Tíminn - 13.08.1972, Qupperneq 1

Tíminn - 13.08.1972, Qupperneq 1
IGNIS UPPÞVOTTAVÉLAR RAFIflJAN ftAFTORG SlMI: 19294 SÍMI: 26660 skápar JPA4Í HxiflASÍÍÍctSL, Alf RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 - Tekjuskattur aldraðs fólks og öryrkja leiðréttur með bróðabirgðalögum - Enginn tekjuskattur af 200 þúsund króna nettótekjum einstaklinga innan þessara hópa né 300 þúsund krónum hjó hjónum Forseti íslands gaf i gær út, að tilhlutan f járm álaráð- herra, bráöabirgðaiög um breytingu á skattaiöggjöfinni, þar sem af henni eru sniðnir ágaliar, sem komu fram við skattálagningu i sumar, og réttur hlutur ellilifeyrisþega , og örokuiifeyrisþega, sem viö lágar tekjur búa. Þessi lagabreyting • hefur það i för með sér, að einhleyp- ir lifeyrisþegarúrþessum hóp- um greiða engan tekjuskatt af nettótekjum innan við tvö hundruð þúsund krónur og ekki fullan tekjuskatt fyrr en nettótekjur ná þrjú hundruð þúsund krónum. A sama hátt verða hjón með þrjú hundruð þúsund krónur i nettótekjur laus við tekjuskatt og greiða ekki fullan og óskertan tekju- skatt fyrr en nettótekjur ná 450 þúsund krónum. Þetta hefur það i för með sér, að niður fellur með öllu tekjuskattur fjórtán hundruð og fimmtiu skattaðila á ellilif- eyrisþegaaldri, auk þess sem nitján hundruð njóta aukinnar ivilnunar. Verða þá eftir 13,6% þessa fólks, sem greiðir fullan tekjuskatt, en það hefur allt sæmilega riflegar tekjur. Tölur hafa enn ekki verið fundnar um örorkulifeyris- þega, sem njóta góös af þess- um bráöabirgðalögum.enþeim eru áskilin sömu réttindi. Bráðabirgöalögin eru svo- hljóðandi: IV. liöur H. greinar laganna orðist svo: Tekjuskatt þeirra manna, sem náð hafa 67 ára aldri á skattárinu, eða áttu rétt til ör- orkulifeyris samkvæmt lögum nr. 67/1971 um almannatrygg- ingar, skal lækka sem hér seg- ir: a. Tekjuskatt 14.000 krónur eða lægri hjá einstaklingum og 22.000 krónur eða lægri hjá hjónum, skal fella niður. b. Tekjuskatt einstaklinga á bilinu frá 14.000 til 56.000 krón- ur skal lækka um fjárhæö, sem nemur 14.000 krónum, að frádregnum þriðjungi þeirrar fjárhæðar, sem óskertur tekjuskattur er hærri en 14.000 krónur. c. Tekjuskatt hjóna á bilinu frá 22.000 til 88.000 krónur skal lækka um fjárhæð, sem nemur 22.000 krónum, að frádregnum þriðjungi þeirrar fjárhæðar, sem óskertur tekjuskattur er hærri en 22.000 krónur. 2. gr. VI. liður 11. greinar laganna fellur niður. 3. gr. Lög þessi öölast þegar 'gildi og koma til framkvæmda við álagningu skatta til rikissjóös fyrir skattárið 1971. Sjá greinargerð um skatta- lagabreytinguna á blaðsiðu 3. Ilalldór K. Sigurösson fjármálaráöherra. Hávaði í heyvinnu- vélum viðsjárverður ? ÞB-Reykjavik. Til skainms tima hefur þorri fólks gefið þvi litinn gaum eða verið ineð öllu grunlaus um, aö margs konar hávaði getur verið heyrn manna skaðlegur. Þaðan af siður hefur almenningur áttað sig á þvi, að það er ekki hávaðinn einn, sent sker úr um það, hvaða tjóni það getur valdið, heldur einnig bylgjutiðni. Nú á seinustu árum hefur það góðu heilli viða komizt á, að menn, sem vinna að staðaldri á hávaðasömum vinnustöðúm, noti eyrnahlifar af einhverri gerð. Samt fer viðs fjarri, að þessarar varúðar sé gætt alls staðar þar, sem þess kann að vera þörf. Til dæmis uggir marga, að viða i sveitum hafi þess ekki verið gætt sem skyldi, að vélvæðing land- búnaðarins á seinni árum hefur i för með sér verulegt álag af þessu tagi. Margar vinnuvélanna, sem þar eru notaðar, eru háværar, og heyblásurunum, sem menn standa ef til vill við frá morgni til kvölds, fylgir mikill gnýr. Aftur á móti mun það viðast fremur fátítt i sveitum, að menn noti eyrnahlif- ar við vélavinnu að staðaldri. Viða á vinnustöðum hafa mæl- ingar verið gerðar á hávaða og tiðni hljóða, til dæmis i verk- smiðjum, i þvi skyni að kanna, hvort heyrn manna kunni að vera hætta búin. Við leituðum þess vegna eftir þvi hjá Búnaðarfélagi Islands og heilbrigðiseftirliti rik- isins, hvort slikar mælingar hefðu farið fram i sveitum og reynt að grafast fyir það, hvaða áhrif gný- blásarar og ýmiss konar vinnu- vélar þar kunna að hafa á heyrn fólks, þegar til lengdar lætur. Eftir þvi sem við komumst næst hafa ekki verið gerðar slikar mælingar. Starfsmaður sá hjá heilbrigðiseftirlitinu, er við töluð- um við.taldi þó vera fulla ástæöu til þess að mæla hávaða þann, sem stafar frá þess konar vinnutækjum, ekki siður en ýms- um öðrum. Hann sagði einnig, að það væri ekki hávaðinn einn, sem réði um það, hvað viðsjárverðast væri. Nefndi hann til dæmis, að sumir flugvélahreyflar gefa frá Framhald á 3. siðu. Brekkukbt endurborið viö Miðhúsatjörn á Garöskaga. Brekkukot bíð- ur alskapað Þeir hefðu bara átt að fá Erlend á Kálfa- tjörn til þess að ganga betur frá heyinu vart hafa tiðkazt þegar sagan geröist, heldur var hey, sem upp haföi verið borið, tyrft á gamla góða visu undir haustiö og mann _grunar að Björn i Brekkukoti hafi verið maður til þess að sæta betur en þetta og bera saman hey i des á snyrtilegri hátt en gert hefur verið og lesendur geta ráðið af myndinni. Hvernig hefði verið fyrir kvik- myndargerðarmenn að fá Erlend á Kálfatjörn i lið með sér til þess að ganga frá galtanum á viðlika hátt og gert var áður en vélavinna kom til sögunnar og mest var fariðaðhugsa um afköstin. Hann heföi áreiðaniega komizt þokka- lega frá þvi, gamli kirkjubóndinn á Vatnsleysuströndinni, að koma þessari tuggu i snoturt sæti. En þetta er sem sagt Brekkukot kvikmyndarinnar eins og það hefur veriö sett á svið suður i Garöi. En eins og kunnugt er biöur svo Langastétt hinnar gömlu Reykjavikur — eða eftir- mynd hennar — uppi við Gufunes. Og á báðum stööunum færist hvaö úr hverju lif i tuskurnar, er þeir Björn og Alfgrimur, Garöar Hólm og fröken Gúðmundsen og allt það fólk fer að spranga þar um i gervum sinum . Nýtt flutningaskip Jón Franklin útgerðarmaður hefur • fengiö til landsins nýtt flutningaskip, sem nefnt hefur verið Vestri, 600 - 700 lesta. Verö- ur það i flutningum milli landa og meö ströndum fram. Fyrir átti Jón annað skip svip- aö, sem heitir Suðri. Þannig litur Brekkukot út nú, þegar kvikniyndun er i þann veginn að hefjast, eftir þann drátt, er á þvi hefur orðið vegna meiösla þeirra, sem leikstjórinn þyzki og aöstoöarfólk hans hlaut á dögunum: Snúrustaurar i húsa- sundi, kartöflugras i beöum framan við bæjarstéttina, bátur á livolfi, rimlahjall, fiskspyröur á trönum og heygalti viö kálgarös- vegginn. Menn, sem vita eitthvað aftur i timann, reka þó kannski upp stór augu, þegar þeir sjá yfir- breiösluna, þvi aö þær mundu -Tfmamynd Gunnar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.