Tíminn - 12.08.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.08.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 12. ágúst 1972 FASTE I GNAVAL SkólavörBustíg 3A. II. hæö. Slmar 22911 — 19253. Bréf frá lesendum „TENNUR OG TANNSKEMMDIR” FASTEIGNAKAUPENDUR Vanti yður fasteign, þá hafið samband við skrifstofu vora. Fasteignir af öllum stærðum og gerðum fullbúnar og í smíðum. FASTEIGNASELJENDUR Vinsamlegast látið skrá fast- eignir yðar hjá okkur. Áherzla lögð ;á góða og ör- ugga þjónustu. Leitið uppl. um <verð og skilmála. Maka- skiptasamn. oft mögulegir. Önnumst' hvers konar samn- ingsgerð fyrir yður. Jón Arason, hdl. Mólflutnlngur . fasteignasala Hjálmtýr Pétursson skrifar i landfara um tennur og tann- skemmdir. Ég er honum alveg sammála um það atriði, og mér þykir það stórgalli og raunar óskiljanlegur, að fólk skuli ekki njóta sömu réítinda og fyrir- greiðslu vegna tannsjúkdóma og þegar um aöra sjúkdóma er að ræða, einkum þó ef á það er litið, að álit lækna mun vera, að a.m.k. verulegur hluti af meltingarsjúk- dómum stafi meðfram af skemmdum tönnum. CJr þessu þyrfti að bæta eins fljótt og verða má. En hér er við ramman reip að draga. Úti um landið, jafnvel i stórum kauptúnum, er enginn tannlæknir, og fólkið stendur varnarlaust gegn þessu. Það er ömurleg staðreynd, aö fólk um 18- 20 ára (svo einhver tala sé nefnd) þarf að láta draga úr sér tennur af þvi að la'knishjálp til að gera við tannskemmdina er ekki að fá. Ég held. að sykur- og hveitiát sé Lofum þeSmaðllfá H,o AuKlvsinKar. srm i-ina aft koma ( blaftinu a sunnudögum þurfa aft bcrast fyrir kl. t i fösludögum. ^ Augl.stofa Timans rr ( Hankastræti 7. Slmar: 19523 - 18300. Læknaritari Staða læknaritara við handlækningadeild Landspitalans er laus til umsóknar. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 22. ágúst n.k. Reykjavik, 10. ágúst 1972. Skrifstofa rikisspitalanna NORÐURVERK H.F. AKUIIEYRI óskar að ráða tvær starfsstúlkur i mötu- neyti. Vaktavinna. Einnig nokkra verkamenn. Vinnustaður Laxárvirkjun Upplýsingar i sima 96-21822. Norðurverk h.f. Byggingafulltrúi í Kópavogi Staða byggingafulltrúa i Kópavogi er laus til umsóknar. Uinsóknarfrestur er til 1. september n.k. Undirritaður veitir nánari upplýsingar. Kópavogi, 11. ágúst 1972 Bæjarstjóri. helzta orsök tannskemmda. Ég man eftir þvi, að þegar ég var 18 ára, fékk ég fyrst tannpinu, og hana ærið sársaukafulla. Ég fór til héraðslæknisins, og vitanlega gat hann ekkert hjálpað mér nema draga tönnina út. Man ég enn, hvað hann sagði að verkinu loknu: ,,Það er auðséð, strákur, að þú hefir lifað meira á harðfiski en sykri og hveiti, þvi að asskoti eru fastar og fallegar i þér tenn- urnar. Vitanlega nær ekki nokkurri átt að sjúkratryggingar taki ekki verulegan þátt i þeim kostnaði, sem tannviðgerðir orsaka. Og það verðurað vera lágmarkskrafa, að' læknar með sérþekkingu dvelji við hvert einasta sjúkrahús á land inu, misjafnlega langan tima, a.m.k. einu sinni til tvisvar á ári hverju. Það er ekki nóg að káka eitthvað við börn á skólaskyldu- aldri, og það sé greitt að ein- hverju leyti af þvi opinbera, þvi að hætt er við, að slik verk séu unnin fyrir gig, ef skólaskyldan á að vera mælistokkurinn. Hjálm- týr Pétursson beinir áskorun til heilbrigðismálaráðherra, „sem ekkert mannlegt telji sér óvið- komandi”. Það er fallegur vitnis- burður, og vonandi bregzt ráð- herrann vel við. Guðmundur Einarsson A myndinni sczt vcl hvar Lækjargata mun vcrða breikkuð til norðurs. Spennistöðin á miðri myndinni og húsin til vinstri munu þá hverfa. (Tímamynd: ómar). Enn fyrirhugaðar miklar framkvæmdir í Lækjargötu - gatan breikkuð áfram til norðurs ÓV—Reykjavik i framhaldi af þeim frain- kvæmdum og brcytingum, sem gerðar hafa verið á I.ækjargötu i Reykjavik að undanförnu, verður gatan næst breikkuð áfram til norðurs frá Hverfisgötu. Hefur Reykjavikurborg þvi nú hug á að kaupa húseignina og lóð- ina Hafnarstræti 23, þar sem Esso, Dráttarvélar, SfS og fleiri fyrirtæki eru til húsa. Verða þau hús þá fjarlægð — ef kaup takast — og munu helzt til greina koma makaskipti við Esso, sem i stað- inn fyrir lóð sina við Hafnarstræti Aðalfundur Norðurlandssam- bands hárgreiðslu- og hárskera- meistara verður haldinn i Reykjavik 19. og 20 ágúst n.k., i fyrsta skipti hér á landi. Þátt- takendur eru frá Danmörku, Svi- þjóö og Noregi, 5 frá hverju landi, 3 frá Finnlandi og 5 frá íslandi, alls 23. Auk þátttakenda koma 2 menn frá „Pivot Point” fyrirtækinu, en þeir ferðast um allan heim til að kynna nýjar aðferðir i hárskurði og hárgreiðslu, auk þess sem þeir kynna áhöld og fleira frá fyrir- tæki sinu. Um annan þeirra, Leo Passage, sem kallaður er faðir þessara nýju aðferða, hefur Daninn Kaj L. Kjærgárd, þekktasti hárgreiöslumeistari Norðurlanda, siðustu árin, sagt, að hann sé svo snjall hárgreiðslu- meistari, að slikur snillingur komi ekki fram nema á 50 ára fresti. Hinn er Austurrikismaður, fengi siðar meir stækkun á lóð sinni út i Tryggvagötu, sem raun- ar á að leggjast niður með timan- um. F’leira þarf þó að fjarlægja úr fyrirhugaðri og núverandi Lækj- argötu, til dæmis spennistöðina á mótum Lækjargötu og Hafnar- strætis, og mun það verða mikið og seinunnið verk. Gamli sölu- turninn á horni Lækjargötu og Hverfisgötu, sá er hefur i áratugi sett svo skemmtilegan svip á miðbæinn verður að likindum fluttur upp i Árbæjarsafn, eins og rætt hefur verið. Dietmar Planier að nafni, og hefur hann haldið námskeið og sýningar i 74 löndum. Meðal við- skiptavina hans hafa verið Júliana Hollandsdrottning og Beatrix prinsessa. Þessir menn halda sýningu á Hótel Sögu 22. ágúst, og koma þar einnig fram Ewert Preutz, Sviþjóðarmeistari i hárskurði, og frá Danmörku kemur sem fulltrúi hárgreiðslu- meistara Poul E. Jensen, sem hefur m.a. tekið þátt i heims- meistara- og Norðurlandakeppni fyrir hönd lands sins. Stjórn Sambands hárgreiðslu- og hárskerameistara vill með þessu vekja áhuga bæði fagfólks og annarra, sem vilja sjá eitt hið bezta, sem boðið er uppá i heiminum nú i hárskurði og hár- greiðslu. Formaður norræna sam- bandsins er Ryno Höglund frá Sviþjóð. Framkvæmdir þessar, ef af verður — sem má telja nær öruggt, — munu verða ákaflega dýrar. Lóðin, sem um ræðir, er metin á röskar 30 milljónir króna og brunabótamat húsanna er 8.4 milljónir. Enn hafa samningar ekki verið gerðir, og þvi er ólik- legt, að þessar miklu fram- kvæmdir hefjist i sumar, en þó ekki útilokað. Þá verður einnig beðið með að lagfæra og ganga endanlega frá Lækjargötunni fyrir neðan Arnarhól — þeim hluta, sem er svo mörgum borgarbúum mikill þyrnir i augum. Arkitektar vilja snurfusa Bernhöftstorfuna Stjórn Arkitektafélags Islands hefur óskað eftir leyfi til þess að hreinsa til i kringum,lagfæra og mála húsin i Bernhöftstorfunni, rikissjóði að kostnaðarlausu. Leyfið myndi fela i sér frestun á flutningi húsanna eða niðurrifi en engar aðrar skuldbindingar fyrir rikisstjórnina. Þakkir til EBE-samn- inganefndarinnar Fundur fulltrúaráðs Sölustofn- unar lagmetisiðnaðarins, haldinn á Hótel Esju, 2. ágúst 1972, sam- þykkir að bera fram þakkir til samninganefndar Islands hjá Efnahagsbandalagi Evrópu fyrir þann ágæta árangur, sem þar hefur náðst. Er það von fundar- ins, að þau aðgengilegu tollakjör, sem Islandi eru boðin af efna- hagsbandalaginu hljóti farsæla staðfestingu. Færustu hárgreiðslu- menn sýna á Sögu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.