Tíminn - 12.08.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.08.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. ágúst 1972 TÍMINN 7 Ctgefandi: Fra'msóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Hclgason, Tómas Karlsson,: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös TImans)i; Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni, • Ritstjórnarskrif-.i stofur f Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300-18306.': Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusími 12323 — auglýs-í ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald:: 225 krónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-; takiö. Blaðaprent h.f. Nýju þorskastríði hótað Brezkir togaraeigendur eru nú hinir herská- ustu og virðast ætla að beita áhrifum sinum til hins ýtrasta til að Bretar hefji nýtt „þorska- strið” gegn íslendingum eftir útfærsiu fisk- veiðilögsögunnar við Island i 50 milur 1. sept- ember n.k. Brezk blöð hafa það eftir Austin Laing leið- toga brezkra togaraeigenda, að hann sé sann- færður um að brezka rikisstjórnin muni leggja brezkum togurum til herskipavernd til veiða innan nýju 50 milna markanna við ísland. I þessu sambandi kom það fram, að brezkir tog- araeigendur telja nauðsynlegt, að brezka rikis- stjórnin leggi auk herskipa til a.m.k. tvö birgðaskip með hjálpar og hjúkrunargögnum á miðunum og auk þess þyrilvængju til að flytja slasaða og sjúka sjómenn undir læknishendur. Slik birgðaskip telja togaraeigendur algera nauðsyn fyrir brezka togaraflotann, þar sem einn brezkur togari leiti nú að meðaltali á dag islenzkrar hafnar af ýmsum ástæðum. Af þessum ummælum er ljóst, að miklir erfiðleikar og árekstrar kunna að verða fram- undan á íslandsmiðum, ef brezka rikisstjórnin verður við kröfum togaraeigenda. Vonandi sér brezka rikisstjórnin þó að sér og tekur upp samningaviðræður við íslendinga að nýju á grundvelli þeirra tilboða, sem islenzka rikis stjórnin hefur gert um bráðabirgðasamkomu- lag, er veiti brezkum togurum heimild til veiða á vissum svæðum innan hinnar nýju 50 milna fiskveiðilögsögu. Engum blöðum þarf um það að fletta að slikt samkomulag yrði brezkum sjómönnum og brezkum fiskneytendum miklu hagstæðara en nýtt þorskastrið með öllum þeim tilkostnaði, árekstrum sem þvi fylgir. Timi til nýrra samkomulagsumleitana er vissulega naumur orðinn, en enn á þó að vera möguleiki á að finna viðunandi bráðabirgða- lausn. Ef Breta fýsir að reyna samkomulags- leiðina til þrautar mun vissulega ekki standa á islenzku rikisstjórninni að sýna þann sam- komulagsvilja, sem sanngjarnt mat islenzkra hagsmuna getur réttlætt. Orðsending Svía Sænska rikisstjórnin hefur nú sent islenzku rikisstjórninni orðsendingu vegna ákvörðunar- innar um útfærslu islenzku landhelginnar i 50 milur 1. sept. Orðsending Svia er i rauninni eins hagstæð okkur og björtustu vonir stóðu til. Sænska rikisstjórnin harmar að visu, að ís- lendingar telji sér ekki fært að biða eftir niður- stöðum hafréttarráðstefnu S.þ. en viðurkenna, hve íslendingar eru háðir fiskveiðum. Heitir sænska rikisstjórnin að beita áhrifum sinum á hafréttarráðstefnunni til að tekið verði tillit til lögmætra þarfa landa eins og íslands, þar sem fiskveiðar skipta meginmáli fyrir efnahagsaf- komuna. —TK Nils Gunnar Nilsson: Réttarhöldin yfir Daníel Ellsberg vekja athygli Hann telur dóm fyrir birtingu leyniskjala Pentagon skerða tjáningafrelsið Danlel Kllsberg og Patricia kona hans. ÞAÐ dómsmál, sem kann að veröa mikilvægara en flest önnur dómsmál samtimans, er nú til meöferðar i Los Angeles. Málið er höfðað á hendur tveimur mönnum, Daniel Ellsberg og Anthony Russo, en þeir störfuðu fyrir skömmu við Rand Corporation i Santa Monica. Mikilvægast er þó ekki, hvort þessir tveir menn hljóta þyngsta dóm eða 115 og 35 ára fangelsi, fyrir að taka afrit af leyniskjölum Pentagon. Þarna er i húfi mál- og tjáningarfrelsið, sem tryggt er samkvæmt stjórnarskrá Bandarikjanna. Getur fram- kvæmdavaldið skert rétt til málfrelsis með þvi að telja vissar skráðar upplýsingar leyniskjöl? Og sé svo, hversu langt getur þetta þá gengið? DANIEL Ellsberg kom upplýsingum úr skjölum Pentagon á framfæri við al- menning fyrir milligöngu New York Times, og annarra blaða.Málið á hendur honum er fyrsta tilraunin til að ákæra mann fyrir að miðla sam- löndum sinum fróðleik án þess að ætla að skaða land sitt og þjóð eða reyna að gagnast erlendri þjóð. Niðurstaða málsins ræður miklu um möguleikana til frjálsrar skoðanamyndunar i Banda- rikjunum i framtiðinni. William G. Florence er viðurkenndur sérfræðingur i meðferð leyniskjala. Hann hefir margra ára reynslu af störfum við bandariska flug- herinn. Hann sagði um daginn: „Leyndarstimpil Pentagon- skjalanna hefði átt að upp- hefja fyrir langa löngu, ef fylgt heföi verið gildandi venjum.” DANIEL Ellsberg mætir ekki fyrir réttinum. Vörnin sér um það. Hann reynir þó að gera sitt gagn með þvi, að koma á framfæri skrifuðum orðsendingum og tala i ein- rúmi og hljóði við verjandann við og við. Hann sagði eitt sinn við konu sina, er þau hjónin voru á leið heim i bil sinum, að honum liöi stundum svipað og ' Vietnama andspænis Banda- rikjamanni. „Þeir tala mál, sem ég skil ekki, en þeir hafa lif mitt i hendi sér.” ,,Ég er ákærður fyrir afbrot, sem getur kostað mig 115 ára fangelsisdóm. Ég er ekki ákærður fyrir að afhenda al- menningi eða blöðum Pentagon-skjölin, heldur fyrir það að hafa látið Anthony Russo vin minn, taka afrit af þeim.” ,,ÉG er ákærður fyrir að hafa stolið sögulegum stað- reyndum. En hvernig á að sanna, að ég hafi svift rfkis- stjórnina þessum staðreynd- um? öll lagaákvæði sem vitnað er til, eru mjög óá- kveðin. Búið er þó að gera málið svo flókið, aö mikil freisting er fyrir kvið- dómendur að sakfella mig fremur fyrir eitt eða tvö atriði, en að sýkna mig með öllu. Þetta er tvimælalaust von á- kæruvaldsins að minnsta kosti.” „Hverjar verða af- leiöingarnar fyrir bandarisku þjóðina ef þér verðiö dæmdur? ” „Þær geta sannarlega orðið uggvænlegar. Þetta væri að visu siður en svo einsdæmi Rikisstjórnin hefir framfylgt stefnu, sem hefir valdið skerðingu frelsis og réttar á ýmsum sviðum. En dómur yfir mér yki á þessa hneigð. Ég held einkum, að i kjölfar sakfellingar fylgdi hver ákær- an af annarri á blaðamenn og heimildarmennina, sem þeir hafa leitað fanga hjá.” ÉG vona.að okkur takizt við meðferð málsins, — hver svo sem niðurstaðan verður — að leiða almenningi fyrir sjónir áhættuna og háskann , sem þvi fylgir að láta stjórnar- völdin i landinu halda mis- tökum sinum, glæpum, og svikum leyndum og varpa i þess stað i fangelsi einstak- lingum, sem vilja koma fram ábyrgð á hendur þeim.” „Hvaða möguleikar eru á áfrýjun ef þér verðið dæmdur sekur?” „Hæstiréttur er hinzta skjólið. Sumar ákvarðanir hans hin siðari ár hafa verið uppörvandi eins og til dæmis afnám dauðarefsingar og bannið við simahlerunum. Aðrir úrskurðir boöa þó siður en svo gott, einkum vegna til- nefninga Nixons i réttinn. Við getum þvi ekki veriö jafn vongóðir um niöurstöðu hæstaréttar nú og viö gátum verið fyrir tveimur eða þremur árum.” I VOR vann Daniel Ellsberg af kappi að samningu bókar- innar „Papers On The War”, sem er nýkomin út i Banda- rikjunum. Svo var hert á loft- árásunum og þá fannst honum sem hann væri til þess knúinn að koma fram á fundum og taka þátt i baráttu fyrir friði. ,,Ég þóttist þegar árið 1969 sjá fram á sennileika þess, að ótakmarkaðar loftárásir yrðu hafnar að nýju, eins og raun hefir orðið á, og það var meg- inástæða þess, að ég kom Pen- tagon-skjölunum á framfæri. Ég gerði mér vonir um, að ég gæti komið i veg fyrir loft- árásirnar með þvi að gefa al- menningi innsýn i, hvað gerzt gæti.” „Mér hafði borizt vitneskja um, að rikisstjórn Nixons hyggðist gripa til þessara ráð- stafana ef hafin yrði gagn- sókn, sem oröið gæti Nixon til verulegra óþæginda fyrir kosningar. Ég átti einmitt von á slikri gagnsókn ef Nixon hliðraði sér hjá að kveða á um brottfarartima hersins fyrir- fram, en ég þóttist vita fyrir vist, að hann tilkynnti ekki um ákveðinn brottfarartima. Ég sá fyrir það, sem nú er fram komið. Þvi miður misheppn- aðist mér að koma þvi til leið- ar með birtingu Pentagon- skjalanna, sem ég ætlaði, og það olli mér auðvitað von- brigðum.” GETUR birting Pentagon- skjalanna ekki hafa haft þýð- ingu á bak við tjöldin sem einn þáttur að þeirri hreyfingu, sem studdi að framboði McGoverns i vor?” „Þetta er sannarlega áhugaverö kenning. Ég vildi feginn trúa, að hún hefði viö nokkurn sannleika að styðj- ast." „Mjög margir menn i Bandarikjunum hafa vanmet- ið Vietnamstyrjöldina sem vandamál og tekið hina til- tölulega almennu þögn sem samþykki. Hins vegar hefur verið talað um vanmáttartil- finningu og skort á tiltækum ráðum til að hafa áhrif á gerð- ir rikisstjórnarinnar”. „Við blasir tækifæri til að breyta valdinu og áhrifunum i landinu. Ég er sannfærður um að birting Pentagon-skja- lanna hefir á ýmsan hátt orð- ið til þess að gera miklu fleira fólki þetta ljóst en annars hefði orðið.” „MCGOVERN er auöheyri- lega sá frambjóðandi, sem þér ætlið að kjósa. En hefir hann nokkra möguleika á að sigra Richard Nixon i haust?” „Tvimælalaust. Þetta er þó að miklu leyti komið undir framvindunni i Vietnam. Efnahagsmálin hafa einnig sitt aö segja. Núverandi vin- sældir Nixons, sem tengdar eru friðarvonum vegna sam- skiptanna við Rússa og Kin- verja, munu réna ört þegar þjóðinni verður ljóst, að þessi samskipti leiða ekki til friðar og var aldrei ætlað að efla friðinn.” „Ég trúi ekki, að sprengjur geti fengið Norður-Vietnama til að ganga að skilmálum okkar, jafnvel þó að i ljós komi, að loftárásirnar hafi lamað þá verulega. Striðið heldur áfram og sú staðreynd ein veldur öflugri andstöðu al- inennings gegn stjórnarvöld- unum og það styrkir aðstöðu McGoverns.” Daniel Ellsberg lætur i ljós þá skoðun, að þung örlög biði Norður-Vietnama ef Nixon verði endurkjörinn sem for- seti. Landið verður efalitið ná- lega gjöreytt. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.