Tíminn - 12.08.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.08.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 12. ágúst 1972 TÍMINN 15 Héraðsmót að Kirkjubæjarklaustri Héraðsmót framsóknarmanna i Vestur-Skaftafellssýslu verður haldið laugardaginn -12. ágúst kl,9. Steingrimur Hermannsson flytur ræðu. Karl Einarsson skemmtir. Kurugei Alexandra og Gunnar Jónsson syngja og leika létt lög frá ýmsum löndum. Hljómsveit Gissurs Geirs frá Sel- fossi leikur fyrir dansi. Steingrimur Karl Kurugei Héraðsmót í Strandasýslu 12. dgúst Héraðsmót framsóknarfélaganna í Strandasýslu verður haldið i Sævangi laugardaginn 12. ágúst og hefst kl. 20.30. Ræður flytja Einar Agústsson utanrikisráðherra, og Ölafur Þórðarson, skólastjóri. Þjóðlagasöngur: Þrjú á palli. Gaman- og eftirhermur: Jörundur Guðmundsson. Hljómsveitin Asar leika fyrir dansi. Einar Héraðsmót í Skagafirði 19. ógúst Halldór Hið árlega héraðsmót framsóknarmanna i Skagafirði verður haldið að Miðgarði Varmahlið, laugardaginn 19. ágúst og hefst það kl. 21 stundvislega. Ræðumenn verða Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra og Ingvar Gislason aiþingismaður- Hilmar Jóhannsson skemmtir með grini og gamansöng. Sigurveig Hjaltested og Magnús Jónsson syngja við undirleik Skúla Hall- dórssonar. Hinir vinsælu Gautar leika fyrir dansi. Kjördæmisþing ó Austurlandi Af óviðráðanlegum orsökum, verður að flýta áður boðuðu kjör- dæmisþingi um eina viku, og verður þingið því haldið á Vopna- firði helgina 26. og 27. ágúst n.k. og verður sett kl. 14.00 Þingið verður nánar auglýst síðar. Norðurlandskjördæmi vestra Aðalfundur kjördæmissambands framsóknarmanna f Norðurlandskjördæmi vestra verður haldinn á Sauðár- króki laugardaginn 26. ágúst. Fundurinn hefst kl. 10 fyrir hádegi. Ekki nóg rigning til að hægt væri að hefla KJ-Reykjavik Enda þótt svolitil rigning væri á suðvesturhorni landsins i gær, nægði hún varla til að bleyta verulega i vegunum, sem hafa verið skraufþurrir undanfarnar vikur. Vegagerðarmenn vonuðu, að rigningin yrði það mikil, að hægt yrði að senda hefla á aðalleiðirn- ar, sem margar hverjar eru mjög illa farnar, en þegar Timinn hafði Læknisleysi Framhald af bls. 1. stúlkunnar til bráðabirgða, og eftir 8 klukkustunda akstur komu þau til Reykjavikur. Þar var gert betur að sárum stúlk- unnar, og liggur hún nú á Landsspitalanum — og verður þar að öllum likindum að minnsta kosti hálfan mánuð enn. Það er langt frá þvi, að þetta sé einsdæmi, og þetta sannar, að þrátt fyrir góðan vilja heil- brigðisyfirvalda, á það enn mjög langt i land, að læknamál- in svokölluðu komist i viðunandi horf. Það liggur jafnvel við, að það hafi verið tilviljun, að hjúkrunarkona var á Reykhól- um — svo ekki sé minnzt á, að tilviljun og heppni réð þvi, að barnið hlaut ekki mun verri sár en raun varð á. Það hlýtur lika að vera slæmt að fá höfuðverk eða tannpinu i Reykhólasveit. samband við Adolf Petersen hjá Vegagerðinni um hádegisbilið i gær, leit ekki út fyrir að mikið yrði úr heflun, t.d. á Suðurlands- vegi. Um hádegið hafði ekkert rignt á Hellisheiði, en þar mun Suðurlandsvegur vera einna verst farinn eftir þurrkana. A Mosfellsheiði var unnið við að rykbinda veginn, og voru tankbil- ar notaðir til að bleyta i veginum áður en rykbindiefnið var borið á hann. Eru þvi horfur á aö vegur- inn um Mosfellsheiði verði ryk- laus um helgina, — þótt hætti að rigna, eins og jafnvel er búizt við. Fjallabaksvegur aðeins fyrir fólksbila Adolf sagði, að Fjallabaksveg- ur nyrðri væri varla fær nema jeppum og sterkari bilum, en venjulega er leiðin fær öllum bil- um um þetta leyti árs, þegar ekki eru miklir vatnavextir. Adolf sagði, að það væri ekki meira en svo, að klaki væri farinn úr vegin- um i Jökuldölum, og væri þar bæði bleyta og skorningar. Þá sakar ekki að geta þess, að enn mun vera snjór á leiðinni frá Sprengisandi og niður i Eyja- fjörð, en ferðafólk hefur samt sem áður um tvær leiðir að velja af Sprengisandi, eða niður i Bárðardal og i Skagafjörö, en þá er farið hjá skála Ferðafélags Akureyrar við Laugafell. Skaga- fjarðarleiðin opnaðist sumarið 1970, en þá var tekin i notkun brú á Austari-Jökulsá, sem rennur i Héraðsvötn. Héraðsmót ó Suðureyri 26. ógúst Héraðsmót framsóknarmanna verður haldið á Suðureyri laug- ardaginn 26. ágúst og hefst kl. 21. Ræöur flytja Steingrimur Her- mannsson alþingismaður og dr. Ólafur Ragnar Grimsson lektor. Karl Einarsson skemmtir. Kurugei Alexandra syngur létt lög frá ýmsum löndum við undirleik Gunnars Jónssonar. Hljómsveit Asgeirs Sigurðssonar og Asthildur leika fyrir dansi. Héraðsmót á Tólknafirði 25. ógúst Héraðsmót framsóknarmanna verður haldið á Tálknafirði föstu- daginn 25. ágúst og hefst kl. 21. Ræður flytja Halldór E. Sigurðs- son fjármálaráðherra og Bjarni Guðbjörnsson alþingismaður. Karl Einarsson skemmtir. Kurugei Alexandra syngur lett lög frá ýmsum löndum við undirleik Gunnars Jónssonar. Hljómsveit Asgeirs Sigurðssonar og Asthildur leika fyrir dansi. Vestfjarðakjördæmi Kjördæmisþing framsóknarmanna i Vestfjarðakjördæmi verður haldið að Flókalundi i Vatnsfirði 19.-20. ágúst og hefst laugar- daginn 19. ágúst kl. 1 e.h. Gaston — Henri Dominique de Sainte Marie. Mynd þessi var tekin fyrir tveimur árum, og er hár hans töluvert siðara núna. ( Ljósni. Vikan). Gaston enn ófundinn - skipulögð leit hafin ÖV—Reykjavik Fransmaðurinn Gaston, Henri Dominique de Sainte Marie, var enn ófundinn i gærkvöldi, þegar siðast fréttist. Slysavarnafélagið og Hjálparsveit skáta leituðu skipulega i gærdag og gærkvöldi, og hafi hann ekki fundizt verður leitinni haldið áfram i dag. Gaston er 185 cm. á hæð, ljósskol- hærður með brún augu, grannur. Þegar hann fór frá Garðastræti 9 aðfaranótt miðvikudags, var hann i dökkblárri úlpu og i brúnum molskinssbuxum. 17 ára Framhald af bls. 1. ekki orðið sjóveik? Ég held, að mér hafi einu sinni orðið flökurt i sumar. Við spurðum Þorgerði, hvort satt væri, að hún skákaði karli föður sinum við fiskidráttinn. En þvi lét hún litið yfir. Kannski er hann fisknari en svo, að auð- gert sé að verða honum drýgri, en kannski hefur þetta bara verið hógværð og varfærni Þor- gerðar i fyrsta blaðaviðtalinu á ævinni. Upp undir smálest þegar bezt hefur látið Handfærabátarnir koma að landi með afla, sem er tuttugu til þrjátiu þúsund króna virði, þegar aflabrögð eru góð. Hver smálest er tekin á sem næst fimmtán þúsund krónur. Þorgerður kvað það rétt vera, að hún hefði dregið upp undir eina smálest, þegar bezt hefur látið. — Aflinn er mest þorskur, sagði hún, en dálitið flýtur með af ufsa. Við erum þetta hálfan annan til hálfan þriðja klukku- tima á miðin, þvi að þau eru út af mynni Berufjarðar og þetta suður undir Hvitinga. Horfin kynslóð og önnur ung Það hafa verið skrifaðar bækur um Þuriði formann, sem vissulega var kona heiðursverð, og þeirra er viða getið, gömlu kvennanna breiðfirzku, sem stunduðu sjó af landskunnri atorku. En dæmið um ungu stúlkurnar á Djúpavogi sýnir, að enn eru uppi i landinu konur, sem ekki kveinka sér að dorga dagana langa á fljótandi fjöl, þótt þeirra erfiði sé að visu minna en gömlu kvennanna, sem urðu að beita handafli sinu til þess að komast á miðin og heim aftur og sóttu sjóinn ekki siður að vetrarlagi en á sumrin. —JH LandsiaR gróðar - yðar hrððnur BtNAÐARBANKI ‘ ISLANDS Hljómsveit Jóns Páls Söngvaiar Kristbjörg' Löve og Gunnar Ingólísson BLÓMASALUR VÍKINGASALUR BORÐUM HALDiÐ TIL KL □ □ □ TRIÓ SVERRIS GARÐARSSONAR WÖTEL mLEIÐIfí BORÐPANTANIR f SÍMUM 22321 22322 NEGRASONGVARINN JINKS JENKINS SKEMMTIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.