hef Frh. á bls. 15 Héðan róa þær Þorgeröur I Dagsbrún og Sigrún I Borgarholti. „tg vona ao K0ITI3 0KK3t hingað hafi i góð áhrif” - sagði Larissa Spasskaja við komuna til Keflavíkurflugvallar í fyrrinótt Larissa stendur broshýr á íslenzkri grund meö blóm I fangi. Timamynd: Gunnar. SJ—Reykjavik Larissa Spasskaja; eiginkona heimsmeistarans i skák, og konur aðstoðarmanna hans, Irena Krogius, Aksana Geller og Helga Nei, komu til Keflavikurfiug- vallar um þrjúleytið I fyrrinótl, og voru þá 25 timar frá því þær lögðu upp frá Moskvu. Stór- meistararnir Krogius, Geller og Nei tóku á móti þeim, ásamt fólki úr sovézka scndiráðinu í Reykja- vik. Á mcðan hvildist Spasskf á Ilótel Sögu fyrir biðskákina i gær. Nokkrir blaðamenn og ljós- myndarar voru einnig á flug- vellinum. Konurnar virtust dálitið þreyttar eftir langa ferð og bið i flugstöðvum, einkum Larissa Spasskaja, en þaö hafa sennilega orðið henni vonbrigði að komast ekki á 13. einvigisskákina i Laugardalshöllinni á fimmtudag, manni sinum til halds og trausts, eins og hún hefði getað, hefði ferðaáætlun staðizt. Larissa var alúðleg i viðmóti, sem og eiginkonur stórmeistar- anna þriggja. A leiðinni gegnum flugstöðina i Keflavik svaraði hún hvorki spurningum á ensku né þýzku, sem blaðamenn lögðu fyrir hana, en leysti greiðlega úr spurningum túlka Timans og Morgunblaðsins á rússnesku. Konurnar fjórar voru allar mjög látlausar i framkomu. Larissa Spasskaja, Irena Krogius, Aksana Geller og Helga Nei vinna allar utan heimilis jafnframt húsmóðurstörfunum. Larissa er verkfræðingur, Irena er stærðfræðingur, Helga læknir og Aksana ballettdansmær. — Þvi miður verðum við aðeins i tvær vikur á tslandi, sagöi Larissa Spasskaja við komuna til Keflavikur. — Sonur okkar dvelst á meöan i sumarbústað skammt frá Lenin- grad. Hann er fimm ára og hefur þrisvar sinnum teflt við pabba sinn. Ég kann manngannginn og get fylgzt með skák, en hef aldrei teflt, hvorki við eiginmann minn né son. — Hvenær fréttuð þið hvernig 13. skákinni lyktaöi i dag (fimmtudag)? — Við vitum ekki úrslit hennar, svaraði Aksana Geller. —Jú, ég veit úrslitin i dag, sagði þá Larissa. — Ykkar var von fyrr, hvernig stóð á að koma ykkar dróst á langinn? — Viö vitum ekki ástæðurnar fyrir þvi. — Frú Larissa, vitiö þér að eiginmaður yðar hefur unnið hugi og hjörtu Islendinga, og yðar var einnig beöið með óþolinmæði? — Þaö er ánægjulegt að heyra. Við Spasski höfum skrifazt á undanfarnar vikur, og hann er einnig mjög ánægður hér, honum fellur mjög vel viö tslendinga. — Hvernig ætlið þiö að stytta Spasski stundir þennan tima, sem þið veröið á landinu? Hafið þiö i hyggju að ferðast um landið? —’Við vitum það ekki enn. Við ætlum að hvilast til morguns og sjá siöan til. Við eiginkonurnar erum ekki skákmenn og getum þvi ekki rætt við hann um skák, við veröum honum þvi til félags- skapar á annan hátt, svaraði Larissa Spasskaja. — Ætlið þér að fylgjast með framhaldi 13. skákarinnar i Laugardalshöllinni á morgun? — Já, auðvitað. — Hver áhrif haldið þér að. koma yðar hafi á gang heims- meistaraeinvigisins? — Ég vona, að hún hafi góð áhrif. Að sögn Irenu Krogius fylgjast Rússar af gifurlegum áhuga með heimsmeistarakeppninni, en mest er þó eftirvæntingin i Moskvu. Irena er sú eina kvennanna fjögurra,sem tefltr, fyrir utan að Larissa kann mannganginn. — Hún er sterkur skákmaður, þótt hún geri ekki mikið að þvi að Frh. á bls. 6 * 2?A«ééz»Zuzé/q/t. A./ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 180. tölublað — Laugardagur 12. ágúst — 56. árgangur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.